Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4
4 D SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 ; t, i I i I NÝR PEUGEOT167 hestaHa 306 GTI þykir með snarpari bílum og ekki hefur heldur þótt skorta viðbragðið í Kawasaki ZZ-R1100 mótorhjólið sem fram til þessa hefur verið hraðskreiðasta fjöldaframleidda mótorhjólið í heimi. Nú hefur Honda velt keppinautinum úr sessi með CBR 1100 Super Blackbird XX. Há- markshraði Hondunnar er 295 km á klst, tiu km á klst meiri en Kawasaki. Aðeins munar þremur hestöfl- Hraðskreið- asta fjölda- framleidda hjólið um á 1.100 rúmsentimetra vél Hondunnar og tveggja lítra vél Peugeot 30K GTI. Hondan er 164 hestöfl og þau þurfa að knýja áfram 223 kg þungt mótorhjól. Bíllinn vegur hins vegar 1.150 kg. Viðbragðstími hjólsins er líka með ólíkindum, 2,5 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. Hinn tilkomumikli hámarks- hraði sem Hondan nær er ekki sist tilkominn vegna þess hvernig loftið er leitt yfir framhjólið og inn í vélina þar sem það sogast kalt inn í hana og kælir hana. C-línu langbakur og nýr stallbakur MERCEDES-BENZ C er kominn í nýrri langbaksútfærslu en hægt verður að velja á milli fjögurra mismunandi hönnunarlína, Classic, Esprit, Sport og Elég- ance, fjögurra tæknilína og fimm mismunandi véla. Reyndar er ekki langt að bíða breytinga á C-lín- unni því árgerð 1998 verður með gjörbreyttu útliti. Classic línan er grunngerð bíls- ins en jafnvel þar er staðalbúnað- urinn sá sami og í C-línu stall- baknum og að auki þrír hæðar- stillanlegir höfuðpúðar í aftursæt- um og þriggja punkta sætisbelti í aftursætum, þakrið og vindskeið að aftan. Esprit, Sport og Elégance er fyrir þá sem vilja hafa sinn bíl sérstakan að búnaði og útliti og hafa kaupendur þá nokkuð fijálst val. Vélarnar sem verða í boði eru þijár bensínvélar og tvær dísilvél- ar, frá 95 hestöflum upp í 150 hestöfl. BenzC 1998 Fyrir skemmstu sást til frum- gerðar C-línu Benz þar sem verið var að prófa hann í Bandaríkjun- um. Bíllinn var með tilheyrandi dulum en engu að síður er ljóst að hann mun líkjast mjög E bíln- um að framan með kringlóttum framlugtum. Sagt er að hann verði boðinn með nýrri V-6 vél, 3,2 Iítra. C-LÍNU stallbakur er kominn á markað. FRUMGERÐ C-línu stallbaks með kringlóttar framlugtir eins og E-bíllinn. VEL er búið að öllu hjá ökumanni og þar eru þægindi á alla kanta. Öflugur Volvo FH dráttarbíll með svefnaðstöðu EIMSKIP festi fyrir nokkru kaup á nýjum Volvo FH-12 dráttarbíl og er hann nýlega kominn í fulla vinnu þjá fyrirtækinu. Er hann aðallega í gámaflutningum á höf- uðborgarsvæðinu og raunar um land allt ef svo ber undir með svokallaðri gámalyftu. Alls getur bíllinn borið 49 tonn. Hann er með drifi á báðum afturhásingum og ber 7.100 kg á framöxli og 21 tonn á afturöxlum, búinn 420 hestafla dísilvél með forþjöppu og millikæli. Vel er búið að öku- manni og er húsið fjaðrandi velti- hús með koju og pluss innréttingu og hvers kyns þægindum sem bæði lúta að sljórn bilsins og fyr- ir ökumanninn sjálfan. Volvo FH-12 dráttarbíllinn er voldugt og mikið tæki. Við hönn- un á nýju FH vörubílalínunni sem kom fram í fyrra lögðu tækni- menn Volvo mikla áherslu á að minnka loftviðnám og tókst að ná því niður um 20% eftir marg- víslegar prófanir í vindgöngum og við akstur sem þýðir að elds- neytisnotkun er talin hafa minnk- að um 5-1-%. Jafnframt var lögð mikil áhersla á að létta bílana til að geta aukið burðargetu þeirra og afköst. 355 lítra hráolíugeymir Eins og fyrr segir er Volvo FH-12 sem Eimskip hefur nýlega tekið í notkun með 420 hestafla dísilvél, xx gíra kassa með tvö- faldri kúplingu og tvívirkum vél- arhemli en með rofa í mælaborði má velja á milli 325 hestafla eða 215 hestafla vélarhemils eða sleppa því að nota hann en hann getur einnig virkað sjálfkrafa um leið og olíugjöf er sleppt. Útblást- ur er tekinn upp með ökumanns- húsi og loftinntakið er hátt og með forsíu. Billinn er á samstæðu-fjöðrun að framan en loftfjöðrum að aft- an með rafstýrðri hæðarstillingu. Af öðrum búnaði má nefna tvö- falt þrýstiloftshemlakerfi, loft- þurrkara fyrir hemla, sjálfvirkar útíherslur, hleðsluventil fyrir hemlakerfi, hemlalæsivörn, 60 ampera rafal, 220 ampera geymi og 24 volta rafkerfi með höfuð- rofa. Þá eru þokuluktir að fram- an og vinnuluktir að aftan og kastarar í framstuðara og yfir hjólin eru heilir skermar með aurhlífum og gert ráð fyrir góðu rými fyrir snjókeðjur. Þá tekur hráolíugeymirinn 355 lítra. Húsið er nýtt FH svefnhús og er það með flötu gólfi sem er til þæginda í umgengni, það er fjaðrandi með loftfjöðrun með hæðarstillingu og með rafknúnu loftfjaðrandi og upphituðu öku- mannssæti. Þá er bíllinn búinn samlæsingu, veltistýri með hæð- arstillingu öryggisbeltum og höf- uðpúðum, aksturstölvu sem veitir upplýsingar um öll helstu kerfi bílsins, rafknúnum hliðarspegl- um og upphituðum, rafknúnum rúðuvindum, útvarpi með segul- bandi og sex hátölurum, olíumið- stöð fyrir hús og vél, geymslu- hólf er undir koju og ekki má gleyma að nefna líknarbelginn. Furðanlega llpur Ekki virkar nyög skelfilegt þegar allt kemur til alls að aka dráttarbílnum og má segja að góð yfirsýn og lipurð bílsins geri það að verkum að hann virkar minni og léttari í meðförum þegar inn er komin en utan frá. Þetta breyt- ist að sjálfsögðu nokkuð þegar kominn er vagn aftaní með dá- góðri hleðslu. En vinnslan er slík að þegar tekið er af stað er ekki vandi að ná sama viðbragði og í meðal fólksbíl. Stýrið er létt og nákvæmt og speglarnir auðvelda allt útsýni til hliðar, niður á fram- hjólin og nánast umhverfis allan bílinn. Þá er skiptingin kafli út af fyrir sig og þarf raunar meiri æfingu en hægt er að ná að stutt- um kynningarakstri ef ætlunin er að ná góðum tökum og reynslu í hvernig nýta má sem best út úr henni. VOLVO FH-12 tilbúinn til þjónustu hjá Eimskip en hann getur borið alls 49 tonn fullestaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.