Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1996, Blaðsíða 4
ÍÞRÓmR FOLK ■ KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Newcastle, tilkynnti í gær að Frakkinn David Ginola, sem hefur verið orðaður við Arsenal og Barcelona, verði áfram á St. Jame- s’Park. ■ KEEGAN, sem keypti Ginola frá París St Germain þá 4,5 millj. punda í fyrra, sagðist kunna að meta hæfileika Ginola. „Ég er viss um að hann eigi eftir að gera betri hluti í vetur, en síðastliðið keppnistímabii. Hann er hæfi- leikamaður, sem styrkir lið okkar mikið.“ ■ DANSKI landsliðurinn Mikkel Beck getur byrjað að leika með Middlesbrough, þar sem þýska lið- ið Fortuna Köln er búið að ganga frá félagaskiptum hans. ■ BODO Illgner, fyrrum lands- liðsmarkvörður Þýskalands, kom til Spánar í gær og leikur sinn fyrsta leik með Real Madrid gegn Hercules í Madrid á sunnudaginn. Illgner kemur til liðsins frá Köln. ■ ARGENTÍNSKA liðið Inde- pendiente vann sinn annan leik í röð undir stjórn Cesar Luis Me- notti, fyrrum landsliðsþjálfara Arg- entínu, þegar það lagði Newell’s Old Boys 4:0. Jorge Burruchaga skoraði tvö af mörkunum. Menotti tók við þjálfun liðsins fyrir tveimur vikum eftir tveggja ára frí frá knatt- spyrnu. Tvær umferðir eru búnar í meistarakeppninni. ■ HRISTO Stoichkov er kominn á ný til Barcelona eftir að hafa leikið með Parma á Ítalíu. Stoic- hkov, sem gerði tvö mörk í fyrsta leik Barcelona, sendi keppinautun- um hjá Real Madrid tóninn. „Real vinnur ekkert þetta keppnistímabil," sagði Stoichkov. ■ STUÐNINGSMENN Real Madrid eru ekki ánægðir með komu þýska markvarðarins Bodo Illgner til liðsins, en hann mun verja mark- ið þegar liðið mætir Hercuies. Sant- iago Canizares, varamarkvörður Spánverja, verður á bekknum og hinn gamalkunni markvörður Paco Buyo verður á meðal áhorfenda. ■ MIKIL pressa er á Illgner og þá sérstaklega eftir framkomu stuðningsmanna liðsins, sem klöpp- uðu óspart þegar mark var skorað hjá honum á fyrstu æfíngu hans. ■ ROMARIO verður í sviðsljósinu með Valencia, sem leikur heima gegn Real Sociedad. Stuðnings- menn Valencia vonast til að sjá Romario á skotskónum, en hann vantar aðeins þtjú mörk upp á að skora sitt 500. mark á ferlinum. ■ TONY Polster, landsliðsmaður Austurríkis, er óánægður hjá Köln og hefur farið fram á að vera seldur frá félaginu. ■ POLSTER er ekki í bytjunarliði hjá Köln, kemur inná sem varamað- ur og skoraði tvö mörk á síðustu fjórum min. í 3:1 sigurleik gegn Freiburg. Hann hefur skorað 47 mörk í 87 leikjum með Köln. ■ PETER Neururer, þjálfari liðs- ins, segir að hann geri ekki breyt- ingu á bytjunarliði sínu, þannig að Polster verði að vera á bekknum. ■ GRAEME Souness, fyrrum leik- maður og knattspyrnustjóri Liverpool, kemur til Anfield Road í dag í fyrsta sinn í tvö og hálft ár, eða síðan hann var rekinn sem knattspyrnustjóri liðsins. Souness er knattspyrnustjóri Southampton, sem mætir Liverpool. ■ MARTIN Pringle, miðherji hjá Helsingborg í Svíþjóð, skrifaði undir fjögurra ára samning við Benfica í gær. Benfica hefur ekki gefið upp hvað liðið borgaði fyrir hinn 25 ára Pringle, en blað í Lissa- bon segir að kaupverðið sé 85,8 millj. ísl. kr. Iþrmr Svíinn Stefan Edberg hættur keppni á meðal þeirra bestu Svíinn Stefan Edberg kvaddi tennisheim þeirra bestu í New York í fyrrinótt eftir að hafa tapað 6-3, 6-4 og 7-6 (11-9) á móti Króat- anum Goran Ivanisevic í átta manna úrslitum Opna bandaríska tennis- mótsins. „Tímamót verða hjá öll- um,“ sagði Edberg eftir þátttöku í 54. stórmótinu í röð. „Þetta er 15. árið mitt og ég hef spilað nógu lengi. Mörg árin hafa verið frábær og ég gleymi þeim aldrei." Edberg, sem er 30 ára, fékk áletraðan kristalvasa með merki heimssýningarinnar í New York 1964 eftir leikinn. „Andrúmsloftið héma er sérstakt, hávaðinn og allt sem honum fylgir. Það er það sem ég mun sakna, vera úti á vellinum og finna fyrir stuðningi áhorfenda sem örva mann til dáða.“ Hann var vel studdur og Ivanisevic sagði að andrúmsloftið hefði minnt sig á við- ureign á móti Svíum í Davis-keppn- inni. „Það er leiðinlegt að svona leikmaður, svona meistari, sé að hætta. Hann er einn af bestu tennis- spilurum sögunnar, sannur heiðurs- maður. Ég vissi að þetta yrði erfitt og einhver varð að sigra hann,“ sagði Króatinn um mótheijann. „Ég taldi mig eiga möguleika en Goran lék mjög vel,“ sagði Edberg. „Uppgjafir hans sendu mig nánast út af vellinum. En mér líður vel og er afslappaður.” Sampras sigraði veikur Gert var ráð fyrir að fyrrnefnd viðureign yrði hápunktur næturinn- ar en spennan náði hámarki í for- leiknum. Pete Sampras var að drepast í maganum, ældi ma. annars einu sinni meðan á keppni við Spánveij- ann Alex Corretja stóð en hafði engu að síður betur 9-7, 7-6, 5-7, 5-7, 6-4 og 7-6. Keppni þeirra stóð í fjórar klukkustundir og níu mínút- ur, lengsta viðureignin á Opna bandaríska að þessu sinni. „Ótrúlegt,” sagði Edberg um frammistöðu Sampras. „Það er orð- ið og allir fylgdust með í búnings- klefanum,” bætti hann við. „Ég hef séð Pete í öðrum leikjum og veit hvað hann getur við þessar aðstæð- ur...ég held að enginn geti þetta. Erfítt var að trúa því sem var að gerast og ég veit ekki hvernig hann fór að því að sigra en frammistaða hans var ótrúleg.” Spánveijinn var betri á flestum sviðum en varð samt að játa sig sigraðan. „Þetta er sennilega besti leikur minn á ferlinum,” sagði Corr- etja. „Sennilega sá besti og einnig sá versti." „Fólk varð vitni að hlut- um sem það á aldrei eftir að sjá aftur,“ sagði Paul Annacone, þjálf- ari Sampras. Ég er ekki viss um að hægt sé að lýsa þeim með orðum en ánægjulegt var að horfa á þetta.” Sampras virtist vera illa á sig kominn lengst af í seinni hlutanum og í lokin var hann óstöðugur. Þá kastaði hann upp og fékk aðvörun frá dómaranum en hélt áfram og tryggði sér sigur eftir að Spánveij- inn hafði komist í 7-6. „Ég ætlaði Reuter Hættur STEFAN Edberg hallar sér fram á netlð í síðasta sinn á stór- móti en hann kvaddi tennlsheim þelrra bestu í New York í fyrrlnótt eftlr að hafa tapað á móti Króatanum Goran Ivan- isevic í átta manna úrslltum Opna bandaríska tennlsmótsins. að halda boltanum inni en hann var úti,“ sagði Corretja um uppgjöf sína í stöðunni 8-7 fyrir Sampras. „Ég hugsaði aðeins um að halda honum inni en átti að einbeita mér að upp- Reuter Keppnisskap í lagi PETE Sampras sýndi fádæma keppnisskap þegar hann mætti veikur til leiks gegn Alex Corr- etja. Spánverjinn var betri á flestum sviðum en réð ekki við Bandaríkjamanninn sem átti oft erfitt eins og sjá má. Sampras mætir Goran Ivanisevic í undanúrslitum. gjöfinni í stað þess að leiða hugann að honum.” Sampras tileinkaði fyrrverandi þjálfara sínum, Tim Gullikson, sem dó úr krabbameini fyrr á árinu, sig- urinn. „Þessi sigur var fyrir Tim,“ sagði hann. Tom, tvíburabróðir Tims og þjálfari Bandaríkjamanna í Davis-bikarnum, hrósaði Sampras fyrir keppnisskapið. „Hann var kominn að vegg en fann leið til að komast yfír og sigra. Það var ákveðnin og viljinn til að sigra,“ sagði hann og bætti við að hann hefði fengið kraft frá Tim til að komast yfir hindrunina í stöðunni 7-7 í lokin. „Ef til vill hvíslaði Timmy að honum og sagði honum að hitta." Tim byijaði að þjálfa Sampras 1992 og ári síðar var Bandaríkjamaðurinn efstur á styrkleikalistanum. „Þessi drengur er númer eitt í heiminum. Hann á meiri peninga en hann getur ejitt og hér mætir hann veikur á tennisvöll en samt tekst honum með viljann að vopni að fínna sigurleið- ina. Svo virtist sem hvert skref væri hans síðasta _og frammistaða hans var ótrúleg. Ég held að hann hugsi mikið um Tim og það sem hann kenndi honum. Beijast til loka. Aldrei að gefast upp. Finna sigur- leið, jafnvel þótt illa sé leikið eða maður mæti illa fyrirkallaður til leiks eins og að þessu sinni. Ég er sann- færður um að Tim verður alltaf með Pete og Pete getur notfært sér það til sjálfseflingar á mikilvægum stundum." TENNIS Hef spilað nógu lengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.