Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 4
fMfágmúMbifo SJONVARP Einkaréttarsamningur Ríkisútvarpsins og Stöðvar 3 við HSÍ og félögin Hreyfingin fær 13 millj. kr. á 4 árum RÍKISÚTVARPIÐ, Stöð 3, HSÍ og Samtök 1. deildar f élaga f handknattleik undirrituðu ígær samning þar sem sjónvarps- stöðvunum tveimur er veittur einkaréttur til að sýna f rá hand- knattleikjum hér á landi næstu fjögur árin, til vorsins 2000. Samningur þessi er um margt nýstárlegur og sagði formaður HSÍ við þetta tækifæri að hreyf- ingin hefði aldrei fengið eins mikla peninga fyrir að selja sjónvarpsréttinn að handbolta- leikjum. Hvorki forystumenn HSI og féiaganna né f ulltrúar sjónvarpsstöðvanna vildu greina nánar frá fjárhagslið samningsins en skv. heimildum Morgunblaðsins greiða stöðv- arnar tvær samtals um 13 millj- ónir króna á samningstímanum. Samningur RÚV og HSÍ vegna landsliðsins er þar fyrir utan. Það er nýmæli hér á landi að tvær sjónvarpsstöðvar samein- ist um gerð samnings við íþrótta- hreyfinguna og aldrei hefur verið gerður samningur til svo langs tíma um rétt til upptöku á leikjum í ís- landsmóti. RUV og Stöð 3 hafa sam- kvæmt samningunum einkarétt til að taka upp og sýna frá handknatt- leikjum næstu ára. Öðrum er aðeins heimilt að sýna allt að þriggja mín- útna kafla úr hverjum leik. Jngólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV, sagði við undirritun samnings- ins í gær að samningurinn veitti Stöð 3 og RÚV nánast ótakmarkað- an aðgang að handboltaleikjum á íslandi næstu árin. Heimir Karlsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, tók í sama streng og sagði að enn ætti eftir að útfæra nákvæmlega hvernig sam- starfinu yrði háttað. „Stöð 3 fær forgang um val á leikjum til að sýna beint í undanúrslitum bikarkeppn- innar og í fjögurra liða úrslitum ís- landsmótsins en við hins vegar þeg- ar komið er í úrslit beggja móta. Við viljum tryggja að úrslitaleikjun- um sé dreift um allt land," sagði Ingólfur meðal annars. Hann sagði jafnframt að samn- ingaferlið hefði verið með nokkuð öðrum hætti en oftast áður, nú hefði verið mikil samkeppni við Stöð 2 og Sýn. „Við gátum ekki einir keppt við þær tvær rásir sem þeir hafa og því leituðum við til Stöðvar 3. Við höfum ekki verið hrifnir af því að gera einka- réttarsamninga, en núna þróaðist þetta í þann farveg," sagði Ingólfur og bætti því við að um Jtíma hafí það verið til umræðu að RÚV og Stöð 2 , hefðu jafnan aðgang að leikjunum en því hafi verið hafnað. RÚV var, skv. heimildum Morgunblaðsins, til- búið í slíka samningagerð en Stöð 2 hafnaði því alfarið. Sætti sig ekki við annað en einkaréttarsamning. Heimir sagði að með samningnum '*'"""'— i y W iV9 ¦¦...'. :' « .-. ' . -. "^NHr - :>W: *WJI^: .'¦'::¦¦¦. ¦ :-.'.':;./:-^ \ v. QSm ¦ "'^ - "»j ¦ -tafc jf : : f[^L jBH^* W ¦ 3Sfe-^~S'JE' « 'Wft^. At Pm I ~*XP' * **"' .^. JP J&.^l||k 4&Wfe j;^ .. -'TtaaB'ii'.......a]i m :&&»> 'M ¦ v i&á&*t& Y *Amt,...... ¦ * \ :^v ¦ ^- % ^wm jPPmjH 't*, ^Km^ fc ¦¦%¦ 1M 1 ij ;¦ ^ 'nBBK *»" -. ¦;i ¦ * ^PteT^^^* t . fcífe,. ¦^^"SISo' v '¦ '"JHH ^ ,-;,A ' ~ ¦!&¦ ¦' ^**l#^: ¦¦¦:'..:¦ Hlbl^>, I^SBfl&gJwWP-' ¦¦' V ',&<$!$&& •—— "*' ^jfrki V'- i ^Vjra »-Sdk»* ''?*A&!',*íkN «H ¦ Morgunblaðið/Kristinn HEIMIR Karlsson sjónvarpsstjóri á Stöð 3 og Ingólfur Hannesson, íþróttastjórl RÚV, gæða sér á hamborgurum þegar samnlngur HSÍ, RÚV og Stöðvar 3 var kynntur. Þeir hyggjast bjóða fólkl í handboltaveislu nœstu árln. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, er við hllð Ingólfs. Stórsig- urTBR LIÐ TBR vann auðveldan sigur á liði Spoje Brat islava frá Slóvakiu í annaiTÍ um- ferð Evrópukeppni meistara- Uða sem fram fer í Hollandi. Krakkarnir úr TBR sigruðu i öllum sjö leikjumim og fengu Slóvakar mest níu stig í tveimur lotum. Tryggvi Ni- elsen sigraði 15:9 og 15:8 í einliðaleik og Sveinn Sölva- son 15:4 og 15:1. Elsa Nielsen vann 11:1 og 11:1 og Katrín Atladóttir 11:8 og 11:5. Tryggvi og Njörður Ludvigs- son unnu 15:7 og 15:6 í tvi- liðaleik og þær Elsa og Vig- dis Ásgeirsdætur unnu 15:2 og 15:2. í tvenndarlciknum unnu þau Njðrður og Vigdis 15:4 og 15:9. Sveit TBR mæt> ir Eistreito frá Portúgal í dag. Þrír til Timb- erwolves MINNESOTA Timberwolves hefur tryggt sér þrjá nýja leikmenn. ástrðlsku skyttuna Shane Heal, framherjann Virginius Praskevicius frá Litháen og miðherjann Dean Garrett, sem lék sl. keppnis- tímabil í Grikklandi. Heal er mjðg góð þríggja stiga skytta og skoraði 28 stig gegn „Draumaliði" Bandarikjanna á ÓL i Atlanta, þar af setti hann niður átta þriggja stiga skot. Hann skoraði að meðal- tali 24,9 stig fyrir Sydney i áströlsku deildarkeppninni sl. keppnistímabil og náði 49% árangri i þríggja stiga skotum. Garrett, sem «r 2,11 metr- ar, er fyrrverandi háskóla- stjarna hjá Indiana Univers- ity, lék sex ár á ítalíu og sl. keppnistímabil í Grikklandi með PAOK. væri tryggt að meiri umfjöllun yrði um handknattleik í sjónvarpi en áður. „Við lítum fyrst og fremst á handknattleik sem áhugavert sjón- varpsefni og það hljóta þeir hjá Stöð 2 og Sýn að hafa gert einnig. Hand- knattleikshreyfingin fær það fé sem hún á skilið og við erum ánægðir með þennan samning," sagði Heimir. Þeir Heimir og Ingólfur sögðu ekki útilokað að víðtækara samstarf yrði á einhverjum sviðum hjá sjón- varpsstöðvunum í náinni framtíð. „Stærsta vandamál okkar hefur ver- ið að við erum bara með eina sjón- varpsrás og höfum því átt í vandræð- um með að koma að því efni sem við höfum ef til vill átt aðgang að. Nú ætti það vandamál að vera úr sögunni," sagði Ingólfur. Þegar spurt var um hversu mikið handknattleikshreyfingin fengi fyrir samninginn svaraði Guðmundur Ing- varsson: „Verulega meira en við fengum í fyrra." Ingólfur sagði að hann gæti ekki nefnt neina upphæð en hlutur RÚV vegna þessa samn- ings væri rétt innan við 30% hærri en síðustu árin og að þetta hefði ekki verið mögulegt nema vegna samstarfsins við Stöð 3. Alls greiða stöðvarnar um 13 milljónir króna, skv. heimildum Morgunblaðsins. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka og í stjórn Samtaka 1. deildar félaga, sagði að ekki væri enn búið að ákveða skiptinguna á milli félag- anna. „Peningunum verður skipt á milli félaganna tólf og HSÍ, sem er þrettándi aðilinn. Það er ekki búið að ganga frá þeirri skiptingu en við gerum það fljótlega. Það var komið ákveðið form á þetta í fyrra og ég held að flestir hafi verið sáttir við það. Núna erum við hins vegar með peninga sem skipta handknattleiks- deildirnar verulegu máli, en hingað til hefur þetta varla skipt nokkru máli fyrir þær," sagði Þorgeir og bætti við í gamansömum tón að skiptingin yrði að liggja fyrir áður en línur færu að skýrast í deildinni. RÚVfœrallalandsleiki RÚV og HSÍ undirrituðu annan samning í gær, samstarfssamning til fjögurra ára þar sem RÚV er tryggður forgangur að 20 landsleikj- um, fímm á hverju ári. Skv. samn- ingunum mun RUV einnig aðstoða HSÍ við að kynna íslenskan hand- knattleik, m.a. með sérstökum hand- boltadegi. Ingólfur Hannesson sagði að 12 landsleikir væru tryggðir á- þessum fjórum árum með þátttöku Islands í HM og EM og því vantaði átta vináttulandsleiki uppá til að fylla kvótann. „Samningurinn er á svipuðum nótum og undanfarin ár, nema hvað þetta er samstarfssamn- ingur og talsvert víðari en áður. Það er skoðun Ríkisútvarpsins að nauð- synlegt sé að ísland eigi landslið á heimsmælikvarða og það þarf að tryggja. Það þarf að tryggja að landslið okkar komist á HM í Japan og að því viljum við vinna." Stöð2nær aksturs íþróttunum STÖÐ 2 hef ur samið við Landssamband íslenskra akstursíþrótta- félaga um sjónvarpsréttinn á akstursíþróttum hérlendis næstu þrjú árin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bauð Stöð 2 mun betur en Ríkissjónvarpið í samningaviðræðum um birtingar- réttinn, alls um sjö milljónir króna á ári á samningstímanum. Ríkissjónvarpið hefur síðustu ár sýnt þáttinn Mótorsport en hann færist á næsta ári yfir á Stöð 2. Þátturinn hefur verið unninn af Fjölmiðlafélagi LÍA og hefur Ríkis- sjónvarpið greitt fyrir sýningar hans en sú upphæð ku vera mun lægri en Stöð 2 mun greiða. Umsjónarmaður þáttarins hefur verið Birgir Þór Bragason, sem byrj- aði upphaflega með þáttinn á Stöð 2, en þátturinn færðist yfir á Ríkis- sjónvarpið og skipti um nafn. Þáttur- inn hefur samkvæmt könnun Gallups fengið tæplega 30% áhorf og hefur því verið talinn eitt vinsælasta efni Ríkissjónvarpsins. Auk þess að framleiða íslenskt sjónvarpsefni hef- ur Fjölmiðlafélag LIA (FLÍA) fram- leittt akstursíþróttaefni fyrir erlend- ar sjónvarpsstöðvar, m.a. BBC og Eurosport. Með samstarfssamningi FLÍA og Stöðvar 2 er hugmyndin að Bylgjan taki virkan þátt í umfjöll- un um keppni í akstursíþróttum á næsta keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.