Morgunblaðið - 11.10.1996, Síða 2
2 B FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 B 3
1. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands,
og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna,
á Bessastöðum. 2. Nieholas Daniloff,
blaðamaður vikuritsins U.S. News &
World Report, fylgist með komu Gorbatsj-
ovs til íslands í sjónvarpi í íbúð í Reykja-
vík. Nokkrum vikum áður sat hann í fang-
elsi í Sovétríkjunum, sakaður um njósnir.
3. George P. Shultz, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, svarar spurningum á hin-
um fræga blaðamannafundi sínum á Hótel
Loftleiðum að leiðtogafundinum loknum.
Vonbrigðin leyndu sér ekki. 4. Gorbatsjov
og Vigdís á Bessastöðum. 5. Gorbatsjov
veifar áður en hann stígur inn í bifreið
sína. 6. Reagan og Gorbatsjov kveðjast
þungir á brún eftir að úrslitatilraunin til
að ná samkomulagi rann út í sandinn. 7.
Reagan og Gorbatsjov takast í hendur á
tröppum Höfða. 8. Athygjj heimspressunn-
ar beinist að íslandi. 9. Öryggisgæsla við
Höfða. 10. Hluti fylgdarliðs Gorbatsjovs
kemur til íslands. 11. Erlendir sjónvarps-
menn ræða við Steingrím Hermannsson
forsætisráðherra á horni Bankastrætis og
Lækjargötu. 12. Höfði þrifinn hátt og lágt
fyrir leiðtogafundinn. 13. Gyðingar mót-
mæla meðferð trúbræðra sinna í Sovét-
ríkjunum. 14. Reagan kyssir Nancy konu
sína við komuna aftur til Bandaríkjanna.
Shevardnadze var sloppinn af skrifstofu forset-
ans og út á tiltölulega kyrrlátar götur Washing-
ton að forsetinn las tillögu Gorbatsjovs."
I bréfinu var tillaga um að Reagan og Gorb-
atsjov héldu tveggja daga fund, annaðhvort í
London eða Reykjavík.
„Ég var furðu iostinn," skrifar Shultz. „Höf-
uðborgir tveggja Atlantshafsbandalags-
ríkja... Ég sagði forsetanum að við ættum að
velja Reykjavík yrði slíkur fundur haldinn."
Daniloff-málið leyst
í kjölfarið sigldu erfiðar viðræður um Dani-
loff-málið. Það var ekki fyrr en sunnudaginn
28. september að samkomulag tókst milli Shultz
og Shevardnadze um að Daniloff fengi að fara
frá Sovétríkjunum og Zakharov yrði látinn iaus
gegn því að hann hreyfði ekki mótbárum við
ásökunum á hendur sér. Lokaatriði samkomu-
lagsins hljóðaði svo: „Þriðjudaginn 30. sept-
ember tilkynnum við að Reagan og Gorbatsjov
muni hittast í Reykjavík 10.-12. október 1986.“
Gorbatsjov minnist ekki einu orði á Daniloff
í bók sinni (sem er um 1.200 síður). Hann leið-
ir hins vegar getum að því hvers vegna Reagan
hafi samþykkt að halda fundinn með svo
skömmum fyrirvara og kveðst hafa velt því
fyrir sér í stjórnmálaráðinu þegar hann kom
úr fríinu að í Washington hafi menn ekki viljað
útiloka að yrði boðinu hafnað hygðust Sovét-
menn leka því til fjölmiðla til marks um stífni
Bandaríkjamanna. Að auki hefði Reagan viljað
láta líta út fyrir að ósveigjanleiki sinn hefði
knúið Sovétmenn til málamiðlana. Bandaríkja-
menn hafi því vonað að hann mundi koma með
allar töskur fullar af tillögum, sem væru Banda-
ríkjamönnum hagstæðar, til Reykjavíkur.
Óskin um að fá að halda leiðtogafund í
Reykjavík barst íslenskum yfirvöldum mánu-
daginn 29. desember. Að morgni þriðjudagsins
var kominn á kreik orðrómur í Reykjavík um
að eitthvað mikið væri í aðsigi. Enga staðfest-
ingu var hins vegar að fá hjá stjórnvöldum.
Um hádegi var boðað til áríðandi blaðamanna-
fundar með forsætisráðherra og utanríkisráð-
herra. Ekki var sagt hvað væri í vændum.
Skömmu síðar tilkynnti sovéska fréttastofan
TASS að ákveðið hefði verið að halda leiðtoga-
fund á íslandi.
í Morgunblaðinu þann daginn var haft eftir
Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra að
Evgení Kosarev, sendiherra Sovétríkjanna, hefði
gengið á hans fund snemma á mánudags-
morgni og skömmu síðar hefði Nicholas Ruwe,
sendiherra Bandaríkjanna, komið til fundar við
hann. Báðir hefðu haft sama erindið, fyrirspurn
um það hvort íslendingar gætu tekið á móti
leiðtogunum.
Steingrímur ráðfærði sig við Matthías Á.
Mathiesen utanríkisráðherra og ákveðið var að
samþykkja að halda fundinn. Ekki voru nema
12 dagar til stefnu.
í kjölfarið sigldu dagar ringulreiðar. Und-
irbúa varð komu fjölda fylgdarmanna leiðtog-
anna, en ekki var síður flókið verkefni að taka
á móti fjölmiðlahjörðinni, sem átti eftir að birt-
ast á landinu. Fyrirspurnum rigndi yfir um land
og þjóð. Álfatrú og nafnvenjur þóttu efni í digr-
ar fréttir.
Einnig voru vangaveltur um sjálfan fundinn.
Þetta átti ekki að vera leiðtogafundur, heldur
vinnufundur. Samkvæmt skilgreiningu er hins
vegar erfitt að horfa fram hjá því að þegar leið-
togar hittast hljóti að vera um leiðtogafund að
ræða.
Ráðabrugg
í stjórnmálaráðinu
Tveimur dögum áður en Gorbatsjov hélt til
íslands lagði hann til í stjórnmálaráðinu að
hann legði fram djarfar, e_n jafnframt raunsæj-
ar tillögur í Reykjavík. í endurminningunum
kveðst hann hafa gefið sér það að yrðu tillögurn-
ar samþykktar mætti segja að ferli afvopnunar
MORGUNBLAÐIÐ
.csanicKi ntui
itNANyuinMU
og þróun í átt til eðlilegs ástands í heimsmálum
væri hafin. „Yrði þeim hafnað vorum við ákveðn-
ir í að greina frá þeirri staðreynd opinberlega
og fletta þannig ofan af stefnu Bandaríkja-
stjórnar,“ skrifar Gorbatsjov.
Samkvæmt frásögn Kenneths Adeimans, ráð-
gjafa Reagans í afvopnunarmálum, höfðu
Bandaríkjamenn hins vegar engar óvæntar til-
lögur í handraðanum. Þeir áttu heldur ekki von
á neinu óvæntu af hálfu Sovétmanna.
„En Sovétmenn ætluðu ekki að gera neitt í
Reykjavík," skrifar Adelman í bók sinni, „The
Universal Embrace". „Svo mikið vissum við.
Anatolí F. Dobrynín, fyrrverandi sendiherra í
Bandaríkjunum, hafði sagt okkur það eins og
allir okkar heimildarmenn í Moskvu, sem sögðu
einni röddu að Gorbatsjov vildi aðeins kynna
þær nýju hugmyndir, sem hann hefði greint frá
í bréfi sínu frá 25. júlí, fyrir forsetanum. Einn-
ig gæti verið að hann mundi þreifa fyrir sér
um meðaldrægar flaugar, en það væri ósenni-
legt.“
Adelman bætir því reyndar við að á einum
undirbúningsfundi af mörgum hafi Reagan
reyndar velt því fyrir sér hvað ætti að grípa til
bragðs ef Reykjavíkurfundinum lyktaði án sam-
komulags: „Hann mundi þá fara og segja fólki
að hann hefði gert sitt besta, en Gorbatsjov
hefði neitað að taka þátt. Þannig mundum við
koma vel út. Hefðu allir viðstaddir áttað sig á
þessu atriði hefði Reykjavíkurfundinum ef til
viil lyktað með bjartsýni fremur en þunglyndi."
Adelman er ekki hrifinn af leiðtogafundum,
allra síst þegar þeir eru illa undirbúnir. Hann
skrifar að aðstoðarmönnum Reagans hafi fund-
ist þeir vera vel undirbúnir og í afvopnunarmál-
um hafi það verið rétt hvað tækniatriðin varð-
aði, en þegar kom að hinum stóru dráttum
hafi gegnt öðru máli.
Reagan kom til íslands fimmtudaginn 9.
október og Gorbatsjov degi síðar. Fyrsti fundur
leiðtoganna var laugardaginn 11. október.
Hissa á þykkri möppu
Gorbatsjovs
Strobe Talbott, þjóðaröryggisráðgjafi Bills
Clintons Bandaríkjaforseta, lýsir fyrsta fund-
inum svo í bókinni „Master of the Game“, sem
fjallar um Paul Nitze, helsta samningamann
Bandaríkjamanna í afvopnunarmálum: „Leið-
togarnir hittust í upphafi tveir einir með túlkum
sínum og sátu hvor sínum megin við borð. Gorb-
atsjov lýsti yfir ánægju sinni með það að um-
hverfið gæfi tilefni til að koma sér að verki og
kvaðst fagna því að ekki yrði um annað árang-
urslaust spjall við arineld að ræða líkt og í
Genf árið áður. Reagan gaf til kynna að hann
væri fremur hissa á því hvað Gorbatsjov hefði
þykka möppu meðferðis. Gorbatsjov útskýrði
þá að hann væri með tillögu; hann vonaði að
þeir tveir gætu „hrifsað afvopnunarmálin úr
höndum skriffinnanna“.“
Gorbatsjov kveðst í endurminningunum hafa
lagt tillögur sínar fyrir Reagan, sem hafi í raun
ekki brugðist við, heldur svarað af spjöldum,
sem hann hafði meðferðis. „Þá ákvað ég að
taka upp ákveðnar spurningar, en ekki var
hægt að segja að raunverulegar samræður hafi
átt sér stað. Reagan blaðaði í minnisspjöldunum
sínum, sem á voru athugasemdir. Þau rugluð-
ust og nokkur féllu af borðinu. Hann byijaði
að raða þeim, leitaði svara við rökum mínum,
en fann þau ekki. Hvar hefði hann líka átt að
finna þau: Forsetinn og ráðgjafar hans höfðu
búið sig undir allt aðrar umræður.“
Skömmu síðar gengu Shultz og Shev-
ardnadze inn í herbergið og Gorbatsjov gerði
grein fyrir allsheijar samkomulagi um langdræg
og meðaldræg kjarnavopn. Hann lagði áherslu
á að fækka langdrægum flaugum um helming
og sagði einnig að meðaldrægum flaugum í
Evrópu yrði „útrýmt".
Reagan hafði lagt fram tillögur í þessum dúr
og í raun voru Sovétmenn þarna að koma til
móts við hugmyndir Bandaríkjamanna, þótt
deila megi um hversu mikil alvara hafi verið
að baki þeim.
Deilt um
geimvarnaráætlunina
Gorbatsjov lagði litla áherslu á geimvarnar-
áætlunina á þessum fundi og kvaðst skilja að
Reagan væri alvara hvað hana varðaði. Eftir
hádegið var geimvarnaráætlunin hins vegar
efst á baugi. Sovétmenn vildu að Bandaríkja-
mepn héldu sig innan marka hins svokallaða
gagneldflauga-sáttmála, sem ætlað var að tak-
marka varnir gegn kjarnorkuvopnum. For-
senda þess sáttmála var sú að gæti annar
aðili varist kjarnorkuárás hins gæti hann freist-
ast til að láta til skarar skríða að fyrra bragði
og væri því betra að hvorugur gæti varist.
Reagan lagði til að gerður yrði nýr sáttmáli í
stað gagneldflaugasáttmálans og bauðst um
PÉTUR Sigurgeirsson var biskup íslands
þegar leiðtogafundurinn var haldinn og
kvöldið áður en hann hófst flutti hann ávarp
á friðarstund á Lækjartorgi þar sem hann
sagði: „Lýðir allra landa vænta þess að hér
í Reykjavík verði á næstu tveimur dögum
teknar ákvarðanir, sem hafa úrslitaþýðingu
fyrir sambúð þjóða um ókomna daga.“ Hann
sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta
hefði að miklu leyti gengið eftir, þótt það
hefði ekki komið fram fyrr en eftir fund-
inn: „Reynslan hefur orðið sú. Þetta var
heimsviðburður á sínum tíma, en nú er þetta
orðinn heimssögulegur viðburður. Þetta var
upphafið að endalokum kalda stríðsins eins
og er nú almennt viðurkennt."
Pétur rifjaði upp að mikill fjöldi fólks
hefði verið samankominn á Lækjartorgi að
kvöldi föstudagsins 10. október þrátt fyrir
slagveður. Fólk hefði haldið á kertaljósum,
friðarljósum.
Um æðri forsjón að ræða
„Ég minntist á að það væri mjög áhrifa-
ríkt fyrir Island og umheiminn að þeir
skyldu einmitt koma hingað til íslands því
að Island hefði alveg sérstaka friðarsögu
og væri sérstakt friðarland," sagði Pétur.
„Eg tók svo til orða að hér væri um æðri
forsjón og handleiðslu að ræða, að þeir
skyldu einmitt koma hingað, því að ísland
hefði þá sérstöðu að Islendingar hefðu aldr-
ei þurft að temja sér hernað eða kenna
mönnum til mannvíga og samt værum við
sjálfstæð þjóð og hefðum bæði landið og
miðin.“
Pétur talaði um þær vonir, sem þjóðir
allra landa byndu við leiðtogafundinn, og
bætti við: „Menn sjá það nú orðið að í
smæstu sem stærstu einingum samfélagsins
verða einstaklingar að taka tillit til náunga
síns, enda er mönnum áskap-
aður sami réttur til lífsins,
nægta þess og gæða. Það verður
enginn friður til á þessum bæ
okkar, Jörðinni, meðan hver
höndin er upp á móti annarri,
meðan ójöfnuður ríkir, meðan
fólk sveltur, meðan menn eru
ofbeldi beittir, kúgaðir vegna
skoðana sinna, trúar og litar-
háttar."
Hann vitnaði til þess að við
værum hvert öðru háð líkt og
Steinn Steinarr segði í Ijóði
sínu:
Því ólán mitt er brot
af heimsins harmi
og heimsins ólán
býr í þjáning minni.
Pétur sagði að hann hefði einnig vitnað
í orð Sigurðar Helgasonar, prófessors í
stærðfræði við Tækniháskólann í Massachu-
setts (MIT), sem hafði skömmu áður verið
gerður að heiðursdoktor á afmælishátíð
Háskóla Íslands.
Tilgangur vísindanna
heiður mannsandans
„Tilgangur vísindanna er
heiður mannsandans," sagði
Sigurður í þakkarávarpi og
lagði Pétur út frá þessum
orðum: „Það verður mikið að
gerast í nútímanum til þess, að
hægt verði að höndla þann
heiður, sem prófessorinn talar
hér um. Til þess þarf
hugarfarsbreytingu og traust 1
hvers konar viðskiptum.
Vantraust er stærsti Þrándur í
Götu á leið þjóðanna til bættrar
sambúðar."
Pétur kvaðst í samtalinu við
Morgunblaðið vera þeirrar hyggju að
vísindin eigi almennt talað það sammerkt
gáfum eða verkfærum, að allt fari eftir
því, hvernig þeim sé beitt, hvort af þeim
leiði gott eða illt.. „Með þeim er bæði hægt
að tortíma (t.d. kjarnorkusprengjan) og
bjarga (sbr. læknavísindin). Vísindin efla
ekki sjálfkrafa „alla dáð“, eins og Jónas
Hallgrímsson yrkir í snilldarljóði sínu til
Pauls Gaimards, heldur á þeim forsendum,
sem Jónas lætur koma fram í lokaorðum
erindisins:
Tífaldar þakkir þvi.ber færa
þeim, sem að guðdómsneistann skæra
vakið og glætt og verndað fá
viskunnar helga fjalli á.
Ávarpið endaði Pétur með þessu orðum:
„Komið í Guðs friði, hér bíður heimurinn
eftir ykkur.“
Pétur sagði að ánægjulegt hefði verið að
fundurinn skyldi haldinn á Islandi: „Það
hlýtur að hafa haft áhrif á þá að vera hér,
í þessu friðlandi, því að ísland er í sérstökum
skilningi friðland og er eina landið á byggðu
bóli þar sem menn hafa játað trú sína á
Krist í gegnum alla byggðarsöguna, fyrst
papar, síðan fáeinir kristnir landnámsmenn
og svo kemur kristnin. Jesús Kristur hefur
leitt ísland þúsund árin í trú og menningu
þjóðarinnar."
Pétur sagði að Þjóðkirkjan hefði einnig
gefið leiðtogunum Ijósprentuð eintök af
Guðbrandsbiblíu.
„Það var mér mjög mikil gleði að geta
afhent þennan mikla dýrgrip, sem var þeim
táknræn gjöf um það besta í eigu
þjóðarinnar," sagði Pétur. „Þetta var
afhent í gegnum sendiráðin til beggja
leiðtoganna. Það var fyrst og fremst að
þakka góðum vini kirkjunnar, Sverri
Kristinssyni fasteignasala, að þetta var
hægt. Hann gaf kirkjunni eintökin til þess
að kirkjan gæti aftur gefið þær
leiðtogunum.
Leiðtogafundurinn í Reykjavík er mér
dæmi þess að Island sé útvalið Guðs-land til
þesS að gegna hlutverki friðar fyrir
heimsbyggðina."
Pétur Sigurgeirsson flutti ávarp á friðarstund
fyrir leiðtogafundinn
Hér bíður heimurinn
eftir ykkur
leið til að deila geimvarnaráætluninni með
Sovétmönnum.
Að sögn Shultz kvaðst Gorbatsjov hins vegar
ekki trúa því að Bandaríkjamenn væru reiðu-
búnir til að deila geimvarnaráætluninni, fyrst
þeir vildu ekki leyfa Sovétmönnum að njóta
tækniþekkingar þeirra í olíuborun og gerð
mjaltavéla.
Þegar þessum fundi lauk var fylgdarliði leið-
toganna skipt í hópa. Fyrir Bandaríkjamönnum
fór Nitze og Sergei Akhromejev, yfirmaður sov-
éska herráðsins, var fremstur Sovétmannanna.
Segir Talbott að viðræðurnar, sem stóðu alla
næstu nótt, væru „einn af hápunktunum á löng-
um og viðburðaríkum ferli" Nitzes, sem hann
hafi verið að „búa sig undir í 40 ár“.
Akhromejev hafði mikij áhrif á Bandaríkja-
mennina, sem voru á leiðtogafundinum. Þeir,
sem komu hingað vegna málþingsins um
Reykjavíkurfundinn, nefndu hann allir sérstak-
lega og sögðu að hann hefði verið talandi
dæmi um þær breytingar; sem voru að eiga
sér stað í Sovétríkjunum. Áður fyrr hefðu Sov-
étmenn verið með þrætubók og teygt lopann
með löngum tilvísunum til marx-lenínískrar
hugmyndafræði, en Akhromejev hefði lagt
höndina á öxl samstarfsmanna sinna, hrósað
þeim og sagt síðan að tími væri kominn til að
snúa sér að efninu. Fræðimenn á málþinginu
notuðu lýsingar á samskiptunum við Ak-
hromejev til að færa rök að því hve mikilvægt
það gæti verið að æðstu valdamenn ræddust
við í stað þess að láta undirmenn, sem ekki
hafa umboð til að taka frumkvæðið, sjá um
samningaviðræður.
Nitze var þeirrar hyggju að þetta væru bestu
tillögur, sem hann hefði nokkru sinni séð frá
Sovétmönnum, en hann átti sína andstæðinga,
sem ekki vildu semja. Fóru þeir Richard Perle,
aðstoðarvarnarmálaráðherra, og Adelman þar
fremstir.
Um miðja nóttina hlupu viðræðurnar í bak-
lás. Akhromejev og Nitze fóru þá og vöktu utan-
ríkisráðherra sína til að fá leyfi til að hnika til
talningareglum þannig að viðræðurnar gætu
haldið áfram.
Næturfundinum lauk ekki fyrr en um sjöleyt-
ið um morguninn. Þá hafði náðst samkomulag
um að fækka langdrægum flaugum um helming.
Að morgni sunnudagsins hittust leiðtogarnir
í Höfða að nýju. Þeir voru ekki ánægðir með
afrakstur næturinnar.
Vantaði Ijósritunarvél
í Höfða
Shultz lýsir því að þar hafi komið að hann
hafi vantað ljósrit af samningsdrögum, en eng-
in ljósritunarvél hafi verið í Höfða. Sovéskur
öryggisvörður sá einn Bandaríkjamannanna
leita að ljósritunarvél í kjallara byggingarinnar
og bauðst þá til að láta hann hafa kalkipappír,
sem Sovétmennirnir höfðu meðferðis. Þegar
Akhromejev fékk sitt afrit í hendur varð honum
að orði: „Enn einn sigur sovéskrar tækni!“
Fundurinn hófst klukkan tíu og átti að standa
í tvo tíma, en viðræðurnar drógust á langinn
og lauk ekki fyrr en hálftvö. Gorbatsjov vildi
slíta fundinum, en hann og Reagan ákváðu þó
að reyna til þrautar og hittast aftur kiukkan
þijú.
Þegar spurðist að leiðtogarnir hygðust halda
aukafund jukust allar væntingar og allt í einu
var farið að leiða getum að því að viðræðunum
í Höfða mundi lykta með einhvers konar sam-
komulagi. Sjónvarpsvélar mændu á hurðarhún-
inn á Höfða og biðu þess að leiðtogarnir kæmu
út af aukafundinum.
Innan dyra var deilt um geimvamaráætl-
unina. Gorbatsjov vildi að tilraunum yrði haldið
innan rannsóknastofunnar og beitti hinni svo-
kölluðu þröngu túlkun gagneldflaugasáttmál-
ans.
Reagan jók af og til spennuna með því að
víkja að heimsyfirráðastefnu Marx og Leníns.
Eitt sinn, þegar Reagan ætlaði að vitna í Len-
ín, fór Gorbatsjov að hlæja: „Þá er Marx að
minnsta kosti frá og við erum komnir að Lenín.“
Við getum gert það
Þegar Reagan sagði: „Gott og vel, mér væri
sama þótt við eyddum öllum kjarnorkuvopn-
um,“ svaraði Gorbatsjov: „Við getum gert það.
Eyðum þeim.“ Að sögn Shultz bætti Gorbatsjov
því við að eftir alla þessa eftirgjöf Sovétmanna,
gætu Bandaríkjamenn slakað til í einu máli:
geimvörnum.
Reagan lét sig ekki og neitaði að binda geim-
varnaráætlunina við rannsóknastofuna.
Lengra komust þeir ekki. Reagan og Gorb-
atsjov stóðu upp og tóku saman blöð sín.
„Skilaðu kveðju til Nancy,“ sagði Gorbatsjov.
Fyrir utan Höfða beið íjöldi blaðamanna. Það
var orðið dimmt, en vonbrigðin leyndu sér ekki
í svip Reagans og Gorbatsjovs.
Tvær útgáfur af orðaskiptum
fyrir utan Höfða
Oft hefur verið velt vöngum yfir því hvað
leiðtogarnir sögðu þegar þeir kvöddust fyrir
neðan tröppurnar að Höfða. Samkvæmt Shultz
sagði Reagan: „Ég held að við getum enn kom-
ist að samkomulagi."
„Ég held að þú viljir ekki semja,“ sagði Gorb-
atsjov. „Ég veit ekki hvað ég hefði getað gert
Fórum að velta
fyrir okkur að
kalda stríðinu
gæti lokið
„REYKJAVÍKURFUNDURINN varð til þess
að sumir okkar í heimi fræðanna fórum að
velta fyrir okkur að mögulegt væri að kalda
stríðinu mundi ljúka og hvernig heimurinn
mundi líta út að því loknu," sagði John Lew-
is Gaddis, sem hefur skrifað mikið um sam-
skipti austurs og vesturs á tímum kalda
stríðsins, í samtali við Morgunblaðið.
Hann sagði að þegar horft væri til mikil-
vægis leiðtogafundar yrði að horfatil þess
að persónuleikar væru að hittast og fá tæki-
færi til að kynnast.
„Það sem er heillandi er það hvað þeir
gengu langt,“ sagði Gaddis. „Ég hef alltaf
velt því fyrir mér hvort það að fundurinn
skyldi haldinn á einangruðum stað hafi átt
þátt í því hvernig hann þróaðist. Ég tel að
fundurinn hafi verið mikilvægur að því leyti
að hann veitti ákveðna framtíðarsýn."
Sérsvið Gaddis er kalda stríðið, sem hann
hefur nefnt „friðinn langa“ með tilvísun til
þess að meðan það stóð hafi „ríkt lengsta
timabil stöðugleika í samskiptum stórveld-
anna, sem heimurinn hafi þekkt á þessari
öld“.
Innan þess jafnvægis, sem einkenndi kalda
stríðið, var hins vegar tekist á og Reykjavík-
urfundurinn var liður í þeirri rimmu.
Reagan óbeislaðafl
„Ég held að þeir hafi viljað stöðva geim-
varnaráætlunina,“ sagði Gaddis. „Fundurinn
var boðaður með stuttum fyrirvara og ég
held að það sé ljóst að Rússarnir hafi ætlað
að gera Bandaríkjamönnum grikk. Það kom
á óvart að Reagan skyldi samþykkja að halda
fund, en Reagan var óbeislað afl og hann
gerði ekki alltaf það, sem ráðgjafar hans
réðu honum.“
Gaddis segir líklegt að Rússar hafi talið
að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að
fórna geimvarnaráætluninni mætti það
verða til þess að knýja Sovétmenn til eftir-
gjafar við samningaborðið og þeir hafi ver-
ið hissa þegar Reagan hafnaði allri málam-
iðlun varðandi áætlunina. Hann sagði að
ekki mætti ofmeta Reykjavíkurfundinn, en
hann hefði hjálpað til við að ýta á eftir sam-
komulagi um afvopnunarmál.
Þær hugmyndir, sem lagðar voru fram á
leiðtogafundinum, urðu hins vegar til þess
að ástæða varð til að endurskoða viðteknar
hugmyndir um óbreytt ástand í heimsmál-
um. Gaddis skrifaði árið 1987 grein í tímarit-
ið Atlantic Monthly þar sem hann velti fyrir
sér þeim möguleika að kalda stríðið gæti
tekið enda og þótti mörgum í fræðunum sem
hann hefði hætt sér út á hálan ís. Kveikjan
að þeirri grein var fundur Reagans og Gorb-
atsjovs í Reykjavík.
meira.“
„Þú hefðir getað sagt já,“ svaraði Reagan.
„Við munum ekki hittast aftur,“ sagði þá
Gorbatsjov.
Shultz segir að þessi orð hafi verið mistúlk-
uð, en hann viti að Sovétleiðtoginn hafi þar átt
við að ekki yrðu frekari fundir í Reykjavík.
Gorbatsjov man þetta atvik öðruvísi: „Þegar
við kvöddumst við bifreiðarnar var stemmning-
in í lágmarki. „Það var frá upphafi ætlun þín,“
sagði Reagan ásakandi röddu, „að koma mér í
þessa stöðu!“ „Nei herra forseti," svaraði ég.
„Ég er reiðubúinn að fara aftur inn í húsið og
undirrita skjal um öll þau mál, sem við höfum
þegar náð um samkomulagi, ef þú hverfur frá
áætlunum þínum um að hervæða geiminn."
„Mér þykir það miður,“ var svarið."
Það voru Gorbatsjov og Shultz, sem veittu
heiminum fyrstu vísbendingarnar um leiðtoga-
fundinn. Shultz hélt blaðamannafund á Hótel
Loftleiðum og leyndu vonbrigðin sér ekki í fasi
hans og svip. Hann segir í bók sinni að lítið
hafi verið hlustað á orð sín, en á fundinum
hafi hann talað um að stórkostlegur árangur
hafi verið innan seilingar.
Túlkun á leiðtogafundinum hafi hins vegar
byggst á því að rýna í fas og látæði sitt á blaða-
mannafundinum og Reagans og Gorbatsjovs
fyrir utan Höfða og því skorti enn skilning á
því, sem í raun var afrekað þessa tvo daga í
Höfða.
Gorbatsjov hélt blaðamannafund í Háskóla-
bíói innan við klukkustund frá því að viðræðum
hans við Reagan lauk. Hann lýsir því að í bíln-
um á leiðinni hafi hann verið þungt hugsi.
Hugarstríð Gorbatsjovs
„Mín fyrstu viðbrögð voru að fylgja ráðagerð-
inni frá Moskvu," skrifar Sovétleiðtoginn fyrr-
verandi. „Ef samkomúlag strandaði á hegðun
Bandaríkjastjórnar átti að fletta ofan af Banda-
ríkjamönnunum og þeirri hættu, sem mannkyni
stafaði af þeim, fyrir augum heimsbyggðarinn-
ar.. . En ég gat ekki vikið einni hugsun úr
höfði mér: Við vorum þó sammála um bæði
langdrægu og meðaldrægu flaugarnar. Þar er
þegar komin ný staða. Atti ég að fórna þessu
öllu fyrir augnabliks áróðurssigur?“
Hann segir að hann hafi hneigst til þess að
færa ekki þessa fórn, en hann hafi ekki ákveð-
ið sig fyrr en hann steig inn í sal Háskólabíós
og horfði yfir blaðamennina: „Þegar ég gekk
inn risu blaðamennirnir á fætur. Þessir miskunn-
arlausu, oft kaldhæðnislegu og jafnvel ósvífnu
blaðamenn horfðu á mig þegjandi og áhyggju-
fullir. Ég_ fann fyrir djúpri tilfinningu, eða öllu
heldur: Ég var snortinn. í andlitum þessara
manna endurspeglaðist mannkynið, sem beið
ákvörðunar um örlög sín. Á þessu augnabliki
varð mér ljóst hvað hafði gerst í Reykjavík og
hvernig ætti að bregðast við.“
Gorbatsjov sagði að fundurinn markaði tíma-
mót því að loks hefðu bæði austur og vestur
horft lengra en sjóndeildarhringurinn náði.
Annað hljóð á
miðstj órnarfundi
Á miðstjórnarfundi tíu dögum síðar var ann-
að hljóð í Gorbatsjov. Samkvæmt skjölum, sem
hafa verið gerð opinber og vitnað var til í
Morgunblaðinu í fyrra, líkti Gorbatsjov Banda-
ríkjastjórn þar við hóp stigamanna, Reagan
við „lygara“ og spáði svartnætti milli risaveld-
anna með þeim orðum „að það að koma á
eðlilegum samskiptum milli Sovétmanna og
Bandaríkjamanna verður nú verkefni komandi
kynslóða“! Talaði Gorbatsjov á fundinum um
að afhjúpa þyrfti „lygar og undirferli“ Banda-
ríkjamanna og sýna heiminum að „Bandaríkja-
stjórn ber fulla ábyrgð á því að ekki náðist
samkomulag í Reykjavík og beitir svikum til
að snúa út úr staðreyndum".
Fyrst eftir fundinn fór alda skelfingar um
stjórnarsetur í Vestur-Evrópu, þótt aimenningur
hafi sennilega fremur sýtt það að ekki skyldi
takast samkomulag. Sögðu ráðamenn að Reag-
an hefði ætlað að fórna öryggi bandamanna
sinna og gagnrýndu Bandaríkjamenn harkalega
fyrir að hafa getað hugsað sér að ganga svo
langt í að skera niður án samráðs við sig.
Gerðu Reykjavík
að blótsyrði!
Adelman segir í bók sinni að hinir sjálfskip-
uðu sérfræðingar í utanríkismálum hafi gert
Reykjavík að blótsyrði. Richard Nixon, fyrrverv
andi forseti, -Henry Kissinger, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, Zbigniew Brzezinski, þjóðarör-
yggisráðgjafi Jimmys Carters, Les Aspin, sem
varð varnarmálaráðherra hjá Clinton, Brent
Scowcroft, þjóðaröryggisráðgjafi Bush, og Dick
Cheney, varnarmálaráðherra Bush, voru meðal
þeirra, sem gagnrýndu frammistöðu stjórnar-
innar harkalega í útvarpi og sjónvarpi. Þeir
sögðu að Reagan hefði verið reiðubúinn til að
kippa fótunum undan hornsteinum fælingar-
stefnu Bandaríkjamanna í einu vetfangi.
„Allt frá Jalta hefur enginn leiðtogafundur
skapað vestrænum hagsmunum jafnmikla
hættu og þessir tveir dagar í Reykjavík,“ skrif-
aði Richard M. Nixon í bók sína „1999“. „Aldr-
ei hefur þyngra högg verið greitt trausti banda-
manna til Bandaríkjamanna en með innlimun
heilaspunans um kjarnorkuvopnalausan heim i
samningsafstöðu Bandaríkjamanna í Reykja-
vík.“
James Schlesinger skrifaði grein í tímaritið
Foreign Affairs og sagði að stjömustríðsáætlun-
in hefði að minnsta kosti komið að gagni með
því að koma í veg fyrir að Regan og Gorbatsj-
ov næðu samkomulagi.
Þeir sem áttu hlut að máli komust hins veg-
ar að annarri niðurstöðu og sömu sögu er að
segja um ýmsa fræðimenn. Eins og Max Kamp-
elman, Don Regan og Kenneth Adelman sögðu
á málþinginu var lagður grunnurinn að tveimur
afvopnunarsamningum í Reykjavík, START-
sáttmálanum um helmings fækkun langdrægra
flauga og INF-sáttmálanum um að eyða meðal-
drægum flaugum. Sovétmenn höfðu í Reykjavík
gert tilslakanir, sem ekki yrðu dregnar til baka
og sú varð raunin.
Þennan dag var
Reagan reiðastur
Reagan segir í bók sinni, „Ronald Reagan:
Ævi Bandaríkjamanns“, að í Reykjavík hafi
vonir sínar um kjarnorkuvopnalausan heim
stuttlega fengið byr undir báða vængi, en þær
hafi síðan orðið að engu á einum lengsta degi
forsetatíðar sinnar. Þann dag hafi hann orðið
fyrir „mestum vonbrigðum og verið hvað reið-
astur“ þau átta ár, sem hann var forseti.
Hann segir í bókinni, sem kom út fjórum
árum eftir fundinn, að hann og Gorbatsjov hafi
náð samkomulagi um afvopnun, sem „enn í dag
valdi undrun“, en það hafi runnið út í sandinn
þegar Sovétleiðtoginn hafí komið aftan að sér.
„Þrátt fyrir þann skilning sumra að leiðtoga-
fundurinn í Reykjavík hafi mistekist held ég
að sagan muni sýna að hann markaði tímamót
í leitinni að öruggum og skjólsælum heimi,“
skrifar Reagan. „Eg held að Gorbatsjov hafi
verið reiðubúinn til samninga næst þegar við
hittumst vegna þess að ég gekk út í Reykjavík
og hélt geimvarnaráætluninni áfram.“