Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF DAGLEGT LÍF FILIPPÍA Elísdóttir, fatahönnuður, hannaði og saumaði pelsinn, sem fæst í versluninni Úrbaníu eins og bolurinn og buxurnar. HANDPRJÓNAÐ vesti og grófir, reimaðir rúskinns- skór frá Max Mara. ÞegarHUN fær að ráða... ÁSLAUG Snorradóttir segir að klæðaburður sé ákveðin list, í honum felist tjáning og hann geti lýst viðhorfum manneskjunnar. Sjálf segist hún ekki endilega klæða sig eins og hún vildi helst vera. „Stundum langar mig til að vera allt öðru- vísi. Samt finnst mér mestu máli skipta að vera í fötum sem mér líður vel í og henta aðstæðum hveiju sinni. Ég heillast af rándýr- um, vönduðum og sérstæðum hátískufatnaði og læt örsjaldan eft- ir mér að kaupa svoleiðis. Hvíti pelsinn á Ragnar er lýsandi dæmi um að manneskjan geti gefið flíkinni karakter. Ef mönnum líður vel í flíkunum þá eru þær smart. Pelsinn getur virkað fyndinn á einum, tilgerðarleg- ur á öðrum og glæsilegur á sumum. Sá sem klæðist svona pels er á einhvern hátt öðruvísi og það eitt vekur fomtni mína. Undir pelsinn valdi ég einfaldan bol og samlitar vattbuxur.“ Gamall og notaður smóking varð fyrir valinu hjá Áslaugu sem samkvæmisfatnaður á Ragnar ásamt mynstraðri nælon- skyrtu frá sjöunda áratugnum. „Ég hrífst einkum af gömlum fötum vegna þess að þau voru hönnuð og saumuð til þess að endast auk þess sem þau eru oft með fallegu, sígildu sniði. Til þess að lífga upp á svarta litinn fannst mér skræ- pótt töffaraskyrta passa mjög vel við . . . fráhneppt að hluta.“* Um hversdagsfötin sem Áslaug valdi sér segir hún að þau sýni hvernig hún vildi vera, a.m.k. stundum, en sé ekki. „Mér finnst fötin heldur pjattleg fyrir lífsstíl minn núna.“ Snjáðar gallabuxur eru ef til vill ekki dæmigerður samkvæmis- klæðnaður, en Áslaug segist ekki þola hefðbundinn klæðnað af því tagi. „Ég vil líka vera í þægilegum klæðnaði í samkvæmum, en ekki uppstríluð þannig að ég geti varla hreyft mig fyrir fínheit- um. Með gallabuxunum valdi ég gyllta skó, pallíettuvesti, áberandi skartgripi og veski úr hlébarðaskinni. Með skrautlegri samsetningu fínnst mér gallabuxur vel geta gengið í samkvæmum. Þannig klædd liði mér vel og þá er takmarkinu náð.“ m Morgunblaðið/Rax BLEIKT vesti skreytt pallíettum, silfurskór og hlébarðaveski frá Fríðu frænku og armbönd úr smiðju Huldu Ágústsdóttur í Kirsubeijatrénu. HANN um hennar val „MÉR finnst ég eins og hálf- viti í hvíta pelsinum og myndi aldrei láta sjá mig í slíkri flík. Eiginlega vantar bara hvíta kádíjálkinn með pelsinum, því þá væri ég eins og dólgur í einhverri amerískri stórborg. Ég gæti þó trúað að pelsinn væri fínn á konu og ef til vill suma karla. Á mér er hann frámunalega tilgerðarlegur og ég sé mig í anda klæðast slíkri flík í vinnunni. Ég er mun sáttari við val hennar á smókingfötunum og skyrtunni skræpóttu. Þó myndi ég alls ekki hafa hana fráhneppta eins og Áslaugu fannst svo smart. I mínum huga er ímynd gervigæjans maður með fráheppt niður á bringu og sólgleraugu í myrkri. Mér finnst hversdagsklæðnaðurinn, sem SAMKVÆMISKJOLL með pallíettum frá versluninni Mondo og skór með 15 sm háum hælum eftir breska hönnuðinn Vivian Westwood. Skórnir fengust í Úrbaníu. Björk Hreiðarsdóttir á Hárgreiðslustofunni Delía & Samson sá um hárgreiðslu Áslaugar. SMOKINGFOT, skræpótt töff- araskyrta frá sjö- unda áratugnum og svartir lakk- skór frá Fríðu & frænku. Þegar fær að ráða... RAGNAR Axelsson segist ekki vera tíður gestur í tískuverslunum og geri sér ekki sérstakt far um að fylgja tískunni út í ystu æsar. „Ég hef þó einhveija hugmynd um hvað er í tísku hveiju sinni, enda skoða ég mikið blöð og tíma- rit. Ég vel mér fyrst og fremst þægileg föt og held mikið upp á peysur af öllu tagi. Konan mín og dóttir kaupa stundum föt á mig og ég er allt- af sáttur við valið, nema þegar þær reyna að fá mig til að ganga í mjög grófgerðum skóm, en í þeim efnum er ég svoh'tið sérlundaður." Þótt Ragnar sé ekki sérstakur áhugamaður um fatnað, segist hann jafnan taka eftir ef fólk er í áberandi fínum eða smart fötum. „Ég er ekki mikið fyrir sundurgerð í klæðaburði fyrir sjálfan mig, enda kynni ég ekki að setja saman svoleiðis múnderingu og er líklega of spéhræddur til að vera með ein- hveija tilraunastarfsemi. Samt hef ég gaman af þegar fólk þorir að klæða sig á ýktan og óhefðbundinn hátt.“ Ragnar nennir yfirleitt ekki að fara búð úr búð til að leita sér að einni flík hér og annarri þar. Honum leiðistað máta, vill kaupa allt á einum stað og helst þegar ekki er mikið að gera í búðinni. Samkvæmur sjálfum sér keypti hann hversdagsfatnaðinn og samkvæmisfötin í einni verslun. „Ég þurfti ekkert að skoða meira, þarna voru föt sem ég gat vel hugsað mér að eiga. Samkvæmisfötin eru afar einföld og þægileg. Af gömlum vana datt mér ekki annað í hug en að velja hvíta skyrtu og bindi með, en eins og oft vill verða skipti ég um skoðun þegar afgreiðslumennirnir sögðu að hárautt væri miklu fallegra við. í rauninni hefur mér alltaf fundist að ég væri ekki ég sjálfur þegar ég er búinn að hnýta bindishnútinn eða slaufuna." Hversdagsföt Ragnars eru ekki óáþekk þeim sem hann gengur jafnan í. Hann segir slíkan fatnað henta sér best í vinnunni, þannig búinn geti hann farið hvert sem er og hvenær sem er eins og starfið krefjist. Hann kann vel við skærappel- sínugula litinn á úlpunni, en með henni fannst honum ekki annað koma til greina en velja peysu og buxur í hlutlausum lit. Ekki velktist Ragnar í vafa þegar hann valdi samkvæmiskjólinn á Áslaugu. „Ég skoðaði marga kjóla, en fannst þessi bera af þeim öllum. Hann er einstak- lega glæsilegur, en hæfir þó varla nema við einstaka tækifæri. Valið á skónum voru hins vegar algjör mistök hjá mér. Ég gerði mér enga grein fyrir hversu hælarn- ir voru rosalega háir og að ég myndi líta út eins og hálfgerður dvergur við hliðina á konu í svona skóm.“ Ragnari finnst pallíettur og alls kyns skraut vera vel við hæfí til hátíðabrigða, en segist fremur hafa valið hversdagsföt Áslaugar með tilliti til notagildis. „Mér fínnst sport- leg og fijálsleg föt yfirleitt fallegust á konur jafnt sem karla til daglegra nota. Klæðnaður- inn, sem ég valdi á Áslaugu er einmitt í þannig stíl.“ Ljósmyndar- arnir Áslaug Snorradóttir og Ragnar Ax- elsson brugðu á leik og völdu föt, sam- kvæmisfatnað og hversdags- föt, hvort á sig - og hvort á annað. Eftir búðaráp- ið Ijósmynd- uðu þau svo hvort annað í skrúðanum. Áslaug WPHpr valdiásig, nýög fallegur. Eg er ekki viss um að ég hefði valið vestið, einfaldlega vegna þess að ég hef ekki nógu næmt auga fyrir kvenfötum þegar þau hanga á herðatrjám. Þótt gallabuxurnar hennar Áslaug- ar slái pallíettukjólnum, sem ég valdi á hana, ekki við, verð ég að viðurkenna að líklega tæki ég ekki síður eftir konu, sem mætti svona uppábúin í fínt samkvæmi en þeirri í bláa kjólnum. Fyrir minn smekk er samkvæmisbúningur af þessu tagi heldur „flippaður", en vitaskuld skiptir máli að konunni llði vel og finnist hún sjálf vera smart. Ég býst við að það sé einmitt forsenda þess að öðrum finnist hún það líka - sem hlýtur að vera tilgangurinn." „ÉG ER alveg sátt við fötin, sem Ragnar valdi á sig. Hann hefur sígildan smekk, velur vönduð, vel sniðin og vel saumuð föt. Þótt hann sé fremur hefðbundinn í fata- vali, er hann, gagnstætt mörg- um karlmönnum, ófeiminn við að lífga upp á heildarmyndina með litum. Mér finnst mjög skemmtilegt að hafa hárauðan skyrtubol með jakkafötunum í stað hvítrar skyrtu og bindis, eins og flestir hefðu trúlega valið. Hversdagsfatnaðurinn finnst mér tilgerðar- laus, smekklegur og lýsa mikilli orku. Ég er viss um að margar konur eru sammála mér um að Ragnar sé svolítið „skott“ í þess- um fötum. Ég gæti vel hugsað mér að eiga hvers- dagsfötin, sem hann valdi á mig. Hins vegar er samkvæm- iskjóllinn ekki að mínu skapi. Mér finnst hann yfirborðsleg- ur, rétt eins og konan í honum treysti á kjólinn en ekki sjálfa sig. I rauninni finnst mér að þannig uppábúin kona sjáist varla fyrir kjólnum og hún verði að passa að haga sér til samræmis við kjólinn. Líklega finnst mörg- um körlum konur í slíkum búningi afar þokkafullar. Ég gæti ekki skemmt mér í svona Barbie-kjól, auk þess sem skórnir myndu algjörlega kyrrsetja mig því hælarnir eru um 15 sm og vonlaust að ganga í þeim hvað þá að svífa tignarlega um í ljúfum dansi.“ JAKKAFÖTIN, rauði skyrtubolurinn og skórnir fást í versluninni Books. JAKKANUM frá Max Mara fylgir laus skinnkragi. Skórnir og buxurnar eru frá sömu verslun. HVERSDAGSFATNAÐINN valdi Ragnar Axelsson einnig í versluninni Books.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.