Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIDJA MORGUNBLADSINS MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 1996
Selja 100 tonn af fiski til
franskrar verzlanakeðju
wmmm^^mmmmm^m^^mmmmmm söluskrifstofa ís-
ÍS semur við Systeme U "“Sní
um sölu á 4 fisktegundum “1%
í neytendaumbúðum keðJuna Systeme u 1
" Frakklandi um sölu á
100 tonnum af fiski í neytendaumbúðum í desembermánuði. Um er að ræða
beinlaus og roðlaus fiskstykki af þorski, steinbít, laxi og skötusel, sem unnin
eru hjá sjávarútvegsdeild KEA í Hrísey og á Dalvík. Fyrstu þrjár tegundirn-
ar eru veiddar við Island, en skötuselurinn er keyptur hálfunninn frá Banda-
ríkjunum og fullunninn í frystihúsum KEA.
Ólafur Þorsteinsson, forstöðumaður
skrifstofunnar í Frakklandi segir að
þessi samningur sé mjög mikilvægur,
enda sé um mikinn virðisauka fyrir
framleiðendur heima að ræða og miklu
máli skipti að selt sé undir vörumerki
ÍS, Samband of Iceland.
Veltan um 600 mllljardar króna
„Við höfum unnið í meira en ár að
þessu máli, en síðastliðið sumar var
umgjörðin fullgerð og samningurinn
hefur nýlega verið undirritaður.
Systeme U rekur þrjár gerðir af versl-
unum, risamarkaði, stórmarkaði og
minni verzlanir, samtals um 770, og
velta keðjunnar er um 600 milljarðar
íslenzkra króna á ári. Við erum þarna
að selja ákveðna ímynd, mikið unna
hreina afurð, jafnstóra fiskbita, sem
eru bæði roð- og beinlausir. Þetta eru
ekki tilbúnir réttir, en þægindi neyt-
enda eru óneitanlega aukin með þess-
um hætti. Við auglýsum ísland og ís-
lenzkan sjávarútveg með fiskinum,
sem er í mjög vönduðum og áberandi
umbúðum. Leggjum áherzlu á hrein-
leika og gæði afurðanna og kennum
neytendum að matreiða fískinn.
Vandaðar umbúðlr og uppskriftir
Við fengum mjög kunnan franskan
matreiðslumann til að búa til upp-
skriftir, sem eru bæði á umbúðunum
og í bæklingum, sem liggja fram við
frystiborðin í verzIununum. Umbúðirn-
ar eru hannaðar heima á íslandi og í
náinni í samvinnu við stjórnendur
Systeme U. Á sérstakri kynningu fyrir
verzlunarstjóra keðjunnar reyndust
viðbrögð það góð að pantanir fyrir
desembermánuð urðu þrefalt meiri en
ráð var fyrir gert í upphafi. Þetta fer
því vel af stað. Síðan á eftir að koma
í ljós hvernig viðtökur neytenda verða,
þær ráða úrslitum um framhaldið,"
segir Ólafur.
Skötuselurinn keyptur
frá Bandaríkjunum
Fyrstu gámarnir af þessum afurðum
eru að fara út í þessari viku. Eins og
áður sagði er fiskurinn allur unninn
hjá frystihúsum KEA á Dalvík og í
Hn'sey. Laxinn er keyptur af Silfur-
stjörnunni í Öxarfirði, steinbíturinn á
innlendum mörkuðum og forunninn
hjá steinbítsframleiðanda á Dalvík en
sjávarútvegsdeild KEA sér alveg um
þorskinn. Vegna takmarkaðs framboðs
á skötusel á íslandi og hás verðs á
honum var farin sú leið að kaupa hann
hálfunninn frá Bandaríkjunum og full-
vinna heima.
„Við leggum mikla áherzlu á kynn-
ingu á þessum afurðum, bæði á um-
búðunum, með uppskriftum og sér-
stakri umfjöllun í tímaritum og blöð-
um, sem er að hefjast um þessar mund-
ir. Þetta verkefni er reyndar eitt af
nokkrum fleiri í svipuðum dúr, sem
unnið er að, en ekki er tímabært að
skýra frá að svo stöddu," segir Ólafur
Þorsteinsson.
3 Baldvin Gíslason
í Hull
Aflabrögð
Aflayfirlit og
staðsetning
fiskiskipa
Markaðsmál
0 Veiðar dragast
saman og verð
hækkar á túnfisk-
inum
Greinar
Hugleiðing um
frelsi
KLEIIVIURIMAR STEIKTAR
• HÖSKULDUR Guðmundsson,
kokkur á Áma Friðrikssyni, er
þekktur fyrir kleinurnar sínar.
Hann lætur af störfum um ára-
Morgimblaftið/Muggur
mótin enda orðinn 67 ára gam-
all. Höskuldur hefur verið á sjó
frá 16 ára aldri eða í meira en
hálfa öld.
Fréttir Markaðir
Samherji og
Hrönn ræða
sameiningu
• ST J ÓRNENDUR útgerð-
arfyrirtækjanna Hrannar
hf. á ísafirði og Samherja
hf. á Akureyri áttu á laugar-
dag fund um samstarf fyrir-
tækjanna með hugsanlega
sameiningu þeirra í huga.
Markmiðið með viðræðun-
um er að tryggja stöðu fyrir-
tækjanna þó á þessari
stundu liggi ekkert fyrir
hvað kemur út úr viðræðun-
um./2
Reynslu skortir
í úthafsveiðar
• ÍSLENDINGAR þurfa að
afla sér mun víðtækari
reynslu og þekkingar til að
geta stundað útgerð og veið-
ar á fjarlægum miðum, að
mati Jens Vaidimarssonar
hjá Isbú og Sigurbjörns Sva-’
varssonar hjá Granda, en
úthafsveiðar okkar skila í
kringum tíu milljörðum í
þjóðarbúið á þessu ári./3
Ámóti
endurnýjun
• AÐALFUNDUR LÍÚ
lagðist gegn því að samning-
ur okkar við Norðmenn um
loðnuveiðar yrði endurnýj-
aður. Fundarmenn vildu
hinsvegar að stjórnvöld
ynnu að því með útvegs-
mönnum að stuðlað yrði að
áframhaldandi jákvæðri
þróun úthafsveiða./5
Krefjast
rannsóknar
• TVEIR hollenskir þing-
menn á Evrópuþinginu hafa
skorað á Evrópusambandið
að hefja rannsókn á fréttum
og fullyrðingum um að stór
hluti fisklandana, eða um
40%, i Bretlandi sé „svart-
ur“./6
Sveiflur í
lánveitingum
• NOKKRAR sveifiur hafa
verið í lánveitingum Fisk-
veiðasjóðs til útgerðar og
fiskvinnslu á undanförnum
árum. Á eftirfarandi töflu
má sjá yfirlit yfir lánveit-
ingarnar frá og með árinu
1985 á verðlagi hvers árs.
Athygli vekja miklar lán-
veitingar árið 1989, eða
rúmlega 3,8 milljarðar
króna. Aðeins tveimur
árum seinna er upphæðin I
krónum talið langt innan
við helmingur þess, sem
Iánað var þá. Á síðasta ári
námu almennar lánveiting-
ar sjóðsins 2,3 milljörðum
króna. Hin síðustu ár hafa
vanskil við sjóðinn nánast
engin verið.
Þróun lánveitinga
Fiskveiðasjóðs 1985-95
Milljónir króna,
á verðlagi hvers árs
Mest lánað
til Reykjaness
Skipting lánveitinga
Fiskveiðasjóðs 1995
Eftir landshlutum,
milljónir króna
Vesturland 10,3%
Vestfirðir
Norðurl. v.| 0,1%
Norðurl. a.pTj 5,3%
AusturlandífT3Mffrl
Suðurland 8,8%
Reykjanes
Reykiavík^aai 10,0% ^ |
Metár í
fisksölunni
• FYRSTU tíu mánuði árs-
ins seldu sölufyrirtæki Is-
lenskra sjávarafurða í Eng-
landi, Þýskalandi og Frakk-
landi sjávarafurðir fyrir
jafnvirði 7 milljarða ísl. kr.
og er það sölumet í sögu
fyrirtækisins. Á sama tíma-
bili í fyrra seldu sömu fyrir-
tæki fyrir jafnvirði 6,4 millj-
arða kr. og er söluaukningin
millli ára nálægt 10%./8
• SJÓÐURINN hefur lánað
mismikið til einstakra kjör-
dæma. Mest fór í fyrra til
Reykjaness, nærri fjórð-
ungur allra lána og til Vest-
fjarða og Austurlands fóru
um 20% lána í hvort kjör-
dæmi. Athygli vekur að
þrátt fyrir mikil umsvif á
Norðurlandi fara rétt rúm-
lega 5% allra lánveitinga til
beggja kjördæmanna þar
samanlagt og útvegurinn á
Suðurlandi fékk 8,8% lán-
anna á síðasta ári./6