Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/ SUZUKI Baleno skutbíll er kynntur hjá umboðinu um helgina. Bíllinn er í fyrstunni aðeins fáanlegur með sítengdu aldrifi og eftir fáar vikur verður einnig framdrifsbíll í boði. Suzuki Baleno langbakurí hnotskurn Vél: 1,6 lítrar, 16 ventlar, 99 hestöfl, fjölinnsprautun. Sítengd aldrif. Fimm manna - fimm hurða. Vökvastýri - veltistýri. Rafdrifnar rúðuvindur. Rafdrifnar speglastillingar. Tveir líknarbelgir. Upphituð framsæti. Útvarpog segulband. Vindkijúfur með hemlaljósi að aftan. Lengd: 4,34 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,46 m. Hjólahaf: 2,48 m. Þyngd: 1.105 kg. Eyðsla: 9,51 á 100 km í bæja- rakstri, 6,8 á þjóðvegi. Stærð bensíntanks: 48 1. Hjólbarðastærð: 175/OR 13 82H. Staðgreiðsluverð kr.: 1.580.000. Umboð: Suzuki bíiar hf., Reykjavík. Vel búinn Suzuki Bnleno með nldrifi SUZUKI Baleno skutbíll er nú kominn á markað hérlendis og er sýndur hjá umboðinu, Suzuki bíl- um í Reykjavík, nú um helgina. Þessi gerð af Baleno er aldrifsbíll með allmiklum staðalbúnaði, 99 hestafla og 1,6 lítra vél og fimm gíra handskiptingu og kostar gripurinn 1.580 þúsund krónur. Baleno er fimm manna og rúm- góður bíll og er allur frágangur og búnaður hans með þeim hætti að hann verður að teljast góður kostur í þann flokk ,aldrifsbíla sem nú eru í boði hérlendis. Og hann hefur góða stöðu í verðsamkeppn- inni. Siðar á árinu verður Baleno skutbíllinn einnig fáanlegur með framdrifinu eingöngu og þá bæði með handskiptingu og sjálfskipt- ingu. Baleno skutbíllinn er laglega hannaður, er allur léttur og fínleg- ur að sjá. Hliðar eru örlítið boga- dregnar með tveimur brotlínum og hliðarlista, framendinn hal- landi og luktir og vatnskassahlíf fínleg. Afturendinn er sérstæðari og að nokkru leyti má segja að skutbíllinn eða langbaksútgáfan sé beint framhald af stallbaknum þvi línan í hliðargluggum er látin halda sér. Afturhornin eru ávöl og luktir þar nokkuð stórar og vindkljúfur á þaki setur ákveðinn svip á bílinn. GóAlr f ramstólar Innan dyra er Baleno fyrst og fremst rúmgóður. Framstólar eru sérlega vel úr garði gerðir og finnst ökumanni hann strax sitja óhaggaður og öruggur í sæti sínu við stjórn bílsins. Sætið hefur auk hefðbundinna stillinga einnig hæðarstillingu og með veltistýrinu má aðlagast enn betur. í aftursæt- um er allgott rúm og fer þar vel um farþegana þótt það sé eins og í flestum fimm manna bílum að trúlega sitja þrír fullorðnir þar ekki nema nokkuð þröngt. Menn finna þó vart fyrir slíkum þrengsl- um nema á langleiðum. Þá er nóg af hvers kyns geymsluhólfum og hirslum, m.a. undir gólfi í farang- ursrýminu. Útsýni er ágætt um nokkuð stórar og góðar rúðurnar. Meðal staðalbúnaðar í Baleno má nefna rafmagn í rúðum og speglastillingum, samlæsingu með þjófavörn þannig að vélin verður ekki ræst nema með rétt- um lykli, tveir líknarbelgir, útvarp MEÐAL búnaðar í farangursrýminu sem er ágætlega rúmgott er þessi fata sem er til margra hluta nytsamleg. þýður og mekilega rásfastur á grófustu malarvegum. Baleno er að flestu leyti skemmtilegur og meðfærilegur bíll í akstri. Það sem helst mætti finna að er tæplega nægilegt við- bragðið, þ.e. það er ekki fyrr en vélin hefur náð góðum snúningi að hún sýnir einhver tilþrif. Þetta kemur bæði fram í bæjarakstri og á þjóðvegi en þó kannski minna þar því á þjóðvegi er bílnum yfir- leitt á það góðri ferð að hægt er að halda sæmilegri vinnslu með því að gæta þess að snúningurinn detti ekki niður. En bíllinn er vel lipur og má undirstrika það að ekki verður vart við að framdrifið sé á neinn hátt truflandi eða íþyngi bílnum. Alhllða staöalbúnaður Baleno tekur strax vel á móti ökumanni sínum og gera gott skipulag á mælaborði, hæðarstill- ing á ökumannssæti og veltistýri það að verkum að flestir geta komið sér í ákjósanlegustu stell- ingar við stýrið. Dæmi um eitt lít- ið atriði er að þurrkurofínn er með stillanlegri töf sem er ágætur kost- ur og er oft ekki að finna nema í heldur dýrari bílum en hefur þó rutt sér til rúms einnig í þeim ódýrari. í heild er Baleno allur hinn geðugasti bíll og það sem hann státar einkum af er góður alhliða búnaður - hér fylgir allt með sem allir venjulegir kaupend- ur óska sér og jafnvel örlítið meira. Verðið er eins og fyrr segir kr. 1.580.000 sem telst gott og er Baleno í góðri stöðu hvað keppi- nauta í aldrifsbílaflokknum varð- ar. Ef menn geta séð af 80 til 90 þúsund krónum í viðbót þá býður umboðið pakka sem virðist álitleg- ur: Hækkun um þrjá cm, álfelgur og 14 þumlunga hjólbarða. Með þessu verður bíllinn reisulegri og verklegri tilsýndar en aðalatriðið er að hann verður hærri á vegi og jafnvel virðist hann mýkri í fjöðruninni á stærri hjólbörðunum. Jóhannes Tómassdn BALENO er vel lagaður og ríhngóður bíll. VEL er frá öllu gengið í mælaborðinu. með segulbandi og hægt er að fá hemlalæsivöm. Baleno aldrifsbíllinn er búinn 1,6 lítra, 16 ventla og 99 hestafla vél með fjölinnsprautun. Togar hún 127 Nm við 3.200 snúninga. Vissulega mætti vélin vinna bet- ur, hún er þokkaleg í viðbragðinu en bíllinn er fljótur að missa niður ferðina á þjóðvegi sé þess ekki gætt að skipta niður á réttu augnabliki. Þetta er galli í aðra röndina en á hinn bóginn má segja að hafí ökumaður á annað borð gaman af akstri þýði þetta að hann hafí meira að gera og njóti þess betur að meðhöndla bílinn. En vélin er hljóðlát og ágætlega sparneytin, fer með 9,5 lítra í bæjarakstri og tæpa 7 lítra á þjóð- vegi sem telst gott. Hnökralaust aldrif Aldrifið er með fjöldiska tengsli og færist aflið milli fram- og aft- urhjóla eftir því sem álag krefst hveiju sinni. A fyrirhafnarlausum akstri á þjóðvegi er bíllinn í raun Mikill staðal- búnaður Fjöðrun Verð Viðbragð aðeins framdrifínn en í beygjum og brekkum eða á hálum vegi sér tengslið um að tengja aflið til aft- urhjólanna einnig. í bæjarakstri fínnst vart að um aldrifsbíl sé að ræða því engir hnökrar koma fram jafnvel þótt verið sé að skaka bíln- um í kröppum beygjum og þrengsl- um. Þá er Baleno búinn sjálf- stæðri MacPherson gormafjöðrun á hveiju hjóli og er bíllinn bæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.