Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1996 C 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Draumaleikur sem allir bíða eftir Góð veðurspá GÓÐ veðurspá er fyrir morg- undagiim á Suðurlandi. Spáð er bjðrtu veðri og fremur hægri norðanátt og ætti því að verða gott knattspymu- veður á Akranesi. Hörður á leiðinni? HEYRST hefur úr herbúðum KR-inga að nokkrir eldri leikmanna félagsins, sem urðu oft íslandsmeistarar á árum áður, séu svo spenntir að þeir þori ekki, eða að minnsta kosti varla, á leikinn á Akranesi á morgun. Haft var á orði að einn þeirra, Hörður Felixson, ætlaði sér að vera á leiðinni uppeftir meðan á leiknum stæði. Ann- ar KR-ingur, Herði nákom- inn, mun hafa ráðlagt honum að leggja bílnum undir Hafn- arfjalli meðan liðin eigast við. Þar séu útvarpsskilyrði svo léleg að hann gæti ekki einu sinni heyrt lýsingu af leiknum. Opið hús verður hjá KR-ingum OPIÐ hús verður í KR-heim- ilinu frá kl. 9.30 á morgun, fyrir leik ÍA og KR á Akra- nesi. Boðið verður upp á Iétt- ar veitingar, andlitsmáln- ingu, sðlu á KR-vðrum og seldir miðar á leikinn. Sæta- ferðir verða upp á Akranes kl. 11.30. Miðaverðkr. 600 jafnt fyrir böm sem full- orðna. Akraborgin og Áraes- ið fara einnig á sama tíma. Miðar seldir við skipshlið. Hefðbund- inn undir- búningur KR-ingar og Skagamenn undirbúa sig fyrir leikinn á morgun eins og fyrir aðra leiki í deildinni. KR-ingar komu til landsins frá Stokk- hólmi um miðjan dag í gær og fóm beint út á KR-völl og tóku létta æfingu. Þeir æfa aftur í dag og fara síðan saman út að borða í kvöld og snæða einnig morgunmat saman á morgun áður en þeir fara upp á Akranes. Skagamenn æfðu I gær og aftur í dag. Guðjón Þórðar- son, þjálfari, sagði að enginn sérstakur undirbúningur væri fyrir leikinn. „Þetta er hefðbundið I\já okkur. Við komum saman i íþróttavall- arhúsinu á sunnudagsmorg- un og borðum saman og för- um yfir leikinn," sagði þjálf- arinn. I irslitaleikurinn um íslands- meistaratitilinn á Akranesi á morgun milli ÍA og KR er sannkall- aður draumaleikur knattspyrnu- áhugamannsins þar sem spennan verður í hámarki. Umræðan um leikinn hefur verið mikil síðustu daga, menn velta því fyrir sér hvernig hann muni fara og sitt sýn- ist hveijum eins og gengur. Morg- unblaðið leitaði í smiðju Ásgeirs Elíassonar, þjálfara Fram og fyrr- um landsliðsþjálfara, og fékk hann til að spá í spilin. Hann segir að úrslitaleikurinn verði mjög spenn- andi þó svo að knattspyrnan verði ekki sú besta sem liðin hafa sýnt í sumar. „Þetta verður háspennuleik- ur og hver sem gæðin kunna að verða er ljóst að mikil taugaspenna verður í loftinu.“ Hallast að sigri Skagamanna Ásgeir segist hallast meira að sigri Skagamanna. „Það er meira með Skagamönnum í þessum leik. Þeir eru á heimavelli og svo eru KR-ingar að koma úr erfiðum Evr- ópuleik sem situr í þeim. Pressan er öll á KR auk þess sem einn besti leikmaður þeirra, Einar Þór Daní- elsson, er í leikbanni. KR hefur leik- ið skemmtilegri knattspyrnu í sum- ar og það má segja að þeir hafi verið klaufar að vera ekki búnir að klára mótið nú þegar. Þó ég telji Skagamenn líklegri til að veija titil- inn þá ættu KR-ingar það svo sann- arlega skilið að verða meistarar. Bæði liðin eru mjög æst í að vinna og það breytir engu þótt ÍA hafi unnið fjögur ár í röð, viljinn og hungrið er enn til staðar á Skagan- um eins og í Vesturbænum." Föstu leikatriðin vopn Skagamanna „Skagamenn eru mjög sterkir varnarlega og þeir eru með líkam- lega sterka leikmenn á miðjunni. Aðalstyrkur þeirra er þó í föstum leikatriðum, hornspymum og auka- spyrnum. Þeir eiga besta auka- spyrnumann landsins, Harald Ing- ólfsson, sem hefur lagt upp ófá mörkin fyrir þá. Þeir eiga sterka menn í vítateignum eins og Ólaf Adolfsson, Zoran og Alexander. Eins hefur Bjarni sýnt að hann er stórhættulegur í teignum. Þeir sækja ágætlega ef þeir geta sótt hratt en það hefur ekki gengið of vel hjá þeim ef þeir sækja hægt. Skagamönnum hefur gengið best að leika 4-3-3 og því held ég að Guðjón noti þá leikaðferð. Þeir þurfa jú að vinna til að halda titlin- íslandsmeistarar verða krýndir á morgnn. * IA hefur hampað Islandsbikamum fjögur síðustu ár, en KR vann hann síðast 1968. Valur B. Jónatansson fékk Ásgeir Elías- son, þjálfara Fram og fyrrum landsliðsþjálf- ara, til að spá í spilin fyrir morgundaginn og hallast hann heldur að sigri Skagamanna. um, nægir 1:0 sigur. Þeir verða að fara varlega í upphafí því þeir mega ekki lenda undir því þá gæti róður- inn reynst erfiður." Heimir er lykilmaðurinn í spili KR-inga „KR er með mjög sterka vörn og framlínu upp á tvo mjög hættu- lega leikmenn, Ríkharð og Guð- mund Benediktsson. Það hentar KR-ingum að sækja hratt og ef Skagamenn gleyma sér augnablik geta þeir verið fljótir að refsa. Heimir Guðjónsson er lykilmaður á miðjunni og er sá maður sem gæti ráðið úrslitum. En ef Skagamenn ná að halda honum niðri þá klippa þeir á kantmennina um leið. KR hefur hins vegar gengið illa að skora á móti liðum sem bakka í vörn og það hefur verið veikleiki liðsins í sumar. Ég held að það geti verið hættulegt að fara í leik- inn upp á að halda jafntefli. KR-ing- ar verða að fara í þennan leik með það hugarfar að vinna. Ef þeir ætla að veijast og bakka eru Skaga- menn það hættulegir að það gæti reynst þeim dýrkeypt. Ég held að KR muni leika 4-4-2 eins og þeir hafa oftast gert í sumar.“ Einstakar stöður Ásgeir spáir í einstakar stöður á vellinum. Markverðirnir: Kristján Finnbogason hefur vinn- inginn í markinu. Hann hefur meiri reynslu en Þórður Þórðarson og er betri markvörður. Bakverðirnir: Ég tel að það sé nokkuð jafnt á komið með liðunum í þessum stöð- um. Ólafur H. Kristjánsson er með bestu spyrnurnar, en Sigursteinn er klókur að sækja og hefur oft spilað vel með Haraldi. Þormóður og Sturlaugur eru ekki svo ólíkir. Miðverðirnir: KR-ingarnar, Óskar Hrafn og Brynjar, eru með meiri hraða en Skagamennirnir Zoran og Ólafur Adolfsson. Skagamennirnir hafa aftur á móti meiri lofthæð og lík- amsstyrk. Það má því segja að þess- ar stöður jafnist nokkuð út. Miðvallarleikmennirnir: Heimir er langbesti uppbyggj- andinn og stjórnandinn en hann gæti lent í vandræðum ef ÍA er með auka mann inni á miðjunni. Skagamenn munu reyna að loka á hann hvort sem þeir verða með tvo eða þijá inni á miðjunni. Skaga- menn hafa Ólaf Þórðarson, sem í svona leik getur verið ómetanlegur og smitar út frá sér með sínum mikla baráttukrafti. Kantmennirnir: KR-ingar eru beittari á hægri kantinum með Hilmar ef hann fær einhveija þjónustu frá Heimi. Hann stingur sér vel og krossar ágæt- lega. Skagamenn hafa ekki það sem KR hefur úti á hægri kantinum. En vinstra megin er ÍA sterkara með Harald Ingólfsson, sérstaklega vegna þess að Einar Þór er í leik- banni. Liðin standa því jöfn á vængjunum. Sóknarmennirnir: KR-ingar eru heldur sterkari frammi þar sem Ríkharður og Guðmundur Bene- diktsson eru. Skagamenn hafa Bjarna og hann hefur spilað mjög vel, hann er fljótur og klárar ágæt- lega færin en KR hefur vinninginn frammi." Fallbaráttan Fjögur lið geta fallið fyrir loka- umferðina og því mikil spenna á botni deildarinnar líka. Ásgeir telur líklegast að það komi í hlut Suður- nesjaliðanna, Grindavíkur og Kefla- víkur, að falla í 2. deild. „Keflavík á mjög erfiðan leik á móti ÍBV og það verður erfitt fyrir Grindvíkinga að leika í Ólafsfirði. Það er því lík- legt að liðin tapi bæði. Það þarf mikið að gerast svo Fylkir falli. Blikar eiga „þægilegan" leik, á móti Stjömunni, og ættu að redda Morgunblaðið/Golli Þungavigtarmennirnir ÞAÐ mun væntanlega maeða miklð á miðvallarlelkmönnunum Ólafl Þórðarsynl hjá ÍA og Heimi Guðjóns- syni hjá KR. Það lið sem nær betri tökum á miðjunni kemur til með að hafa stjórn á leiknum. Það má þvf búast við mikilli stöðubaráttu á mlðjunni. sér fyrir horn. Auðvitað er ekkert öruggt í þessu fyrirfram," sagði Ásgeir og bætti við að það væru óvæntu úrslitin sem gerðu knatt- spyrnuna svona skemmtilega. STAÐAN Fj. leikja U J T Mörk Stig KR 17 11 4 2 37: 12 37 ÍA 17 12 1 4 42: 18 37 LEIFTUR 17 8 5 4 33: 27 29 ÍBV 17 8 1 8 29: 31 25 STJARNAN 17 6 4 7 22: 29 22 VALUR 17 6 3 8 18: 23 21 FYLKIR 17 5 3 9 23: 24 18 GRINDAVÍK 17 4 4 9 22: 34 16 KEFLAVÍK 17 3 7 7 15: 28 16 BREIÐABLIK 17 3 6 8 17: 32 15 Urslitaleikurinn 1996 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Leikaðferð: 4-3-3 Líkleg byrjunarlið Ólafur Adolfsson PirpiHitiiii Haraldur Ingólfsson Sigursteinn Gíslason Ríkharður Daðason Zoran Miljkovic Steinar Adolfsson Hilmar Björnsson Heimir Guðjónsson Þjálfari: Lúkas Kostic Leikaðferð: 4-4-2 Þormóður Egilsson Sigurður Örn Jónsson 'Ólafur Þórðarson Kári Steinn Reynisson Guðmundur Benediktsson Þorsteinn Jónsson Óskar Hrafn Þorvaldsson Brynjar Gunnarsson Ólafur H. Kristjánsson Ásmundur kemur ÁSMUNDUR Haraldsson, sem er í námi í Bandaríkjunum, kemur til landsins í dag og verður í Ieik- mannahópi KR-inga á morgun. Hann byrjar leikinn að öllum Iík- indum sem varamaður. Fjora Ingólfstorgi? EF „vel gengur“ á Akranesi, eins og það er orðað í Vesturbænum í Reykjavík, ætla KR-ingar að safnast saman á Ingólfstorgi í miðborginni að kvöldi sunnudags- ins. Þegar KR varð bikarmeistari 1994 og 1995 söfnuðust stuðnings- menn liðsins saman á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi, en til að gera börn- um auðveldara með að mæta - „ef“ — varð Ingólfstorgið fyrir valinu nú. KR ekki átt markakóng síðan 1968 KR-ingar hafa ekki átt marka- kóng Islandsmótsins síðan Olafur Lárusson var það 1968, er þeir urðu íslandsmeistarar. Hann skoraði þá 8 mörk ásamt þremur öðmm leikmönnum. Eins og stað- an er fyrir síðustu umferðina kemur slagurinn um markakóngs- titilinn til með að standa á milli Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖRÐUR Magnússon FH-ingur hefur tvívegis fengið gullskó Adidas fyrir aö verða marka- kóngur 1. deildarinnar. Hann starfar nú hjð Sportmönnum, umboðsfyrirtæki Adidas hér- lendis, og heldur hér á gull- skónum sem barist er um í ár - hinn nýja Predator skó frá fyrirtækinu. Ríkharðs Daðasonar (13 mörk) og Bjarna Guðjónssonar (11 mörk). Það gæti því einnig ráðist á Akra- nesi hver hlýtur markakóngstitil- inn 1996. Skajgamenn hafa átt marka- kóng Islandsmótsins fjögur síð- ustu ár. Arnar Gunnlaugsson var markakóngur 1992 og 1995, skor- aði 15 mörkbæði árin. Þórður Guðjónsson var markahæstur 1993 með 19 mörk og Mihajlo Bibercic 1994 með 14 mörk. Margrét aftur inn í landsliðshópinn Islenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar síðari leik sinn við Þjóðvarja um sæti í úr- slitakeppni EM í Kobienz í Þýska- landi á sunnudaginn. Þýska liðið vann fyr.i leikinn á Laugardals- velli, 3:0, og má því búast við að róður íslenska liðsins verði erfiður í Þýskalandi. Kristinn Björnsson landsliðs- þjálfári hefur gert tvær breytingar á hópnum frá því í fyrri leiknum. Blikastúlkan Margrét Ólafsdóttir, sem leikur nú með danska liðinu Fortuna, og Hjördís Símonardóttir úr Val koma inn í hópinn fyrir Söru Smart, KR, og Erla Hend- riksdóttir, Breiðabliki, sem tekur út leikbann þar sem hún fékk að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. íslenski landsliðshópurinn er eftirfarandi (landsleikir í sviga): Markveröir: Sigríður Sophusdóttir, Breiðabliki (12) Sigríður F. Pálsdóttir, KR (12) Aðrir leikmenn: Ásthildur Helgadóttir, Breiðabliki (20) Katrín Jónsdóttir, Breiðabliki (15) Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki (17) Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki (35) Inga Dóra Magnúsdóttir, Breiðabliki (5) Margrét Ólafsdóttir, Fortuná (22) Laufey Sigurðardóttir, ÍA (16) Magnea Guðlaugsdóttir, ÍA (1) Ásdis Þorgilsdóttir, KR (1) Guðrún Jóna Krisjánsdóttir, KR (13) Auður Skúladóttir, Stjörnunni (17) Guðrún Sæmundsdóttir, Val (34) Ragna Lóa Stefánsdóttir, Val (27) Hjördís Símonardóttir, Val (7) íslenska liðið heldur til Þýska- lands í dag og kemur heim á mánudag. Leikurinn fer fram í Koblenz á morgun kl. 17 að ís- lenskum tíma. SJONVARP Sýnt frá Formula 1 á íslenskri stöd næsta vetur? STÖÐ 3 hefur unnið að því að fá rétt á beinum útsendingum á Formula 1 kappakstri á næsta ári. Þá hefur íþróttadeild Ríkissjónvarpsins sýnt því áhuga að vera með slíkar út- sendingar og hefur lauslega kannað möguleika á því. Beinar útsendingar frá kappakstri hafa náðst á Eurosport hér- lendis, bæði á Stöð 2 og Stöð 3 en þær útsendingar gegnum Eurosport falla niður á næsta ári samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Bernie Ecclestone sem stjórnar því hveijir fá sýningarrétt á Formula 1 kappakstri hefur lýst því yfir að Eurosport fái ekki sýningar- réttinn á næsta ári heldur verði ein- stökum sjónvarpsstöðvum í hveiju landi fyrir sig seldur rétturinn. Af UMHELGINA Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla kl. 14.00: Garðabær: Stjarnan - Breiðablik Keflavík: Keflavík - ÍBV Ólafsfjörður: Leiftur - Grindavík Hlíðarendi: Valur - Fylkir Sunnudagur 1. deild karla kl. 14.00: Akranes: ÍA - KR Körfuknattleikur Sunnudagur: Meistarakeppni KKÍ Meistarakeppni kvenna: Grindavík: UMFN - Keflavík..kl. 18 Meistarakeppni karla: Grindavík: UMFG-Haukar......kl. 20 Handknattleikur Meistaraleikur kvenna í handknattleik milli Hauka og Stjörnunnar verður í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði í dag og hefst kl. 17.00. Keila Meistarakeppni KLÍ fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í dag og hefst kl. 13.00. Flakkar- ar og Keilusystur keppa í kvennaflokki og Lærlingar og KR-a í karlaflokki. Hlaup Öskjuhlíðarhlaupið fer fram í dag. Hlaupið hefst við Perluna kl. 14.00. Skráning á staðnum frá kl. 12.30. Sund Fyrsta sundmót vetrarins - sprettsundmót SH verður í Sundhöll Hafnarfjarðar í dag og hefst kl. 14.00. Hjólreiðar Lokaumferðin í keppninni um íslandsmeist- aratitilinn í gallahjólreiðum verður haldin við Úlfarsfell um helgina. Keppnin í dag hefst kl. 15.00 og verður framhaldið kl. 11.00 á morgun. Borðtennis Fyrsta punktamót keppnistímabilsins í borð- tennis verður í TBR-húsinu á morgun, sunnudag. Keppt verður í 6 flokkum. þessum sökum opnast möguleiki fyrir íslenskar sjónvarpsstöðvar að tryggja sér einkarétt á þessu efni. Formula 1 kappakstur hefur verið sýndur beint til 200 landa um allan heim síðustu ár. „Við höfum mikinn áhuga á þessu efni og vitum að margir fylgjast með hverri keppni hérlendis. Við höfum verið í sam- bandi við rétthafa á þessu efni að undanförnu og fáum svör fljót- lega,“ sagði Geir Magnússon hjá Stöð 3, „tilfinning mín er sú að þeir sem bjóði hæst fái sýningar- réttinn, verði margir um hituna. Framsetning þessa efnis mun ráð- ast á því hvernig og ef semst við rétthafana." Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV sagði að jafnvel hefði staðið til að sýna eitt mót í haust, en breyt- ingar á sýningum Mótorsport þátt- arins á næsta ári hefðu sett strik í reikninginn. Verið væri að skoða stöðuna, hvert framhaldið yrði varðandi umfjöllun um aksturs- íþróttir, eftir að ljóst varð að þáttur- inn Mótorsport færi yfir á Stöð 2. „Formula 1 er mjög vinsæl víða, en annars staðar ekki. En þetta er samt ein af stóru íþróttunum hvað beinar útsendingar varðar og áhugamenn hérlendis eru margir. I mörgum löndum beijast sjónvarps- stöðvar af hörku um þetta efni, en markarðurinn hérlendis er mun minni,“ sagði Ingólfur. URSLIT Þýskaland Karlsrahe - Bielefeld...........5:2 (Dundee 28., 50., 68., Keller 43., Schroth 59.) - (Kuntz 79., Gerber 82.). 21.000. Köln - Bochum...................2:0 (Vladoiu 55., Oliseh 76. - vsp.). 23.000. Handknattleikur Þýskaland Leikir á miðvikudaginn: Grosswallstadt - Nettelstedt.33:26 Gummersbach - Magdeburg......24:24 Dormagen - Essen.............20:19 ■ Fyrsta tap Patreks Jóhannessonar og samheija en fyrsti sigur Dormagen. Fredenbeck - Rheinhausen.....19:22 Wallau Massenheim - Lemgo....30:29 ■ Lærisveinar Kristjáns Arasonar sáu til þess að Lemgo tapaði loks leik. Minden - Niederwwúrsbach.....23:26 Knattspyrna Evrópukeppni félagsliða Dregið var í 2. umferð Evrópukeppninnar í Sviss í gær. UEFA-keppnin (Fyrri leikirnir fara fram 15. október og síðari leikirnir 29. október.) Dynamo Tblisi (Georgíu) - Boavista Legia Warsjá - Besiktas (Tyrkl.) Slvaia Prag - Valencia (Spáni) Hamburg - Sparta Moskva Vitoria (Portúg.) - Anderlecht Roma - Karlsruhe (Þýskal.) Helsingborg - Neuchatal Xamax Espanyol - Feyenoord Club Brugge - National Búkarest Borussia M. Gladbach - Mónakó Inter Milan - Casino Graz Aberdeen - Bröndby (Danmörku) Metz - Sporting Lissabon Ferencvaros (Ungv.) - Newcastle Schalke 04 - Trabzonspor (Tyrkl.) Lazio (ítaltu) - Tenerife (Spáni) Evrópukeppni bikarhafa (Fyrri leikirnir fara fram 17. október og síðari leikirnir 31. október.) Olympia (Slóveníu) - AEK Aþenu Barcelona - Rauða stjaman (Júgósl.) Galatasaray (Tyrkl.) - P.S.G. (Frakkl.) FK Brann (Noregi) - PSV Eindhoven Fiorentina (Italíu) - Sparta Prag (Tékkl.) Sion (Sviss) - Liverpool (Englandi) Nimes (Frakkl.) - AIK Solna (Svíþjóð) Benfica (Portúgal) - Lokomotiv Moskva LYFTINGADEILD IR Ælingar í ólympískum lyftingum í vetur, verða í kjallara Laugardalslaugar frá 1. okt. Byrjendatímar mánudaga-föstudaga kl. 17.00-18.15 og laugardaga kl. 13.15-14.30 Lengra komnir mánudaga-föstudaga kl. 18.15-20.00 og laugardaga kl. 14.30-17.00 Þjálfari Guðmundur Sigurðsson Upplýsingar f síma 557 4483 Stjóm Lyftingadeildar ÍR l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.