Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA lltorðmdHbi^ift 1996 HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER BLAÐ D Landsliðsfyrirliðinn rúmfastur ítvo daga eftir Evrópuleik Geir meiddur í baki Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska lands- liðsins í handknattleik, meiddist í Evrópuleik með félagi sínu, Montpellier, sl. laugardag. Liðið tók þá á móti CSKA Moskvu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslit- um í EHP-keppninni og sigraði 24:18 eft- ir að staðan í hálfleik hafði verið 10:9 fyrir Montpellier. Síðari leikur liðanna fer fram í Moskvu um næstu helgi. Geir fór útaf eftir 15 mínútna leik vegna bakmeiðsla. Talið er að tognað hafi á lið- böndum í kringum hryggjarliðina. Hann lá rúmfastur í tvo daga, en hefur verið í sprautumeðferð tvisvar á dag síðan. „Ég fann mig vel í upphafi leiksins og svo gaf þetta sig allt í einu og ég stífnaði allur upp og var studdur af leikvelli," sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagðist hafa fundið fyrir bakverk í nokkur ár og hefði grunað að nú færi að koma að því að hann fengi slæman verk á ný. „Ég hef fengið þetta áður, en ekki eins slæmt. Ég þarf að hvíla mig til að jafna mig af þessu en það er enginn tími til þess. Ég fer til læknis á morgun og hann dæmir um hvort ég sé leikfær fyrir leikinn í Moskvu. Mig grunar svo sem hvað hann muni segja því hann er hliðholl- ur þjálfaranum," sagði Geir, sem sagðist helst vilja fá hvfld í fjóra til fimm daga. SKIÐI Morgunblaðið/Valur SIGURÐUR M. 09 Pálmar. Pálmar og Sigurð- urífjögurramán- aða æfingabúðir SKÍÐAMENNIRNIR efnilegu Pálmar Pétursson og Sigurður Magnús Sigurðsson úr Ármanni héldu í dag í fjögurra mánaða æfingaferð til Bandaríkjanna og Evrópu. Þeir verða fyrsta mánuðinn í Coiorado í Bandaríkjunum og æfa þar undir handleiðslu pólska þjálfarans Andrezje Bielawa, sem hefur verið þjálfari skiðadeildar Armanns undanfarin ár. Þeir fara síðan til Frakklands ásamt Pólverjunum og æfa þar fram í febrúar, auk þess sem þeir taka þátt í alþjóðleg- um stigamótum. Kristinn og Arnór æfa með Finnum LANDSLIÐSMENNIRNIR Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði og Arnór Gunnarsson frá ísafirði eru við æfingar í Noregi um þessar mundir, en þeir æfa með finnska landsliðinu í vetur. Heimsbikarkeppnin í alpagreinum hefst i Park City í Utah í Bandaríkjunum 21. nóvember. Pétur og Ásmund- urtil Fram PÉTUR Arnþórs- son, fyrrum lands- liðsmaður i knatt- spyrnu, sem hefur þjálfað Leikni R. undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga á ný til liðs við Fram. Reynsla Péturs mun koma hinu unga liði Framaðgóðum notum. Þá hefur Ásmundur Araar- son, sem lék með Volsungi og áður Þór, ákveðið að gangaíraðú' Framara. Santos bjargaði Ajax MARCIO Santos bjargaði Ajax frá tapi á nýja vellt liðsins í Amster- dam, skoraði jöfn- unarmark gegn Fortuna Sittard, 2.2, úr vftaspyrnu tveimur mín. fyrir leikslok. Patríck Kluivcrt, besti maður vallarins, skoraði hitt mark Uðsins á 13. min. Fortuna hefur ekki unnið Ajax síðan 1961-62. KNATTSPYRNA Draumur Lárusar Orra á Highburyvarðað LARUS Orri Sigurðsson, landsliðsmaður, hafði lengi átt sér þann draum að leika á Highbury, þar sem hann hélt mikið upp á Arsenal á yngri árum. Draumurinn rættist i gærkvöldi, varð síðan að martrðð - Lárus Orri og samherjar hans hjá Stoke máttu hirða knöttinn fimm sinnum úr netinu hjá sér, tðp- uðu 5:2 í deildarbikarkeppninni. Lárus Orri beið spenntur eftir að leika gegn leikmönnum eins og Ian Wright og Dennis Bergkamp - þeir skoruðu þrjú af mörkum Arsenal, Wright tvö og hollenski landsliðsmað- urinn eitt. David Platt og Paul Merson skor- uðu hin mðrk Arsenal. Mike Sheron skoraði bæði mörk Stoke - fyrsta og síðasta mark leiksins. Arsenal mætir Liverpool, sem vann Charl- ton á Anfield Road 4:1, í næstu umferð. Robbie Fowler skoraði tvö mðrk og hefur hann skor- að átta mörk í síðustu sex leikjum Liverpool. Mark Wright og Jamie Redknapp skoruðu hin mörkin, Shaun Newton skoraði fyrir Charlton. Gillingham lagði Coventry með marki Neil Smith á 71. min. Reuter RAY Wallace, sóknarleikmaður Stoke, sækir að markl Arsenal, Tony Adams og Martln Keown eru tll varnar. Ziege fer f rá Bayern til AC Milan ÞYSKI landsliðsmaðurinn Christ- ian Ziege mun gerast leikmaður með AC Milan á ítalíu eftir þetta keppnistímabil, að sögn ítalska blaðsins Corriere dello Sport, sem sagði að hann geri fjögurra ára samning, sem tryggir honum 132 millj. ísl. kr. í laun á ári. Fréttin í gær er áfall fyrir Evrópumeistara Juventus, sem hafa verið að fylgj- ast með honum í mánuð. Að sögn blaðsins var Juventus ekki tilbúið að greiða honum nema 85,8 millj. í árslaun. Samningur Ziege við Bayern rennur út í júní 1997, í samningnum er klásúla um að Bayern fái 396 millj. ísl. króna fyrir hann. HANDKNATTLEIKUR: AUÐVELT HJÁ HAUKUM GEGN AFTURELDINGU / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.