Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 1

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 1
 ■ HÁLFÍSLEWSK STÚLKA TÓK HERMEMMSKU FRAM YFIR FYRIRSÆTU- FERIL/2 ■ HVERS VEGNA ÆTTU MEIMN AÐ LEGGIA RÆKT VIÐ LETURLIST- IIMA7/4 ■ JÓLAKORT í OKTÓBER/5 ■ TEIKNIMYNDASAGA UM EGIL/8 ■ ÓLÍKAR SKOÐANIRÁ ÓMSKOÐUN í rúman aldarfjórðung hefur tíðkast að ómskoða þungaðar konur án þess að ástæða hafi þótt til deilna um kosti slíkrar skoðunar eða ör- yggi. Breska dagblaðið Independent greindi þó nýverið frá slíkum deilum sem upp hafa komið þar í landi. Umfjöllun- in vakti athygli blaðamanns Dag- legs lífs, sem í kjöl- farið spurði Reyni Tómas Geirsson, pró- fessor í fæðingar- og kvensjúkdómafræði og einn helsta íslenska sér- fræðinginn um ómtæki, um ýmsar fullyrðingar og til- gátur sem settar eru fram í Independent. ■ 6 Hroðalokkur - hápunktur hártískunnar UPPHAF hroðalokka eða dreadlooks í hári má rekja til svertingja á Jamaica í trúar- flokki kenndum við Rastafari, en meðlimir hans trúa að svartur Messías frelsi þá aftur til Afríku. Þeir einkenna sig með svokölluðum rastagreiðslum. Eftir að Jamaicabúinn og tón- listarmaðurinn Bob Marley varð frægur komst greiðslan í tísku í einstökum vestrænum lönd- um. Fylgismenn Rastafara í Afríku og á Jama- ica eyðileggja hár sitt með trjákvoða (harpix) og hunangi, og safna skít í það. Þannig verð- ur hárið að drulluröftum með tímanum. íslendingar hafa tekið þessari tísku með umburðarlyndi og þeir sem aðhyllast hana nota hárhollari efni en tijákvoðu. Hér hefur skapast ákveðin útfærsla á hroðalokkum, sem líkja má við uliarlagða - og er nú hápunktur hártískunnar. Svertingjafléttur eru líka vinsælar þessa dagana, eða hár fléttað í ótal litlar fléttur. Það er ann- aðhvort gert með gervihári eða eigin hári. Gerviefnið sem notað er til hárgerðar heitir synthéque og eru Japanir sagðir framarlega í að gera úr því fína þræði, en venjulegt hár er aðeins 0,05 millimetrar í þver- mál. Torfi Geirmundsson hársnyrtir, sem hefur sér- hæft sig í meðferð gervihárs, segir spurn eftir hroðalokkum, eða leiðindafestingum, sem er annað nafn yfir dreadlooks, aldr- ei hafa verið eins mikla, og nú jafnt hjá báðum kynjunum, en fyrst í stað sóttust karlmenn aðallega eftir Morgunblaðið/Ásdís svona hárvafningum. Á hinn bóginn láta ekki allir draum sinn um hroðalokka rætast, því aðgerðin kostar um 15-25 þúsund krónur með efni og tímavinnu, samkvæmt upplýs- ingum hjá hárgreiðslustofunum Gullsól og Animal í Reykjavík. Torfi Geirmundsson segir að ekki sé gott að hafa hroðalokkana lengur en 6 mánuði í hárinu í senn, meðal annars vegna þyngdar- innar en gervilokkarnir eru límdir fastir við hárið. Hann lagði hroðalokkahárið á módelinu á myndunum. ■ ilgartilboö'- LtfrarpY'sa Frosted Cheerios KA kryddlærisbitar pr. kg ■mK & 403 gr Kókómjó'k 39,- 250 ml- ?: f"' 1' Ife « íj&’

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.