Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + FERÐALÖG íslendingar ó ferð um ísrael 09 Jórdaníu Söguslóóir sem f anga hjartað Anna Sigurðardóttir JERÚSALEM, myndin er tekin á Olíufjallinu. ÍSLENDINGARNIR í Amman. Efsta röð frá vinstri: Hildur Ásgeirs- dóttir, Bjarni Sigfússon, Guðrún Magnúsdóttir, Elísabet Eiríksdótt- ir, Matthías Á. Mathiesen og gestur konsúlsins Guðríður Guðfinns- dóttir með hönd á dóttur sinni. Miðröð: Einar Kristjánsson, Anna Sigurðardóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Sigrún Þ. Mathiesen. Fremsta röð: Sigfús Sigurþórsson, Hulda Guðmunds- dóttir, sonur Guðríðar, Stefanía Khalifeh konsúll íslendinga í Jórd- aníu og Ólafur Jóhannsson fararstjóri. HÓPUR íslendinga fór á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals/Út- sýnar hinn 24. september síðast- liðinn til ísraels og Jórdaníu, og var það í fyrsta sinn sem leið íslendinga lá héðan og til Jórdan- íu í gegnum Israel. Ástæðan felst í friðarsamningum milli þessara landa. Ólafur Jóhannsson var farar- stjóri, en hann hefur í sautján ár búið í Jerúsalem á sumrin og starfað meðal annars við farar- stjórn. Það var líka einstakt við þessa ferð að haldið var upp á 3.000 ára afmæli Jerúsalem- borgar og tók hópurinn þátt í 20-30 þúsund manna göngu fólks frá 105 þjóðlöndum af því tilefni. Þrettán íslendingar skipuðu hópinn og stóð ferðin í 14 daga. Ólafur segir það hafa komið flestum á óvart hversu gróður- sælt Israel er. „Þetta er blómstr- andi land, hver hektari er rækt- aður,“ segir hann, „hinsvegar telja margir landið merkt eyði- mörkinni." Friðsæld og gestrisni kom líka á óvart, en þjóðirnar eru víst ekki ofurseldar hatri og reiði eins og oftlega birtist í fjölmiðlum heimsins. „Það eru bara einstaka staðir sem ófriður ríkir á,“ segir Ólafur, „en arabar og Israels- menn búa annars staðar í frið- semd.“ „Við fórum víða á þessum dögum og sáum til Sýrlands, Líbanon, Egyptalands og Jórd- aníu,“ segir Ölafur. „Meðal ann- ars fórum við að Dauðahafinu sem er lægsti staður jarðarinnar á þurrlendi, eða 400 metra fyrir neðan sjávarmál." Jerúsalem er hinsvegar 850 metrum fyrir ofan sjávarmál, og þar er þægilegt loftslag. Hópurinn gisti í austurhluta Jerúsalemborgar en þar eru fjöl- sóttir staðir eins og musteris- svæðið, Olíufjallið og fleira sem kemur við sögu Jesú Krists. Ar- abar búa gjarnan í Austur-Jerú- salem, en raunin er að þeir eru margir hveijir hlynntir ísraels- mönnum, að sögn Ólafs. Hópurinn fór meðal annars til Kapernaum en þar gerði Jesús flest kraftaverkin, til Kana en þar breytti meistarinn vatni í vín, Nasaret og að Galelíuvatni (Getsemane), þar sem finna má veitingastaði sem selja físk kenndan við Pétur postula. Ólafur segir að þrátt fyrir að hann hafí verið fararstjóri á þess- um slóðum í sautján ár sé ávallt eitthvað nýtt að sjá, því fornleifa- uppgröftur sé stundaður í land- inu dag og nótt. „ísrael hefur mikið aðdráttarafl,“ segir hann, „hinsvegar þora ekki allir að fara þangað, en það er aðallega vegna ranghugmynda um ófrið.“ Gestrisnir Jórdanirog borg í hamraveggjum Einn af hápunktum ferðarinn- ar var heimsókn til Jórdaníu, en konsúll íslendinga, Stefanía FRÁ Petra, borginni sem höggvin er í hamra. Khalifeh, tók á móti hópnum. „Hún hélt okkur móttöku á hót- eli og flutti ávarp. „Gestrisni Jórdana er einstök og þeir vin- gjarnlegir á allan hátt,“ segir Olafur. Gist var í höfuðborginni Amman. Hópurinn fór til hinnar fornu borgar Petra, en hún er að mestu höggvin inn í hamra austan Vadi Araba í S-Jórdaníu. Petra var höfuðborg Nabatea, arabísks þjóðflokks, sem höfðu allstórt ríki í NV-Arabíu frá 300 f.Kr. til 106 e.Kr. „Það var mjög til- komumikið að koma þangað,“ segir Ólafur. Einnig var farið hjá hinu þekkta ijalli Hór, þar sem Aron bróðir Móses dó. Ferð á þessar fjarlægu en um leið nálægu Biblíuslóðir þykir gestum mjög áhrifarík og segist Ölafur Jóhannsson aldrei fá leiða á því að verða vitni að upplifun ferðalanganna sem hann fylgir um þessar söguríku staði. Hann segir að Úrval/Útsýn hyggi á ferðir til ísrael og Jórdaníu á næsta ári. ■ GH Sögusetrið ó Hvolsvelli undirbýr Njúlusýningu fyrir ferðumenn Á HVOLSVELLI er ætlunin að stofna sýningar- og ferðamiðstöð þar sem menningin verður nýtt í ferðaþjónustu. SEX sveitarfélög í austurhluta Rangárvallasýslu hafa ákveðið að stofna sýningar- og ferðamiðstöð á Hvolsvelli þar sem menningin verð- ur nýtt í ferðaþjónustu. Fyrsta verk- efni Sögusetursins heitir Á Njálu- slóð og miðar að því að gera Njáls- sögu sýnilega í umhverfinu og vekja áhuga ferðafólks á héraðinu, að sögn Guðjóns Árnasonar fram- kvæmdastjóra Sælubúsins ehf. á SHvolsvelli, sem er framkvæmda- og söluaðili Sögusetursins. Guðjón Amason segir að verk- efnið Á Njáluslóð hefjist um páska. Sett verður upp Njálusýning á Hvolsvelli, væntanlega í félagsmið- stöðinni í upphafi en hann vonast til að fá stærra húsnæði síðar. Ætlunin er að setja upp aðgengi- lega sýningu um efni Njálu og tíðar- anda víkingaaldar. Guðjón segir að þar eigi gestir að geta fengið inn- sýn í söguna, helstu atburði og persónur og þá staði sem atburðir jgerðust, fengið kort og upplýs- ingar, og þar verði aðstaða fyrir fyrirlestra og kvöldvökur. Sögustaðir merktir I vetur verður byrjað á því að merkja sögustaði í Rangárþingi og er ætlunin að bæta smám saman við. „Nú er mjög tómlegt um að 'litast á sögustöðum Njálu. Þar er ekkert sem segir frá því sem gerð- ist,“ segir Guðjón. Hugmyndin er að merkja 30-40 staði, ýmist með einföldum vegvísum eða ítarlegum upplýsingaskiltum þar sem greint er frá atburðum í máli og myndum á fjórum tungumálum. Búast má við því að Hlíðarendi, Bergþórs- hvoll og Þingskálar verði ofarlega á verkefnalistanum. „Þetta fram- tak leiðir svo vonandi til þess að heimafólk á sögustöðunum geti sett upp einhvers konar þjónustu við ferðafólk og nýtt sér þá auknu umferð sem beint er til þess,“ seg- ir Guðjón. Gert verður kort af sögustöðum í Rangárþingi með fróðleik um at- burði og persónur sem við sögu koma, staði og leiðir til forna. Kortið mun jafnframt sýna vega- kerfi, helstu örnefni og náttúru- perlur í héraðinu. Ákveðið er að kynna Sögusetrið og verkefni þess á ýmsan hátt í veitingastaðnum Hlíðarenda við Hringveginn. Þá verður boðið upp á ferðaþjón- ustu af ýmsu tagi og hún tengd við Njálu. Guðjón segir að í upphafi verði skipulagðar tvær skoðunar- ferðir með leiðsögn um Njáluslóð, dagsferðir og tveggja daga ferðir. Síðar verði vonandi boðið upp á fleiri valkosti, helgarferðir með kvöldvökum og fróðleik um Njálu, lengri dvöl með námskeiðum, hesta- ferðir, gönguferðir og fleira. Stefnt er að sölu vandaðara minjagripa sem tengdir verða viðfangsefninu og áhugi er á því að í framtíðinni verði boðið upp á lifandi flutning þátta úr Njálu, til dæmis með svið- settum og leiknum atriðum á vett- vangi, sögustundum og veislum í skála með fornu sniði og fleira. Verður að vanda til verka Vandað hefur verið til alls undir- búnings Sögusetursins. „Njála er slíkt gersemi að ekki þýðir að kasta til hennar höndunum,“ segir Guðjón Árnason. Hugmyndavinna og hönn- un hefur verið unnin af Birni G. Björnssyni sýningahönnuði í sam- vinnu við starfshóp verkefnisins. Jón Böðvarsson fyrrverandi skóla- meistari og kunnur leiðsögumaður um Njáluslóð hefur mótað hug- myndir varðandi sögustaði, leiðir og leiðsögn. Mun Jón annast gerð leiðsöguhandbókar og þjálfun leið- sögumanna. „Njála er okkar þekktasta íslend- ingasaga og er virkilega þess virði að vera sýnileg. Menning hefur lítið verið notuð í ferðaþjónustu hér á landi þar til á allra síðustu árum og fer nú vaxandi. Verkefni okkar fellur því vel að tíðarandanum,“ segir Guðjón þegar hann er spurður um ástæður þess að þetta viðfangs- efni er tekið fyrir. Sögusetrið bein- ir spjótum sínum að ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum, og segir Guðjón að töluvert berist af fyrirspurnum erlendis frá eftir að Á Njáluslóð var kynnt á Vest-Norden ferðakaupstefnunni á Akureyri í haust. Hann bindur ekki síður von- ir við að hópar skólafólks komi á vettvang Njálu. ■ H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.