Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.09.1996, Blaðsíða 4
mmaMmmmmmmmmMMMmmmm mmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmaam Skagamenn bestir í síö- ari umferð íslandsmótsins HREINN úrslitaleikur verður um íslandsmeistaratitilinn f knattspyrnu á milli ÍA og KR á Skipaskaga á sunnudaginn. Bæði lið eru með 37 stig, KR hefur hagstæðari markamun og telst þvf ofar og dugar jafn- tefli. Það er oft gaman að velta fyrir sér tölum og öðru sem viðkem- »r knattspyrnu. Ef við skoðum til dæmis árangur liðanna í síðari umferðinni, frá og með 10. umferð og til og með þeirrar sautjándu, kemur í ljós að þar hafa Skaga- menn náð bestum árangri, hafa hlotið 16 stig úr þessum átta leikj- um. Skaginn fékk 21 stig úr fyrri níu umferðunum og var þá í öðru sæti. ÍA gæti hlotið 19 úr síðari umferðinni með sigri á KR á sunnu- daginn. Stjörnumenn úr Garðabæ eru í aáru sæti með 14 stig i síðari um- ferðinni en þeir fengu aðeins 8 stig í þeirri fyrri og voru þá í sjöunda sæti. Garðbæingar, sem eru í fimmta sæti í deildinni fyrir síðustu umferðina, hafa bætt sig manna mest frá því í fyrri umferðinni. Ólafsfirðingar eru í þriðja sæti deildarinnar, voru það einnig eftir fyrri níu umferðirnar en þar hlutu þeir 16 stig, byijuðu á að tapa fyrstu tveimur leikjunum og gerðu ijögur jafntefli, eins og Keflvíking- ar. Leiftur hefur fengið 13 stig úr síðustu átta leikjum og gæti með sigri á Grindvíkingum hlotið 16 stig, rétt eins og í fyrri umferðinni. Efsta lið deildarinnar, KR, er í fjórða sæti séu stigin í síðari um- feðrinni talin, hefur fengið 12 stig. KR var með fjögurra stiga forystu eftir fyrri umferðina, hafði 25 stig en ÍA var með 21. Sigri KR á sunnu- jMm FOLK ■ EINAR Þór Daníelsson var úrskurðaður í tveggja Jeikja bann á fundi aganefndar KSÍ í gærkvöldi végna brottvísunar i leik KR og Stjörnunnar um helgina. Hann missir því af leik KR-inga á Skag- anum á sunnudag og á þá eftir að taka út eins leiks bann. ■ TRYGGVI Guðmundsson hjá ÍBV og Guðmundur Oddsson í Keflavík verða ekki með í leik lið- anna á laugardag í Keflavík vegna fjögurra áminninga. ■ KEKIC Sinisa í Grindavík spil- ar ekki með liðinu í Ólafsfirði vegna sex áminninga og ívar Ingi- marsson missir af leik Vals af sömu sökum er liðið tekur á móti Fylki í síðustu umferð. ■ 10 LEIKMENN úr liðum í 2. deiid voru úrskurðaðir í eins leiks bann hver vegna íjögurra gulra spjalda og taka þeir út bannið á næsta tímabili. daginn fær liðið 15 stig í síðari umferðinni, tíu stigum færra en i þeirri fyrri. Eyjamenn eru einnig með 12 stig úr síðari umferðinni, en hlutu 13 í þeirri fyrri þannig að leikmenn liðs- ins hafa verið jafnir í allt sumar ef marka má stigin. Fylkir hefur fengið fleiri stig i síðari umferðinni en þeirri fyrri, rétt eins og Stjarnan. Arbæingar fengu 6 stig í fyrri níu umferðunum en hafa þegar krækt sér í 12 stig í þeirri síðari, en teljast í sjötta sæti þar sem þeir eru með lakari markamun en KR og ÍBV. Breiðablik er á botni deildarinnar með 15 stig en væri staða síðari umferðarinnar látin ráða væri Breiðablik í sjöunda sæti með 9 stig en liðið var í tíunda og neðsta sæti eftir fyrri níu umferðirnar með 6 stig. Keflvíkingar hafa fengið níu stig í siðari umferðinni rétt eins og Blik- ar en hafa lakari markamun og eru því í áttunda sæti. Keflvíkingar fengu 7 stig úr fyrri umferðinni og eru með 16 stig alls. Grindvíkingar koma næstir á eft- ir grönnum sínum úr Keflavík með jafn mörg stig í heildina, 7 stig úr síðari umferðinni og 9 úr þeirri fyrri. Valsmenn sitja á botninum miðað við stigin í síðari umferðinni. Hlíð- arendapiltarnir hafa fengið 7 stig úr síðari umferðinni, rétt eins og Grindvíkingar en eru með lakari markamun. Valsmenn fengu hins vegar 14 stig úr fyrri umferðinni og virðast því hafa slegið af í síð- ari umferðinni. Aðeins KR-ingar hafa hlutfallslegri slakari árangur á milli umferða, hafa fengið 13 stig- um minna úr seinni umferðinni en þeir fengu í þeirri fyrri. HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR SAMTALS Leikir U J T Mörk U J T Mörk Mörk Stig KR 17 6 3 0 19:6 5 1 2 18:6 37:12 37 ÍA 17 6 1 1 21:9 6 0 3 21:9 42:18 37 LEIFTUR 17 5 1 2 18:15 3 4 2 15:12 33:27 29 IBV 17 5 1 3 15:16 3 0 5 14:15 29:31 25 STJARNAN 17 3 1 4 11:16 3 3 3 11:13 22:29 22 VALUR 17 4 1 3 10:10 2 2 5 8:13 18:23 21 FYLKIR 17 3 1 5 8:12 2 2 4 15:12 23:24 18 GRINDAVÍK 17 3 2 4 13:15 1 2 5 9:19 22:34 16 KEFLAVÍK 17 2 4 2 8:10 1 3 5 7:18 15:28 16 BREIÐABLIK 17 2 4 3 10:16 1 2 5 7:16 17:32 15 Ajax endurgreiðir áhorfendum HOLLENSKU meistararnir Ajax gerðu miklar endurbætur á leik- vangi sínum fyrir nýhafið keppnistímabil. En í gær ákvað stjórn félagsins að endurgreiða 1.400 ársmiðahöfum miða sína þar sem þeir sjá ekki völlinn nægilega vel úr nýjum sætum sínum. Þeir sem eiga miða í fyrstu fimm sætaröðunum fyrir aftan mörkin fá endurgreiddan fjórðung af verði ársmiðans vegna þessa. Það hefur svo sem gengið á ýmsu í sumar og haust hjá Ajax. Leikmenn kvarta und- an því að völlurinn sé laus í sér og boltinn hoppi ekki eðlilega á honum og þegar Tína Turner hélt hljómleika þar ekki alls fyr- ir löngu skemmdist völlurinn mikið. Og til að kóróna allt eru meistararnir aðeins í sjöunda sæti deildarinnar um þessar mundir. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði ÍA, heldur hér á Bjarna Guð- jónssyni, markakóngi liðs- ins, sem hefur gert 11 mörk. KAPPAKSTUR Sjö leikir marka- lausir SJÖ leikjum hefur lyktað með markalausu jafntefli í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar. Tveir leilganna voru i 11. umferðinni, viðureign Fylkis og Stjörnunnar og Breiðabliks og Grindavíkur. Raunar lauk báðum leikjum síðarnefndu liðanna með markalausu jafntefli. Alltaf skorað hjá KR og ÍBV ÞAÐ eru aðeins tvö lið í deildinni þar sem skorað hefur verið í öllum leikjum þeirra, KR og ÍBV. Hin átta hafa öll tekið þátt í Ieik sem endað hefur með markalausu jafntefli. í A og Keflavík hafa hvort um sig gert eitt markalaust jafntefli, en hin sex hafa öll leikið tvo leiki þar sem ekkert hefur verið skorað í. Tvisvar sinnum 22 mörk FLEST hafa mörkin í einni umferð orðið 22, í fyrstu umferðinni og í þeirri fimmtu. Fæst mörk voru hins vegar gerð í sjöundu umferðinni, aðeins níu talsins. Þrisvar hafa verið gerð 11 mörk í umferð, í 9., 10. og í 15. umferðinni. Níu mörk í einum og átta í öðrum NÍU mörk voru gerð í einum leik í deildinni i sumar. Það var í 16. umferðinni þegar Skagamenn unnu Grindvík- inga 6:3 á Skipaskaga. í fimmtu umferðinni mættust Leiftur og Stjarnan á Ólafs- firði og þar voru gerð átta mörk, Leiftur vann 5:3. Hill bætti stöðuna BRETINN Damon Hill varð í öðru sæti í portúgalska Form- ula 1 kappakstrinum á eftir Kanadabúanum Jacques Vill- enueve á sunnudaginn. Báðir aka Williams keppnisbílum. Þetta þýðir að hann hefur styrkt stöðu sína í stigakapphlaupinu um heimsmeistaratitilinn. Hill er með 87 stig en Villenueve 79. Aðeins eitt mót er eftir og Vill- enueve verður að sigra og Hill að falla úr keppni ef Kanada- maðurinn á að fagna heimsmeist- aratitlinum. Staða Hill er því væn- leg, en síðasta mótið er í Japan eft- ir þrjár vikur. I keppninni í Portúgal náði Hill forystu, en tapaði henni í viðgerðar- hléi sem tók 8,8 sekúndur. Var skipt um dekk og bensín sett á bíl hans. Samskonar hlé skömmu síðar tók aðeins 8 sekúndur hjá Villenueve og það munaði því að hann rétt skaust framúr Hill, þegar hann ók inn á brautina af viðgerðarsvæðinu. Stakk Villenueve síðan Hill af, en Hill átti í vandræðum með kúpling- una á lokasprettinum og lauk keppni í öðru sæti. Hill hefur misst sæti sitt hjá Will- iams liðinu fyrir næsta ár, en Jord- an og Ligier keppnisliðið hafa sýnt honum áhuga. Ligier er í eigu Flavio Briatore sem rekur einnig Benetton keppnisliðið. Þá hefur Jackie Stew- art fyrrum heimsmeistari borið víurnar í hann fyrir nýtt Ford keppn- islið sem byijar á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.