Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 3
H- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 C 3 FERÐALÖG MILLl Þórisjökuls og Geitlandsjökuls. Ljósmyndir/Edwin Zanen Hollendingar í hringferð um Langjökul ÍSUMAR sem leið fóru tveir hópar af Hollendingum í skipulagðar gönguferðir í kringum Langjök- ul. Hollensk samtök (SNP) sem sérhæfa sig í náttúruferðum, víða um heim, höfðu veg og vanda af þessum ferðum, en þau hafa boðið upp á ýmsar fjallaferðir hér á landi undanfarin tíu ár. Forsvarsmenn samtakanna segjast ekki vita til þess að áður hafi verið farnar skipulagðar gönguferðir í kringum Langjökul, enda séu engar ákveðnar gönguleiðir merktar á þessu svæði. Edwin Zan- en, hollenskur líffræðingur og fjaila- leiðsögumaður, hefur unnið fyrir SNP á íslandi undanfarin fimm sum- ur, en hann var leiðsögumaður fyrri hópsins sem fór í kringum Langjökul í sumar. Blaðamaður hafði samband við hann og tók hann vel í það að segja lesendum Ferðablaðs Morgun- blaðsins frá „ævintýraferðinni í kringum Langjökul“, eins og hann kýs að kalla hana. Ævintýrið hófst þegar tíu manna hópi Hollendinga var ekið að Hvítárs- andi, austan Langjökuls, um miðjan júlí síðastliðinn. Þar byijaði göngu- ferðin eða bakpokaferðin og var stefnan tekin að Hveravöllum. „Fyrsti hluti leiðarinnar var auðveld- ur yflrferðar, sem var mjög gott, því við vildum fara okkur hægt fyrsta daginn til að venjast skónum og úti- verunni," segir Edwin og útskýrir nánar hvaða leið var farin. „Við vor- um fjóra daga að komast til Hvera- valla, þar sem við birgðum okkur aftur upp af þurrmat og öðrum nauð- synjavörum. Frá Hveravöllum geng- um við norður fyrir jökulinn og i áttina að Húsafelli, þar sem enn nýjar birgðir voru sóttar. Þaðan fór- um við meðfram Oki og milli Geit- iandsjökuls og Þórisjökuls. Ferðin endaði við Bláfell, þar sem við vorum sótt,“ segir hann. Náttúran kringum Langjökui fjölbreytt Edwin segir að hópurinn hafi verið mjög heillaður af umhverfi Langjök- uls, enda ótrúlegur breytileiki á svo litlu landsvæði. „Okkur fannst til dæmis stórkostlegt að sjá andstæð- urnar á milli jökulsins annars vegar og hraunsins hins vegar. Þá fannst okkur merkilegt að vera á svo af- skekktu svæði, þar sem ekki var nokkur vottur af dýralífi," segir hann. Edwin segir hins vegar að ferðin hafi verið mjög erfið að mörgu leyti. „Ekki síst vegna þess að þama eru hvorki merktar gönguleiðir né troðnar gönguslóðir, eins og oft er á fjölfarn- ari stað. Því þurftum við að treysta mjög mikið á áttavitann. Þá var stundum erfitt að ganga á miklu hrauni og vaða yfir ár í lok dagsins þegar allir voru dauðþreyttir. En hóp- urinn var þó kröftugur, og vildi frek- ar gera það strax, frekar en að eiga það eftir næsta dag,“ segir hann. Edwin segir að hópurinn hafi venjulega lagt af stað klukkan níu á morgnana og yfirleitt hafi verið gengið í einn og hálfan til tvo tíma samfleytt, „en þess á milli hvíldum við okkur í tuttugu mínútur," segir hann. „Um klukkan fimm leituðum við svo að góðu tjaldstæði, fengum okkur kvöldverð og kaffi, ræddum áætlanir morgundagsins og vorum farin að sofa um klukkan tíu.“ Edwin segir að veðrið skipti miklu máli í svona ferðum, „en við vorum sem betur fer mjög heppin og fengum því gott útsýni," segir hann. „Einn daginn lentum við þó í rigningu og stormi og þurftum öll að hjálpast að við að tjalda einu tjaldi, annars hefði það bara fokið út f buskann. Á tíma- bili var þetta samt mjög ævintýralegt því það var eins og við værum í regn- skjóii frá jöklinum. Við sáum rigning- una allt í kringum okkur, en það kom ekki dropi úr lofti yfir okkur.' Síðan færðist rigningin smám saman yfir til okkar og þegar við mættum henni var eins og að ganga í gegnum vegg,“ segir hann. Góður andlí hópnum Edwin segir að hópurinn hafi verið einstaklega samstilltur og ákveðinn í því að láta ferðina ganga vel. „Eg held mér hafi líka tekist að skapa sérstakt andrúmsloft, með því að Ieggja áherslu á að þetta væri fyrsti erlendi hópurinn sem myndi ganga í kringum Langjökul. Það fannst þeim spennandi,“ segir hann. „Þá voru þau mjög hrifin af því þegar ég sagði þeim ýmsar sögur sem áttu að hafa gerst á þessu svæði, eins og til dæmis söguna um Fjalla- Eyvind. en auk þess fræddi ég þau um það hvernig ísiendingar lifðu fyrr á öldum og hve erfitt það var að lifa í slíkri náttúru. Því þótt hún sé falleg og heillandi, getur hún breyst í óvin manns á einum degi,“ segir hann og heldur áfram. „Svona sögur verða ennþá áhrifameiri þegar þær eru sagðar úti í guðsgrænni náttúrunni og fólk gerir sér betur grein fyrir kröftum náttúrunnnar og hve lítil og máttvana við séum, sam- anborið við hana.“ Ferðin örugglega endurtekin nœsta sumar Edwin segir að alltaf sé einhver eftir- sókn Hollendinga í náttúruferðir sem þessar. Gönguferðimar í kringum Langjökul hafi tekist vel og því sé vist að þær verði eridurteknar næsta sumar. „Við ætlum þó að hafa hana einum degi lengri næst til að geta farið hægar yfir,“ segir hann. Edwin segir að síðustu að þetta hafi verið fimmta sumarið sem hann hafi unnið á íslandi og sé hann mjög hrifinn af landi og þjóð. „Mér finnst mjög gott að vinna hér og líður eins og heima hjá mér, þrátt fyrir að ég tali ekki tungumálið," segir hann og bætir því við að hann hafi fyrir nokkr- um árum farið á íslenskunámskeið, en málfræðin hafi reynst of erfið. ■ Knörrinn fær umhverfis- verðlaun Ferðamálaróðs TJÖLDUM komið upp í Helluhrauni norðan Langjökuls HOLLENDINGARNIR á hæsta punkti milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls. KNÖRRINN á Húsavík hlaut umhverfis- verðlaun Ferðamálaráðs íslands á ferða- málaráðstefnu ! Reykjanesbæ um síðustu helgi. Þetta er ! annað skipti sem Ferða- málaráð veitir slík veiðlaun, en í fvrra komu þau í hlut Vig- urbænda. Knörrinn er eikarbátur sem var siníðaður Akureyri snemma á sjö- unda áratugn- um, einn fárra sem ekki hefur orðið eyðilegg- ingu að bráð. Fyrir tveimur árum stóð til að farga hon- um, en þá ákváðu bræð- Ámi og Hörður Sigurbjamarsynir að kaupa hann og gera upp. Við það verk leituðu þeir í smiðju gamalla skipasmiða og erlendra sérfræðinga. Engar málaraiðianir vora HJÓNIN HBrður Sigur- bjamarBon og Sigríður Þórdis Einarsdóttir veittu verðlatmunum viðtöku. umir Knörrinn er nú gerður út frá Húsavík og er rekinn sem fjölskyldufyrirtæki bræðranna. Með honum er hægt að kom- ast í sjóstangaveiði og hvaiaskoðun, auk þess sem landganga í Flatey býðst í hluta ferðanna. í frétt frá Ferðamálaráði segir að ails hafi borist ellefu mjög frambærilegar til- nefningar frá ferðamáiafulltrúum víða um land. Meðal atriða sem höfð hafi verið í huga þegar verðugs handhafa verðlaun- anna var leitað var m.a. það að hæstum gæðum nær íslensk ferðaþjónusta þegar á markvissan hátt og skemmtilegan væri fiéttað saman mannlífi og náttúrulegum gæðum þessa iands. Verðlaunagripurinn or höggmynd eftir Hallstein Sigurðsson sem ber nafnið Hyrningar. Ferðamálafræö- ingarfunda FÉLAG háskólamenntaðra ferðamála- fræðinga heldur almennan félagsfund, miðvikudaginn 16. október kl. 20.15 í Menntaskólanum í Kópavogi (gengið inn að norðanverðu). Á fundinum verður m.a. kynnt þriðja málþing félagsins í nóvem- ber. Þar mun John E. Fletcher, forstöðu- maður The Intemational Centre for Tour- ism and Hospitality Research við Bour- nemouth háskóla 1 Bretlandi verða helsti framsögumaður. Gestur fundarins í Kópavogi verður Jón Torfí Jónasson, prófessor og forseti fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands, en umræðuefni verður: Háskólanám í ferða- málafræði á íslandi. ■ Amarvatns- heibi i 10 km ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.