Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1996, Blaðsíða 4
A D SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR Discovery XSi hnotskurn Dísilvél: 2,5 lítrar, §6rir strokkar, 8 ventlar, 111 hestöfl, forþjappa, milli- kælir. Sítengt aldrif. Aflstýri - veltistýri. Samlæsing með fjarstýr- ingu. Rafdrifnar rúður. Rafstillaniegir hliðarspegl- ar. Hemlalæsivörn. Útvarp. Þjófavörn. Lengd: 4,48 m. Breidd: 2,18 m. Hæð: 1,91 m. Hjólhaf: 2,54 m. Hæð undir lægsta punkt: 20 cm. Þyngd: 2.080 kg. Eldsneytiseyðsla: 12 1/100 í þéttbýli, 8 1 á þjóð- vegi. Staðgreiðsluverð kr.: 3.190.000. Umboð: Bifreiðar og land- búnaðarvélar, Reykjavík. Morgunblaðið/jt DISCOVERY er álitlegur jeppi með sítengdu aldrifi og fáanlegur með bensín- eða dísilvélum. Þýður Discovery með hljóölátri dísilvél MÆLABORÐ er að mestu með góðri uppsetningu. Stýrið skygg- ir þó aðeins á rofa sem eru á brún stokksins umhverfis hraða- og snúningshraðamæla. TVÖ smásæti eru aftast í XS gerðinni. Farangursrými mælist yfir einn rúmmetra. LAND Rover Discovery hefur ekki verið fyrirferðamikill í íslenska bílaflotanum en á vegum umboðs- ins, Bifreiða og landbúnaðarvéla, eru nú komnir nærri tveir tugir Discovery á götuna og verður trú- lega orðið annað eins í árslok. Allir jeppar frá Land Rover eru nú í boði og kennir þar margra grasa eins og þegar hefur verið fjallað um hér í blaðinu. Auk Discovery er flaggskipið Range Rover fáanlegur og svo Land Rover með „gamla“ laginu sem nú heitir Defender og er hann aðeins pantaður eftir óskum hvers og eins. Discovery er með sí- tengdu aldrifi, fimm eða sjö manna og fáanlegur í þremur út- gáfum, tveimur með dísilvél með mismunandi búnaði og einni með bensínvél. Verðið er frá tæpum 2,6 uppí nærri 3,9 milljónir króna, allt eftir búnaði og þægindum sem sníða má talsvert mikið að óskum hvers og eins. Við skoðum nánar Discovery XS með dísilvél og handskiptingu. Discovery er hár bíll og virkar því kannski dálítið kubbslegur. En hann er sterklegur á velli og hann er kantaður og því ekki um of í ætt við fólksbíl. Þetta er fyrst og fremst jeppi og lítur þannig út en er samt sem áður búinn margs konar þægindum. Brotlína er ofarlega í hliðunum og hliðar- listi neðarlega og þakið er með stalli um miðju og þakglugga aft- ast á hliðum. Stuðarar eru fínleg- ir og hurð að aftan opnast til hlið- ar. Discovery hefur ekki tekið stórkostlegum ytri breytingum frá því hann kom fyrst á markað árið 1989 en ýmsar endurbætur og nýjungar hafa þó verið gerðar. Rúmgóður að Innan Discovery er rúmgóður að inn- an. Gott er að sitja í framsætum og þau er hægt að stilia á fjöl- breyttan hátt og sömuleiðis er bíllinn búinn veltistýri. í aftursæt- um er einnig gott pláss til allra átta og þar fer þokkalega vel um þrjá og hefur miðjufarþeginn magabelti en hinir venjulegt þriggja punkta belti. Farþegar við glugga hafa há sætisbök en ekki miðjufarþeginn og mætti fremur hugsa sér að í aftursæti væru þrír höfuðpúðar. Mælaborðið er með nokkuð hefðbundnum hætti, hraða- og snúningshraðamælar, eldsneytis- og hitamælar beint fram af öku- manni undir bogadreginni hlíf og á kanti hennar sitja rofar fyrir hita, þurrkur og þvott á aftur- rúðu, þokuljós og stillingar á út- varpi svo nokkuð sé nefnt. Galli við þessa staðsetningu rofanna er að stýrið skyggir alltaf svolítið á þá. Útvarpið og miðstöðvarrofar eru á miðju mælaborðinu eins og venjan er, gírstöng í gólfinu og aftan við hana rofar fyrir raf- magnsrúður. Eins og fyrr segir er Discovery með sítengdu aldrifi, háu og lágu. Hægt er að læsa bæði háu og lágu drifi gegnum millikassann og tryggir það betra átak þar sem gripið er mest. Discovery er fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli eða 4,0 lítra bensínvél sem er 182 hestöfl. Prófaður var bíll með dísilvél og er hún fjög- urra strokka, með 8 ventlum og 111 hestöfl. Hún togar 265 Nm við 1.800 snúninga. Hámarks- hraði hennar er 150 km/klst. og er hún 18,5 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Elds- neytiseyðslan er 8 1 á 100 km á 90 km hraða á þjóðvegi og 12 1 í þéttbýli. Góö seigla Þetta er hljóðlát vél og þýð- geng. Hún hefur ekkert ofurvið- bragð en einkenni hennar er seigla og góð vinnsla. Á þjóðvegi er auðvelt að halda eðlilegri siglingu á 90 km hraða í fímmta gír (fjórða gír í Kömbunum) og þarf ekki að skipta meira niður en í í fjórða þótt leggja þurfi í brekkur. Við framúrakstur verður einnig að skipta niður í fjórða gír til að drífa hann af og ná betri hröðun. Diseovery er að flestu leyti ágætlega lipur í akstri og meðför- um. í þéttbýlinu er vandræðalaust að athafna sig með hann í öllum aðstæðum enda ekki lengri en gengur og gerist með fólksbíla af millistærð, 4,48 m langur, hann leggur ágætlega á og ökumaður situr hátt og sér vel til allra átta. Fimm gíra handskiptingin er lipur og mjúkleg en samt sem áður þarf að ná einhvers konar lagi til að skiptingin gangi hnökralaust og kemur það með meiri akstri. Discovery er búinn gormafjöðrun sem er sérlega mjúk og slaglöng. Fer hún mjög vel með bílinn yfir grófustu malarvegi og liggur Fjöðrun Rými Rásfesta Viðbragð ÁGÆTT rými er í aftursætum. Discovery mjög vel fyrir það og sídrifið. VerA eftlr búnaðl Verðið á þeim Discovery sem var prófaður, þ.e. XS gerðinni, er kr. 3.190.000. Sé hann tekinn með sjálfskiptingu hækkar það um kr. 200.000. Ódýrari gerðin kostar 2.590.000 en hann er nokkuð minna búinn en XS gerð- in. Þar vantar m.a. sóllúgurnar, ekki er leður á sætum, ekki heml- alæsivörn, ekki aukasætin aftast og ekki álfelgur. Útgáfan með bensínvélinni kostar kr. 3.690.000. Telja verður þetta sæmilega gott verð og þá kannski helst á dísilútgáfunni sem er minna búin. Þar hefur engu verið sleppt sem telja má til nauðsynja og sú út- gáfa er fremur keypt ef menn hyggjast breyta einhverju. Disco- very er álitlegur vagn, þýður, rúmgóður og rásfastur. Snerpan í dísilvélinni er ekki beint sérstök en hún bætir það upp með seigri vinnslunni. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.