Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 B 5
DAGLEGT LIF
nyndin er frá 16. öld.
og teiknipenna.
VERK eftir nemendur Torfa í þýska bænum Monschauer.
Skrift fyrr og nú
Máttur stafanna
BÖRN byija sex ára í skóia
að draga til stafs. Letrið sem
þau læra heitir Ítalíuskrift
en hún leysti lykkjuskriftina,
sem kynslóðin á undan lærði,
af hólmi.
Skrift er svo kennd þang-
að til börnin byrja í ungl-
ingadeild - og þá byrja hin-
ar skapandi æfingar sem
sumir kalla krot í stílabæk-
ur. Höndin með pennann
verður óstöðvandi að skrifa
til dæmis nafn eiganda síns
eða uppáhaldsleikara.
Skrift unglinga er með
öðrum orðum lifandi skrift.
Þeir hafa agað sína rithönd
og að vissu leyti skrifar hver
líkt öðrum, en svo brýst
sköpunarþráin út og tæki-
færi gefst til að þróa sína
eigin rithönd. Kjörið er fyrir
teiknikennara í unglinga-
deildum að hjálpa neinend-
unum til að finna sína rit-
hönd.
Eftir unglingsárin geta ár
stöðnunar gengið í garð
nema fólk leggi rækt við
skriftina og þrói hana
áfram.
Brot um skrift og stafi
• Skrift er skemmtileg vegna þess að allt sem þarf
er skriffæri og hugmynd. Ahugamenn um skrift vinna
mikið með stafrófið í heild og möguleikarnir eru í
raun ótæmandi. í bók sem Gunnlaugur SE Briem letur-
hönnuður ritstýrði, Sixty Alphabets (Thames & Hud-
son, 1986) birtir hann stafrófsmyndir eftir sextíu höf-
unda, m.a. Torfa Jónsson,
og niðurstaðan er ein-
hvers konar óður til let-
ursins.
• Rithönd er eins og liluti
af persónuleika manna og
flesta langar til að skrifa
vel. Þeir sem gera það
ekki skammast sín stund-
um fyrir skriftina og láta
aðra skrifa fyrir sig eða
vélrita.
• Stafir eru tákn sem
hafa fylgt manninum frá
því sögur fara af honum.
1 þeim og orðum er saga
hans geymd. I letri og
táknum eru merkustu af-
rek mannsandans; forng-
rísk, asísk og afrísk verk
hugsunarinnar. Talið er
að elstu sálmar Gamla
testamentis séu gerðir
1300 fyrir Kristsburð.
• Til marks um máttinn á
bak við stafina sem menn
hafa trúað á eru galdra-
stafir vitnisburður. Með
þeim mátti seiða til sín
fólk, valda atburðarás eða
hindra, kveikja ást og
jafnvel deyða.
• Guð hefur líka verið
táknaður með stöfum. I
Jóhannesarguðspjalli stendur: „Ég er Alfa og Ómega,“
segir Drottinn."
• Rúnir eru elstaskrifletur sem tíðkaðist með germ-
önskum þjóðum. I eldri gerð rúna voru 24 tákn en í
yngri 16 og hefur það fundist á Norðurlöndum og í
Bretlandi, mest á rúnasteinum, meðal annars á íslandi. ■
STAFRÓFIÐ eftir Robert Boyajian.
Úr bókinni Sixty alplmbets.
Morgunblaðið/Golli
AUÐUR og Sóley Halla nota kartonpappír í öllum regnbogans lit-
um, bylgjupappír og japanskan pappír með silkiþræði í jólakortin.
Búa til
jólakort í október
EFALÍTIÐ eru fáir sem
i byijaaðundirbúajóliní
g október eins og systurnar
' n Auður og Sóley Halla Þór-
c - hallsdætur. Þær ætla ekki
að bregða út af vananum í
d3 ár og hafa þegar hafist
SS- handa við að búa tiljóla-
r£$_ kortin sem þær senda vinum
3S og vandamönnum.
„Okkur finnst þetta
óskaplega skemmtileg iðja og
smám saman hafa þeir sem feng-
ið hafa kort frá okkur beðið okk-
ur um tilsögn, enda finnst fólki
miklu skemmtilegra að fá hand-
unnin jólakort en keypt í búð.“
Ný efni og nýjar aðferðir
Þær systur segjast aðallega
nota kartonpappír í öllum regn-
bogans litum, bylgjupappír og
japanskan pappír með silki-
þræði, sem þær lita með sérstök-
um silkilitum. „Við erum alltaf
að prófa ný efni og nýjar aðferð-
ir. Við höfum lært að bijóta
pappír með svokölluðu japönsku
broti, en þannig má útbúa alls
kyns fígúrur til skrauts á kort-
in,“ segja þær.
Námskeið
Auður og Sóley Halla, sem
báðar eru kennarar og því þaul- *'
vanir leiðbeinendur, ákváðu í
fyrra að halda námskeið í jóla-
kortagerð og fóru þá einkum á
vinnustaði. „Við ætlum að endur-
taka leikinn í ár enda var þátt-
takan mjög góð í fyrra. Um tvö
hundruð konur komu á nám-
skeiðin. Núna erum við búnar að
koma upp aðstöðu og hlökkum
mikið til að hefjast handa.“
konur
þurfa járn
Járn er nauðsynlegt m. a. fyrir blóðið, vöðvana
og heilann. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir konur
og börn í vexti. Þar sem þörf er á nægu C-vítamíni
til að járnið nýtist, er C-vítamín í okkar járni.
Járntöflur eru fáanlegar í mörgu formi og nýtist
líkamanum misvel. Ferrus Succinate nýtist betur
en flest annað járn og veldur minni truflun í
meltingarfærum. Þess vegna er
Ferrus Succinate í járni Heilsu. I.. ■■ ■ ■ v
LJhGilsuhusið
Kringlunni & Skólavörðustíg
GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!
i