Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 C 5 DAGLEGT LÍF hinn almenna borg- einföldu persónu- síast inn í vitund þetta bara klisjur mark á? „Eg klisjur séu vel á landi, sagði Sverrir ' auglýs , Hvíta hússins. , sem nú eru grein af þeim meiði. grófir og gefa það séu heimskar. ■" að niðurlægja og kyn- brand- ekki prent- af orðnir . Svo skilji að einfalt mál svona ' til en það megi skýringin geti legið . Svart vísi til hins hvítt til sakleysisins, gæti þá samsvarað eða heimsku, rautt litur vísaði til tilfinningahita. skelfilegt ef fólk klisjur alvarlegar á eru svo margar . En hér njóta og kyn- er ekki áber- að ímynd sé ekki tekin hér á landi,“ sagði , sem rekur fyrir- up forever, tók í , heimskar sig í þrengri fatn NUTIMARAIIDHAUSINN, sjáll'- stieður og óst vrilálur. sama streng og kvaðst halda að háralitur hefði ekki ákveðna ímynd á Islandi nema farið væri út í öfg- ar. „Sjáðu konur eins og Vígdísi Finnbogadóttur og Salome Þor- kelsdóttur, þær eru glæsilegar og greindar konur sem vita alveg hvernig þær vilja líta út. Útlit þeirra hefur ekkert með ímyndir annarra að gera,“sagði Anna. Margar „Pamelur” á götunum Hvernig er þetta í Ameríkunni þar sem „erkitýpurnar" hafa orðið til. Ætii þar gangi margar „Pamelur“ um göturnar? Páll Grímsson, markaðsstjóri Háskólabíós, bjó í fimm ár í Bandaríkjunum þar sem hann var við háskólanám og er nýlega fluttur heim. Páll sagði að það væri greinilegt að þessar ímyndir kvikmyndanna hefðu síast inn í bandaríska vitund. Væru þær sérstaklega áberandi í háskólunum þar sem væri ungt fólk á mótunar- skeiði. Ef stelpurnar væru ljós- hærðar tækju þær á sig ímynd ljós- kunnar með því að klæða sig í þröngan fatnað og sýndu þannig meira af vextinum. Rauðhærðar stelpur væru frjálslegar, sjálfstæð- ar og oft hörkuduglegar. Þær ættu bæði stráka- og stelpuvini og ættu það sameiginlegt með strákunum að gera grín að ljóskunum. „Það er ekki til jafn skýr mynd af dökk- hærðu stelpunum og af þeim ljóshærðu og rauð- hærðu. Dökkhærðar stelp- ur eiga erfiðara með að finna sér ímynd því ímynd dökkhærðu konunnar í kvik- myndunum er ekki eins sterk,“ sagði Páll. „Háraliturinn skiptir máli þegar verið er að ákvarða mann- gerðir,“ sagði Ásgeir Hjartarson, hársveinn í Salon Veh. „Mín til- finning er sú að stelpur með jafns- ítt, ljóst hár séu stimplaðar frekar vitlausar. En ef þær eru með stytt- ur í ljósu hárinu eða ef það er al- veg stutt, þá gegnir öðru máli. Stelpur með rosalega dökkt, litað, sítt hár fá frekar á sig lauslætisst- impilinn, þetta eru svona mann- gerðir eins og maður sér í bíómynd- unum. Rauðhærðar stelpur eru ekki eins áberandi og hinar og kannski ekki eins spennandi,“ sagði Ásgeir. En hvað með stelpurnar sem lita á sér hárið bleikt eða fjólublátt? Hver er þeirra ímynd? Ásgeir sagði að það væru einkum unglingar sem lituðu hárið í þessum sterku litum. Þeir væru annað hvort í ákveð- inni upp- reisn, eða þá bara að lífga upp á tilver- una með lit- um. „Þau eiga sér enga sér- staka ímynd, nema ef vera væri fyrirsætan Linda Evangelista, sem er þekkt fyrir að skipta um háralit jafn oft og sokka.“ Segið svo að háraliturinn hafi ekki áhrif! Hvort þau áhrif eru allt- af af hinu góða er annað mál. ímyndir geta greinilega skapað fordóma sem oft koma sér illa fyr- ir þá sem fyrir þeim verða og það væri æskilegra að útrýma slíkum fordómum frekar en ala á þeim. Vísar rauöur húralitur til skapof sa og tilfinn- ingahito? Eru rauö- hæröor konur almennt frjálslegar, sjálfstæö- ar og duglegar? ALLFLESTIR reykingamenn eru meðvitaðir um að heilsunnar vegna sé best að ^ hætta að #5 reykJa- Nýi- ar rann- sóknir benda til að J það næst yjj besta sem i þeir geri sé að hlaupa eins og þeir eigi lífið að leysa - í orðsins fyllstu merkingu. Slíkt er sagt geta komið í veg fyrir að þeir verði ýmsum reyk- ingatengdum sjúkdómum að bráð. Að þessari niðurstöðu komust rannsóknarmenn við þolfimirann- sóknarstofuna Cooper í Dallas. Þeir fylgdust með rúmlega tuttugu og fimm þúsund körlum í átta ár og komust að raun um að dánartíðni karla, sem reyktu og stunduðu lík- amsrækt í einhveijum mæli var lægri en reykingamanna sem ekki stund- uðu líkamsrækt. Ennfremur að því ötulli sem reykingamenn voru í lík- amsrækt þeim mun lægri var dánar- tíðni þeirra. Talsmaður rannsóknar- hópsins, Steven N. Blair, varar við og segir að þótt fólk stundi líkams- rækt sé ekki þar með sagt að því sé óhætt að reykja enda komi engin líkamsrækt í veg fyrir lungnaþembu, lungnakrabbamein og gula fingur. Hins vegar segir hann að þar til reyk- ingamenn láti af ósiðnum ættu þeir að hlaupa, ganga eða stunda ein- hvers konar líkamsrækt til að draga úr hættunni á hjartasjúkdómum. Þolfimi og hlaup eykur lífslíkur reykingafólks Ekki allt gull sem glóir TÍSKA GYLLTUR fatnaður virðist ekki á undanhaldi ef marka má afurðir ýmissa þekktra tískuhönnuða á tískusýningum á nýliðnu hausti. Einu virtist gilda hvort flíkumar eru ætl- aðar sem spariflíkur eða til daglegra nota. Til dæmis sýndi Marc Jacobs fagurgyllta buxna- dragt og skartaði fyrirsætan hlýlegri, hvítri pijónahúfu við múnderinguna. Endurskins- merki eru trúlega óþörf fyrir þá sem klæðast slíkum fatn- aði í svartasta skammdeginu. Ralph Lauren og Balenc- iaga fóru hefðbundnari leiðir og sýndu gylltan klæðnað sem samkvæmisflíkur. Eins og sjá má á myndunum er glæsileik- inn í fyrirrúmi. Til þess að undir- strika enn frekar hina gullnu ásjónu þykir vel við hæfí að förðunin sé með gylltu ívafi og má þá notast við gyllta augnskugga, gylltan farða og jafnvel gylltan varalit. ■ GULLSMIÐUR Sendi verð- og myndaltsra. Sími 557 4511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.