Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 6
6 B FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
DAGLEGT LIF
MEÐ AUGUM LAIMDANS
Níðskrif
um Island
Q
Rúna Guðmundsdóttir býr í Hull á
austurströnd Englands, þar sem hún
stundar fyrirtækjarekstur.
y ÞEGAR maður býr í
fjarlægð frá íslandi
i °S gsrir sér grein fyr-
ir hvað það er ótrú-
<lega smátt og hvað
útlendingar hafa tak-
markaða þekkingu á
landinu, fer ekki hjá
því að manni hlýni
^ örlítið um hjartaræt-
■______I umar þegar minnst
■■■ er á litla Island.
I Það er engin laun-
Ý ■ ung á því að þjóðar-
I ' J stolt okkar ísjendinga
er töluvert. Á stund-
um svo mikið að ligg-
Lhm ur við belgingi og þess
T vegna höfum við gott
af því að láta stjaka
■■»...^ við okkur annað slag-
Wið, svó við blindumst
ekki af eigin sjálfs-
ánægju og blindni.
Hins vegar, þegar við
lesum hreinar níð-
greinar um land og þjóð í erlend-
um tímaritum og dagblöðum er
föðurlandsástinni nóg boðið.
Þann 6. október síðastliðinn
ritaði enskur blaðamaður, Ivor
Herbert, ferðagrein um ísland í
breska stórblaðið The Mail on
Sunday. Grein þessi er skrifuð
frá sjónarhorni atvinnuferða-
langs. Á greininni er að skilja
að Ivor þessi hafi aðeins dvalið
á íslandi í örfáa daga, en engu
að síður fellir hann áfellisdóm
yfir landinu sjálfu og eru íbúar
þess ekki undanskildir. Er grein
þessi skrifuð af þvílíku þekking-
arleysi og hroka að með ólíkind-
um er, svo ekki sé minnst á þær
alvarlegu afleiðingar sem slík
skrif geta haft í för með sér
fyrir ferðamannaþjónustu okkar
íslendinga.
Blaðamaðurinn hefur grein-
ina á að lýsa því yfir að Island
sé eitt af þremur löndum í heimi,
sem hann hefur ekki getað beð-
ið eftir að komast í burtu frá
eftir aðeins stutta dvöl. Landið
sé bara svört, ljót klettaeyja, án
tijáa og akra, og Reykjavík sé
ljót borg, þar sem á hæð einni
tróni veitingastaður (Perlan,
innsk. greinhöf.), sem einna
helst líkjast drepkýli á sílikon-
bijósti. Þar séu hvorki hallir né
dómkirkjur til að gleðja augað.
Ekki tekur betra við er hann
hefur lýsingar á eyjarskeggjum:
„íslendingar eru stórir og þung-
lamalegir. Hvorki eldfjörugir
eða kumpánlegir, né yfirmáta
fyndnir. Þeir virðast svo háls-
stuttir að helst minna þeir á
skopmynd af stríðsmönnum
Húna.“
Honum fannst ekki Þingvellir
merkilegur staður, því þar finnst
engin byggingarlist til merkis
um hið foma þing. Þá lýsir hann
Bláa lóninu á eftirfarandi hátt:
„Bláa lónið, sem mikið hefur
verið myndað og sýnir baðgesti
í fagurblárri vatnsgufu, sitjandi
á undarlegu grófu gijóti, er í
raun svört eyðimörk við risa-
stórt jarðhitaver, sem líkist helst
einhveiju hræðilegu framtíðar-
virki".
Blaðamaðurinn vitnar í ferða-
menn sem hann hitti á íslandi
og virðist hafa tínt til allt nei-
kvætt sem frá þeim kom. Hann
lýkur greininni með því að benda
á, að til að fá reglulegt þung-
lyndiskast, sé rétt að skoða hina
ömurlegu Grindavík og fylgja
síðan ströndinni að herstöðinni
í Keflavík, þar sem hermennim-
ir og fjölskyldur þeirra séu vand-
lega girtir inni og komi sjaldan
út. _
Ég hef aldrei lesið neitt eins
skelfilegt um ísland og þessa
grein, nema af vera skyldi ferða-
lýsingar ferðalanga fyrri alda.
Hvemig blaðamaðurinn skrifar
um landið er bæði niðrandi og
sýnir takmarkalausa vanþekk-
ingu. Sjálf hef ég ferðast mjög
mikið og ekki hitt fyrir marga
sem vita mikið um ísland.
Reynsla mín hér í Englandi er
sú sama, það eru ótrúlega fáir
sem vita eitthvað um landið,
jafnvel þó íslendingar eigi erfitt
með að viðurkenna það. Imyndin
sem landið okkar virðist hafa
er kalt, dýrt og Björk! Það ætti
því vart að koma á óvart að
fáir Bretar virðast hafa áhuga
á að heimsækja landið í sumar-
leyfi, líklegast vegna þess hve
lítið landið er kynnt og auglýst.
Þegar almenn vitneskja um
landið er svona takmörkuð,
hvernig bregðast þá menn við
lestri slíkrar greinar? Til að fá
svör við því ákvað ég að spyija
nokkra Englendinga. Bað þá að
lesa grein Ivors og segja mér
álit sitt. Undantekningarlaust
voru þeir sammála um, að ef
um einhvem áhuga á íslandi
hefði verið að ræða í upphafi,
þá hefði hann slokknað eftir
þennan lestur!
Hvemig bregðast á við svona
níðskrifum má eflaust deila um,
en þegar reynslan sýnir mjög
takmarkaða þekkingu útlend-
inga á íslandi, hlýtur það að
hafa mikil áhrif þegar víðlesið
blað birtir greinar af þessu tagi.
Til að bregðast við þessu hafði
ég samband við ritstjóra blaðsins
og óskaði eftir að svara um-
ræddri grein og reyna að draga
upp aðra mynd af íslandi. Ekki
síður að sýna fram á áhugaverða
hluti sem skorti í grein breska
blaðamannsins. Hef ég þegar
lokið því og þegar þetta er skrif-
að bíð ég eftir svari um birtingu
hennar!
Eins og áður segir getur
umfjöllun af þessu tagi haft
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
ímynd íslands á erlendum vett-
vangi og alls ekki síður fyrir
íslenska ferðamannaþjónustu.
Eitthvað hefur verið fjallað um
grein þessa í íslenskum fjölmiðl-
um, en alls ekki nægilega. Getur
verið að íslendingar vanmeti
áhrif neikvæðrar umfjöllunar í
erlendum fjölmiðlum og er þá
ástæðan ef til vill sú að mörg
okkar virðast telja ísland nafla
alheimsins og bregðast því ekki
við sem skyldi?
Það er enginn vafí á því að
sendiráð íslands eiga að vera
vakandi fyrir svona umfjöllun
og reyna þá að leiðrétta hana.
Því hveijir eiga að vera málsvar-
ar íslands erlendis aðrir en þeir
sem þiggja fyrir það laun?!
ERLA Vigdís og Sóley Gyða leggja síðustu hönd
á hárgreiðslu Karenar Óskar og Karenar Birnu.
FÍN um hárið í sandkassanum.
Hárgreiósludagar í skóla
dagheimilinu Skólagerói
ILITLU húsi á lóð Kársnes-
skóla í Kópavogi er rekið
skóladagheimilið Skóla-
gerði fyrir sex til níu ára
nemendur. Fimmtíu og
fimm börn dvelja þar misjafnlega
langan tíma á degi hveijum. Líkt
ogtíðkast á sambærilegum stöð-
um eru þar matmálstímar og
„drekkutímar“. Þar læra börnin
og leika sér og vinna alls kyns
uppbyggileg verkefni undir leið-
sögn leikskólakennaranna.
Undarleg angurværð
Eins og að líkum lætur er jafn-
an ys og læti, fjör og kæti. Suma
daga dettur þó allt í dúnalögn.
Börnin eru upptekin af áhuga-
málum sínum og undarleg angur-
værð hvílir yfir öllum. Einn slík-
an dag er hárgreiðsla í hávegum
höfð. Sóley Gyða Jörundsdóttir,
forstöðumaður, Erla Vigdís
Kristinsdóttir og Guðrún Björns-
dóttir, leikskólakennarar, segja
að krökkunum þyki óskaplega
gott að láta greiða sér og þeim
finnist gaman að vera með ýmsar
kúnstugar hárgreiðslur.
„í fyrra vann hér stúlka sem
kunni að gera alls konar fléttur.
Stelpurnar voru alltaf að biðja
hana að setja fléttur í hárið á sér
og smám saman lærðum við líka
listina. Við eigum mjög notalegf
stundir með börnunum þegar vi
Greipaldinsafi
breytir áhrifum sumra lyfja
INNTAKA sumra lyfja með
greipaldinsafa breytir áhrifum
þeirra samkvæmt rannsókn-
um, sem kynntar voru á ráð-
stefnu bandarísku efnafræði-
samtakanna í Orlando í
Flórída í síðasta mánuði.
Þannig innbyrt eru áhrif
þeirra sögð geta aukist um
300% og gert annars eðlilegan
lyfjaskammt stórhættulegan.
Aðrir sítrusávaxtadrykkir, t.d.
appelsínusafi, eru ekki sagðir hafa
sömu áhrif. Við munnlyfjainntöku
ásamt greipaldinsafa breytist lyfja-
magnið sem fer út í blóðrásina. í
kjölfar rannsóknanna eru þeir sem
vinna að þróun lyfja áhugasamir
um að gera lyf sín virkari með því
að nýta sér eiginleika ávaxtarins.
Rannsóknarmenn telja að efni í
greipaldinsafanum hindri hæfileika
ensíms í meltingarveginum til að
bijóta lyfíð niður og opni þvi greið-
ari leið inn í blóðrásina. Lagt er til
að lyfsalar setji miða með varnaðar-
orðum á sum lyfjaglösin.
Fréttastofan The Associated
Press greindi nýverið frá framan-
greindum niðurstöðum og vitnar í
nokkra vísindamenn, sem fengist
hafa við rannsóknir af þessu tagi.
„Þótt enn hafi ekki verið sýnt
fram á læknisfræðilegt gildi greip-
aldinsafans, lofa rannsóknir góðu,“
sagði lyfjafræðingurinn Barbara
Ameer frá Princeton í New Jersey,
sem kynnti niðurstöður sinar á ráð-
stefnunni í Orlando.
„Þeir sem taka inn svokallaða
kalsíumblokkara, t.d. felódipín, ní-
fedipín og skyld lyf, sem gefin eru
við háum blóðþrýstingi og hjarta-
öng, geta þrefaldað áhrif lyfsins
með því að drekka greipaldinsafa
um_ leið,“ segir Ameer.
Áhrif greipaldins hafa verið
rannsökuð í tengslum við algeng
lyf, þar á meðal estrógen-hormóna-
lyf, sem konur taka stundum á
breytingaskeiðinu og jafnframt eru
notuð í krabbameinslækningum,
auk ofnæmislyfja, sem innihalda
terfenadine, sem hérlendis eru
nefnd teldanex og terex. Neysla
greipaldinsafa innan tveggja stunda
frá inntöku þessara lyfja er sögð
hafa sýnileg áhrif, sem sjá megi á
hjartalínuritum sjúklinga.
Sparnaður
Til lækninga eru mestar vonir
bundnar við notagildi greipaldins í
tengslum við líffæraflutninga. Vís-
indamenn segja að greipaldin sem
viðbótarefni lyfja geri líffæraþegum
kleift að taka inn minni skammt
af dýrum lyfjum sem ætluð eru til
að koma í veg fyrir að líkaminn
hafni líffærunum.
Rannsóknir dr. Gary Yee, aðstoð-
arprófessors við lyfjafræðiháskóla
í Flórída, beindust að áhrifum greip-
aldinsafa á cýklósporin, lyf sem
m.a. iíffæraþegum er gefið til að
draga úr hættu á að líkaminn hafni
ígræddu líffæri. Dr. Yee komst að
því að að greipaldinsafi eykur cýkló-
sporinmagnið í blóðinu um allt að
40%. Hann segir uppgötvunina afar
mikilvæga, því lyfið sé mjög dýrt,
kosti fimm til tíu þúsund dollara á
hvern líffæraþega á ári, sumir verði
að taka lyfið alla ævi og margir
verði að standa straum af kostnað-
inum sjálfir.
„Ávinningurinn af að drekka
greipaldinsafa með sumum lyfjum
felst í því að meira fer af þeim út
í blóðrásina og þannig er hægt að
minnka lyfjaskammtinn," segir dr.
Yee.
Þótt ávinningurinn kunni að vera
einhver gagnast ávaxtasafínn ekki
öllum sjúklingum eins og David
Bailey uppgötvaði á rannsóknar-
stofu sinni í heilsuvísindamiðstöð í
Kanada. Hann komst að því að sum
lyf tekin með greipaldinsafa geta
leitt til að hættulega stór skammtur
lyfsins er innbyrtur. Bailey grunar
að slíkt hafi hent þá sem hafa veikst