Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Musteri tónlistar og tölvu- leikja VIÐSKIPTI VERSLUN Virgin í Rotterdam í Hollandi. HELGI Hermannssson réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann leitaði eftir því við Virgin- samsteypuna fyrir þremur árum að fá að opna hér stóra verslun undir merki fyrirtækisins. Það var fátt um svör hjá forsvarsmönnum Virgin í upphafí, en Helgi gafst ekki upp og hafði loks erindi sem erfiði. Um miðjan næsta mánuð verður draumur hans að veruleika þegar ein stærsta verslun landsins með geisladiska, tölvuleiki, mynd- bönd, tímarit o.fl. verður opnuð í Borgarkringlunni undir merki Virgin. Sambærilegar verslanir er að finna víða um heim og hafa þær t.d. iaðað til sín íslendinga í stórum stíl í verslunarferðum þeirra til Bretlandseyja. Virgin leggur áherslu á að versl- anir fyrirtækisins sinni ekki aðeins hefðbundinni smásölu, heldur séu eins konar „menningarmusteri“ þar sem fólk geti keypt umræddar vörur í spennandi umhverfi. Markmiðið er að bjóða mikið úrval tónlistar o.fl. á samkeppnishæfu verði í mjög tæknivæddum versl- unum með starfsfólki sem býr yfir ákveðinni þekkingu. Virgin-versl- anirnar eru hins vegar einungis lítill hluti af samsteypu fyrirtækja undir stjórn hins kunna kaupsýslu- manns í Bretlandi, Richards Bran- sons, sem spannar allt frá flugfé- lagarekstri til framleiðslu á gos- drykkjum. Rými fyrir 40 þúsund geisladiska Verslunin í Borgarkringlunni verður í 600 fermetra rými á ann- arri hæð hússins, þar sem útsölu- markaðurinn Þorpið var áður, en þar á undan Kringlusport. Lætur nærri að hægt sé að koma þar fyrir um 40 þúsund geisladiskum. Hluthafar verða 6-7 talsins en stærstir þeirra eru Árni Samúels- son og Helgi sjálfur. Svo háttar reyndar til að Árni mun reka kvik- myndahús í næsta nágrenni í hús- inu og öll sú hæð verður tileinkuð ýmiskonar afþreyingu og skemmt- anaiðnaði. Verslunin í Borgarkringlunni verður önnur verslunin ---------- í Virgin-keðjunni sem fær sérleyfi fyrir Virgin, en er ekki í eigu fyrir- tækisins. Reyndar hefur Virgin keypt hlut í sam- bærilegri verslun í Grikklandi þannig að í raun er um að ræða þá fyrstu þar sem fyrirtækið á engan hlut. Virgin-fyrirtækið á hins vegar allar aðrar verslanir undir þessu merki í Evrópu og Bandaríkjunum, en hlut í slíkum verslunum í Asíu. Kom fyrst í Virgin-verslun 16 ára gamall „Ég kom fyrst inn í Virgin- plötubúð í Bretlandi þegar ég var 16 ára gamall og varð þá strax Stórverslun undir merki Virgin-_____ samsteypunnar, með geisladiska, tölvu- leiki, tímarit, myndbönd o.fl. verður senn opnuð í Borgarkringlunni. Krístinn Briem ræddi við stofnanda og forráðamann hins nýja fyrirtækis, Helga Hermannsson, en hann hefur haft sérstakt dálæti á Virgin- verslununum frá 16 ára aldri. sem verðið sé lægst hverju sinni, en fyrirtækið verði á engan hátt skuldbundið til að eiga viðskipti við Virgin-fyrirtækið. Hins vegar sé verðið hagstæðast í Bretlandi eins og nú hátti til og fyrirtækið muni a.m.k. fyrst um sinn leita eftir innkaupum hjá dreifingarfyr- irtækjum Virgin í Bretlandi. Þaðan sé að vænta fyrstu sendinga á næstunni enda þótt íslenskir dreif- ingaraðilar erlends tónlistarefnis hafi gefið það í skyn að þeir kunni að láta reyna á réttmæti slíks inn- flutnings. „íslensku dreifingaraðilarnir Morgunblaðið/Kristinn FRAMK VÆMDIR standa nú yfir við innréttingar á Virgin-plötubúðinni í Borgarkringlunni. Á myndinni er Helgi Hermannsson. Geisladiskar keyptir inn frá Bretlandi mjög hrifinn af þessum búðum,“ segir Helgi þegar hann er spurður um aðdraganda að málinu. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og er einnig af þeirri kynslóð sem ólst upp við tölvuleiki — átti Sinclair, Commondore-tölvur o.fl. Þá rak ég ég litla plötubúð við hliðina á verslun Sævars Karls í Kringlunni fyrir jólin 1993. Sama ár hafði ég samband við Virgin í Bretlandi og ræddi þá við fólk á skrifstofu Richards Branssons, en var bent á að tala við þá deild sem annaðist plötu- ------- búðirnar. Þar urðu menn ekkert mjög hrifnir af þessari hugmynd í upp- hafi og drógu það á Ianginn að gefa ákveðið Svar. Á þeim tíma var ákveðin tilraun í gangi hjá þeim í Grikklandi með fyrsta sérleyfið fyrir Virgin og þeir vildu fyrst sjá hver útkoman yrði á því.“ Virgin sér um hönnun Helgi fékk loks jákvætt svar frá Virgin í janúar á þessu ári og hóf þá að þreifa fyrir sér með hús- næði. „Eftir að ég frétti af bygg- ingu bíósins í Borgarkringlunni hafði ég samband við Árna Samú- elsson sem leist strax vel á hug- myndina um að taka þátt í fyrir- tækinu. Málið hefur síðan undið upp á sig. Rekkar og aðrar innrétt- ingar fara í skip í næstu viku þann- ig að ekkert á að vera því til fyrir- stöðu að opna búðina þann 14. nóvember.“ Helgi segir Virgin ekki hafa haft hug á að opna sína eigin versl- un hér á landi enda eigi fyrirtæk- ið eftir að hasla sér völl á mun stærri mörkuðum. Þannig muni Virgin opna sínar fyrstu verslanir í Noregi og Portúgal á þessu ári. En hvaða afskipti skyldi þá Virgin hafa af þessum rekstri hér á landi? „Við þurftum að fá stað- setninguna samþykkta í Bretlandi og Virgin hefur séð um að láta hanna verslunina samkvæmt sín- um kröfum. Þá kaupum við allar innréttingar í gegnum Virgin og fáum þaðan nákvæmar leiðbein- ingar um hvernig eigi að standa að uppstillingu þótt við séum ekki bundnir af þeim. Virgin hefur mikla reynslu af rekstri plötubúða og rekur líklega bestu búðirnar í heiminum," fullyrðir Helgi. Kaupum inn þar sem verðið er lægst Um innkaup á geisladiskum og annarri vöru segir Helgi að þeim verði að sjálfsögðu beint þangað hafa ekki viljað bjóða okkur sam- bærilegt verð og við eigum kost á annarsstaðar, þannig að við mun- um flytja sjálfir inn geisladiska o.fl. til að byrja með. Við höfum bæði látið íslenska lögfræðiskrif- stofu og stóra breska lögfræði- stofu, sem Virgin notar, kanna hvort eitthvað sé því til fyrirstöðu að flytja inn geisladiska og annað efni fram hjá umboðsaðilunum. Niðurstaða þeirra er sú að þessi innflutningur standist því ÉES- samningurinn gerir ráð fyrir að vara geti farið á milli landanna án afskipta umboðsað- ila í hverju landi. Ef ís- lensk fyrirtæki bjóða okkur efni á sambæri- legu verði og fæst ann- ars staðar munum við hins vegar að að sjálfsögðu skipta við þau.“ Leikjamarkaðurinn á eftir að springa út Helgi færist hins vegar undan að svara þeirri spurningu hvort Virgin muni bjóða geisladiska, tölvuleiki eða myndbönd á lægra verði en gerist og gengur á ís- lenska markaðnum. Það verði við- skiptaleyndarmál þangað til búðin verði opnuð. „Það er ekki mikið svigrúm til verðlækkana þar sem Fullkomnar hlustunar- stöðvar álagning á geisladiska er lítil. Hins vegar verður verður meiri sveigj- anleiki í verðlagningu en þekkst hefur hér á landi þannig að verð- munur á milli titla verður meiri en áður.“ Sala geisladiska hér á landi nam um 1 milljarði króna á árinu 1994, að sögn Heiga, en hann segir að markaðurinn sé að stækka og Virgin-búðin muni taka þá aukn- ingu að einhverju leyti til sín. Þar að auki verði búðin með þúsundir titla af bíómyndum á myndbönd- um sem sé óplægður akur. „Leikjamarkaðurinn á síðan eftir að springa út fyrir þessi jól því búið er að selja mjög mikið af tölvum á árinu með geisladrifum, hljóðkortum og öðru sem þarf fyr- ir leiki á geisladiskum. Á þeim markaði hafa Tæknival og Skífan skipt á milli sín sölunni." Kaupa af samkeppnisaðilum En hvernig skyldi Helga lítast á að koma inn á markað sem mjög fáir aðilar hafa nánast ráðið yfir um langt árabil, bæði tónlistarút- gáfu, heildsölu og smásölu? Þarf hann ekki að leita til samkeppn- isaðila sinna a.m.k. með ísienskt efni? „Það eru nokkrar verslanir sem selja stóran hluta af geisladiskum. Það er mín trú að með tilkomu Virgin muni markaðurinn stækka. Við komum óneitanlega til með að kaupa af aðilum sem starf- rækja jafnframt smásöluverslanir. Hins vegar er mikið af íslensku efni gefið út af öðrum aðilum og við komum til með að ná góðum samningum við þá.“ Virgin-versluninni verður skipt upp í deildir eða bása eftir tegund- um tónlistar, líkt og þekkist í hlið- stæðum hljómplötuverslunum er- lendis. Þar verður nægt rými und- ir geisiadiska eins og fyrr segir og má þar nefna að hægt verður að koma fyrir 1.040 diskum í sér- stökum rekka fyrir íslenska tón- list. Er stefnt að því að hafa á boðstólum megnið af þeirri tónlist sem gefin hefur verið út á geisla- diskum hér á landi. _______ Þá verða fáanlegir geisladiskar með þjóðla- gatónlist, klassískri tón- list, jazz- og blues-tónl- ist, danstónlist, kvik- myndatónlist, vinsælda- poppi og nýrri tónlist ásamt smá- skífum og ódýrum geisladiskum. Fullkomnar hlustunarstöðvar verður að finna í hverri deild, þannig að tugir viðskiptavina geta hlustað á tónlist í versluninni í einu. Hægt verður að velja á milli 200 titla af tímaritum um kvikmyndir, tónlist, afþreyingu o.fl. í þar til gerðum rekka, úrval af tölvuleikj- um, myndbönd í öðrum rekkum og svo mætti áfram telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.