Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 1996 C 3 URSLIT Handknattleikur Stjarnan - Sparkasse33:24 Bruck í Austumki, fyrri leikur í 16 liða úrslitum í EFH-keppninni í handknattleik, föstudaginn 8. nóvember 1996. Mörk Stjörnuimar: Valdimar Grímsson 12/3, Konráð Olavson 9/1, Hilmar Þor- björnsson 5, Röguvaldur Johnson 2, Sigurð- ur Viðarsson 2, Magnús A. Magnússon 2, Viðar Erlingsson 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 14, Axel Stefánsson 3. Utan vallar: 20 mínútur. Áliorfendur: Um 1.200 (fullt hús). • Þetta var heimaleikur Stjörnunnar en seinni leikurinn verður á sama stað í fyrra- málið. 2. deild ÍH - Ármann..............21:21 Þór- Ögri................40:19 Körfuknattleikur ÍR-Keflavík 90:101 íþróttahúsið Seljaskóla, Lengjubikarinn, 8-liða úrslit - fyrri leikur, föstudaginn 8. nóvember 1996. Gangur leiksins: 3:0, 3:8, 12:15, 14:32, 26:44, 39:49, 39:52, 43:53, 49:67, 55:75, 61:77, 51:85, 73:85, 80:98, 90:100, 90:101. Stig 1R: Eiríkur Önundarson 28, Tito Ba- ker 26, Eggert Garðarsson 12, Atli Þor- björnsson 9, Márus Arnarson 9, Gísli Jó- hann Hauksson 2, Guðni Einarsson 2, Daði Sigurþórsson 2. Fráköst: 13 í sókn - 22 í vörn. Stig Keflavíkur: Damon John 30, Kristinn Friðriksson 24, Guðjón Skúlason 16, Krist- ján Guðlaugsson 11, Gunnar Einarsson 8, Albert Óskarsson 6, Elentínus Margeirsson 4, Þorsteinn Húnfjörð 2. Frákðst: 7 í sókn - 29 f vörn. Dómarar: Jón Bender og Georg Andersen voru góðir en misstu tökin um tíma. Villur: ÍR 24 - Keflavík 31. Áhorfendur: 140. UMFT-UMFG 81:81 íþróttahúsið á Sauðárkróki: Gangur leiksins: Jeffrey Johnson 21, Arn- ar Kárason 18, Cesare Piccini 13, Lárus Dagur Pálsson 12, Ómar Sigmarsson 10, Sigurvin Pálsson 5, Yourick Parke 2. Fráköst: 12 í sókn - 17 ! vörn. Stig UMFG: Hermann Mayers 24, Helgi Jónas Guðfinnsson 19, Marel Guðlaugsson 14, Unndór Sigurðsson 9, Páll Axel Vil- bergsson 5, Pétur Guðmundsson 4, Jón Kr. Gíslason 4, Bergur Hinriksson 2. Fráköst: 9 í sókn - 22 í vörn. Dómarar: Sigmundur Herbetsson og Þor- geir Jón Júlíusson, slakir. Villur: UMFT 18 - UMFG 13. Áhorfendur: 250. NBA-deildin New Jersey - Orlando....95:108 Denver - Houston.......108:110 ■ Eftir framlengingu Phoenix - Seattle.......98:103 Portland - Minnesota.....95:94 ■ Eftir framlengingu Golden State -New York.100:105 Sacramento - Atlanta.....87:91 Íshokkí NHL-deildin Boston - Edmonton..........0:6 Buffalo - Philadelphia.....2:5 Florida - Washington.......4:2 Ottawa - Toronto...........6:2 Chicago - New Jersey.......2:4 Los Angeles - Montreal.....4:1 Knattspyrna Undankeppni HM Egyptaland - Namibía.......7:1 Ali Maher (1.), Ahmed Hassan (11.), Ali Maher (15.), Ibrahim Hassan (35.), Ali Maher (70.), Hussam Hassan (73., 84.) - Elifas Shivute (25.). - 30.000. f/tám FOLK ■ NIALL Quinn dýrasti leikmað- ur Sunderland Ieikur ekki meira með félaginu á þessari leiktíð. Hann þarf að gangast undir uppskurð vegna skemmdra liðbanda í fæti. ■ PAUL Parker fyrrum leikmað- ur Manchester United og enska landsliðsins hefur gert samning við Sheffield United til eins mánaðar. ■ JAVIER Clemente landsliðs- þjálfari Spánar hefur ákveðið að hafa Jose Luis Caminero ekki í hópi sínum sem mætir Slóvakiu á miðvikudaginn í undankeppni HM. Einnig hefur hann sett Ismael Urzaiz út úr hópnum. Hans sæti í liðinu tekur væntanlega Javier Manjarin leikmaður LaCoruna. ■ HERMANN Karlsson sem hef- ur í mörg ár verið markvörður Þórs á Akureyri í handknattleik hefur skipt yfir í KA. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Sigurður Jónsson verður aftasti maður ívörninni í stað Guðna fyrirliða Bergssonar Byggjum leikinn ásterkri vöm íslendingar hafa tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli í undan- keppni heimsmeistara- mótsins til þessa. Sig- mundur Ó. Steinars- son er í Dublin, þar sem íslendingar mæta írum í keppninni á morgun. Hann ræddi í gær við Loga Ólafsson, lands- liðsþjálfara. Ljóst er að róðurinn verður mjög erfiður hér í Dublin, þar sem íslendingar glíma við mikið stemmningslið Ira, sem hefur skor- að átta mörk í síðustu tveimur landsleikjum án þess að þurfa að ná í knöttinn í eigið mark; írar lögðu lið Litháens 5:0 og Makedóniu 3:0. Það er erfitt að leika við íra fyrir framan fullt hús áhorfenda - 33 þúsund manns. Þeir eru engin lömb að leika sér við. í framför „írska liðið er í stöðugri framför undir stjórn Mick McCarthys. írar hafa breytt leik sínum frá því að Jack Charlton var með liðið, hafa fetað í fótspor Englendinga og beita leikaðferðinni 3-5-2, sem byggist á því að þeir byija að leika knettinum frá aftasta manni og fram á miðj- una en því er ekki að neita að gamla sagan tekur við þegar nær dregur marki; þá fara háu fyrirgjafirnar að sjást. En við erum með hávaxna menn í vörninni til að stöðva þær sendingar," sagði Logi í gær. Þjálfarinn var spurður að því hvort ekki væri erfitt að mæta með íslenska liðið í svo erfiðan ieik, eft- ir slæm töp gegn Litháen og Rúm- eníu. Hvort ekki væri erfitt að herða liðið upp. Logi sagði að íslendingar myndu rétta úr kútnum og það mætti ekki gefa mörk eins og í leikj- unum gegn Litháen og Rúmeníu. „Ef við getum komið í veg fyrir það eru strákarnir til alls líklegir. Við munum byggja leik okkar á sterk- um varnarleik og reyna að halda marki okkar hreinu," sagði Logi. Að undanförnu hefur verið mikið rætt um það hvort ekki væri kom- inn tími til að gera breytingar á íslenska landsliðinu og þegar Logi var spurður um þetta sagði hann að þetta væru eðlilegur umræður. „Margir hafa jafnvel viljað kasta gömlum mönnum út og taka nýja inn í staðinn og sumir sagt að það væri hugleysi að gera það ekki, en ég tel það ákveðið hugrekki að tefla fram sama mannskapnum, sýna þessum strákum það traust að það sé í þeirra höndum að snúa hjólinu við. Ég trúi því að strákarnir leiki betur en þeir hafa verið að gera í tveimur síðustu leikjum og að þeir nái fram betri úrslitum hér í Du- blin.“ Erfitt „Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta verður mjög erf- itt, það hefði verið betra að fá aðra en Ira og það hér í Dublin, til að sleikja sárin eftir síðustu leiki en það verður ekki umflúið, þetta er næsti leikur og leikmenn verða að gefa allt sem þeir eiga í þetta verk- efni. Það er hugur í mönnum en hugarfarið eitt og sér hjálpar okkur ekkert heldur verða menn að sýna sitt besta og leikskipulagið verður að heppnast. Ef það gengur upp kvíði ég ekki. Við vitum um þá erfið- leika sem við komum til með að glíma við og ég held að leikmennirn- ir séu fullkomlega tilbúnir til þess að glíma við íra hér í Dublin,“ sagði Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari í gær. Sigurður í vöminni Ekki er ljóst hvemig byrjunarlið íslands verður í Dublin á morgun en þó er vitað mál að Sigurður Jóns- son kemur til með að taka stöðu Guðna Bergssonar, sem er meiddur og getur ekki leikið gegn írum. Sig- urður verður því aftastur í vörninni en Guðni kemur reyndar til Dublin í dag, leikmþnnum til andlegs stuðn- ings. Logi Ólafsson sagði að hópur- inn hefði lítið getað æft varnarleik- inn án Guðna, aðeins var um að ræða eina æfíngu í gær og ein verð- ur í dag en hann segist treysta Sig- urði fullkomlega til að taka við hlut- verkinu þar sem hann hefði leikið það mjög vel seinni hluta keppnis- tímabilsins með Orebro í Svíþjóð. Þar var hann aftasti varnarmaður og fékk frábæra dóma fyrir. Logi er að velta því fyrir sér hvort hann stilli upp ijögurra eða fímm manna vörn; ef varnarmennirnir verða fimm færist Lárus Orri Sig- urðsson úr stöðu hægri bakvarðar inn á miðjuna að hlið Sigurðar og Ólafs Adolfssonar - þeir þrír yrðu þá miðverðir - og á köntunum sem bakverðir yrðu þá Ágúst Gylfason, hægra megin, og Rúnar Kristinsson. Þetta veltur á því hvort Ágúst getur leikið, en hann hefur verið meiddur. Reuter SIGURÐUR Jónsson hefur staðið sig vel sem aftasti maður varnar hjá Orebro í Svíþjóð og hefur Logi Ólafsson ákveðið að hann taki stöðu fyrirliðans Guðna Bergssonar sem er meiddur. Landsiei íslands 199 í knattspvr Landsleikir stjórn Loqa Olafssonar —MAITA, Ta’Qali 7. feb., vinittulandsU Ísland-Slóventa 1:7, 9. feb., vináttuiandsi:: Ísland-Rússland 0:3 11. feb., vináttulandsl.: Ísland-Mall KORFUKNATTLEIKUR Jafntefli á Króknum og öruggt hjá Keflavík Björn Björnsson skrifar frá Sauðárkróki Cftir að hafa verið betri aðilinn ™ lengst af leiknum f gærkvöldi urðu Grindvíkingar að sætta sig við jafntefli við Tinda- stólsmenn á Sauðár- króki í gærkvöldi er liðin mættust í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Lengjubikarsins í körfu- knattleik - 81:81. Grindvíkingar tóku forystu snemma og fór Hermann Mayers þar fremstur í flokki. Marel Guð- laugsson lék einnig vel. Grindvíking- ar voru mun betri og sigldu fram úr, leiddu allan hálfleikinn. Þeir hittu vel og skoruðu m.a. úr sjö þriggja stiga körfum. Staðan í hléi, 38:52. Tindastólsmenn byijuðu síðan af grimmd og skoruðu fimm fyrstu stigin. Vörnin var öflug. Þeir slógu gestina út af laginu og smátt og smátt saxaðist á forskotið. Helgi Guðfinnson var bestur í liði UMFG. Hjá heimamönnum voru Lárus Dagur Pálsson, Ómar Sigmarsson, og Arnar Kárason bestir. Eftir sex mínútur var munurinn orðinn sex stig. Þegar 3,37 mín voru eftir eftir komst UMFT yfir i fyrsta sinn og eftir það skiptust liðin á með eins stigs forystu til loka. Þegar 17 sek. voru eftir var brotið á Marel en þá var UMFT einu stigi yfir, 81:80. Marel skoraði úr öðru og jafnaði og þar við sat. Damon óstöðvandi Damon Johnson Keflvíkingur fór hamförum í upphafi leiks gegn ÍR-ingum í Seljaskóla þegar liðin mættust í fyrir leik Stefán liðanna í Lengjubik- Stefánsson arnum. Hann átti 12 skrifar stoðsendingar, lék frábæra vörn, tók flestöll fráköst í .byijun og skoraði grimmt. Sú byrjun dugði til góðs forskots og sigurs í lokin, 90:101, en síðustu mínúturnar lék unglingal- ið Keflavíkur. Sem fyrr segir iék Damon á als oddi á meðan samheiji hans, Albert Óskarsson, hélt IR-ingnum Tito Ba- ker niðri og skilaði það góðri for- ystu. Þegar leið á fyrri hálfleik fór Albert í hvíld og ÍR-ingar náðu þá að klóra í bakkann og minnka for- skotið niður í tíu stig. Eftir hlé komu nokkrir furðulegir dómar sem slógu heimamenn útaf laginu um stund og gestirnir náðu 20 stiga forskoti. Eiríkur Önundarson og Tito Baker tóku góða spretti hjá ÍR, Guðni Ein- arsson byijaði vel og Eggert Garð- arsson sýndi tilþrif í lokin. Keflvíkingar höfðu frá upphafi öll tök á leiknum og þó þeir hafi slakað á um tíma, tóku þeir í taumana þeg- ar til þurfti. Damon átti stórleik, sérstaklega í byijun, Albert Óskars- son, Kristinn Friðriksson og Guðjón Skúlason gerðu góða hluti. 350 íslenskir áhorfendur ALLS verða um 350 íslenskir áhorfend- ur á landsleik íslands og írlands í Dublin í dag, en þeir fóru utan með flugi. Það eru Samvinnuferðir-Land- sýn sem buðu upp á flug til Dublin bæði i gær og fyrradag. Aldrei hafa svo margir íslendingar verið á leik íslenska landsliðsins í út- löndum áður. Flestir voru í Bergen árið 1975, er um 200 manns fóru gagn- gert í leiguflugi til að fylgjast með vináttulandsleik íslands og Noregs sem Norðmenn unnu, 3:2. írar bjartsýnir og stórar tölur nefndar GEYSILEG bjartsýni ríkir í írskum hlöðum og meðal almennings fyrir ieik- uin á morgun og hafa heyrst tölur eins °g 5:0 og 7:0. Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari segir að þannig bjartsýni vinni •neð ísienska landsliðinu. „Ef bjartsýni leikmannanna er slík, sem ég trúi reynd- ar ekki, hefur það slævandi áhrif á leik •iðsins. En því má ekki gleyma að þetta eru atvinnumenn og vita alveg hvað þarf að gera til að vinna leiki í undan- keppni HM. Þeir fóru flatt á þcssu gcgn Lichtenstein i undankeppni síðustu Evr- ópukepppni, gerðu markalaust jafntefli við liðið á útivelli og það kostaði íra sæti í úrslitakeppninni á Englandi í sum- ar. En segja má að þeir hafi bætt fyrir þetta með því að sigra Litháen 5:0 í þessari undankeppni HM. Ég trúi því ekki að irsku leikmennirnir séu svona bjartsýnir þó aðrir séu það.“ Arnarferaftur til Schalke ARNAR Grétarsson landsliðsmaður úr Breiðabliki fer aftur til þýska félagsins Schalke í næstu viku. Hann var þar fyrir þremur vikum, þjálfarinn hafði svo samband á dögunum og vildi fá Arnar • varaliðsleik um þessa helgi, en hann getur það vitaskuld ekki vegna lands- leiksins í Dublin. Amar fer hins vegar til Þýskalands í framhaJdi af landsleikn- um. ívar fyrir Brynjar Ívar Ingimarsson kemur inn í ung- mennalið íslands fyrir Brynjar Gunnarsson, sem tekur út leikbann, þegar strákamir mæta írum í Evrópu- keppninni í Dublin í kvöld en að öðru leyti er liðið eins og í síðasta leik. Atli Eðvaldsson, þjálfari liðsins, sagði við Morgunblaðið að ljóst væri að Irar ætluðu sér að spila upp í hornin og treysta á íyrirgjafír þaðan. „Við leikum á mjög stórum heimavelli Bohemians, rúmlega 100 metra löngum og meira en 75 metra breiðum og við vitum á hveiju við eigum von,“ sagði Atli. Árni Gautur Arason verður í markinu. Bjarki Stefánsson hægri bakvörður og Arnar Viðarsson vinstra megin en ívar og Guðni Rún- ar Helgason miðverðir. Sigurvin Ól- afsson verður hægra rnegin á miðj- unni, Ólafur Stígsson vinstra megin og Valur Fannar Gíslason og Bjarn- ólfur Lárusson stjórna spilinu. Frammi verða Bjarni Guðjónsson og Þorbjörn Atli Sveinsson. HNEFALEIKAR IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR „Metnaður KA-manna ætti að vera mikill“ SEXTÁN liða úrslit Evrópukeppn- innar í handknattleik eru á dagskrá um helgina þar sem þijú íslensk karlalið eru í eldlínunni, Stjarnan sem mætir Sparkasse Bruck frá Austurríki í EFH-keppninni, KA fær belgíska félagið Herstal Liége í heimsókn á morgun í keppni bikar- hafa og Haukar mæta Créteil í Frakklandi í Borgakeppni Evrópu. „Möguleikarnir á sigri KA ættu að vera meiri en belgíska félagsins og metnaður KA-manna ætti að vera mikill því í fyrsta skipti í stuttri velgengnissögu þeirra eiga þeir nú möguleika á að komast í 8 liða úrslit Evrópukeppninnar," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, er Morgun- blaðið ræddi við hann í gær um Evrópuleikina. „Belgíska liðið er þó greinilega sýnd veiði en ekki gefin því í liði þeirra eru tveir júgóslavneskir hornamenn og auk þess skilst mér að Frakki frá Alsír sé línumaður í liðinu. Þá hefur belgíska landsliðið sennilega komið mest allra á óvart í undankeppni HM með jafntefli og sigri gegn Rúmeníu. KA-menn verða því að ná upp góðri stemmn- ingu og sigra á heimavelli með fimm til sjö mörkum til að eiga góða möguleika á að komast. áfram. KA-liðið er á uppleið, það er nú fullskipað á ný eftir að meiðsli hijáðu leikmenn þess, og lék prýði- lega í vikunni. Ég hef trú á að KA-menn séu tilbúnir í þetta verk- efni.“ Stjarnan sigraði Sparkassen í Austurríki í gærkvöldi en liðin mætast aftur á morgun. „Það er auðvitað alltaf slæmt að þurfa að selja leikina sína en líka má segja að ef Stjarnan getur ekki sigrað lið frá Austurrríki á útivelli hafi liðið ekkert að gera lengra. Liðið hefur leikið prýðilega á köflum í vetur en dottið niður á milli og þessi barátta í Evrópukeppninni er góð prófraun á styrk Stjörnumanna. Handknatt- leikur í Austurríki hefur verið upp og niður, félagslið og landslið hafa náð ágætum árangri á stundum en svo hefur ekkert heyrst frá þeim þess á milli,“ sagði Jóhann Ingi. Haukar fá erfiðasta verkefni ís- lensku liðanna að þessu sinni, að mati Jóhanns Inga. „Créteil er öflugasta lið Frakklands i dag og hefur, samkvæmt mínum upplýs- ingum, ekki tapað leik á tímabilinu. Þegar ég þjálfaði Tusem Essen lék- um við Evrópuleik gegn Créteil í Frakklandi og þá var leikið á orge! allan tímann! Haukar verða að passa sig á að láta ekki rugla sig Besti leikurinn Stjarnan skein skært í Austur- ríki í gærkvöldi og vann Spar- kasse 33:24 i fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum EFH-keppninnar í handknattleik. „Þetta er besti leikur liðsins á árinu,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari Stjörnunnar, við Morgun- blaðið í gærkvöldi en hann fór fýrir sínum mönnum og gerði 12 mörk. „Allir spiluðu mjög vel og 5-1 vörn- in okkar var sterk.“ Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjarnan hafði ávallt frumkvæðið og var marki yfir í hléi, 15:14. „Við vorum mjög ákveðnir og fórum grimmt í bakið á þeim,“ sagði Valdimar. „Þegar sjö til átta mínútur voru til leiksloka og staðan 25:22 settum við á fulla ferð, mót- heijarnir gáfust upp, varnarleikur þeirra var í molum og við unnum 33:24.“ Valdimar sagðist vera bjartsýnn fyrir seinni leikinn sem hefst um morgunkaffið í fyrramálið, kl. 9.15 að staðartíma. „Eg er mjög stoltur af strákunum og bjartsýnn á fram- haldið. Við ætlum áfrarn." Magnús Andrésson, stjórnar- maður Stjörnunnar og fararstjóri, sagði að austurríska liðið væri á toppnum í deildinni. Það væri með tvær mjög öflugar skyttur og önn- ur hefði verið markakóngur deildarinnar í fyrra. Á blaða- mannafundi fyrir leikinn hefði ver- ið gengið út frá því að heimamenn ættu greiða leið í átta liða úrslit og því hefði sigur Stjörnunnar komið öllum mjög á óvart. „Valdi- mar var frábær, Konráð átti stór- leik og Sigurður Viðarsson var afbragðsgóður, fiskaði mörg víti og stjórnaði sóknarleiknum," sagði Magnús. í nótt mætast í hnefaleikahringnum í MGM Grand Arena í Las Vegas menn sem lengi hefur verið beðið eftir að mættust þar til að reyna með sér. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Mike Tyson og Evander Holyfield, tveir af fremstu hnefaleikmönnum í þunga- vigtarflokki sem stigið hafa fram á sjónarsviðið. Að ýmsra mati er þessi bardagi of seint á ferðinni en aðrir eru þeirrar skoð- unar að svo sé ekki. Þeir sem halda því fyrrnef nda f ram segja Holyfield einfaldlega ekki vera við nógu góða heilsu og æfingu til að hann hafi eitthvað íTyson að gera, bardaginn sétíma- skekkja. Úr því hann hafi ekki geta farið fram þegar báðir voru á toppnum sé honum enginn greiði gerður með því að ganga fram á sviðið nú. Tekst Holyfield að afsanna hrakspár? Fyrir fímm árum voru Tyson og Holyfield bestu hnefaleikmenn í þungavigtarflokki og þá var búið að skipuleggja einvígi þeirra sem hefði verið stórviðburður á þeim tíma. En Tyson meiddist skömmu síðar og þá var einvíginu frestað. Nokkru seinna komst Tyson í kast við lögin og fékk að dúsa á bak við lás og slá í nokkurn tíma og sökum þess datt bardaginn uppfyrir. Þegar Tyson losnaði í prísundinni hóf hann að æfa á fullum krafti og hefur keppt í tvígang. Þar hefur hann ........15 .....16.30 .....16.30 .....16.30 í ríminu. Frakkar eru sterkir, þetta er land heimsmeistaranna og það er mikilvægt fyrir Hauka að ná góðum úrslitum úti svo þeir geti hugsanlega, með toppleik, snúið dæminu við á heimavelli sínum á Strandgötunni. Þess má geta að bestu leikir Hauka í vetur voru Evrópuleikirnir um daginn. Þó mót- staðan hafi ekki verið mikil léku þeir mjög vel og minna verður á, að gegn lakari liðum þarf mikla einbeitingu. Haukar voru mjög ein- beittir í leikjunum gegn georgíska liðinu sem þeir gjörsigruðu þá.“ UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Framhús: Fram - Víkingur. Ásgarður: Stjarnan - KR.„. Fylkishús: Fýlkir - FH.... KA-heimili: IBA - ÍBV.... Bikarkeppni HSÍ 32-liða úrslit karla: Digranes: HK - ÍBV.................16 2. deild karla: Vikin: Víkingur- HM.............16.30 Sunnudagur: Evrópukeppni bikarhafa: KA-heimilið: KA - Herstel Liege....17 Körfuknattleikur Laugardagur: Lengjubikarinn 8-liða úrslit, síðari leikir: Njarðvík: UMFN - Skallagrímur......14 Strandgata: Haukar- KR.............16 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Þór Þorl........16 2. deild karla: Siglufj.: UMF.Glói - Smári.........15J Þelamerkursk.: Skotf.Ak. - Leiftur.13 Sunnudagur: Lengjubikarinn 8-liða úrslit, síðari leikir: Keflavík: Keflavík - ÍR............20 Grindavík: UMFG - UMFT.............20 Blak íslandsmót 2. og 3. flokks: Það fer fram í íþróttahúsinu á Nes- kaupsstað í dag og hefst klukkan 9. 1. deild karla: Sunnudagur: Hagaskóli: Þróttur-ÍS..............17 Glíma Bikarglíma Reykjavíkur fer fram í dag í íþróttahúsi Melaskólans og byija glímumenn að takast á klukk- an 15. Karate Meistaramót íslands í Shotokan karate verður haldið í dag í íþrótta- húsi Melaskólans. Mótið hefst klukkan 13 og áætlað er að úrslit hefjist um klukkan 14. Keppt verð- ur í sex flokkum. Holyfield Tyson undirstrikað að hann hefur fáu sem engu gleymt af fyrri getu. En það er Holyfield sem er spurn- ingarmerkið. Við læknisskoðun fyr- ir nokkrum árum kom í ljós hjarta- galli og nú er því haldið fram að hann muni ekki há honum þegar á hólminn verður komið. Hvernig er líkami hans búinn undir að taka á móti þungum höggum Tysons? Frammistaða Holyfields í bardaga við Riddick Bowe fyrir ári var ekki traustvekjandi og enn síður er hann mætti Bobby Czyz í maí sl. Þetta er aðeins brot af þeim vangaveltum sem hafa verið manna á milli undanfarna daga og m.a. leitt til þess að líkurnar á sigri Tyson eru 15-1 hjá veðmöngurum og að hann haldi þar með heims- meistaratign WBA í þungavigt. Trúin á guð er talin megin ástæð- an fyrir því að Holyfield telur sig geta sigrað Tyson. Hann segist vera í krossferð til þess að boða orð guðs atmáttugs í gegnum hnefaleikana. Holyfield segist sannfærður um að sá þeirra sem trúaðastur sé í hnefa- leikahringum í nótt standi uppi sem sigurvegari. „Einvígið mun veita mér blessun,“ segir Holyfíeld serrr mun hafa 730 milljónir króna upp úr krafsinu hver sem guðs vilji verð- ur. „Nú hef ég tækifæri til að sýna hvemig guð stjómar gerðum mínum í hringnum. Ég get ekki tapað, ég treysti á guð,“ bætti hann við. Þess má geta að lokum að Tyson fær um 2 milljarða í vasann hver sem úrslit einvígisins verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.