Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 4
pigyannftlaMft
KNATTSPYRNA
Hugarfaríd skiptir máli
ef árangur á að nást
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Baldur Þ. Bjamason úr
Stjörnunni, besti leik-
maður 1. deildar karla
í sumar að mati íþrótta-
fréttamanna Morgun-
blaðsins, segir m.a. í
viðtali við Val B. Jóna-
tansson að það sé orðið
áhyggjuefni hve ÍA og
KR eru að stinga önnur
lið af í deildinni.
Baldur Þ. Bjamason, leikmaður
Stjömunnar, lék best allra
leikmanna 1. deildar karla sl. sumar
að mati íþróttafréttamanna Morg-
unblaðsins og er þvi leikmaður Is-
landsmótsins að mati blaðsins.
Hann hlaut samtals 21 M, en næst-
ur honum kom Leiftursmaðurinn
Gunnar Oddsson með 19 M. Þrír
leikmenn vora jafnir í þriðja sæti
með 17 M. Þeir era Hermann Hreið-
arsson, ÍBV, Ólafur Gottskálksson,
Keflavík, og leikmaður mótsins í
fyrra, Ólafur Þórðarson, fyrirliði
íslandsmeistara ÍA.
íjójó hlutverki
Baldur er 27 ára og hefur æft
knattspymu frá því hann var sjö
ára gamall. Hann hefur reynt ýmis-
legt í knattspymunni, allt frá því
að verða íslandsmeistari með Fram
árið 1990 og falla nokkram sinnum
niður um deild. „Ég hef farið fjóram
sinnum upp um deild og þrisvar
sinnum niður. Þannig að það má
segja að ég hafí verið svona eins
og jójó undanfarin ár,“ sagði Bald-
ur.
Hann hefur leikið 11 landsleiki
og vora það fyrstu leikirnir sem
Ásgeir Elíasson stjómaði liðinu
1991-1992. Síðan hefur hann ekki
verið inni i myndinni í landsliðinu.
Baldur segir að hann hafi ekki al-
veg fundið sig í boltanum árið 1993
og 1994 og það hafi verið utanað-
komandi aðstæður sem hafi valdið
því og hugarfarið ekki rétt. „í fyrra
fór ég að hafa meira gaman af
þessu aftur og sama hefur verið
uppi á teningnum í ár. Ég held að
þetta sé spurning um hugarfarið
ef árangur á að nást. Undanfarin
tvö ár hef ég haft meiri tíma en
áður til að sinna fótboltanum.“
Reyni að sannfæra landsliðs-
þjátfarann næsta sumar
Gerir þú þér vonir um að vera
valinn í landsliðið aftur?
„Já, auðvitað geri ég það. Það
hlýtur að vera markmiðið hjá öllum
íþróttamönnum að komast í lands-
liðið. En ég er ekki þar með að
segja að ég hafi átt að vera í liðinu
hjá Loga. Annaðhvort velur hann
mig eða ekki og ég er ekki að ergja
mig út af því. Ég verð bara að reyna
að nota næsta sumar í að sannfæra
landsliðsþjálfarann um getu mína.“
Yfirbyggður knattspyrnu-
völlur er nauðsyn
Baldur sagði að keppnin í 1. deild
hafi verið gríðarlega spennandi og
það hafi gert Islandsmótið
skemmtilegt. „Það er langt síðan
mótið hefur verið jafn spennandi
og í sumar, bæði á toppnum og
botninum. Sumir hafa verið að segja
að knattspyrnan hafi verið lakari í
sumar en oft áður. Ég er ekki sam-
mála því. Það er þó staðreynd að
við getum ekki bætt okkur mikið
meira en orðið er nema að til komi
yfirbyggður knattspyrnuvöllur sem
hægt er að nýta yfir vetrarmánuð-
ina. Við erum ekki samkeppnishæf-
ir á erlendum vettvangi ef við spil-
um fótbolta aðeins yfir sumarmán-
uðina. Það hefur sýnt sig að þessir
strákar sem hafa farið til erlendra
liða bæta sig mikið á tiltölulega
Hildur Vala
ánægð
með pabba
HILDUR Vala, 4 ára, var
ánægð þegar faðir hennar,
Baldur Þ. Bjarnason, fékk
blkar sem vlðurkennlngu
fyrir að vera útnefndur leik-
maður íslandsmótsins í
knattspyrnu í sumar af
íþróttafréttamönnum Morg-
unblaðsins í vikunni.
skömmum tíma. Það segir okkur
að aðstöðumunurinn er of mikill.
Yfirbyggður völlur mundi bæta
þann mun veralega.“
Fullskapaður inn 11. deildina
„Við eram ekki svo langt á eftir
öðram þjóðum í yngri flokkunum.
Unglingalandsliðin hafa sannað
það. Ungu strákarnir sem hafa ver-
ið að spila fyrstu leiki sína í fyrstu
deild í sumar ráða yfír meiri tækni
en áður þekktist. Það er gaman að
sjá til leikmanns eins og Bjarna
Guðjónssonar sem virðist stökkva
fullskapaður inn í fyrstu deildina.
Haukur Ingi Guðnason úr Keflavík
er einnig mjög efnilegur. Svo get
ég nefnt Brynjar Gunnarsson í KR.
Hann spilaði mjög vel - framtíðar
varnarmaður sem hefur gott auga
fyrir samspili."
„Falldraugurinn“
Hann segir að Breiðablik hafi
valdið einna mestum vonbrigðum
allra liðanna í deildinni í sumar. „Ég
átti von á Blikum mun sterkari í
deildinni í sumar. En þegar þessi
„falldraugur" er á sveimi í kringum
lið hafa þau ekki „karakter" til að
standast pressuna. Þetta hefur
lengi loðað við gamla liðið mitt,
Fylki, og svo líka Stjörnuna.
Knattspyrnu-
ferill Baldurs
Nafn: Baldur Þ. Bjamason
Aldur: 27 ára
Menntun: Hefur lokið atvinnu-
flugmannsprófí og er á síðasta
ári í viðskiptafræði í Háskóla
íslands.
Knattspyrnuferill: Byijaði að
æfa knattspyrnu með Ármanni
þegar hann var sjö ára. Flutt-
ist upp í Árbæ 11 ára og skipti
þá yfir í Fylki. Lék þar til 20
ára aldurs er hann skipti yfír
í Fram 1989. Varð Islands-
meistari með Fram 1990 og í
öðra sæti 1. deildar 1991.
Hann hætti með Fram á miðju
tímabili 1992 og skipti aftur
yfír í Fylki og lék með
Árbæjarliðinu til 1993. Gekk
árið eftir til liðs við Stjörnuna
þar sem hann hefur ieikið síð-
ustu þijú tímabil.
Leikir í 1. deild: 33 með
Stjömunni, 34 með Fylki og
42 með Fram. Hann hefur
gert 17 mörk í 1. deild, þar af
6 með Stjömunni sl. sumar.
Landsleikir: 11 A-landsleikir
1991-1992. Lék 7 leiki með
U-21 árs landsliðinu.
Lokahófið
LOKAHÓF knattspymumanna úr
1. deild karla og 1. deild kvenna
verður haldið í kvöld á Hótel ís-
landi. Á þessari árlegu uppskerahá-
tið verða veitt ýmis verðlaun að
vanda, m.a. tilkynnt um val á líði
ársins og hápunkturinn er ætíð þeg-
ar tilkynnt er um val bestu og efni-
legustu leikmanna deildanna að
mati leikmanna sjálfra.
Hófíð er opið knattspymuáhuga-
mönnum meðan húsrúm leyfir.
Húsið verður opnað kl. 19 og borð-
hald hefst 45 mínútum síðar. Að
borðhaldi loknu hefst svo sýningin
Bítlaárin 1960-1970 og síðan verð-
ur stiginn dans fram eftir nóttu.
Ég er reyndar þokkalega ánægð-
ur með gengi Stjörnunnar í sumar,
við sigldum tiltölulega lygnan sjó.
Við erum með góða og reynslu-
mikla leikmenn. Það sem vantar
upp á hjá Stjörnunni er hversu erfíð-
lega gengur að búa til sterkan
kjarna stuðningsmanna í kringum
liðið og því eram við ekki með
nægilega öflugan heimavöll. KR og
ÍA eiga frábæra stuðningsmenn.
Maður finnur fyrir þessu þegar leik-
ið er á KR-vellinum eða uppi á
Akranesi. Það er hvergi skemmti-
legra að spila en á þessum tveimur
völlum því stemmningin og um-
gjörðin er svo góð.“
ÍA og KR í sérflokki
„Það eru tvö lið, ÍA og KR, sem
hafa bestu einstaklingana innan-
borðs og þar eru líka mestu pening-
arnir. Þessi lið eiga auðveldara með
að fá til sín þá leikmenn sem þau
vantar og því hafa þau ákveðið for-
skot á hin liðin sem era að beijast
í bökkum. Það hlýtur að vera
áhyggjuefni fyrir hin liðin í deild-
inni hve þessi tvö lið eru að stinga
af.“
Líflð er ekki bara fótbolti
Baldur er ekki samningsbundinn
Stjörnunni, en segist vel geta hugs-
að sér að vera þar áfram. Hann
hugar að framtíðinni og er á síð-
asta ári í viðskiptafræði í Háskóla
íslands, auk þess _sem hann hefur
lokið flugnámi. „Ég verð líka að
hugsa vel um framtíðina. Lífíð er
ekki bara fótbolti."