Morgunblaðið - 03.11.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.1996, Síða 2
2 C SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ -t FERÐALÖG í I i ; | t i | | ! t I góðu yf irlæti á eyju undan Af ríkuströndum Máritíus er örlítil eyja undan Afríkuströndum þar sem milljón íbúar eru af blönduðum uppruna og aðhyllast mismunandi trúar- brögð. En friður og eindrægni ríkir meðal þeirra og ferðamönn- um finnst gott að leita þangað að sögn. BESTWOOD Lodge nærri Nottingham er eftirsótt draugahótel. Gist hjá draugum á enskum hótelum Uppáhaldsveitingastaður Örnu Schrant er við sjávarsíðuna BÁRCELONA hefur verið afar vinsæll áfanga- staður íslendinga nú í haust og í vetur, enda margt þar í boði bæði í menningar- og skemmtanalífinu. Blaða- maður Morgunblaðsins átti þar stuttan stans ásamt vin- konu sinni fyrir nokkrum vikum og snæddi á afar ódýrum og góðum sjávar- réttamatsölustað við sjávar- síðuna. Veitingahúsið heitir Can Majó og er á Almirall Aixada 23, sem er um fimmtán mínútna göngu frá minnisvarðanum við enda Römblunnar. Símanúmer staðarins er 2215455 VfniA frá Katalóníu Látlaus í lítilli hliðaraötu Can Majó lét reyndar lítið yfir sér á þröngri hliðargötu á litlu svæði við höfnina sem nefnist La Barceloneta. Skammt frá staðnum bærð- ust pálmatrén í hafgolunni og ljúf angan sjávarins barst að vitum okkar. Svolítið ævintýralegt andrúmsloft, en samt hefði okkur ekki dottið í hug að þarna gæti leynst frábær matsölustað- ur. Okkur hafði hins vegar verið bent sérstaklega á hann af kunningjum okkar sem höfðu dvalist í Barcel- ona rétt á undan okkur. Þegar inn var komið blasti við afar notalegur og hreinlegur staður, hlýir litir á veggjunum og kertaljós á borðum. Ungur kataiónskur þjónn tók á móti okkur og vísaði til borðs í innsta sal staðarins og rétti okkur matseðilinn. Hvílíkar krásir voru í boði og hve erfitt var að velja! Risarækjur, allar stærðir og gerðir af krabba, humar, skelfískur °g margt, margt fleira sem hugurinn girntist. Ungi þjónninn kom aftur að borðinu og spurði hvort við værum búnar að ákveða okkur. Hann talaði reyndar svolítið bjagaða ensku og þar sem við skildum varla stakt orð í katalónsku gekk okkur erfíðlega að skilja hvert annað. Rétt á eftir kom eldri þjónn, að því er virtist yfirþjónn staðarins, pikkaði í unga þjóninn, gaf honum merki um að draga sig í hlé og kallaði á annan þjón, sem talaði fullkomna ensku. Sá útskýrði á fag- mannlegan hátt muninn á öllum krabbategundunum ALLAR þjóðir eiga sína drauga. Sum- ir þykja viðskotaillir, en aðrir búa í sátt og samlyndi með lifendum sem oft þykir spennandi að vita af þessum verum í kringum sig. Bretum þykir til dæmis mikið til sinna drauga koma og nýta sér þá á ýmsan hátt, ekki sfst í ferðaþjónustu. Hóteleigandi, sem getur státað af draugagangi, er á grænni grein. Ef íslendingar vilja kynnast öðrum draugum en hinum þjóðlegu mórum og skottum okkar, geta þeir kynnst þeim bresku sem eru yfirleitt öllu fágaðri í háttum. í nýjasta hefti tíma- ritsins Travel Holidayer ferðalöngum bent á nokkur bresk draugahótel. ÁstríAuglæpur f Norfolk í kránni og gistiheimilinu The Bell í Thetford í Norfolk gengur Betty Radcliff aftur og verður hennar helst vart í herbergi 10. Betty rak krána af skörungsskap í byijun 19. aldar. Hún hélt við hestasveininn og voru ástafundir þeirra í herbergi 10. Elsk- endunum varð sundurorða og urðu málalyktir þær að hestasveinninn réð henni bana. Eitt það síðasta sem Betty sá í þessu lífí var freska sem máluð er á einn vegg herbergisins. Nú er veggmyndin vemduð með gler- hlíf en á hveijum morgni, eftir að Betty hefur verið á stjái í herbergi 10, eru fmgraför hennar innan á gler- hlífínni. The Bell er í raun tvær byggingar. Verð er frá 124 dollurum á nóttu fyrir tveggja manna herbergi, en gist- ing í herbergi 10 kostar 149 dollara og það er vissara að panta með fyrir- vara. Sími: 00-44-1842-754- 455. Barnsgrðtur Bestwood Lodge er nálægt Nott- ingham, mikil og ógnvekjandi bygg- ing frá tímum Viktoríu drottningar. Áður stóð veiðikofi konungs á þess- ari lóð en hann var byggður árið 1363. í Bestwood Lodge segja fróðir menn að sé fjöldi drauga. Algengast er að gestir heyri barnsgrát frammi á gangi, en þegar dyrnar em opnaðar eru þar að sjálfsögðu engin böm. Þrátt fyrir að sumum létti ef til vill við þá uppgötvun, þá em þeir þó fleiri sem fínnst þessi „grátur að handan" lítt skemmtilegur. Bestwood Lodge þykir mjög draugaleg bygging með öllum sínum turnum og steinhöfðum dýra og sér- staklega ógnvekjandi í myrkri. Gist- ing er þar í ódýrara lagi, miðað við margar aðrar draugahallirnar og kostar ódýrasta herbergi 97 dollara á virkum dögum en 82 dollara um helgar. Morgunmatur er innifalinn. Sími: 00-44-115-920-3011. Einn munkanna varð eftir Vilji ferðalangar njóta sveitasæl- unnar, þá er gamla munkaklaustrið í Blanchland, norðariega í Englandi, tilvalinn kostur. Þar er rekið hótelið The Lord Crewe Arms í gömlu klaust- urbyggingunni frá 1165. Hinrik kon- ungur áttundi sló hins vegar eign sinni á klaustrið árið 1536 og fluttu þá munkamir í burtu. Sagan segir að einn þeirra að minnsta kosti hafi þó orðið eftir og sé enn á ferli um klaustrið. Gestir hótelsins hafa vakn- að upp á nóttunni og séð hann kijúpa við rúmið þeirra í bæn. Herbergin í The Lord Crewe Arms em nánast eins misjöfn og þau eru mörg. í sumum em stórar og gamal- dags lokrekkjur, en í öðrum öll nýj- ustu þægindi, t.d. nuddpottur. Gist- ingin kostar frá 174 dollurum á nóttu. Sími: 00-44-1434-675-261. Þröng á draugaþlngl Setrið Ettington Park nálægt Stratford-upon-Avon hefur verið í eigu sömu ættarinnar í 900 ár, en byggingu hússins sem nú stendur þar var lokið árið 1862. Haft er á orði að það sé jafn gott að draugar taki lítið pláss, því svo margir séu þeir í Ettington, að vart væri pláss fyrir gesti létu þeir allir til sín taka. Þekkt- ustu draugamir er Gráa hefðarfrúin, sem draugafræðingar segja raunar að sé tvær konur fremur en ein, munkur og tvö börn. Gisting hjá öllum þessum draugum í Ettington Park kostar frá 199 doll- uram nóttin, en hótelsvítan kostar 500 dollara. Að vísu er morgunmatur innifalinn í þessum fjárhæðum. Vilji ferðalangar kosta minna til, þá er vert að spyija um afsláttartilboð. Sími: 00-44-1789-450-123. ■ MERKJAHÆÐ fyrir ofan höfuðborgina. Ekki fer gott orðspor af búskap Hollendinga. Á þeim tíma er sagt að eyjan hafi verið vaxin skógi milli fjalls og fjöru. Afkomendur áðurnefndra landnema virðast hafa búið þar í eindrægni og um- gengist náttúmna af virðingu og alúð. Hollendingar mega þó eiga að þeir komu með ótal margar kryddtegundir sem fest hafa rætur og umfram allt komu þeir með sykurreyrinn í pússi sínu og plönt- uðu honum. Sykurrækt hefur allt fram á þennan dag verið undirstað- an í atvinnulífi eyjarskeggja. Fluttu krydd og sykur- reyrtil Máritíus Þó er iðnaður í sókn síðustu ár og framleiðsla á textílvamingi gef- ur vaxandi tekjur, fiskveiðar eru nokkrar og fleira mætti nefna, en eins og fiskur er undirstaða okkar efnahags er sykurinn fiskur Már- itíusa. Fátt annað en krydd og sykur- reyrsflutning fá Hollendingar hrós fyrir. Máritíusar sögðu við mig glottandi að þeir hefðu komið með sykurreyrinn til að þeir gætu búið til nóg af rommi enda hafi þeir verið hinir mestu drykkjuboltar. Hollendingar hjuggu skógana en það sem verst er, þeir útrýmdu hinum fræga dódófugli sem lifði á Máritíus. Dódó er alls staðar þótt útdauður sé fyrir löngu Þó liðnar séu aldir síðan dódó- fuglinum var útrýmt vegna græðgi og skilningsleysis Hollendinga er dódófuglinn mjög nálægur á Már- itíus. Eftirlíkingar af honum — þótt enginn viti raunar hvernig hann leit út — eru skornar út í tré, mótaðar í málma eða höggnar í stein. Alls konar minjagripir bera stimpil eða mynd dódófuglsins og söngvar og sögur eru gerðar hon- um til hyllingar. Höfuðborgin heitir Port Louis MÁRITÍUS er ósköp lítil eyja, inn- an við tvö þúsund ferkílómetrar að stærð. Hún liggur í Indlandhafi um sex hundruð kílómetra austur af Madagaskar og telst því til Afr- íku. Stór hluti eyjarinnar er vaxinn sykurreyr og þegar sykurreyrinn blómstrar er hann tilbúinn til skurðar. Mér var sagt að á nokk- urra ára fresti væri hver sykurekra hvíld í tvö ár og síðan er plantað aftur. Þótt um helmingur landsins sé þakinn skógi er aðeins lítill hluti hans eldri en hundrað ára. Mjög vel er fylgst með skóginum og grisjað og plantað reglulega eftir því sem þurfa þykir. Eina uppruna- lega skóglendið er við fljót sem heitir Svartá og í henni eru falleg- ir fossar, Tamarind. í grenndinni er svæði sem er kallað Lituðu jarð- irnar og er moldin þar í regnbog- ans litum. Sæfarar frá Óman komu fyrstir tll Máritíus Sagt er að arabískir sægarpar frá Óman hafi vitað um eyna löngu áður en hún var numin. Þeir höfðu stundum vetursetu á eynni á sigl- ingum sínum og nefndu hana Silfurey. Portúgalir munu hafa verið fyrstir til að setjast að á Márítíus á 16. öld og slepptu þeir ýmsum dýmm á land. Portúgalir kölluðu hana Svanseyju. Þeir fluttu með sér þræla frá Áustur-Afríku og úr Austur-Indíum og eru þeir ásamt hvítu Portúgölunum taldir frumbyggjar landsins. Það var ekki fyrr en Hollending- ar tóku þarna land hundrað áram síðar að eyjan var í reynd numin. Kryddveldi þeirra í austrinu stóð þá með blóma og þeir gáfu eynni nafnið Máritíus sem festist við hana. BARCELONA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.