Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 B 7 Frá undirritun samningsins, Björn Snær Guðbrandsson, sölu- stjóri Skýrr, Jón Þór Þórhallsson, forstóri Skýrr, Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Teymis, og Þorvaldur Jacobsen, sölustjóri Teymis. Samstarfssamningur Teymis og Skýrr TEYMI hf., umboðsaðili Oracle á íslandi, og Skýrr hf. hafa gert með sér samstarfssamning á sviði vöruhúss gagna, Datawarehouse, tækni sem gerir notendum kleift að nálgast og samræma upplýs- ingar úr mörgum mismunandi upplýsingalindum og nota þær upplýsingar til úrvinnslu og ákvarðanatöku. í fréttatilkynningu frá Teymi kemur fram að með samningnum geta þessi fyrirtæki tekið að sér að hanna, byggja og þjónusta vöruhús gagna sem byggja á að- ferðafræði Skýrr og nota lausnir frá Oracle, s.s. Oracle7 Universal Server gagnagrunnsmiðlara og Designer/2000 hönnunarverk- færi. Fijáls verslun Rit um stærstu fyrirtækin TÍMARITIÐ Frjáls verslun hefur gefið út árlegt rit sitt með upplýsing- um um stærstu fyrirtæki landsins. Ritið hefur að geyma lista yfir sam- tals 587 fyrirtæki sem koma öll við sögu á sérlistum, en 230 stærstu eru á aðallista, að því er segir í frétt frá Fijálsri verslun. Þar kemur fram að mun fieiri fyr- irtæki skiluðu hagnaði á síðasta ári en árið 1994. Þannig skiluðu 292 fyrirtæki hagnaði í fyrra samanborið við 231 áður. Meðallaun í landinu virðast vera 152 þúsund krónur á mánuði. Alls gáfu 455 fyrirtæki, með um 52 þúsund manns í vinnu (yfir 40% af vinnumarkaðnum), upp laun og reyndust meðallaunin vera 152 þúsund á mánuði og hækkuðu um 6 þúsund á mánuði frá árinu áður. Störfum fjölgaði almennt hjá fyr- irtækjum, sem gáfu upp starfs- mannafjölda tvö síðustu árin, um nettó 1.948 störf. Hefði þessi fjölgun starfa ekki komið til hefði atvinnu- leysi verið um 1,5% meira. Af 411 fyrirtækjum, sem gáfu upp starfsmannafjölda sl. tvö ár, bættu 224 þeirra við sig fólki í vinnu. Það er yfir helmingur allra fyrirtækja í könnuninni. Hagnaður 68 fyrirtækja af hund- rað stærstu fyrirtækjum landsins (án ATVR) var um 13,3 milljarðar króna á síðasta ári og jókst um 1 milljarð frá árinu 1994 en það ár fjórfaldað- ist hagnaðurinn frá árinu áður. En samkvæmt milliuppgjörum á þessu ári er hagnaður fyrirtækja á hluta- bréfamarkaðnum almennt að aukast verulega. Hagnaður 68 stærstu fyrirtækja landsins, sem gefa upp hagnaðinn, er um 4,3% af veltu þeirra. Um er að ræða hagnað fyrir skatta. SH stærsta fyrirtæki landsins Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtæki landsins miðað við veltu eins og undanfarin ár, en ís- lenskar sjávarafurðir eru í öðru sæti. Velta þeirra er ekki fyllilega saman- burðarhæf þar sem þau beita mis- munandi reikningsskilaaðferðum. I útflutningsskýrslum kemur fram að SH flytur úr tvöfalt meira magn af físki en íslenskar sjávarafurðir. Aldrei áður hefur fjölmiðill birt eins ítarlegar upplýsingar um rekstur Islenskra aðalverktaka, en það er 53. stærsta fyrirtækið. Velta íslenskra aðalverktaka er um 3,9 milljarðar. Eiginfjárhlutfall er 73%. Heildar- eignir íslenskra aðalverktaka eru um 5.3 milljarðar og heildarskuldir um 1.4 milljarðar króna. Munurinn þarna á milli er eigin fé upp á 3,9 milljarða. Gunnvör á ísafirði greiddi hæstu meðallaun íslenskra fyrirtækja á síð- asta ári eða um 533 þúsund krónur á mánuði. ATVR var með mestan hagnað fyrirtækja. í öðru sæti kom álverið í Straumsvík með hagnað upp á um 1,3 milljarða á síðasta ári. Þetta er hagnaður fyrir skatta. VIÐSKIPTI Að minnka áhættu íláns- viðskiptum • UPPLÝSINGAÞJÓNUST- AN ehf. efnir til námstefnu um leiðir til að minnka áhættu í lán- sviðskiptum á Hótel Sögu mánu- daginn 28. október nk. kl. 9-13.30. Frá alþjóðlega ráð- gjafafyrirtækinu Fair Isaac Int- ernational, sem starfar í Norður- Ameríku, Evrópu og Asíu, kemur O.D. Nelson, framkvæmdastjóri. Ann^r leiðbeinandi verður Leif Rosted, einn af framkvæmda- stjórum stærsta upplýsingafyrir- tækis Danmerkur á sviði fjár- hagsmála, Köbmandstandens OplysningsBureau A/S.. Ávarp í upphafi námstefnunnar flytur Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar hf., og í lok hennar mun Tryggvi Jónsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG Endurskoðun hf., segja álit sitt. Námstefnugjald með inniföldum gögnum og veit- ingum er kr. 14.000. Nauðsyn- legt er að tilkynna þátttöku fyrir- fram til Upplýsingaþjónustunnar ehf., sem hefur aðsetur á skrif- stofu Verslunarráðs íslands. Dagbók Námskeið ínýsköpun • ARÐSÖM nýsköpun er yfír- skrift námskeiðs sem haldið verð- ur 4.-5. nóvember nk. á vegum Iðntæknistofn- unar og Sam- taka iðnaðarins. Dr. Bengt-Arne Vedin, verkfræð- ingur, mun kenna á námskeiðinu. Vedin er aðstoð- arprófessor við Konunglegu tæknistofnunina í Stokkhólmi og er talinn einn merkasti sérfræðingur á Norður- löndum í nýsköpun í fyrirtækjum. Námskeiðið fer fram í Borgartúni 6. Það er einkum ætiað stjórnend- um fyrirtækja og öðrum þeim sem vilja ná tökum á stjórnunarháttum og aðferðum sem leiða til nýsköp- unar. Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá Iðntækni- stofnun í síma 587 7000 Námskeið um notkun aukefna • IÐNTÆKNISTOFNUN í samvinnu við Hollustuvernd og Rannsóknastofnun landbúnað- arins gengst á næstunni fyrir nokkrum hálfsdags námskeiðum um notkun aukefna í matvæla- iðnaði. Fyrsta námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 29. október kl. 13.15 á Iðntæknistofnun og er ætlað bökurum og öðrum þeim sem framleiða hvers kyns vörur úr korni. Leiðbeinendur á nám- skeiðinu verða Irek Klonowaki, Ásmundur E. Þorkelsson og Þyri Valdemarsdóttir. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar • Námskeið um helstu þjóðhags- stærðir og atvinnugréinar og vinnumarkaðurinn verður haldið 28.-29. okt. kl. 16—19. Kennari verður Björn Rúnar Guðmunds- son hjá Þjóðhagsstofnun. • Námskeið um greiningu verk- ferla - Áhættugreiningu sam- kvæmt „Gámes“ verður haldið 30. okt. og 4. nóv. kl. 8.30- 12.30. Kennari er Haukur Al- freðsson rekstrarverkfræðingur, ráðgjafi hjá Nýsi hf. • Þijú sjálfstæð námskeið um hagnýta starfsmannastjórnun - verða haldin 29. okt, 30.okt og 3. okt. kl. 8.30-12.30. Fyrirles- ari verður Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur KPMG Sinnu ehf. • Námskeið um Altæka gæða- stjórnun verður 31. okt. og 1. nóv. kl. 8.15-13. Kennari er Höskuldur Frímannsson, rekstrarráðgjafi og lektor við Háskóla Islands. HÖNNUN GÆDI NOTAGILDI Navision Financials og gaman Microsoft* Windows*95 Navision Financials bókhalds- og upplýsingakerfiö er einfalt í öllum sínum fjölbreytileika og notkun þess nánast leikur einn. Navision Financials — leikur einn! Navision Financials er fyrsta viöskiptakerfið í heiminum sem vióurkennt er fyrir Windows 95 og hlaut gullverðlaun PC User. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn okkar. Umboðs- og dreifmgoraðili: STRENGUR ÁRMÚLA7 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.