Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 C 3 IÞROTTIR Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson FOLK ¦ ÞÆR fréttir bárust úr herbúðum AC Milan í gær, að rniðherjinn George Weah, væri ekki til sölu — samningur hans til félagsins væri til 30. júní 1999. ¦ ADRIANO Galliani, varaforseti AC Milan, sagði það það þýddi ekk- ert fyrir neitt félag að reyna að fá hann, en þær sögusagnir voru á lofti að Blackburn væri tilbúið að nota stórari hluta af 15 millj. punda sem félagið fékk frá Newcastle fyrir Alan Shearer til að kaupa hann. ¦ ARSENAL hefur einnig verið nefnt í sambandi við Weah, þar sem maðurinn sem „bjó" til snillinginn, Arsene Wenger, sé orðinn knatt- spyrnustjóri Arsenal. Weah varð frægur undir stjórn Wenger hjá Mónakó. ¦ OLIVER Bierhoff, landslið- smiðherji Þýskalands, hefur einnig verið orðaður við Blackburn. „Ég veit ekkert, ég er samningsbundinn Udinese," sagði Bierhoff. ¦ ÍTALSKA knattspyrnusam- bandið hefur ritað enska knatt- spyrnusambandinu bréf þess efnis, að sambandið óski eftir að Fabrizio Ravanelli hjá Middlesborugh og Roberto Di Matteo hjá Chlesea fái sig lausa fimm daga fyrir leik ítalíu gegn Moldova 5. október og Ge- orgíu 9. október í undankeppni HM. ¦ BOBBY Gould, landsliðsþjálfari Wales, sem stefnir að því að koma liði sínu í HM í Frakklandi 1998, valdi Ian Rush ekki í landsliðshóp sinn fyrir leik Wales gegn Hollandi 5. október. ¦ GOULD segir að að þeir Dean Saunders og Mark Hughes séu þeir sóknarleikmenn, sem hann tefli fram, þá væri John Hartson hjá Arsenal einnig til staðar. ¦ „Ég-^Ae/tilkynnt Rush ákvörðun mína. Eg hef séð hann leika tvo leiki með Leeds. Hann hefur lagt hart að sér og ég er viss um að hann nái sér á strik undir stjórn George Graham," sagði Gould. ¦ RYAN Giggis getur ekki leikið með Wales gegn Hollandi, þar sem hann tekur út leikbann. ¦ WELSKI landsliðshópurinn er þannig skipaður: Neville Southall, Andy Marriott, Mark Bowen, Steve Jenkins, Chris Coleman, Kit Symons, Andy Melville, Marc- us Browning, Mark Pembridge, Andy Legg, Barry Horne, John Robinson, Dean Saunders, Mark Hughes, Gary Speed, Rob Savage, Gareth Taylor, John Hartson, Jason Bowen, Deryn Brace og Wayne Phillips. Birkir Kristinsson settur út í kuldann fyrir að leika fyrir hönd íslands ÞjáHari Noregs ætlar að kanna mál Birkis Þjálfari Brann refsar leikmanni sem nær árangri LOGI Olafsson, landsliðsþjálfari Islands, hefur ekki verið ánægð- ur með framkomu Kjell Tennfjörd, þjálfara Brann, við Birki Krist- insson landsliðsmarkvörð. Tennfjörd var með hótanir við Birki, þegar hann fór til að leika fyrir hönd íslands í Tékklandi á dögun- um, og setti hann síðan út í kuldann sem vakti mikla athygli í Noregi. ?fcjálfarinn sagði við Birki, þegar W* hann fór til að leika í Tékk- landi, að hann tæki afleiðingunum ef hann færi. Birkir fór og hefur verið á varamannabekknum síðan - í Evrópuleik gegn SC Briigge og einum deildarleik. „Ég ræddi við Egil Olsen, landsliðsþjálfara Nor- egs, um mál Birkis og var hann undrandi. Kom af fjöllum," sagði Logi Ólafsson, sem ræddi við Olsen á landsliðsþjálfararáðstefnu Evr- ópu, sem fór fram í Kaupmanna- höfn í vikunni. Logi sagði að Olsen hafi sagt að hann myndi skoða málið þegar hann kæmi til Noregs, enda væri hann sem landsliðsþjálf- ari ekki ánægður með þannig fram- komu. „Olsen sagði að hann hafi sjálfur lent í útistöðum við þjálfara, þegar hann hafi óskað eftir þeim í lands- leiki. Hann sagði að þýskir þjálfarar væru erfiðir og sagði mér frá fram- komu Otto Rehhagel, fyrrum þjálf- ara Werder Bremen, þegar hann kallaði á fyrirliða sinn, Rune Brat- seth í landsleiki," sagði Logi. Logi ætlar að hafa samband við Egil Olsen á næstu dögum, til að kanna hvaða fleti hann hafi séð á málinu. Þess má geta að í reglum Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, segir að félög verði að gefa leik- menn sína lausa í sjö landsleiki á ári, fyrir utan leiki í heimsmeistara- keppni eða Evrópukeppni. Það hefur vakið athygli í Noregi að þjálfari Brann hafi refsað leik- manni sínum fyrir að ná árangri, að vera valinn til að leika í lands- liði fyrir hönd þjóðar sinnar. „Ekki sama að vera Norð- maður og íslendingur" - segir Birkir Kristinsson, sem ætlar ekki að gefast upp þó að á móti blási „ÞAÐ er ekkert við því að segja, þegar maður er settur út úr liði vegna þess að mað- ur hef ur leikið illa, það er aft- ur á móti óviðunandi þegar maður er settur út úr liði á allt öðrum forsendum," sagði Birkir Kristinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, sem er óhress með það að hafa misst sæti sitt hjá Brann fyrir að hafa f arið til Tékklands til að leika fyrir hönd íslands. „Ég tel mig eiga sæti í liðinu. Þó að á móti blási ætla ég ekki að gefast upp, heldur mun ég berjast áfram fyrir tilverurétti mínum." Framkoma Kjell Tennfjörd, þjálfara Brann, hefur vakið athygli, því að hann gerði allt til að koma í veg fyrir að Birkir færi til Tékklands. „Þetta byrjaði allt viku fyrir leikinn gegn Tékk- um, þar sem við áttum að leika á sama tíma þýðingarmikinn leik gegn Skeid í Osló. Við gátum náð öðru sæti með því að vinna og sagði Tennfjörd að hann vildi hafa mig með í þessum leik. Eft- ir að ég hafði rætt við Loga Ólafs- son landsliðsþjálfara, sem vildi fá mig í hinn þýðingarmikla undir- búningsleik í Tékklandi, ákvað ég að svara kalli Loga og tilkynnti Tannfjörd um þá ákvörðun mína. „Þetta er þín ákvörðun, þú veist um afleiðingarnar. Ef við vinnum Skeid án þín, þá leikur þú ekki í markinu á ný," sagði þjálfarinn við mig," sagði Birkir. Brann vann Skeid. Tannfjörd ætlaði fyrst að neita Birki um að leika í Tékklandi; sagði að hann væri búinn að leika sjö leiki með íslandi á árinu, þann- ig að kvótinn væri búinn. Birkir sagði að það væri ekki rétt og þar fyrir utan væri ekki hægt að telja leikina í undankeppni HM ekki með, þar sem félög geta ekki neitað að gefa leikmenn lausa í leiki í HM. Tannfjörd lét kanna þetta og komst að því að Birkir hefði rétt fyrir sér. „Þegar hér var komið við sögu, bað hann hundleiðinlegt að standa í þessu. Ég hélt að menn ættu að njóta þess að vera valdir til að leika með landsliði, heldur en að lenda í einhverju leiðindamáli. Þetta myndi ekki gerast ef norskur landsliðsmaður stæði í sömu spor- um og ég, það er greinilega ekki sama að vera Norðmaður og ís- lendingur hér," sagði Birkir, sem er ákveðinn að gefast ekki upp við mótlætið. Hann gerði tveggja ára samning við Brann, sem renn- ur út í lok næsta árs. Hefur hann hugsað sér að yfirgefa Brann sem fyrst? „Nei, ég hleyp ekki undan skyldum mínum. Ég mun þó hugsa málið vandlega og sjá hvað gerist á næstu dögum - ástandið er ekki skemmtilegt." Ekki er leikið í Noregi um helg- ina. Spurningin er hvort Birkir verður valinn til að verja mark Brann í seinni Evrópuleik liðsins gegn SC Briigge frá Belgíu í næstu viku. Brann stendur vel að vígi, þar sem liðið gerði tvö mörk íBelgíu á dögunum í tapleik, 3:2. Ágúst Gylfason fiskaði víta- spyrnu á síðustu mín. leiksins, sen Brann skoraði seinna mark sitt úr. BIRKIR Krlstinsson og Ág- úst Gylfason, landsliðs- menn Islands, sem leika báðir með Brann. mig að skila því til Loga að það væri betra fyrir ísland að láta mig ekki leika í Tékklandi, þann- ig að ég kæmi í leikæfingu í leik- ina sem framundan væru í heims- meistarakeppninni. Það væri Knattspyrnusambandi íslands fyrir bestu," sagði Birkir. Tann- fjörd var þarna að gefa í skyn að Birkir myndi ekki leika meira með Brann á keppnistímabilinu, eða fyrir leiki íslands gegn Lithá- en, Rúmeníu og írlandi. „Ég gerði mér grein fyrir að þjálfarinn yrði ósammála ákvörð- un minni. Ég trúði því ekki fyrr en á það reyndi, að ég yrði algjör- lega settur út í kuldann. Það er Morgtinblaðið/SÍKmundur Ó. Steinarsson Opið golfmót í Leiru sunnudaginn 22. september Fyrirkomulag: Punktakeppni 7/8 forgjöf. Hámarksforgjöf 24 hjá körlum en 28 hjá konum. 10 bestu, auk tveggja nándarverðlauna, velja af „Verðlaunahlaðborði": Tvær golfferðir til Cork á írlandi. Tveir vinningar, gisting á Hótel Keflavík. Gisting á Hótel Borg. Gisting á FlugHótel. Tvær golfkerrur. Char-Broil gasgrill frá Olís. Airway regn- galli. Veitingar á Langbest og Driver frá Haga. Golfsett. poki oq kerra fyrír holu íhöagi. Til fjáröflunar Evrópuferðar íslandsmeistara 1. deildar. Skráning hafin í síma 421 4100. Golfklúbbur Suðurnesja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.