Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 1
Convair B-36D ÞAÐ er engu öðru líkt að svífa um loftin blá og horfa niður til jarðarinnar. En það gerum við mennim- ir bara ekki hjálparlaust. Þar koma flugvélar til sögunnar. Ingi Bjöm Ómarsson, 7 ára, Brekkubyggð 85, 210 Garða- bær, hefur mikinn áhuga á flugvélum, sem sjá má á því að hann veit að Convair B-36 D er stærsta sprengju- flugvél sem framleidd hefur verið í heiminum! Hann sýnir okkur Convair-inn á aldeilis fallegri flugvélarmynd sem hann teiknaði og litaði. Ingi Bjöm er örugglega sammála því að flugvélar em flottar en stríð= dráp og eyði- legging, ekki. Einu sinni var sungið: Allt sem við viljum er friður á jörð! - Vemm öll sammála um þann boðskap. r. Göngutúr við regnbogatréð HELGA Rún Jónsdóttir, 5 ára, Kópavogsbraut 83, 200 Kópavog- ur, með Karíus páfagauk á öxlinni, fór út að ganga og sá þá fallegt tré með regnboga yfír. Það er... MÉR fínnst ofsalega gaman að teikna og lita. Þetta er blokkin mín og næsta blokk við hliðina. Ég og fleiri krakk- ar erum að leika okkur í leik- tækjunum. Kær kveðja, Hildur Ýr Hvanndal, 5 ára, úr Reykjavík. Það eru rólur, það er vega- salt, rennibraut, klifurgrind og sandkassi, það eru blokkir, bíl- ar, það er fólk á útkíkki í gluggunum, það er sól og það eru himinn og ský - og það besta af öllu: Það eru þarna börn að leik. Bestu þakkir fyrir skemmti- lega mynd, Hildur Ýr mín. i Ekkert er nýtt undir sólinni - Víð erum með kíiádeilu KÆRI Moggi. Vinsamlegast birtið bfla- myndina hans Guðmundar dóttursonar míns í Myndasög- um Moggans. Guðmundur afi. Guðmundur afí. Það er sjálf- sagðt að birta bílamyndina hans Guðmundar, 5 ára, Huldulandi 6, 108 Reykjavík. Flottir bflar eru augnayndi og þessir þrír hans Guðmundar yngri eru þar í flokki - meira að segja skýin og sólin, sem eru öllu vön, geta ekki leynt undrun sinni og aðdáun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.