Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1998 C 3 FERÐALÖG Á DANS- Og söngvasýningn í Port Louis. Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir Þótt helmingur Mauritius sé þukinn skógi er nðeins lítill hluti hans eldri en hundruð óra. Eina upp- runalega skóglendið er við ffljót sem heitir Svartó og í henni eru fallegir fossar, Tamarind. SKAMMT frá Tamarind-fossum. og er notaleg borg. Hún hefur yfir sér breskt svipmót, einkum í eldri hverfum, enda stjórnuðu Bretar á aðra öld og Máritíus er hluti af breska samveldinu. Við þinghúsið trónir stytta af Viktoríu drottningu. í bænum eru hof, musteri, kirkj- ur, synagógur svo að hver geti iðkað trú sína að vild. Þá eru ótelj- andi veitingastaðir og segir það sig náttúrlega sjálft með tilliti til þess hve marglitur uppruni íbú- anna er að þar er að fá mat frá öllum heimshornum. Þar fannst mér þó indverskir og kínverskir staðir bera af. Nokkrir bjóða af- ríska góðmetisrétti auk hefðbund- inna staða með evrópskan mat. Fyrir ofan bæinn gnæfir Merkja- hæð yfír Port Louis og þar er ein- stakt útsýni svo við borð lá að mér fyndist ég sjá yfir eyjuna alla. Vaxandí ferðamannastraumur Máritíusar hafa sína þjóðlaga- og danshefð. Hún er eins og fleira undir margs konar áhrifum en úr hefur orðið ijörmikil blanda. Dans- sýningar eru vinsælar hjá ferða- mönnum og litadýrð í söng og dansi ber lífsgleði vitni. Ferðamannastraumur til Már- itíus hefur verið vaxandi án þess þó að fara úr böndunum. Evrópubú- ar og Bandaríkjamenn sækja þang- að í töluverðum mæli, efnaðir hvít- ir Afríkubúar og nýjasta viðbótin munu vera Japanir. Hótel er að fá í öllum verðflokkum en mér fannst það galli á gjöf Njarðar að mörg hótel setja það sem skilyrði að gest- ir séu í hálfu fæði. Mér þótti miklu skemmtilegra að rölta inn til Port Louis og fara á litla staði þar sem úrvalið er meira og verð yfirleitt lægra. Máritíus er ekki beinlínis ódýr áfangastaður, t.d. fyrir íslendinga ' þótt ekki væri nema fjarlægðarinn- ar vegna. En þegar þangað er svo komið má finna ýms tilboð og það er gott að leita til ríkisferðaskrif- stofunnar í Port Louis til að fá aðstoð og upplýsingar. Mér fannst starfsfólkið einkar liðlegt og það viil allt fyrir gesti gera. Ferðamenn hafa nóg við að vera á Máritíus, skoðunarferðir um eyna eru góð afþreying og margt að sjá, sjóstangaveiði við suðurströndina, perluköfun fyrir utan, alls konar íþróttaiðkun og svo náttúrlega að sleikja sólina. Mér finnst það kostur við Máritíus að þar er fallegt og mjúkt þótt ofmælt sé að landslagið sé tilkomumikið. Það sem lengst situr eftir er þó áreiðanlega hlýtt viðmót fólksins og sú mikla sátt sem allir virðast vera í, hvort sem er við gesti og gangandi eða það sem enn betra er, við sjálfa sig. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir NANNA Briem á veitingastaðnum Can Majó í Barcelona. og eftir smá-umhugsunar- frest ákvað önnur okkar að velja krabbarétt, en hin blandaðan sjávarrétt. Þjónamir þrír stóðu enn við borðið og sá elsti spurði okkur hvað við vildum drekka með. Ég hef nú allt- af verið hrifin af vínum frá Rioja-héraðinu á Spáni og spurði hvort þeir byðu upp á það. „Jú, reyndar," sagði eldri þjónninn, og ég var ekki frá því að hann væri svolítið súr yfir því að ég skyldi ekki velja katalónskt vín. „Eigið þið kannski eitt- hvert gott vín frá Katalón- íu,“ spurði vinkona mín að bragði. Það lifnaði yfir þeim gamla og hann mælti með Torres hvítvíni frá Pénedes- héraðinu, einu besta vínhér- aði Katalóníu. Fransola vínið frá Torres var komið á borðið og á meðan við biðum eftir matn- um gæddum við okkur á BLÖNDUÐU sjávarréttirnir. grænum ólívum og pylsu- sneiðum. Vínið bragðaðist líka afskaplega vel, eins og þjónninn hafði reyndar lofað. Ekki leið á löngu þar til aðalrétturinn var borinn á borð fyrir okkur. Grillaði krabbinn var ljúffengur og blönduðu sjávarréttirnir voru svo sannarlega lost- æti. í eftirrétt fengum við okkur svo gómsætar kökur og sterkt kaffi að hætti Katalóna. Verðið á Can Majó var mjög hagstætt. Fyrir fveggja rétta máltíð með víni, sódavatni og kaffi borguðum við um fimm þúsund krónur íslenskar fyrir okkur tvær. Þetta fannst okkur vel sloppið. Eftir vel heppnað kvöld á Can Majó kvöddum við staðinn og héldum saddar og glaðar út í nóttina í Barcelona. Fræðslurit um Hengilssvæðið HENGILSSVÆÐI er fjórða ritið í röð fræðslurita sem Ferðafélagi íslands hóf útgáfu á árið 1985.1 ritinu er fjallað um Hengil og landið umhverfis, s.s. Grafning oghluta Hellisheiðar. í fréttatilkynningu frá Ferða- félaginu segir að Hengilssvæðið sé-áhugavert og stórbrotið útivist- arsvæði sem ry'óti sívaxandi vin- sælda. Lengi hafi skort handhæga leiðsögn um svæðið, þar sem gerð væri aðgengileg grein fyrir bæði helstu gönguleiðum ásamt skoð- unarverðum stöðum og almenn- um dráttum í jarðfræði svæðisins. Úr því bæti Ferðafélagið með þessari litlu bók. Sigurður Krisijánsson, kenn- ari, skrifar kaflann Göngvleiðir og staðhættir, þar sem fjallað er um fjöll og fell og bent á hentug- ustu gönguleiðir. Fjöldi litmynda prýðir þennan kafla. Höfundur jarðfræði- legs yfir- lits er Kristján Sæmunds- son, jarð- fræðirtg- ur, en þar er fjallað um eld- stöðvar og berggerð, landslag og landmótun, jarðhita og fjölda skoðunarverðra staða. Fimm jarðfræðikort í lit eru í kaflanum. Félagsverð er 1.500 krónur, en almennt verð bókarinnar er 1.900 krónur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.