Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG í fadmi fjallatinda Það undrar sjálfsagt engan íslenskan fjalla- manninn að Nepal yrði fyrir valinu þegar Anna Kristín Asbjömsdóttir og Katrín Oddsdóttir ákváðu að leita leiksvæða út fyrir íslenska hálendið. ÞETTA land, Nepal, býr ekki bara yfir einstakri náttúrufegurð, heldur hefur það að geyma flest fegurstu og hæstu fjöll veraldar. Að auki eru íbúar þekktir fyrir gestrisni og hlý- legt viðmót í garð allra sem leggja leið sína á þeirra framandi slóðir. Markmiðið var að klífa Mera tind, 6.421 metra hátt fjali, og alveg frá upphafi vorum við ákveðnar í að fara í febrúarmánuði, þrátt fyrir að okkur hefði verið tjáð það oft og mörgum sinnum að þá væri hávetur í Nepal. Það voru ekki allar ferðaskrifstof- ur tilbúnar að selja tveimur ungum stúlkum ferð í Himalaya fjöllin á þessum árstíma, jafnvel þótt þær væru frá íslandi. En við vorum ekki á því að láta í minni pokann og fundum loks aðila sem trúði því að við værum ferð okkar vaxnar. Það var Doug Scott, skoskur fjallagarp- ur, sem hafði trú á okkur Katrínu, enda þekkir hann vel til íslands þar sem hann hefur í ófá skipti komið hingað í þeim tilgangi að klífa ís- lensk fjöll. Við leigðum okkur leið- sögumann, kokka og burðarmenn fyrir milligöngu fyrirtækis hans, Specialist Trekking Co-Operative (STC). Komið til Nepals Hlýtt og milt veður tók á móti okkur við komuna til Nepals. Mikil ringulreið var fyrir utan flugstöðina þar sem allir viidu ólmir hjátpa til við að bera farangur okkar eða finna fyrir okkur leigubíl, í von um smápening fyrir viðvikið. En við litum hvorki til hægri né vinstri, fundum okkar menn og brunuðum af stað út í myrkrið á einhveiju farartæki sem einhvern tímann hefði verið hægt að kalla bíl, en væri varla nothæft í brotajárn heima á Fróni. En bílferðin endaði vel og okkur var skilað heilum á húfi á Kathmandu gistiheimilinu, þar sem beið okkar kærkomin hvíld eftir langt ferðalag. Það dugði ekkert minna en rúta til að koma okkur, fylgdarliði og farangri á áfangastað. Heildarfjöldi leiðangursmanna var 20 og farang- ur og vistir tóku ótrúlega mikið pláss. Það er erfitt og tafsamt að keyra um vegi Nepals, og til marks um það vorum við heilar 10 klukku- stundir að keyra 200 km. En róleg- heitin gerðu okkur ekkert nema gott og við höfðum góðan tíma til að virða fjölskrúðugt mannlífið fyrir okkur út um bílrúðuna. Við lögðum upp frá Jiri, litlu fjallaþorpi, sem er í Solu Khumbu héraði. Aætlað var að ferðin tæki um 24 daga, og á 12. degi yrðum við komnar upp á Mera tind. Geng- ið var í um 5-7 tíma á dag. Yfirferð- in varð rólegri vegna burðarmann- anna. Það var ekki hægt annað en dást að þessum litlu, horuðu mönn- um sem gengu bognir áfram á léleg- um skófatnaði með þessar þungu byrðar á bakinu, sem vógu um 30 kíló hver. Fyrstu dagana var gengið um dali og hæðir, alls staðar var fólk og byggð, og „nhamaste“ (góðan daginn á máli innfæddra) hljómaði í öllum hornum. Lítil börn, klædd í tilfallandi tuskur, drullug upp fyrir haus voru sérstaklega áberandi. Við vorum ósparar á sælgætið og penn- ana sem okkur hafði verið ráðlagt að taka með okkur þar sem þeir eru sérstaklega dýrmæt vara í þeirra augum. Þegar við sáum fyrsta fjallið, Numbur (6.957 metrar), höfðum við gengið í fimm daga. Þessi sýn virk- aði á okkur eins og vítamínsprauta og við héldum ótrauðar áfram. Enda var eins og gangan yrði auðveldari með hveijum deginum sem leið. Engin fótameiðsl höfðu gert vart við sig og við vorum stálhraustar. Haldið á brattann Eftir að hafa í átta daga fengið að sjá hvemig nepalskir þegnar í Solu Khumbu héraði lifðu lífinu glaðir, fátækir og brosmildir var kominn tími til að kveðja byggð og halda til fjalla. Því miður urðum við frá að hverfa áður en við náðum að yfirgefa síðasta þorpið. Burðar- mennimir neituðu að fara á fjallið og án þeirra var ekki hægt að halda áfram. Þeir töldu fyallið of hættulegt vegna óvenju mikilla snjóþyngsla og allra veðra von í þetta mikilli hæð. Við áttum síst von á að það yrðu þeir innfæddu sem gæfust upp og urðum að vonum öskureiðar. Við höfðum lagt allt okkar í þessa ferð HIN einstato Bætt og breytt hótel I Hveragerði Hvcragerði. Morgunblaðið. EITT elsta hótel á íslandi, Hótel Hvera- gerði, hefur undanfarið ár gengist undir viða- miklar endurbætur. Hótelið er eitt elsta hús Hveragerðisbæjar, en þar ráku Eiríkur Bjarnason og Sigríður Bjömsdóttir hótel til margra ára. Á þeim tíma var hótelið allt í senn; hótel, bíó og félagsmiðstöð bæjarbúa enda eiga allflestir bæjarbúar Ijúfar minning- ar um hótelið og þá starfsemi sem þar var rekin. Síðastliðið haust eignaðist Borgfirðing- urinn Hrefna Halldórsdóttir Hótel Hvera- gerði. Unnið hefur verið sleitulaust að því undanfarið ár að endurbæta húsið og hefur það tekið miklum breytingum í meðförum Hrefnu. Hvert herbergi hefur sinn sjarma Hótelið er nú allt innréttað í gamaldags persónulegum stíl og er nostrað við hvert smáatriði. Gistiaðstaða er fyrir 30 manns og hefur hvert einasta herbergi sína sérstöðu. Hvort sem herbergin eru stór eða lítil, undir súð eða ekki, þá eiga þau það sameiginlegt að vera glæsilega innréttuð hvert á sinn hátt og mjög í stíl við aldur hússins og upp- runa. Hvert herbergi hefur hlotið nafn eftir sögufraigum stöðum á íslandi og geta gestir því valið um gistingu í Þórmsörk, Snorralaug eða á Þingvöllum svo dæmi sé tekið. Að sögn Hrefnu var markmið hennar að SÉRSTÖK stemmning ríkir í Eiríks- stofu sem eingöngu er lýst með kertum. Á „Þingvöllum“, en hvert herbergi hefur sinn sjarma og sérstaka útlit. HÓTEL Hveragerði hefur veru’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.