Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 B 3 FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ# 1997 Tekjur vaxa samhliða meiri veltu í efnahagslí finu Tekjur og gjöld ríkissjóðs 1996 og 1997* TEKJUR: Tekjuskattar Áætlun 1996 millj.kr. % Frumvarp 1997 millj.kr. * skv % Brey1 Einstaklinga 20.515 16,3 15.800 12,6 -23,0% | Fyrirtækja 4.450 3,5 4.835 3,9 Eignarskattar 3.635 2,9 3.720 3,0 Trvqqinqaqiöld/launask. 13.122 10,4 13.965 11’1 ^ Virðisaukaskattur 46.000 36,5 49.000 39,1 J| Aðrir skattar 29.655 23,5 29.764 23,7 „ Aðrartekjur 8.610 6,8 8.340 6,6 ymf Samtals: 125.987 100,0 125.424 mo Mg GJÖLD: Rekstrarkostnaður 51.830 37,3 45.731 36,8 Tryggingagreiðslur 49.680 35,8 51.820 41,7 Vaxtagreiðslur 23.900 17,2 13.550 10,9 mm. Viðhald 3.690 2,7 3.835 3,1 Fjárfesting 9.700 7,0 9.404 7,6 Samtals: 138.800 100,0 124.340 100,0 ....~!8.7% 6,4% ] 6,5% TEKJUR ríkissjóðs verða heldur lægri á næsta ári en á þessu ári gangi áætlun fjárlaga eftir. Astæð- an fyrir því er að búið er að flytja rekstur grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna, en samhliða voru tæplega 6 milljarða tekjur fluttar til sveitarfélaganna. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að aukin velta í efnahagslífinu og meiri tekjur einstaklinga og fyrirtækja skili rík- issjóði auknum tekjum. í fiárlagafrumvarpinu er ekki að finna ákvarðanir um breytingar á skattlagningu eða tekjustofnum ríkissjóðs. Ríkisstjórnin hefur reyndar uppi áform um að breyta tryggingagjaldi á þann veg að allar atvinnugreinar greiði sama gjald, en í dag greiða sjávarútvegur, landbúnaður, iðnaður og hótel- og veitingastarfsemi lægra gjald en aðrar greinar. Þetta mál er, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins, ekki frágengið af hálfu stjórn- arflokkanna. í frumvarpinu segir að ekki sé gert ráð fyrir að breyt- ingar á tryggingagjaldi hafi áhrif á heildartekjur ríkissjóðs. Spáð er minni tekjum af bifreiðainnflutningi í frumvarpinu er gengið út frá því að tekjur af virðisaukaskatti aukist um 3 milljarða milli ára. Hins vegar er gert ráð fyrir að tekjur af bifreiðainnflutningi minnki um 10%. Horfur eru á að á þessu ári verði fluttar inn 10.000 bifreiðar, en í forsendum fjárlaga var reiknað með tæplega 8.000. í Spáð 4% atvinnu- leysi 1997 ÁÆTLAÐ er að verðlag hækki um 2% milli áranna 1996 og 1997 og að atvinnu- leysi minnki og verði um 4%, að því er fram kemur í efna- hagsforsendum fjárlaga- frumvarpsins. Óvissa vegna kjarasamninga „Kjarasamningar þorra launþega eru lausir um næstu áramót og því óvíst um launaþróun á komandi ári. í forsendum fjárlaga- frumvarps og þjóðhagsáætl- unar er gert ráð fyrir að laun hér á landi hækki líkt og í helstu viðskiptalöndum okk- ar, eða um 3 1/2% að jafn- aði, og að samkeppnisstaða atvinnulífsins verði því óbreytt," segir í greinargerð frumvarpsins. Þá er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður verði óhagstæður um þijá millj- arða króna og hallinn á við- skiptajöfnuði verði um 3% af landsframleiðslu. Halli hins opinbera 1-1,5% af landsframleiðslu Áætlað er að halli hins opinbera, þ.e. ríkis og sveit- arfélaga, verði 1-1 1/2% af landsframleiðslu á næsta ári og skuldir hins opinbera um 53,5%. Talið er að halli hins opinbera í OECD-ríkjunum á næsta ári verði um 3% af vergri landsframleiðslu og skuldir 75% að meðaltali. frumvarpinu er því spáð að á næsta ári kaupi landsmenn 9.000 nýjar bifreiðir. Vegna flutnings grunnskólans minnka tekjur ríkisins af tekju- skatti um 5,9 milljarða á næsta ári. Tekjuskattur fyrirtækja kemur hins vegar til með að skila ríkis- sjóði um 400 milljónum í auknum tekjum. Ríkið greiðir heldur minna í barnabætur en reiknað var með á þessu ári. Mismunurinn nemur um 280 milljónum. Áætlun þessa árs gerir því ráð fyrir heldur lægri BOÐAÐAR eru ýmsar breytingar, verkaskipting og sameining smærri skóla í framhaldsskóiakerfinu í fjár- lagafrumvarpinu sem miða að því að ná fram um það bil 200 millj. kr. sparnaði frá áætluðum útgjöldum á þessu ári. Eiga breytingarnar að stuðla að bættri kennslu í samræmi við ný framhaldsskólalög. Heildarframlag til framhaldsskóla er áætlað 5.258 milljónir kr. á næsta ári sem er 37 millj. kr. hækkun frá því sem gert var ráð fyrir á fjárlög- um líðandi árs. Unnið verður að því að gera fram- haldsdeildir og fámennari skóla, sem hafa verið með 20-80 nemendur á ári, að hluta af stærri skóla í sama landsfjórðungi. Þá er framlag til jöfnunar á námskostnaði hækkað um 15 millj. kr. og efla á fjarnám. Starfsemi tveggja hússtjórnarskóla lögð niður Starfsemi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað verður hætt í núver- andi mynd um mitt næsta ár og FJARLAGAFRUMVARPIÐ gerir ráð fyrir að sparaðar verði um 128 milljónir hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði með endurskoðun á starf- semi og úthlutunarreglum sjóðsins. Meðal annars er fyrirhugað að lækka þóknun úthlutunarnefnda atvinnu- leysisbóta um 1% úr 3,2% í 2,2%, upphæð í barnabætur á þessu ári en reiknað var með í fjárlögum 1996. Vaxtabætur hækka í ár meira en reiknað var með og því er miðað við að þær hækki um 6% á næsta ári. Tekjur ríkissjóðs frá ÁTVR verða af ýmsum ástæðum mun hærri í ár en reiknað var með. Miðað er við að þær nemi liðlega 7 milljörðum á næsta ári, en í fjár- lögum þessa árs var miðað við 6,5 milljarða. Niðurstaðan í ár verður líklega 7,2 milljarðar. 1.500 kr. gjald- taka við endur- innritun í próf húsnæði hans afhent Menntaskólan- um á Egilsstöðum. Stefnt er að því að hætta starfsemi Hússtjórnarskól- ans í Reykjavík í núverandi mynd og koma á samstarfi við kennslu í matvælavinnslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Fjölbrautaskóla Vesturlands var falið að annast kennslu í Héraðsskól- anum í Reykholti til reynsiu í tvö skólaár haustið 1995. Þar sem að- sókn að náminu hefur verið minni en gert var ráð fyrir er áformað að leggja skólahald þar niður í núver- andi mynd í lok yfirstandandi skóla- árs. Stefnt er að sameiningu Héraðs- skólans að Skógum og Fjölbrauta- skólans á Suðurlandi. Þá er stefnt að því að kennsla í skipstjórnarfræð- en það mun leiða til 25 milljóna króna sparnaðar. Frumvarpið byggist á þeirri for- sendu að atvinnuleysi á næsta ári verði 4%. Horfur eru á að atvinnu- leysi á þessu ári verði 4,2%, en at- vinnuleysi hefur verið að minnka frá 1995 þegar það náði hámarki og fór Oft er mælikvarðinn skattar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu notaður þegar menn vilja bera saman skattbyrði landsmanna frá einu ári til annars. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu verður þetta hlut- fall 22,5% á næsta ári. Það er hins vegar búið að flytja grunnskólann frá ríkinu og með honum tæplega 6 milljarða skatttekjur. Sé tekið tillit til þessa verður hlutfallið 23,6% eða svipað og á þessu ári. Á síðustu 10 árum hefur þetta hlutfall verið á bilinu 23,3-24,1%. urn í Vestmannaeyjum verði færð til Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum og sérstakur stýrimannaskóli í Eyjum verði lagður niður. Sértekjur í framhaldsskólum 304 millj. kr. Sértekjur framhaldsskóla eru áætlaðar 304 milljónir króna og hækka um 36,8 millj. kr. frá fjárlög- um yfirstandandi árs. Innritunar- gjald er áætlað sex þúsund kr. á nemanda og efnisgjald til jafnaðar fimm þús. kr. í verklegu námi. Tekj- ur af gjöldunum eru áætlaðar um 136 millj. kr. Þar sem brottfall úr framhaldsskólum og endurtekning prófa er talin óeðlilega mikil er nú ráðgert að taka 1.500 króna gjald af nemendum sem endurtaka próf. Er áætlað að tekjur vegna endurinn- ritunar í próf verði um 32 millj. kr. á næsta ári. Þá lækkar framlag vegna kennslu í öldungadeilum og á endurmenntun- arnámskeiðum um 64 milljónir kr. og verður 160 millj. kr. í 5%. í samræmi við minna atvinnu- leysi og sparnað í rekstri er reiknað með að útgjöld sjóðsins lækki úr 3.361 milljón í 3.043 milljónir. í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir greiðslu sérstakra launabóta þar sem kjarasamningar renna út um áramót. STUTT Nýtt . markaðs- eftirlits- gjald • IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hyggst flylja frumvarp um mark- aðseftirlitsgjald sem tekið verði upp og á að gefa um 10 millj. kr. í tekjur en framlag til Löggild- ingarstofunnar lækkar um 2,2 millj. kr. á næsta ári skv. fjár- lagafrumvarpinu. • ÁÆTLAÐ er að arðgreiðslur ríkisfyrirtækja minnki um 7% á næsta ári eða um nálægt 170 miiljónir kr. en sú lækkun skýr- ist alfarið afminni hagnaði Seðlabanka Islands en á móti eiga að koma auknar tekjur af sölu eigna, en stefnt er að því að selja hlut ríkisins í ýmsum fyrirtækjum á næsta ári, a.m.k. að hluta, s.s. Skýrr hf., Áburðar- verksmiðjunni hf. og Sements- verksmiðjunni hf. en ekki er gert ráð fyrir söluhagnaði vegna fjár- málastofnana í eigu ríkisins í frumvarpinu. • FRAMLAG menntamálaráðu- neytis vegna alþjóðlegra sam- skipta hækkar um 49 milljónir kr. á næsta ári og verður 315 millj. kr. Stafar hækkunin af aðildargjöldum vegna samstarfs við Evrópusambandið í tengslum við EES-samninginn. Aðild- argjöld allra ráðuneyta verða greidd af framlaginu en megin- hluti aðildargjalda er vegna fjórðu rammaáætlunar ESB á sviði rannsókna og tækniþróun- ar. • AÆTLAÐ er að gjald sem eig- endur fiskiskipa og fasteigna í fiskvinnslu greiða í Þróunarsjóð sjávarútvegsins nemi um 160 milljónum kr. á næsta ári. 1. sept. sl. kom gjald til sjóðsins af úthlut- uðu aflamarki til innheimtu. Á árinu 1997 er áætlað að inn- heimtan nemi um 520 millj. kr. • FRAMLAG til Bændasamtaka íslands verður skert á næsta ári úr 200 milljónum kr. í ár í 180 millj. kr. á næsta ári. Þessi lækk- un er liður í endurskoðun á stuðningi við landbúnaðinn i heild. „Til athugunar er að ríkið dragi á næstu árum úr fjármögn- un þessarar þjónustu. Því til sam- ræmis hefur nú verið tekið fyrsta skrefið í þá átt. Þannig er nú dregið úr niðurgreiðslum til nautgripasæðinga auk þess sem búfjárræktarframlög lækka,“ segir í fjárlagafrumvarpinu. • FJÁRVEITING til Hafrann- sóknastofnunar er lækkuð um 22,2 milljónir króna á næsta ári- þar sem nokkur viðfangsefni stofnunai-innar falla brott en jafnframt er á það minnt í fjár- lagafrumvarpinu að sérstakur samstarfshópur ráðuneyta fjalli nú urn verkefnaskiptingu og hugsanlega samhæfingu rann- sóknarstofnana á vegum ríkisins. • GERT er ráð fyrir 490 millj. kr. fjárheimild til iauna- og verð- lagsmála á næsta ári, í fjárlaga- frumvarpinu, og er þetta fé eink- um ætlað til að mæta hækkun bóta velferðarkerfisins sem kan'n að leiða af kjarasamningum á árinu 1997. Kjarasamningar eru lausir um áramót og er ekki gert ráð fyrir eingreiðslum vegna launabóta í forsendum útgjalda heilbrigðisráðuneytisins, sem lækka af þeim sökum um 40 millj. kr. Um 200 millj. sparnaður í framhaldsskólum Smærri skólar sameinaðir öðrum Starfsemi Atvinnuleysistryggingasjóðs endurskoðuð Spara á 128 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.