Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1996, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR Jón Arnar Magnússon sigraði í klukkustundarþraut í Austurríki Eins og góð þrekæfing Það var mjög gaman og reynslan er dýrmæt. Þetta var eins og góð þrekæfmg," sagði Jón Amar Magnússon, en á dögunum tók hann þátt í svokallaðri klukkutímatugþraut í Salsborg í Austurríki. Gerði Jón sér lítið fyrir fór með sigur í hólmi í keppninni, hlaut 7.020 stig en annar varð Eistlendingurinn Erki Nool, fékk 6.725 stig. Auk þeirra var Úkraínu- maðurinn Lev Lobdin þátttakandi og tveir heimamenn. Árangur Jóns er sá fimmti besti sem náðst hefur í mótinu en þetta var fimmta árið í röð sem það fer fram. Besta árangri hef- ur náð Sebastian Levicq frá Frakk- landi, 7.420 stig. í framhaldi hafa mótshaldarar óskað eftir því við Jón að hann verði með að ári. „Klukkutímaþraut er eins og venju- leg tugþraut nema hvað farið er í gegnum allar greinamar á einni klukkustund í stað tveggja daga eins og vant er. Þetta er því mikill sprett- ur.“ Jón sagðist aldrei áður hafa tek- ið þátt í klukkustundarþraut, en hún hefur ekki mikið verið stunduðu í Evrópu, en meira í Bandaríkjunum þar sem hún er vinsælt sjónvarpsefni og heimsmethafinn í tugþraut, Dan O’Brien, fær háar greiðslur fyrir þátt- töku. Hann hefur mest fengið um 7.800 stig í þessari grein tugþrautar, en heimsmet hans í hefðbundinni tveggja daga tugþraut er 8.891 stig. „Eftir fyrstu grein, eitt hundrað metra hlaup, settumst við upp á vagn sem keyrði okkur á hinn enda vailar- ins þar sem keppt var í langstökki. Ég stökk tvisvar og fór síðan beint í kúluvarp og varpaði kúlunni í tví- gang. Því næst byijaði ég á 1,85 m í hástökki og fór auðveldlega yfír og lét síðan hækka um tíu sentimetra og fór örugglega yfír á ný en lét þar við sitja. Þá tók við fjögur hundruð metra hlaup sem var mjög rólegt því um leið og við vomm komnir í mark tók við keppni í eitt hundrað og tíu metra grindahlaupi. Ég kastaði kringlunni eins oft og leyfílegt var, þrisvar sinnum, og vatt mér síðan í stystu stangarstökkskeppni sem ég hef keppt í. Stökk fimm sinnum og það tók mig fímm eða sex mínútur." Þess má geta til fróðleiks að oft tek- ur stangarstökkskeppni í venjulegu tugþrautarmóti 3 til 4 klukkutíma. „Níunda greinin var spjótkast þar sem mér gekk vel og loks var röðin kom- in að fímmtán hundmð metra hlaupi. Það var hið rólegasta hlaup þar sem menn vora ekki að stressa sig. Við röbbuðum saman á leiðinni, enda var tíminn slakur, ég kom í mark á sex mínútum sléttum." „Mér tókst að sigra í þessari keppni og ég er ánægður með það enda Nool og Lobodin með betri árangur en ég í hefðbundinni tugþraut. Þetta var í þriðja sinn sem þeir taka þátt í klukkutímaþraut, en ég var að reyna þetta í fyrsta skipti," sagði Jón og kvaðst vera tilbúinn að reyna sig oft- ar í þessu. Árangur Jóns í einstökum greinum var sem hér segir: 100 m: 11,08 (mótvindur 3,8 m/sek.), langstökk: 7,33 m, kúluvarp: 15,21 m, hástökk: 1,95 m, 400 m: 60,90, 110 m grindahlaup: 15,57, kringlukast: 42,80, stangarstökk: 4,60 m, spjótkast: 64,00, 1.500 m: 6.00,00. Morgunblaðið/Kristinn JÓN Arnar Magnússon í kringlukastskeppni Ólympíuleikanna I Atlanta í sumar. Jóni hefur ekki gengið vel í greininnl í ár og kennir því um að hann fór ekki yfir 8.500 stig. Hill semur við Arrows BRETINN Damon Hili samdi f gær við breska Formula 1 kappakstursliðið Arrows. Hann fékk ekki nýjan samn- ing við Williams liðið þó hann hafi forystu í heimsmeistara- keppninni þegar einu móti er ólokið. Hill mun keppa með Arrows á næsta ári og í bfl hans verður ný Yamaha keppnisvél. Þá mun hann nota Bridgestone dekk en Good- year dekk hafa síðustu ár ver- ið notuð hjá öllum keppnislið- umí Formula 1. Ákvörðun Hill kom mörg- um á óvart, hann hafnaði til- boði frá Jordan og Jackie Stewart. Veðbankar í Eng- landi tejja möguieika hans á titli á næsta árí 33-1, en 1-9 í lokamótinu í Japan eftir tvær vikur. „Williams vildi ekki endurnýja samningin við mig, en ég er ánægður með allar aðstæður hjá Arrows. Tom Walkinshaw keppnisstjóri er mjög reyndur og hefur gert góða hluti. Þó Arrows hafi ekki verið á toppnum tel ég að við getum unnið mót í fraintíðinni, en það mun kosta vinnu,“ sagði Hill um samning sinn við Arrows. Walkinshaw var aðal tækni- maður Benetton liðsins sem vann heimsmeistaratitilinn árið 1994 með Michaei Sch- umacher sem aðal ökumann. Walkinshaw endursldpulagði síðan Ligier liðið í fyrra og kom því á skrið, en hætti vegna ósættis við Flavio Briat- ore í vor. Briatore á bæði Lig- ier og Benetton keppnisliðin. Walkinshaw keypti Arrows liðið endaniega I sumar eftir marga mánaða samningavið- ræður um hlutabréfakaup. Úr tugþraut í torfhleðslu „NÚ ER fríið að hefjast hjá mér og ég ætla að eyða því í vinnu hjá bróður Gísla þjálfara, við að hlaða gijót- og torfhleðslur. Þetta er lík- ast því að fara á vertíð nema þarna djöflast maður í mold og drullu sem er góð hvíld frá íþróttunum,“ sagði Jón Arnar Magnússon, Islandsmet- hafí í tugþraut. Nú er löngu og ströngu keppnistímbili lokið hjá honum eftir sleitulausar æfingar og keppni síðan í upphafi árs. Jón er nú í 19. sæti á heimslista ársins í tugþraut með íslandsmet sitt, 8.274 stig, sem hann setti á Ólympíuleikunum í Atlanta í ágúst- byijun. „Ég er bæði sáttur og ósáttur við árangur minn á árinu. Nokkrar greinar hafa verið góðar þar sem ég hef tekið framfömm og má nefna þar hástökk, kúluvarp og fímmtán hundmð metra hlaup. A hinn bóginn hefur kringlukastið verið slakt hjá mér í þrautum árs- ins og valdið því að ég hef ekki náð átta þúsund og fímm hundmð stigum, eins og ég á inni,“ sagði Jón. Hann sagðist ennfremur vanta meira jafnvægi í þrautina til að komast enn nær þeim bestu. „Ég hef verið svo stutt í þessu að mig vantar meiri reynslu." Jón nefndi sem dæmi þmatina í Talence á dögunum. Þar hefði hann verið í allra fremstu röð allt þar til kom að sjöundu greininni, kringlukasti. Þar hafí hann kastað stutt og eftir það hafi enginn möguleiki verið að ná þeim fremstu. „Eg er að vinna þá bestu í nokkrum greinum og gæti verið í hópi þeirra, ef ég næði meiri jafnvægi." Á þessu ári hefur hann lagt mikla áherslu á að bæta úthaldið sem hefði verið slakt. Það hafí tekist eins og sæist best á þeim framför- um sem hann hefði tekið í 1.000 og 1.500 m hlaupum. Jöfn áhersla hefur verið lögð á æfíngar í öðmm greinum, enda flestar þeirra verið á góðu róli. „Ég þarf bara að vera afslappaðri í greinum eins og kringlukasti til að ná þeim árangri sem ég á bestan.“ Þess má geta að Jón hefur lengst kastað 51,30 m á þessu ári verið allt að 15 m frá þessu marki á a.m.k. tveimur mótum sumarsins, í Talance og í Evrópubikarkeppninni í tugþraut í Tallinn. Þess má geta að það mun- ar tæpum 300 stigum á 36 m og 50 m í kringlukasti. Jón keppti á tveimur stórmótum árinu, Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í mars og síðan á Ólympíuleikunum. „Ég var nú nærri því dottinn á höfuðið í sjö- þrautinni á EM,“ segir Jón og hlær við og vísar til þess að hann hras- aði um grind í 60 m grindahlaupi. Honum tókst eigi að síður að Ijúka hlaupinu en var skiljanlega ljarri sínu besta. Við það missti hann af möguleikanum á gullinu en getur eigi að síður verið ánægður með bronsið. „Ég náði þeim árangri á Ólymp- íuleikunum sem stefnt var að og er því sáttur.“ Jón segir það hafa verið góða reynslu að keppa á leik- unum og ekki eins erfítt og hann hélt og menn voru búnir að segja honum fyrir. Jón sagði að miklar framfarir hefðu orðið meðal þeirra bestu í tugþraut á þessu ári og auk þess hefðu komið upp sterkir ungir menn, s.s. Þjóðveijinn Frank Bus- emann sem náð hefði silfurverð- launum á Ólympíuleikunum, að- eins 21 árs að aldri. „Sem dæmi um framfarirnar má nefna að besti árangur minn á þesu ári hefði nægt í tólfta sætið á heimslistan- um í fyrra, en nú er ég í nítj- ánda.“ Hann sagði ennfremur að fleiri og fleiri væru stöðugir með 8.400-8.500 stig. „Ef kringlukast- ið í þrautinni í Talance hefði verið í lagi hefði ég komist í þann hóp um leið og Norðurlandametið hefði fallið." Norðurlandametið er 8.403 stig í eigu Svíans Henrik Dagárds. Það lifir enginn hér á landi á að æfa og keppa í tugþraut en til þess að geta einbeitt sér heill og óskiptur að íþrótt sinni hefur Jón undanfarið rúmt ár verið styrktur af fyrirtækjum á Sauðárkróki, afreksmannasjóði ÍSÍ og fleiri aðilum. Nú eru þeir samningar útrunnir. Framhaldið er í óvissu að sögn Jóns. „Það er óráðið enn hvað tekur við hjá okkur Gísla Sigurðssyni þjálfara, en ég vona að eitthvað komi til. Það hefur verið rætt um málið en við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist þegar líður lengra fram á haustið ið.“ Áframhaldandi samstarf hans og Gísla tengist því hvað verður ofan á í samningunum, en að sögn Jóns er það ósk beggja að fram- hald verði á samstarfi. „Það hefur gengið vel.“ Nú hefur Jón tekið sér frí'frá æfingum meðan mál hans komast á hreint og byijaður að vinna daglaunavinnu til að eiga fyrir salti í grautinn. „Það er einnig hollt að hvíla sig á íþróttunum svo ekki komi upp leiði.“ Jón er farinn að vinna við stein- og torfhleðslu norður í landi, en hann býr á Sauð- árkróki sem kunnugt er. „Ég hef verið í þessu áður. Bróðir Gísla þjálfara vinnur við þetta og ég hef fengið að vinna hjá honum í þessu á haustin.“ Þeir félagar fást við að lagfæra og hlaða gerði og lagfæra gamlar torfhleðslur. „Ég hef gaman að þessu og tilbreyt- ingin er góð, auk þess er nauðsyn- legt að halda við gömlum vinnuað- ferðum. Það eru ekki svo margir sem kunna þetta.“ Jón sagði óvíst hvað hann yrði í þessu lengi, það væri komið undir veðri og vindum. „Ég vonast til að taka upp þráð- inn við æfingar þegar kemur fram á veturinn. Á næsta ári eru tvö stórmót í sigtinu, Heimsmeistara- mótið innanhúss í París í febrúar og utanhúss í Aþenu næsta sum- ar. Ég vonast til að geta verið með á báðum mótunum auk þess sem hin árlegu mót í Götzis og Tal- anece fljóta eflaust með nái ég að vera áfram í fremstu röð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.