Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 C FERÐALÖG FERÐALÖG Flugleiðir flytja í Terminal 1 27. október Aíagnstöð Endurgreiddur söluskattur og leiðin til og frá miðborginni Lundúnafarar geta eftir borgar- ferð fengið 18% söluskatt af vör- um, sem þeir hafa keypt í til- teknum búðum, endurgreiddan á Heathrow. Fljótlegasta leiðin til og frá Heathrow inn í miðborg London er með neðaiyarðarlest. Ef farang- ur er töluverður er betra að fara með rútu eða leigubíl. Ferðin getur tekið hátt í klukkustund. Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn HARE Krishna-fólk á Oxford Street. LITLIR markaðir á litlum göngugötum í Soho. ÚR kvikmyndavöruversluninni The Vintage magazine shop. NEAL Street matsölustaðurinn góði, Food for thought. Stund á þeim mikla fræga stað skapar skærar minningar . . . Vaknaði í neðanjarðar- lestinni frá Heathrow til Lond- on City innan um vinnuþreytt fólk á heimleið og ferðamenn. Buxnaauglýsing flæktist fyrir augum mínum með setning- unni: „Það er erfitt að vera vin- gjarnlegur ef manni líður illa.“ Sat aðgerðarlaus þangað til rödd hljómaði: Piceadilly Circus. Barst svo rúllustiga upp á leið. Gekk síðustu tröppurnar upp á gangstétt. Ilmur mengunar fagnaði mér, blandaður koltvísýringi og fólki af flestöllum þjóðflokkum. Auglýsingaskiltin blikkuðu yfir tveggja hæða strætis- vögnum og svörum leigubílum, ég vinkaði einum þeirra og mjakaðist í umferðinni upp á Hótel Kennedy, Cardington Street. London, borg óendanleikans, bæði heillandi og fráhrindandi. Yfir henni svífa þotur sem lenda svo á Heat- hrow á 5 til 15 mínútna fresti. Und- ir henni þjóta lestirnar Underground og vegfarendur streyma í flóðbylgj- um á gangstéttunum, og allt verður að ganga hratt fyrir sig. Hinsvegar leynist margt í hliðargötunum; skrýtnar búðir og matsölustaðir. Eg skipti í flýtigírinn eins og hin- ir og hraðaði mér á matsölustað í bænum: Bacchanalia, la Bedford Street í Covent Garden. Alvörustað- ur, dimmur og dularfullur og ég pantaði lasanja með hvítvíni hússins. Slakaði vel á en mundi svo eftir miða í rassvasanum á söngleikinn Sunset Blvd. eftir Andrew Lloyd Webber. Verkið er víst byggt á sam- nefndri kvikmynd eftir Billy Wilder og er sýnt í Adelphi Theatre í nánd við Covent Garden, Söngurinn hófst í íburðarmikilli leikmynd og hvílík leiðindi. Það var afrek að yfirgefa ekki leikhúsið fyrr en í hléinu. Betra var að berast um í marglitu götulífinu. Sumir liðu bara um göturnar, aðr- ir kíktu í opnar verslanir í nánd við Leicester Sqaure eins og Virgin plötubúðina. Hlé virtist vera í nokkr- um, meðal annars Algerian Coffee Stores sem ætti að upp- fylla kröfur vandlátra kaffi- og tedrykkjumanna. Raðir af öllu frá A-0 sem varðar þessa drykkjusiði hylja veggina á smáum búðarhillum. Kaffi- kvörnin snerist og búðin ilm- aði og á útihurðinni stendur: Póstverslun um allan heim. Algerian Coffee Stores er lítil búð og andstæða tröll- vöxnu búðanna í Oxford Street og Regent Street, búða uppá margar hæðir og djúpa kjallara. Ætlaðk mér þær eftir hádegi. Silaðist Old Compton, en á slíkum götum er annar hraði en í hinum ljölförnu, og borðaði hefðbundinn enskan morgunmat á Ban- ans, sem fólgst í feitum pyls- um, eggjum og beikoni, um leið og blökkumaður boraði í plötur bak við afgreiðslu- borðið. Appelsínusafinn kætti bragðnema tungunnar áður en kvatt var. í Brewer Street sogaðist ég inn í versluninni The Vintage Magazine Shop að nafni. Hún er sambærileg við alsírsku kaffíverslunina að öllu Ieyti nema einu: Vörum- ar af ólíku tagi. í þessari búð fæst flestallt tengt kvik- myndum: Póstkort, vegg- spjöld, gínur, lyklakippur, spil osfrv. skrýtt myndum af kvikmynda- og sjónvarps- og músíkmyndastjömum, til dæmis hékk ein lyklakippa með mynd af Björk á standi. Heillaður af góssinu í The Vintage Magazine keypti ég póstkort með Robin og Batman úr bresku sjónvarpsþáttunum - og hélt inn í mannfrumskóginn: Reg- ent Street og Oxford Street. Flugleiðir flytja yfir í flugstöð 1 á Heathrow-vellinum En áður ber að minnast betlaranna sem liggja hér og þar á gangstéttum með spjöld með beiðni um ölmusu, og útigangsfólksins sem sefur undir berum himni - og líka heldur frísk- legra fólks sem spilar neðanjarðar í lestargöngunum á gítar. Stemmning á Oxford Street rofin með Hare Krishna. Þrammaði Regent Street framhjá risabúðunum. Skoðaði Hamleys, stærstu leikfangaverslun Bretlands- eyja. Hún er sex hæðir og krefst því þolinmæði að velja rétt, en á spjaldi á neðstu hæð er skýrt frá því hvers- konar leikföng fást á hverri hæð. Það er að minnsta kosti dagsverk að þræða búðirnar í Oxford Street. Ég leitaði að skóm á sjö ára barn í mörgum verslunum og fann mikið af lélegum skófatnaði með hörðum sólum og vafasömum samskeytum. En rakst loks á spánska leðurskó með gúmmísóla á ágætu verði. Kátur hópur braut upp þunga stemmninguna á Oxford Street og yfirgnæfði söngur hans umferðarnið- inn: „Hare, Hare Krishna, Hare, Hare Krishna . . .“ og undir ómaði léttur hljóðfæraleikur. Strákur úr hópnum heilsaði mér og ég festi hann á filmu. Með leikföng og nýja skó í poka fetaði ég mig aftur á rólegri slóðir. Neal Street, skammt frá Covent Garden, er athyglisverð göngugata. Fyrsta verkefnið fólgst í því að seðja hungrið og varð grænmetisréttastað- urinn Food for Thought fyrir valinu. Hann er þröngur og notalegur. Sið- ur er að fara bara í röðina, fá réttinn á diskinn og finna sér svo sæti, sem í mínu tilfelli var púði við glerborð inni í gömlu eld- stæði. Gómsæt græn- metisbaka í aðal- rétt með eplasafa- drykk, og epla- kaka í eftirrétt. Vissulega með bragðbetri réttum ævi minnar. Ég snæddi og hugs- aði til götusal- anna tveggja sem stóðu við Regent Street með ham- borgara og pulsur á heitum pönnum í mengun og pest sem lék um of- steikt kjötið - með von í augum. Sæll drakk ég í mig andrúms- loftið á Neal Street og rataði inn í heilmikla krambúð sem virtist heita Neal Street East, festi kaup á skjald- bökum í safnið. En síðustu kornin í stundaglasinu mínu i London voru að falla. Ég hlustaði á tónlistarmenn í Covent Garden, og sótti svo töskuna og stökk inn í lest á ieið á Heathrow flugvöllinn. Nýjar auglýsingar þrýstu sér gegnum augun: Norway airways eitthvað og önnur um að púsla íjár- málunum rétt, en brátt sigu augníok- in og ég sofnaði ... ■ London er margslungin og breytileg eftir hverfum með jröngum vegum girtum tröllauknum breiðgötum. Gunnar Hersveinn var sólarhring í miðborginni og sveiflaðist milli hins risavaxna og smógerða. KAFFI- og teverslunin á Old Compton Street í Soho. um leikhúsum. Annars var fólk bara að snæða, drekka og skemmta sér. Ég fór á krá frá sautjánhundruð og eitthvað í Denmann Street í Soho til að hugsa málið. Horfði drykklanga stund út um rúðuna og sá fólk streyma út af Svanavatninu. Vona að það hafi skemmt sér þótt ekki mætti lesa það af andlitum þess. Nokkrir karlmenn stóðu með bjórkrúsir fyrir utan krá með bros á vör. Ég tók ákvörðun um næsta skref: Jazz at Ronnie Scott’s, staðsettur í WIV 6th, 47 Firth street, sem opnað- ur var fyrir 38 árum síðan. Staðurinn er dimmur eins og við var að búast og á sviðið steig tenórsaxófónistinn Dewey Redmann ásamt hljómsveit og píanóleikaranum Liane Carrol. Redmann hefur meðal annars spilað með Ornette Coleman og Keith Jarr- et. Hann spilar líka á arabíska hljóð- færið musette. Hann náði mjög góðri stemmningu í salnum og tilkynnti að hljómleik- arnir væru teknir upp og yrðu gefn- ir út á disk. Ég klappaði fastar og þrykkti hljóðinu inn á bandið. A efri hæðinni í Ronnie Scott’s er ósköp venjulegt diskótek. Þaut upp stigann og tók einn snúning fyrir svefninn. Heillandi hliðargötur, kaffibúð og kvikmyndavöruverslun Skömmu eftir að hafa þurrkað morgunstírurnar úr • augunum í lestarvagninum rataði ég á ágæta götu: Old Compton Street í Soho W1 sem sett er saman úr litlum matsölustöðum og einstökum búð- Ber af öðrum eftir endurbyggingu Traveller sæmdu Heathrow núna í október með þeim orðum að þar væru bestu flugstöðvarbúðirnar í heiminum. Allt Evrópuflug í f lugstöð 1 Óii Smith hefur verið stöðvar- slgóri Flugleiða á Heathrow í 18 ár. „Félagið hefur flogið hingað óslitið frá 1948, fyrst einu sinni í viku undir nafni Loftleiða," segir hann. Hann segist mjög ánægður með að afgreiðsla Flugleiða flytji í flugstöð 1, það muni fela í sér mikil þægindi fyrir farþegana, „enda verður allt Evrópuflugið í flugstöð 1,“ segir hann. Irska flugfélagið Aer Lingus mun eins og áður afgreiða farþega Flugleiða, eða Icelandair eins og félagið heitir líka, á fjórum af- greiðsluborðum, eitt þeirra verður merkt Saga Class farþegum. Far- þegar Flugleiða koma aðallega í hádeginu og á kvöidin á Heathrow, en að sögn Öla er það ekki eins annasamur tími og gengur og ger- ist á flugvellinum. FLUGLEIÐIR flytja sig um set á Heathrow flugvellinum í London 27. október næstkomandi. Síðast- liðin þrjú ár hafa farþegar þeirra komið og farið um flugstöð (terminal) 3, en eftirleiðis verður það um flugstöð 1. Flutningurinn á sér stað um leið og vetraráætlun Flugleiða gengur í gildi, en frá og með 31. október fara vélar félagsins 9 sinnum í viku frá Keflavík til London, fimmtu- daga og sunnudaga er flogið tvisv- ar á dag. Heathrow-flugvöllurinn, sem á sér 50 ára langa sögu, var einka- væddur fyrir fjórum árum og hafa nýir eigendur, sem aðallega eru bankar og fjármálastofnanir, látið gera umtalsverðar endurbætur á flugstöð eitt. Þar er nú að finna 42 verslanir og sölustaði, og 31 þeirra tilheyra fríhöfninni. Valdar bestu flugstöðvarbúðirnar í heiminum Um Heathrow-völlinn fara fleiri erlendar flugvélar en um aðra velli í heimin- um, og farþega- fjöldinn á ári er meiri en ein milljón á viku, 53 milljónir á ári, og þriðjung- urinn vegna millilendinga. Starfsmenn vallarins eru um 50 þúsund, og þrjátíu þúsund til viðbótar starfa í tengsl- um við völlinn. Flugstöð 1 á Heathrow var opnuð eftir end- urbygginguna 5. október síð- astliðinn og virðist hún vera stolt vallareig- enda, því þeir segja hana vera flugstöð í anda 21. aldarinnar. Stöðin er fjór- um sinnum stærri sú gamla sem var númer 1. Flugstöð 1 er nú 1600 fer- metrar, með 2000 sætum og 5 veitingastöðum. Af þijátíu og einni búð má nefna þrjár nýjar á Heathrow: The Beauty Centre, Whiskies of the World og hina frægu Selfridges úr Oxford stræti. Aðrar eru til dæmis , Chocolate Box, Clarks, Dixons, HMV, Links of London, The Di- sney Store, Swatch, Caviar Ho- use og Thomas Pink ásamt áfengis-, tóbaks- og sælgætisbúð. Lesendur tímaritsins Business 77/ miðborgar London —Göng undir rlugbraut Neðanjarðarstöð & Flugstöbin a Heathrow-flugvelli, London Hong Kong í hendur Kínverjum Undirbúningur hátíöar- halda í algleymingi ÞAÐ styttist í þau tímamót að bresk yfirvöld afhenda Kína yfirráð yfir Hong Kong, en atburðurinn á sér stað 30. júní á næsta ári. Eftir nokk- urra mánaða deilur, hafa kínversk og bresk yfirvöld komist að sam- komulagi um að halda sameiginlega hátíð af þessu tilefni. Asamt ýmsum öðrum hátíðaruppákomum, ætti þetta samkomulag að tryggja eftir- minnilegan viðburð. Samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum er ekki enn orðið erfitt að fá flug til Hong Kong fyr- ir 30. júní, heldur liggur vandamál- ið í því að finna gistingu þar, og það á viðráðanlegu verði. Meðalnýt- ing á hinum 30 þúsund hótelher- bergjum Hong Kong er alla jafna um 90%. Mörg hótel þrefalda verðið fyrir hátíðina og nokkur setja það skilyrði að gestir bóki gistingu í sex nætur. Formaður Ferðamálaráðs Hong Kong, Lo Yuk Sui, segir óhætt GLÆSILEG flugeldasýning verður hluti af hátíðarhöldunum þegar Bretar afhenda Kínveijum Hong Kong, 31. júní á næsta ári. að reikna með því að ferðamönnum þar fjölgi um 8% á næsta ári. Áætl- aður ferðamannafjöldi á þessu ári er um 11,8 milljónir manna. Búist er við að auðveldara verði að finna hótelgistingu í Kowloon en á Hong Kong eyju. Nokkur ár eru síðan uppbókað varð hjá hinu 897 herbergja Hótel Excelsior og Hyatt Regency selur sex daga pakka á 700 dollara eða um 180 þúsund krónur. Það þýðir um 36 þúsund krónur á nóttina, en síðasta sumár kostaði nóttin á Hyatt Reg- ency 12 þúsund krónur. Sex þúsund blaðamenn Þjóðhöfðingjar og annað mikils megandi fólk verða gestir á hátíð- inni þann 30. júní þegar skipt verð- ur um þjóðfána í Hong Kong. Þá • Heildarkostnað- ur ítengslum við afhendingu Hong Kong er áætlaður 65 milljónir dollara eða 4,3 milljarða króna. • Gisting á Hyatt Regency kostar um 36 þúsund krónur nóttin, samanborið við 12 þúsund síð- asta sumar. búast forráðamenn hátíðarinnar við um sex þúsund blaðamönnum alls staðar að úr heiminum. Samkvæmt yfirvöldum í Hong Kong hafa þegar 74 sjónvarpsstöðvar, 30 útvarps- stöðvar og hundruð dagblaða og tímarita sótt um aðstöðu. Dýr gleði Hátíðarhöldin verða verulega dýr. Heildarkostnaður er áætlaður í kringum 65 milljónir dollara eða um 3,4 milljarðar króna, og þar vegur þungt kostnaður við gistingu er- lendu gestanna. Líklegt þykir að Hong Kong borgi brúsann, þó þær raddir heyrist að Bretar eigi að taka þátt í kostnaðinum. Einn þáttur í undirbúningnum var ferð nokkurra aðila í undirbún- ingsnefndinni til Atlanta á meðan á Ólympíuleikunum stóð, þar sem sér- staklega var skoðað hvernig öryggi háttsettra gesta var tryggt. Skemmtikraftar víða að munu leika listir sínar á þessum miklu tímamótum í Hong Kong og á teikniborðinu er flugeldasýning sem sögð er eiga engan sinn líka. En sjón verður sögu ríkari og líklegt að þeir fjölmörgu ferðamenn sem leggja leið sína til Hong Kong muni þar öðlast minningar sem duga ævilangt. Sjálfri athöfninni lýkur með því að Bretar hylla fána sinn þegar hann verður dreginn niður í síðasta skipti á miðnætti og eftir að sá kínverski hefur verið dreginn að húni, halda þeir niður að höfn þar sem bresk skip bíða þess að flytja þá heim. ■ Þýtt og endursagt úr Asiaweek/hkf Gistinótt- um fjölgar en nýting versnar GISTINÓTTUM á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 8,5% á síðasta ári, úr 745.400 árið 1994, í 808.700 í fyrra, ef frá eru dregnar þær 35.400 gistinætur sem eru tilkomnar vegna fyrrum bændagististaða sem nú hefur verið skipt upp í hótel og gisti- heimili annars vegar og heima gististaði hins vegar. Þessar upplýsingar koma fram í ný- útkomnum gisti- skýrslum Hag- stofunnar. Tölur yfir meðalnýt- ingu fyrir árin 1986-1990 ann- ars vegar og fyr- ir árin 1991-1995 hins vegar, sýna að hún hefur farið Iækk- andi í öllum mánuðum ársins. Nýtingin yfir vetrarmánuðina árið 1995 er þó hærri en árið 1994. Þannig voru gistinætur í janúar í fyrra 22,5% fleiri en í janúar 1994. í júlímánuði var munurinn á milli ára tæp 5%, nokkuð fækkaði á milli ára í sept- ember en í október og nóvember árið 1995 voru gistinætur u.þ.b. 16% fleiri. Jákvætt og neikvætt „Þessar upplýsingar Hagstof- unnar staðfesta þá þróun sem við höfum verið að sjá, að hægt. og bítandi er að takast að teygja ferðamannatímann út fyrir há- annatíma. Það er jákvæða hliðin, en sú neikvæða er að þetta stað- festir að það virðist að menn hafi farið hraðar í að fjárfesta í húsnæði en markaðssetningu," segir Magnús Oddsson, fram- kvæmdastjóri Ferðamálaráðs fs- lands. IMorðurlandabúar í hótelum eða gistiheimilum Þá kemur fram í tilkynningu Hagstofunnar að rúmur helm- ingur íslenskra gesta eða 54,2% gisti á hótelum og gistiheimilum en 73,3% útlendinga. Norður- landabúar völdu helst hótel og gistiheimili eða í u.þ.b. 90% til- vika og gistu helst á höfuðborg- arsvæðinu. Aðrir Evrópubúar en íbúar Norðurlandanna ferðuðust víða um landið og nýttu sér fjöl- breyttari gistimáta. Sem dæmi má nefna að 75% gistinátta Frakka voru utan höfuðborgar- svæðisins og 45% þeirra á ann- arskonar gististöðum en hóteli eða gistiheimili. Fleiri frá öðrum Evrópulöndum Erlendir farþegar sem komu til landsins árið 1995 voru 189.800 talsins og fjölgaði um 5,9% frá árinu 1994. Heildar- fjöldi gistinátta erlendra gesta árið 1995 var 815.600 og fjölgaði um 14,2% frá árinu á undan. Gistinóttum fjölgaði meira en komum erlendra ferðamanna og skýrist af því að þeim ferða- mönnum sem dvelja að jafnaði lengur fjölgaði en hinum ekki. Ferðamenn frá Norðurlöndunum voru álíka margir bæði árin 1994 og 1995 en þeir dvelja hér 2,3 til 3,5 nætur að meðaltali. Ferða- menn frá öðrum löndum Evrópu voru 7,5% fleiri árið 1995 en árið 1994. Dvalartími þeirra að Belgum og írum undanskildum er auk þess mun lengri að jafn- aðieða3,8til7,8nætur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.