Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIDVIKUOAGUR13. NÓVEMBER1996 • FYRSTI ritslj'óniarfundur á Ægi, fagriti Fiskifélags Islands, eftir að ritstjórn þess var flutt norður, var haldinn nýlega undir stjórn Jóhanns Ólafs Halídórsson- ar, fyrrverandi ritstjóra Dags, sem ráðinn hefur verið ritstjóri blaðsins í umboði Qölmiðlafyrir- tækisins Athygli ehf. sem tekið hefur að sér að annast útgáfumál Fiskifélagsins. Jóhann Ólafur segir að sér lít- ist vel á að vinna að útgáfu Ægis á Akureyri. „Sjávarútvegurinn er sterkur á Eyjafjarðarsvæðinu og Norðurlandi þannig að vel á við að gefa blaðið út héðan. Við leggj- um þó áherslu á að Ægir er lands- tímarit hér eftir sem hingað til en ég held að það sé sterkt að gefa það út héðan frá Akureyri,“ sagði Jóhann Ólafur. Með því að færa vinnslu blaðs- ins að miklu leyti norður í land teQa Fiskifélagið og Athygli að nýir möguleikar opnist tíl efnis- öflunar og efnistaka, enda Akur- eyri með stærstu útgerðarstöðum á landinu. Áfram verður þó leitað efnisfanga í öllum landshornum og er það stefnan að nýta Ægi áfram til að koma á framfæri við sjómenn og annað starfsfólk í sjávarútvegi upplýsingum um það Morgunblaðið/Margrét sem helst er á döfinni í grein- inni, starfsemi á vegum Fiskifé- lagsins, þróun í fiskvinnslu og veiðum og nýjungar á því sviði og draga fram það sem vel er gert á þessum vettvangi. Skrifstofa Ægis á Akureyri verður fyrst í stað að Glerárgötu 24,4. hæð, í svonefndu Sjafnar- húsi. Ritstjórnin á fyrsta fundinum, frá vinstri eru Ómar Valdimars- son, Guðjón Arngrímsson og Bjarni Grímsson, en sitjandi eru Jóhann Ólafur Halldórsson, Pét- ur Bjarnason og Kristín Flygenr- ing. Kanna mögnleikana í sjávarútvegi í Lettlandi RÁÐGJAFA- Norræni verkefnaútflutnings- ™RIf Kh®ur sjódurinn hefur veitt vilyrði n“ í1rúmt ár verið fyrir ahættulam ^ika & samstarfi " við Letta á sviði sjávarútvegs. Að sögn Sigfúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra Nýsis, hefur mið- að hægt í sambandi við sjávarútveginn það sem af er þótt komin séu á samskipti við ákveðið fyrirtæki í Lettlandi sem hugsanlegt er að íslenskir aðilar muni kaupa sig inn í eða yfirtaka með einhverjum hætti og endurskipuleggja frá grunni. Að sögn Sigfúsar er enn verið að skoða málið og það því ekki komið á neitt ákvörðunarstig ennþá. Menn horfa fyrst og fremst til síldarinnar enda helstu síldarmarkaðir okkar þarna allt í kring. Lettneska fyrirtæk- inu fylgja nokkrir bátar, mikið hús- næði og talsverður kvóti og hægt er að fá a.m.k. þorskkvóta í Eystrasaltinu aukinn ef næst árangur. Hjólin að snúast „Það, sem brennur á, er að þarna verði farið að vinna á nútíma vísu sem þýðir að gera verður út með allt öðrum hætti en þeir hafa haft bolmagn til hingað til. Það þarf betri skip til veið- anna, endurbæta þarf alla vinnsluna og hugsanlega þarf að flytja inn eitt- hvað af hráefni til vinnslu. Þeir þurfa allt til alls, þ.e. þekkingu, peninga, markaðstengsl, tæki og búnað,“ segir Sigfús og bætir við að ef úr þessu samstarfi yrði mætti allt eins hugsa sér að úrelt íslensk skip yrðu flutt austur. Ýmsir möguleikar væru til í því efni. „Ennþá er þó með öllu óákveðið hvort farið verður í þetta samstarf eða fyrirtækið keypt. Viðræður hafa staðið yfir í eitt ár og þeim hefur miðað held- ur hægt. Fyrirtækið er í mjög miklum erfiðleikum og það þarf að finna leið til þess að gera það rekstrarhæft svo að það borgi sig að fara inn í þetta. Fyrirtækið skuldar hinsvegar ekkert og allar eignir eru til staðar. Þá vantar sárlega rekstrarfé til að fá hjólin til að snúast. Þeir eru að biðja um meiri umsvif, fleiri verkefni og meiri vinnu,“ segir Sigfús. Samstarf sveitarstjórna Fyrir utan sjávarútveg hefur Nýsir einnig verið að skoða samstarf Letta og íslendinga á sviði hita- og fjar- varmaveitna, eji Lettar telja sig geta lært mikið af íslendingum á því sviði og er jarðhiti til staðar á vesturströnd Lettlands. í þriðja lagi er komið á sam- starf milli lettneskra og íslenskra sveit- arfélaga á sviði sveitarstjórnarmála. „Sveitarstjórnarverkefnið er í eðlileg- um farvegi og höfum við m.a. haldið námskeið fyrir lettneska sveitarstjórn- armenn, en bæði sjávarútvegs- og veituverkefnin eru að heita má í bið- stöðu eins og er, á meðan engin alvöru- lausn er í sjónmáli. Það eru gríðarlega mörg tækifæri í Eystrasaltslöndunum, en þetta er eins og á full af löxum sem bíta ekki á. Það er mjög erfitt í mörgum tilfellum að koma auga á „bisnessinn" í mörgum af þeim verkefnum, sem við blasa, enda eru heimamenn oftar en ekki að hrópa á hjálp. Þeir vilja aðstoð, en það þarf bara einhver að borga fyrir hana. Mest snýst þetta um það að vinna á grundvelli einhverra styrkja frá al- þjóðastofnunum," segir Sigfús, en Nýsir hefur m.a. unnið verkefni fyrir Alþjóðabankann í Litháen. Sveitar- stjórnarverkefnið er styrkt af norræn- um sjóðum auk þess sem Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn hefur veitt vilyrði fyrir áhættuláni í sjávarút- vegsverkefnið ef áhugi reynist á því og keyrt verður af stað. Lánið þarf því ekki að greiða til baka ef verkefnið gengur ekki upp, en áhættulán er skil- greint sem hluti af útlögðum kostnaði upp að vissu marki og fer eftir vissum reglum, sem sjóðurinn hefur sett sér. FÓLK Formaður SSÍ endurkjörinn • LITLAR breytingar urðu á sambandsstjórn Sjómanna- sambands íslands á 20. þingi SSÍ, sem nú er r.ýlcl.ið. Helztu for- ystumennirn- ir voru end- urkjörnir: Formaður, Sævar Gunnarsson, Grindavík, varaformaður, Konráð Alfreðsson, Akur- eyri, ritari, Elías Björnsson, Vestmannaeyjum og gjald- keri, Jónas Garðarsson, Reykjavík. Aðrir 13 í sambandsstjórn voru kjörnir: Birgir Björg- vinsson, Reykjavík, Björg- vin Guðmundsson, Stykkis- hólmi, Einar Karlsson, Siglufirði, Hervar Gunn- arsson, Akranesi, Jón Ingi Kristjánsson, Neskaupstað, Kristinn Pálsson, Akureyri, Kristinn Pálsson, Keflavík, Oskar Vigfússon, Hafn- arfirði, Rafn Olafsson, Reykjavík, Sigurður Ólafs- son, Isafirði, Sigurður Ing- varsson, Eskifirði, Þórður Ólafsson, Þorlákshöfn og Þorsteinn Guðmundsson, Vestmannaeyjum. Þrír menn gengu nú úr stjórninni, þeir Hafþór Rósmundsson, Siglufirði, Sveinn Kristins- son, Akureyri og Oddur Magnússon, Reykjavík. Nýir menn í stjórninni eru Birgir Björgvinsson, Björgvin Guð- mundsson, Einar Karlsson, Kristinn Pálsson, Akureyri og Sigurður Ingvarsson. Hafþór hefur ýmist verið í stjórn SSÍ eða starfað fyrir sambandið síðastliðina tvo áratugi. Varamenn eru Birgir Gunn- arsson, Ólafsfirði, Guðjón Valdimarsson, Reykjavík, Guðni Kristjánsson, Sauð- árkróki, Hjördís Þóra Sig- urþórsdóttir, Hornafirði, Jóhannes Ragnarsson, Ólafsvík, Jón Rósant Þórar- insson, Hafnarfirði, Þor- björn Pétursson, Mat- sveinafélagi íslands og Örlygur Þorkelsson, Garði. Endurskoðendur voru kjörnir Sigfinnur Karlsson, Nes- kaupstað og Önundur Har- aldsson, Grindavík. Til vara Erlingur Guðmundsson. Sævar Gunnarsson Höskuldur Ásgeirsson Sæmundur Guðmundsson Jón Þór til Bretlands • JÓN ÞÓR Gunnarsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Iceland Seafo- od Ltd. í Bretlandi frá og með 1. janúarnk. Þá er sömu- leiðis ráðgert að breyta söluskrifstof- um íslenskra sjávarafurða í sjálfstæðar rekstrarein- ingar. Jón Þór er 33 ára að aldri. Hann út- skrifaðist sem verk- fræðingur frá Univers- ity of Alab- ama í Banda- ríkjunum árið 1986 og lauk mast- ersnámi frá sama skóla ári síðar. Hann hefur frá ársbyrjun 1995 unnið hjá Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum, en þar áður var hann forstöðumaður sjáv- arútvegssviðs KEA á Akur- eyri. Jón Þór er kvæntur Birgittu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Höskuldur Ásgeirsson, sem gegnt hefur stöðu fram- kvæmdastjóra Iceland Sea- food Ltd. í Bretlandi, er hins- vegar á leið heim og mun taka við nýju starfi hjá ís- lenskum sjávarafurðum um áramótin. Hann verður fram- kvæmdastjóri sölu- ogmark- aðssviðs, staðsettur á íslandi. Höskuldur hefur undanfarin ellefu ár verið búsettur er- lendis, bæði í Frakklandi og í Bretlandi. Hann er fæddur árið 1952, kvæntur Elsu Þórisdóttur hárkollu- og förðunarmeistara og eiga þau þijú börn. Höskuldur tók fisk- tæknipróf frá Fiskvinnslu- skólanum í Hafnarfirði, síð- an viðskiptafræðipróf frá Háskóla íslands og loks lauk hann mastersprófi í rekstrar- hagfræði í Bretlandi. Undan- farin tíu ár hefur hann starf- að fyrir ÍS erlendis. Sæ- mundur Guðmundsson, að- stoðarforstjóri ÍS, sem einnig hefur séð um sölu- og mark- aðsmál, mun frá og með ára- mótum alfarið helga sig að- stoðarforstjórastarfinu. MÖRGUM þykja fiskisúpur hið mesta lostæti og geta jafnast á við heila máltíð með góðum brauðum. Hér rwwapnai kemur ein þar sem humar er látinn liaiéáUUiLLUdl vera uppistaðan enda gefur humarsoð- ið gott súpubragð. Það, sem þarf í þennan rétt, er eftír- farandi: 250 g skelflettur humar 2 sveppir, sneiddir 3 msk. smjör 3 msk. hveiti 8 dl. fisksoð (vatn og fiskkraftur) 2 dl. ijómi salt og pipar karrý eftir smekk Snýörið hitað, má ekki brenna. Sveppirnir látnir krauma smástund í smjörinu, færðir upp úr. Humar- kjötið þerrað og soðið (má ekki brúnast) í smjörinu í tvær til þrjár mínútur, síðan fært upp úr. Salti, pipar og karrý bætt í smjörið ásamt hveitinu og bökuð upp hveitibolla með fisksoðinu. Hveitibragðið soðið úr með fimm mínútna suðu. Þá er ijómanum bætt við og humarinn og sveppirnir settir út í. Súpan er hituð að suðumarki og borin strax fram með volgu brauði og auðvitað er heimabakaða brauðið alltaf best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.