Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 1
hí . í iwl FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ^^ ~~^*W BLAÐ C ¦ SJÁLFRÆÐIÁ EFRIÁRUM/2 ¦ VINKOMUR í ÁRATUG EFTIR AÐ HAFA KYNNSTÁFÆÐINGARPEILPINNI/3 ¦ HÚSVERND í REYKJAVÍK/6 ¦ BRÚÐ- KAUP AÐ SKOSKUM SIÐ/7 ¦ TEIKIMIMYNDASAGA UM EGIL/8 ¦ Háralitur og ímynd konu UM 80% íslenskra kvenna lita á sér hárið að minnsta kosti einu sinni á ári, sam- kvæmt því sem talið er. Ástæðurnar þar að baki eru fjölmargar, sumar vuja einfaldlega breyta til, aðrar vUja fela gráu hárin og einhverjar vHja skapa sér ákveðna ímynd með háralitnum. Hver þekkir ekki goð- sögnina um að rauðhærð- ar konur séu skapmiklar en dökkhærðar konur ábyrgðarfullar? Hefur ekki verið sagt um aumingja ljóskurnar að þær séu heimsk- ar? Eru þetta klisjur sem eng- inn tekur mark á, eða leynist hjá fólki sú trú að háralitur jm skipti máli? ¦§¦ Heitar hendur á köldum vetrardögum NÚ ÞEGAR veturinn er genginn í garð þarf að huga að ýmsum fatn- aði til að hlífa eyrum, hálsi og hönd- um. Margir hafa eflaust leitað í hirsl- unum heima hjá sér og dregið upp gamla hanska eða húfur til að verj- ast kuldanum. Aðra munar sennilega ekkert um að prjóna nokkra vettl- inga, en einhverjir hyggjast áreiðan- lega fjárfesta f nýjum hlífðarfatnaði þetta árið. En hvað þarf að hafa í huga þegar hanskar eða vettlingar eru keyptir til daglegra nota? Dag- legt líf fór á stúfana og leitaði svara við þessari spurningu. Halldóra María Steingrímsdóttir, snyrtifræðingur, segir að í miklum kulda verði fingurnir stundum bláir vegna blóðleysis og þá sérstaklega hjá eldra fólki. „En til þess að koma í veg fyrir það er mjög gott að vera með vettlinga," segir hún. Halldóra mælir eindregið með ís- lenskum lopavettlingum, því þeir haldi vel hita og hleypi súrefni í gegn. „Ef súrefni kemst ekki að húðinni getur sveppasýking mynd- ast," segir hún. Pálína Bjarnadóttir, starfsmaður Útilífs í Glæsibæ, segir að hanskar úr flísefni séu að verða mjög vinsæl- ir enda hafi þeir reynst vel í miklum kulda. „Slíkir hanskar eru til í öllum stærðum og gerðum og eru sumir þeirra jafnvel með leðri á lófan- um eða frá lófa upp að fingurgómum, sem þykir þægilegt fyrir þá sem eru að hjóla eða keyra," seg- ir hún. Pálína segir að venju- legir flíshanskar séu hvorki vatns- né vind- heldir. „En hins vegar eru til flíshanskar, með sérstakri filmu á milli, sem gerir þá vind- helda," segir hún. Morgunblaðið/Ásdis Ásgeirsdóttir Heiðar Ágústsson starfsmaður hjá Seglagerðinni Ægi segir að mjög gott sé að vera með tvöfalda vettl- inga; annars vegar hlýja vettlinga innst og hins vegar vatns- og vind- helda vettlinga yst. „Best er að hafa flísvettlinga eða þæfða ullarvettl- inga næst húðinni, og að utan yfir þá séu nælonvettlingar með svokall- aðri öndunarfílmu, en það er filma sem hleypir út svita en hindrar að vatn komist inn." Heiðar segir að leðurhanskar séu líka ágætir því að vindurinn nái ekki að blása í gegnum þá. „Þeir blotna að visu, en það tekur íangan tíma fyrir bleytuna að komast í gegn, svo framarlega sem veðrið sé ekki mjög votasamt," segir hann að lokum. ¦ *>% a\$ Eddufalli - GrensásvQai Norðurbrún - Rofaba? -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.