Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 C 3 ÍÞRÓTTIR AMERISKI FOTBOLTINN Morgunblaðið/Kristján igur ÍBA j þar með sinn fyrsta sigur í fyrstu deildinni hér á heimavelli, áhorfendur voru frá- bærir og þeir eiga alveg örugglega annað stigið,“ sagði Þórunn Sigurðar- dóttir, „gamli“ baráttujaxlinn í ÍBA- liðinu. ÍBA-stelpurnar mættu mjög ákveðn- ar til leiks og náðu fljótlega undirtök- unum, sem þær héldu allt til leiksloka. Undir lok leiksins var munurinn fjögur mörk en þá gripu Eyjastúlkur til þess ráðs að mæta IBA-stúlkunum framar í vörninni og við það riðlaðist leikur heimastúlkna. Eyjastúlkur náðu að minnka muninn í eitt mark og þegar rúm ein og hálf mín. vár til leiksloka misnotuðu þær vítakast. ÍBA-stúlkur héldu haus í lokin og fögnuðu vel og innilega sínum fyrsta deildarsigri. Þórunn Sigurðardóttir, Sólveig Sig- urðardóttir og Anna Bryndís Blöndal voru bestar í liði ÍBA en í liði ÍBV var Ingibjörg Jónsdóttir best. Teitur óánægður hjá Larissa TEITUR Örlygsson körfuknatt- leiksmaður, sem leikur með Lar- issa i 1. deildinni í Grikklandi, er ekki ánægður með gang máia síð- ustu vikumar. Liðið tapaði með 11 stigum á heimavelli um helgina fyrir Piraikos frá Aþenu og er nú í 11. tíl 13. sætí með tvo sigra og sex töp. Neðsta liðið hefur ekki unnið leik enn sem komið er. „Þessi ellefu stig hefðu sjálfsagt verið miklu fleiri ef við hefðum ekki hangið á boltanum í hverri sókn,“ sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Annar BandaríJqamaðurinn var meiddur og Iék ekki með. Hann er rosalega ójótur og góður en nýtist auðvit- að ekki í sóknarleiknum sem við erum látnir spila.“ „Ég hef lítíð fengið að spila eftir að nýi þjálfarinn kom og í síðasta leik settí hann mig inn á síðustu tíu minúturnar þegar Ijóst var að við myndum tapa. Mér finnst þjálfarinn ekki leggja upp rétta línu í þessu. Við spilum hálfgerðan göngubolta og höfum aðeins gert 488 stig i þeim átta leikjum sem við erum búnir með. Þetta er ágætur vamarþjálfari en kerfið sem hann notar gengur ekki upp og ég yrði ekki hissa þó hann yrði ekki lengi þjá félag- inu,“ sagði Teitur. Hann sagði að ekki væri staðið við allt sem væri í samningi hans við félagði og forráðamenn þess borguðu seint. „Þetta er farið að verða dáiitið þreytandi því þeir segjast ætla að koma á æfingu og borga manni þar en svo sjást þeir ekki. Þess ber þó að geta að Grikkir eru þannig að þeir æsa sig ekki upp þó hlutirnir dragist um einhveija daga, eða jafnvel lengur,“ sagði Teitur. Teitur og félagar eiga erfiðan leik á laugardaginn en þá mætir Larissa liði Panathinaikos í Aþenu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg I, sem er tll vinstri, á hér í höggi sem hafnaði í öðru sæti. DONAR, lið Herberts Arnarsonar, er komið í annað sæt hollensku 1. deildarinnar í körfu, vann Drenthe 108:96 á útivelli um helgina og gerði Herbert 10 stíg. „Við vorum 16 stigum yfir í hálfleik og lékum svo mjög illa eftír hlé,“ sagði Her- bert í samtali við Morgunblaðið í gær. Herbert hefur verið að gera ríflega 20 stig í leik hingað tíl og aðspurður hvernig stæði á að hann hefði aðeins gert tíu stíg sagði hann: „Drenthe er með einn stóran leikmann og hann gat lítið leikið vegna villuvandræða þannig að við dældum boltanum inní teiginn og skutum lítíð fyrir utan.“ Reuter TERRELL Owens fagnar hér félaga sínum hjá San Francisco 49ers, Iheanyi Uwaezuoke, sem skoraði snertimark. Switzer vann Leikur liðanna í San Francisco var skemmtilegur. Heimamenn komust í 10:0 í fyrsta leikhluta, en þá rotaðist leikstjómandi liðsins, Steven Yoyng. Hann rotaðist einnig i leik fyrir tveim- ur vikum og óvíst er hvert framhald- ið verður á leik hans á næstu vikum. Dallas notfærði sér þetta og jafnaði fyrir leikhlé. Heimameni. náðu síðan 17:10 forystu, en gestirnir jöfnuðu 17:17 rétt fyrir leikslok. í framleng- ingunni, þar sem það lið sigrar sem fyrst skorar, komust heimamenn aidr- ei í boitann. Dallas komst í sókn og fór upp mestallan völlinn, þar sem Chris Boniol skoraði vallarmark og tryggði sigurinn, 20:17 fyrir Dallas. Þetta var fjórði leikur þjálfara Dallas, Barry Switzer, á móti San Francisco með liði sínu og loks náði það að vinna fyrir hann gegn erki- fjendunum. „Vömin vann leikinn fyr- ir okkur í seinni hálfleik, við vomm með meidda menn í vöminni, en þeir gáfu sig alla í leikinn," sagði Switzer eftir leikinn. Denver Broncos er það lið sem mest kemur á óvart á keppnistímabil- inu eins og fyrr segir. Liðið lenti í hörkubaráttu við Chicago Bears uppi í Klettafjöllum, en marði sigur, 17:12. Víkingamir frá Minnesota, sem eiga marga aðdáendur á Fróni, byij- uðu keppnistímabilið með miklum lát- um. Liðið vann fimm af fyrstu sex leikjum sínum, en hefur nú tapaði fjórum { röð eftir rassskellingu í Sé- attle, 42:23. Dan Marino, leikstjómandi Miami Dolphins, náði merkilegum áfanga í sigri liðsins á móti Indianapolis Colts. Hann hefur nú kastað boltanum alls jrfir 50.000 stikur sem er met en aðeins þrír aðrir hafa náð að kasta samtals 40.000 stikur hver. Marino á nú öll kastmet og óvist er að þau verði slegin á næstu áratugum. Donar í annað sætið Annar stórleikur ársins í NFL- ruðningsdeildinni fór fram um helgina þegar San Francisco 49ers fékk meistara Dallas Gunnar Cowboys í heimsókn. Valgeirsson Leiks þessara liða er skrifar frá ávallt beðið með Bandaríkjunum mikini eftirvæntingu og áhorfendur voru ekki sviknir í þetta sinn. Eftir afleita byijun á keppnistíma- bilinu hafa meistararnir frá Dallas tekið við sér og þennan leik varð liðið að vinna ef það átti að eiga tækifæri á að komast í úrslitakeppn- ina. Riðlakeppnin í NFL-deildinni er nú rétt rúmlega hálfnuð og er margt sem komið hefur mðningssérfræð- ingum hér á landi á óvart. Lið sem margir höfðu afskrifað hafa byijað vel, s.s. Buffalo Bills, Denver Bronc- os, New England Patriots, Washing- ton Redskins, og Philadelphia Eagl- es. Þá hafa önnur ekki gert eins vel og haldið var, s.s. Detroit Lions, Dallas Cowboys og Miami Dolphins. Þau lið sem hafa byijað hvað best eru Green Bay Packers, en búist var við liðinu sterku, og Denver Bronc- os. Denver er nú með bestan árang- ur, hefur unnið níu af tíu leikjum sínum, og Green Bay hefur unnið átta af tíu. Önnur lið fylgja fast á eftir og margt getur gerst síðari hluta keppnistímabilsins. Meistarar gefast ekki upp Green Bay vann San Francisco fyrir um mánuði í fyrsta stórleik keppnistímabilsins, en leikur San Francisco og Dallas hefur verið aðal- leikur keppnistímabilsins undanfarin ár. Aðeins þarf að líta á árangur lið- anna, þau hafa unnið fjóra síðustu meistaratitlana og verið með besta árangur allra liða á þessum áratug. ItiémR FOLX ■ GEORGE Graham knattspymu- stjóri hjá Leeds hefur lýst yfir áhuga að kaupa svissneska landsliðsmann- inn Ramon Vega frá Cagliari. „Ég hef áhuga á að kaupa góða knatt- spymumenn sem fáanlegir em og Vega er einn þeirra,“ sagði Graham í vikunni. ■ GIANFRANCO Zola hlakkar til . að leika með landa sínum Gianluca Vialli hjá Chelsea, „Ég held að við náum vel saman og ég trúi að ég geti lagt upp mörk fyrir hann en það hjálpar liðinu að ná takmark- inu,“ sagði hann við komuna til London. ■ ZOLA gerði samning til þriggja og hálfs árs. „Ef Chelsea vill verða meistari vil ég eiga hlut að máli. Ég er sannfærður um að liðið verður í Evrópukeppni næsta ár og árang- urinn verður jafnvel betri. Sem stendur emm við í fimmta sæti í deildinni og ég veit að við getum bætt okkur,“ sagði ítalski miðheij- inn, sem er 30 ára. ■ ZOLA sagðist hafa ráðfært sig við landa sína, Roberto di Matteo hjá Chelsea og Fabrizio Ravanelli hjá Middlesbrough, um hugsanleg félagaskipti frá Parma. „Þeir sögðu mér að enska knattspyrnan væri góð. Harkan væri mikil og leikmenn sterkir en ég gæti spjarað mig og mér kæmi til með að líða vel á Englandi. Ef til vill tekur tíma að aðlagast en andrúmsloftið á völl- unum er frábært og ég vil vera með í því.“ ■ RUUD Gullit, knattspymustjóri Chelsea, sagði að Zola gæti hjálpað til við að láta drauma Matthews Hardings, varaformanns félagsins sem lést í flugslysi fyrir þremur vik- um, rætast. „Þetta er það sem Hard- ing hefði viljað. Hann átti sér draum um Chelsea og nú getum við hjálp- að til við að láta hann rætast." ■ GULLIT sagði að Zola gæti unnið leik upp á eigin spýtur en koma hans þýddi ekki að Mark Hughes yrði látinn fara. „Enginn þarf að fara og í undanfömum leikj- um hefur Mark Hughes verið frá- bær og mjög mikilvægur í liðinu.“ ■ BAYERN Miinchen skilaði 6,1 millj. marka í hagnað á liðnu starfs- ári sem lauk 30. júní sl. ■ ÍTALSKA félagið Udinese segir að Manchester United hafi boðið um 18 millj. dollara í þýska miðheij- ann Oliver Bierhoff en tilboðinu hafi verið hafnað því leikmaðurinn væri ekki til sölu. ítalska blaðið Corriere dello Sport sagði að United væri á eftir Ravanelli hjá Midd- lesbrough og tilboðið væri á sömu nótum og í Bierhoff. ■ FREIBURG, sem stendur illa í þýsku deildinni, keypti miðheijann Michael Sternkopf af Gladbach fyrir 600.000 mörk. ■ STERNKOPF, sem er 26 ára, gerði samning við Freiburg sem gildir til júní 1998 en hann verður sennilega með í bikarleiknum við Stuttgart í kvöld. Stemkopf hefur leikið 161 leik í deildinni og gert 13 mörk fyrir Karlsruhe, Bayern Miinchen og Gladbach. ■ MARCELLO Lippi, þjálfari Ju- ventus, sem varð meistari í Meist- aradeild Evrópu sl. vor, var kjörinn besti þjálfarinn á Ítalíu á liðnu tíma- bili. Þjálfarar í 1. og 2. deild kjósa og var Lippi útnefndur annað árið í röð. ■ JUVE mætir Ameríkumeistur- unum í Japan í desember og sagð- ist Lippi hafa boðið fyrrum leik- mönnum liðsins eins og Gianlucá Vialli og Fabrizio Ravanelli að fara með, en hann sagðist vita að þeir kæmust ekki. „Hins vegar vildi ég hafa þá með okkur.“ ■ MARTIN Dahlin tognaði á lær- vöðva í landsleik Skotlands og Sví- þjóðar og verður frá keppni næstu vikumar en sænski miðheijinn leik- ur með Gladbach í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.