Morgunblaðið - 08.09.1996, Síða 4
4 D SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Skráninga-
arreglum
breytf
► RÁÐGERT er að breyta skrán-
ingarreglum nýrra bíla í Englandi.
Eins og nú háttar til þar í landi fer
25% allrar bílasölu fram í ágústmán-
uði vegna þess að í þeim mánuði eru
gefinn út nýr bókstafur á númera-
plötur. Bókstafur gefinn út í ágúst
gefur því til kynna að viðkomandi
er á splunkunýjum bíl. Nýrri bók-.
stafur á númeraplötu liðkar líklega
einnig eitthvað fyrir endursölu. Bíla-
umboð hafa því gert út á aukna sölu
í ágúst. Nú hafa stjórnvöld og bíl-
greinin orðið sammála um að breyta
þessu þannig að nýr bókstafur verði
gefinn út fjórum sinnum á ári. Með
þessu móti telja þeir að salan dreif-
ist jafnaryfir árið.
Nýr Blazer
► CHEVROLET hefur sett á mark-
að sportlega, tveggja dyra útfærslu
af Chevrolet Blazer. Hjólhafið er
16,5 sm styttra en á fernra dyra
bílnum og er bíllinn 4,5 metra lang-
ur. I Evrópu verður bíllinn í boði
með 4,3 lítra V-6 vél, 193 hestafla
og 339 Nm togi við 2.800 snúninga
á mínútu.
Atlanti<
í hilluna
► CHRYSLER hefur afráðið að
ekkert verði af framleiðslu hug-
myndabílsins Atlantic sem kynntur
var á bílasýningunni í Frankfurt í
fyrra.
Breytt
Sonata
► HYUNDAI sýnir gerbreyttan
Sonata árgerð 1997 í París í næsta
mánuði. Framendi og afturendi eru
með nýju lagi, nýtt grill er komið
á hann og endurbætur verið gerðar
á vélum. Sonata verður í boði með
tveggja lítra, fjögurra strokka vél,
125 hestafla en einnig með V-6 vél
sem skilar 146 hestöflum.
Carisma
langbakur
► MITSUBISHI setur á markað
stallbaksútfærslu, (bíl með skotti),
af Carisma um miðjan þennan mán-
uð í Evrópu. Fram til þessa hefur
bíllinn aðeins verið fáanlegur í hlað-
baksútfærslu. Öll tækni og vélar eru
hinar sömu í bílunum en farangurs-
rýmið stækkar úr 430 lítrum í 480
lítra. Bíllinn er m.a. fáanlegur með
1600 vél, 90 hestafla. Stallbakurinn
verður nokkru ódýrari en hlaðbakur-
inn. ■
Lúxusútgáfa af Mercedes Benz 220 '52 bráðum á götuna
Víða er veríð að gera upp bíla, mismerki-
lega. Norður í Skagafírði rakst Helgi
Bjamason á lúxusútgáfu af hálffímmtug-
um Mercedes Benz sem þar hefur lengi
verið í endumýjun.
*
BIFREIÐAVERKSTÆÐINU
á Sleitustöðum I Óslandshlíð
í Skagafírði sér Þorvaldur G.
Óskarsson loksins fyrir endann á
vinnu við að gera upp árgerð 1952
af Mercedes Benz 220. Hann seg-
ir að þetta sé óskaplega skemmti-
legur bíll og gaman verði að sjá
hann aftur á vegum landsins.
Ætlaðl að vera f Ijótur
Benzinn var í eigu Sigxnjóns
Sæmundssonar prentsmiðjustjóra
á Siglufírði og segist Þorvaldur
hafa séð um viðhald á honum á
sínum tíma. Bíllinn fór í niður-
níðslu, stóð úti í særoki og ryðg-
aði niður á tiltölulega stuttum
tíma. „Fyrir mörgum árum tók ég
að mér að koma honum í stand
fyrir Siguijón og son hans, Jón
Sæmund Sigurjónsson hagfræðing
í heilbrigðisráðuneytinu, og ætlaði
að vera fljótur að því. En þetta
hefur tekið tímann sinn því bíllinn
var svo illa farinn að varla var sá
hlutur í honum sem ekki þurfti að
smíða upp,“ segir Þorvaldur.
Hann hefur unnið að verkinu í
ígripum, með löngum hléum þegar
erfítt hefur verið að taka tíma frá
öðrum verkefnum. „Stundum
hafa manni fallist hendur. Sumir
hlutirnar voru svo óárennilegir að
maður spurði sig hvort þetta væri
þess virði að standa í því. En svo
hefur maður hert sig upp á milli
og ég sé ekki eftir því. Nú vantar
aðeins herslumuninn," segir Þor-
valdur.
Smurður með fótstigi
Benzinn er lúxusgerð af Benz
og telur Þorvaldur að hann hljóti
að vera úr hópi fyrstu bílanna sem
Þjóðverjar smíðuðu eftir stríð.
Hann hefur heyrt um að til sé
annar sömu gerðar hér á landi,
en segist ekki vita hvort hann sé
heill.
Bíllinn er með ýmsan búnað
sem gerir hann fullkomnari en
marga bíla frá þessum tíma. Þor-
valdur segir að hann sé smurður
með fótstigi og telur að það hafi
gert það að verkum að þótt bílnum
hafi verið ekið talsvert, meðal
annars hafi Siguijón oft farið á
honum frá Sigiufírði og þá á
verstu vegum landins yfir Siglu-
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdðttir
ÞORVALDUR G. Óskarsson bifvélavirki á Sleitustöðum hef-
ur lengi unnið við að gera upp gamla Benzinn.
fjarðarskarð, þá sé hann óslitinn.
Jón Sæmundur hefur séð um
að útvega varahluti í bílinn og
segir Þorvaldur að það hafi geng-
ið vel. Úti í Þýskalandi sé fyrir-
tæki sem hafí sérhæft sig í göml-
um Benzum og hann segist hafa
smíðað hlutina sjálfur ef þeir ekki
fengust að utan.
Þorvaldur sér nú fyrir endann
á þessu eilífðarverkefni sínu. Bíll-
inn er að verða kominn í upprun-
legt horf og sinn gamla grábrúna
lit en eftir er að vinna svolítið í
honum að innan. Og Þorvaldur
hefur gangsett Benzinn og segir
að allt vírki vel.
BÍLLINN fær sitt upprunalega útlit og grábrúna litinn.
Stundum fall-
ist hendur