Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.1996, Blaðsíða 1
S M A N wmmmmmsm m00m^^ 1996 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER BLAÐ Keflvíkingar verða áminntir A FUNDI aganefndar KKÍ í gær voru teknar fyrir tvær kærur sem bárust að lokinni viður- eign Keflavíkur og KR sl. fimmtudag. „Niður- staða okkar var sú að Keflvíkingar verða áminntir í framhaldi af kæru Einars Einarsson- ar dómara," sagði Gunnar Aðalsteinsson, vara- formaður aganefndar, í gærkvöldi, en Einar kærði Keflvíkinga vegna áhorfanda sem fór inn á völlinn og tók fast í handlegg hans. Kefivíking- ar kærðu Oskar Kristjáusson, KR, fyrir óprúð- mannlega framkomu. „Kæru Keflvíkinga var vísað frááþeim forsendumaðhúnbarstof seint samkvæmt lögum KKÍ. Kærufrestur er tveir sólarhringar frá því að leik lýkur en þessi kom ekki fyrr en á mánudaginn," bætti Gunnar við. Hann var formaður aganefndar á þessum fundi þar sem formaðurinn Jón Eysteinsson vék úr aganefndinni því hann er Keflvíkingur. FRJALSIÞROTTIR Martha Ernstsdóttir hlaupakona úr ÍR varð önnur í Amsterdam-maraþoninu Veðrið setti stórt strik í reikninginn Það voru sex til átta vindstig allan tímann sem hlaupið stóð yfir og það var hrika- legt að hlaupa við þessar aðstæður. Af þessu leiddi að tíminn var ekki eins góður og ég hafði gert mér vonir um," sagði Martha Erns- tsdóttir, hlaupakona úr ÍR, en hún varð í öðru sæti í Amsterdam-maraþonhlaupinu á sunnudaginn við ákaflega erfiðar aðstæður. Tíminn hennar var 2:39.33 klst. „Veðrið kom öllum í opna skjöldu og olli heimamönnum miklum vonbrigðum. Ekki bætti úr skák að um morguninn rigndi tals- vert og þar af leiðandi voru göturnar blautar og nokkur raki í loftinu." Martha sagði að þrátt fyrir að alltaf væri gaman að hlaupa maraþonhlaup væru það vonbrigði þegar veðrið setti strik í reikninginn eins og að þessu sinni. „Hlaupari hleypur ekki nema tvö eða þrjú maraþonhlaup á ári. Þetta er ekki eins og á styttri vegalengdunum þar sem hægt er að endurtaka leikinn við fyrsta tækifæri og freista þess að bæta sig þá." Martha segist hafa fyrirfram gert sér vonir um að geta bætt fyrri árangur en af því hafi ekki orðið. Hún á best 2:38.05 klst, frá Rotterdam-maraþoninu í vor. Hún sagðist vera í góðri æfingu og að því leyti hefði ekk- ert verið til fyrirstöðu. Þetta var þriðja mara- þonhlaup Mörthu í keppni um ævina og lak- asti tíminn. „Ég var að gera mér vonir um að geta hlaupið á allt að fjórum mínútum betri tíma en raun varð á. Það kemur heim og saman við það sem mótshaldarar sögðu, að tími þeirra bestu hefði orðið 'fjórum til fímm mínútum betri ef veðrið hefði verið eðlilegt. Ég reyndi að hafa hlaupið sem jafnast því síðast þegar ég hljóp vegalengdina fór ég fyrri hlutann of hratt. Vindurinn var hins vegar þannig að stundum stóð hann í fangið og á milli var hann í bakið eða á hlið. Það gerði það að verkum að mér tókst ekki að hafa hlaupið eins jafnt og áætlanir voru um. Lengst af hljóp ég ein og það er slæmt að vera ekki í hópi við þessar aðstæður til þess að hafa einhvern til að skýla sér. Síðustu sjö kílómetrana var vindurinn beint í fangið og þegar tveir kílómetrar voru eftir fékk ég magakrampa sem varð ekki til létta undir með mér." Martha segist ekki ætla að einbeita sér að hlaupum næstu mánuði. Hún sé í námi og stefni á að ljúka því næsta vor. Auk þess ætli hún að vinna með náminu. Þar af leiði að minni tími verði til æfinga á næstunni. „Ég er langt frá því að vera hætt, en ég verð að eiga fyrir salti í grautinn og það verður að hafa forgang næstu mánuði." Atvinnu- maðurinn eftir heima LIECHTENSTEIN mætir tíl leiks í Makedóníu í riðla- keppni heimsmeistarakeppn- innar á Iaugardag án eina atvinnumanns síns en liðin eru í riðli með íslendingum sem heimsækja írland um helgina. Mario Frick, miðju- maður hjá Basel i Sviss, tekur út leikbann en Ralf Oehri var valinn í staðinn. Hann missti af leiknum í Litháen í liðnum niánuði, sem Liechtenstein tapaði 2:1, þar eð hann fékk sig ekki lausan úr vinnu. Liechtenstein tapaði fyrri leiknum á móti Makedóníu 3:0 en um var að ræða fyrsta leik fyrrnefndu þjóðarinnar í HM f knattspyrnu. AFREKSIÞROTTIR Um 19 milljörðum kr. heitid í íþróttamidstöd John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrir hönd rík- isstjórnarinnar lofað allt að 100 milljónum punda (um 10,9 milljörð- um kr.) vegna fyrirhugaðrar íþróttamiðstöðvar fyrir afreksfólk. 25 umsóknir varðandi uppbygg- ingu slíks æfingasvæðis hafa bor- ist en Ólympíunefnd Bretlands lýsti yfir stuðningi við umsókn frá Hey- ford á Mið-Englandi og lofaði millj- ón pundum á ári í reksturinn ef Heyford yrði fyrir valinu. Fyrir- tæki og einstaklingar í Heyford, einkum í byggingariðnaði, sem hafa í hyggju að reisa gistiaðstöðu á svæðinu, hafa skuldbundið sig til að leggja fram 75 milljónir punda (um 8,175 milljarða kr.) verði áætlun staðarins tekið en í henni er gert ráð fyrir að breyta gamalli bandarískri flugstöð í um- rætt íþróttamannvirki með aðstöðu fyrir margar íþróttagreinar, m.a. borðtennis, spretthlaup og blak. Bretar voru allt annað en ánægðir með árangurinn á Ólymp- íuleikunum í Atlanta í sumar og í kjölfarið sögðu íþróttaleiðtogar að meiri stuðningur ríkisvaldsins en til þessa væri nauðsynlegur til að hægt væri að gera betur, en Bret- ar fengu aðeins ein gullverðlaun á leikunum. Douglas Hurd, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, er fulltrúi Heyford á þingi og fylgdi umsókninni úr hlaði. „íþróttir eru eða eiga að vera ein helsta eign Bre^a í heiminum," sagði hann. „Við höfum ekki staðið okkur eins vel og við ættum að gera. Við þurfum að skoða málið og finna leiðir til að ráða bót á vandanum." Graig Reedie, formaður Ólympíunefndar Bretlands, sagði að áætluð íþróttamiðstöð í Heyford tryggði að allt íþróttafólk, sem ætti möguleika á að skara fram úr í alþjóðakeppni, fengi bestu þjálfun sem möguleg væri byggða á íþróttavísindum og því væri mikið í húfi. HANDKNATTLEIKUR: HAUKASTÚLKUR í EFSTA SÆTI / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.