Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MAISSTÖNG, humar og meðlæti borðað eftir kúnstarinnar reglum. ast. Á vestasta hluta eyjarinnar má sjá steingervinga og lesa í milljóna ára jarðsögu og þar geta menn einn- ig lagst í mjúkan rauðan leir, látið hann skorpna á skrokknum áður en hann er skolaður af í sjónum. Letilíf alla daga Einn bærinn heitir Edgartown. Þar eru engin umferðarljós frekar en á Húsavík enda stemmningin svip- uð og letilegur laugardagur í íslensk- um bæ - nema að þar er hún alla daga. Tvílyft timburhúsin með háu risi eru einkennandi og alls staðar minna íbúamir á uppruna sinn með bandaríska fánanum. Ferðamenn snuðra við skemmtibátana í höfn- inni, skoða minjagripina og geta gert ágæt kaup; ekki síst er úrval af hvers konar myndlist. Sérstök sumarhátíð eða humar- veisla á ströndinni er einn fárra siða sem borist hefur frá Indíánum og varðveist í amerísku menningarlífi. Grafin er hola, kynt með rekaviði og þangi, komið þar fyrir eftir kúnst- arinnar reglum kartöflum, lauk, maísstöngum og humri og borið fram með sítrónum, smjöri og brauði. Þetta er enginn skyndibiti því elda- mennskan er nánast dagsverk! En þessu skyldu menn ekki missa af sem heimsækja víngarð Mörtu. ■ Jóhannes Tómasson Japtmir skoða norðurliósin ó íslandi Afslöppuð stemmning í víngarði Mörtu Enginn skyldi halda til Mörtueyjar nema hann sé reiðubúinn að veija þar talsverðu fé. Stórlaxar verð- bréfamarkaðanna úr nálægum stór- borgum, kvikmyndastjömur, pólitík- usar og annað fólk á uppleið sem hefur komist í álnir hefur nefnilega vanið komur sínar á þessar slóðir (um 100 þúsund manns á ári) og íbúam- ir 14 þúsund sem sjá um greiðann verða vitaskuld að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Áður vora rithöfundar og listamenn fjölmennastir í hópi dval- argesta. Annars höfðu kvikmyndim- ar næstum komið óorði á staðinn því þama var sögusvið Ókindarinnar, Jaws, og mátti ferðaþjónusta eyjar- innar þola öldudal vegna hræðslu við hákarlana þar úti fyrir. En það gleymdist fljótt og kvikmyndaunn- endur sáu Martha’s Vineyard í róm- antískara ljósi eftir að Sabrina og Harrison Ford höfðu eytt þar dags- stund. Og talandi um hákarla - þá HVAR er notalegt að veija sum- arfríi ef ekki á lítilli eyju í þægilegum hita síðsumars þar sem menn kjósa sér afþreyingu og tilbreytingu að vild? Busi á ströndinni, sigling um- hverfis eyna, hangs á veitingastöð- um, hjólreiðatúra, skoðunarferðir gangandi á eigin vegum eða ráp í búðir. Þetta mátti una sér við á eynni Martha’s Vineyard sem er ekki langt frá Boston á austurströnd Bandaríkj- anna þar sem íslendingar era famir að gera sig heimakomna. Kvikmyndastjörnur og pólitíkusar Tvær ástæður era fyrir nafninu Martha’s Vineyard. Fyrri hlutinn er frá landkönnuðinum Bartholomew Gasnold sem fann eyna árið 1602 og nefndi hana eftir dóttur sinni og hinn síðari af greipaldinum sem vaxa þar villt en í dag er þó aðeins einn raunverulegur víngarður á eynni. FERÐALÖG var eyjan góða heimahöfn hvalveiði- báta í norðurhöfum lengi vel á 19. öldinni og hún var almennur áfanga- staður fyrir siglingar norður á bóginn og byggist upphaflega vegna þessa. í dag er Mörtueyja miðstöð hafrann- sókna fyrir utan að vera ferðamanna- paradís. Sex bæir eru á eyhni, þrír á efra svæði hennar og þrír í „neðra“ en þannig er talað um svæðin og þóttu bæimir í efra minni háttar og íbúar þeirra heldur fátækari, því í neðra áttu ekki síst hús þeir sterkefnuðu frá meginlandinu sem sóttu eyna sem sumar- og hvíldardvalarstað sinn. í dag hefur þetta hins vegar allt bland- ENGINN er að flýta sér í Edgartown, enda eru flestir komnir þangað til að flýja daglegt amstur. GERT er ráð fyrir að um fimm hundrað japanskir ferðamenn komi hingað til lands í vetur og dvelji hér í 4-5 daga í senn. Ferðamálaráð íslands og Flugleiðir, sem reka söluskrifstofu í Tókýó, hafa ásamt tuttugu og sjö japönskum ferða- skrifstofum víðsvegar í Japan, haft veg og vanda af því að kynna og selja í þessar ferðir sem era bæði einstaklingsferðir og hópferðir. Toshiaki Ono er nýlega kominn hingað til lands á vegum íslensku söluaðilanna og verður hann Japönunum til traust og halds á ferðum þeirra hér en að sögn hans tala Japanir ekki mikla ensku þótt þeir skilji hana ágætlega. Ono, sem hefur komið hingað þrisvar sinnum áður, segir, að þó að norðurljósin séu í brennidepli við söluna á ferðunum til íslands, geri ferðamennirnir sér grein fyrir því að það geti bragðist að þeir sjái þetta náttúraundur. Farið verði með þá í ýmsar skoðunarferðir um Reykjavík og að Gullfossi og Geysi sem er hápunktur ferðarinnar. Einnig verði farið til Víkur í Mýrd- al og síðast en ekki síst dvalið eina nótt á hóteli við Bláa lónið. Japanir séu mikið fyrir böð eins og íslend- ingar auk þess sem norðurljósin sæjust betur í auðninni en í ljósa- dýrðinni í Reykjavík. Boðið verði upp á fleiri skoðunarferðir ef áhugi verði fyrir hendi. Ono segij að almennt viti Japan- ir fátt um ísland. Þeir haldi að hér sé mjög kalt og að á íslandi búi eskimóar í snjóhúsum. Aðspurður hvernig kynningu á íslandsferðun- um sé háttað, segir hann að Ferða- málaráð íslands hafi látið gera sex- tíu síðna bækling um ísland á jap- önsku sem liggi frammi á ferða- skrifstofunum og menn fái án endurgjalds. Þar sé getið þess merkasta sem hér sé að sjá, auk upplýsinga um hótel og veitingastaði og aðra þjónustu. Of dýrt sé að nota sjón- varpsauglýsingar til kynning- arstarfs en japönsku ferðaskrifstof- umar hafi auglýst Norðurljósaferð- imar í tímaritum um ferðamál. Spennandi að skoða Höfða Ono segir að kvikmyndin Cold Fever eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem sýnd var í Japan, hafí ekki haft mikið gildi sem landkynning, enda sé það ekki tilgangur mynd- arinnar. En þar hafí ísland verið sýnt sem fremur hijóstragt og kalt land. „Mér finnst þessi lýsing ekki gefa rétta mynd af landinu. Oft er Japanskur leiðsöjgumaö- ur ó Islandi TOSHIAKI Ono, segir norðurljósaferðir til íslands á hagstæðu verði. MorSunblaðlð/Svcrrlr kaldara í Japan í þá þijá mánuði sem er vetur hjá okkur, sérstaklega innandyra því húsin era illa ein- angruð og lítið kynt, en hér eru húsin hlý og notaleg," sagði hann. Hvað er það sem helst vekur áhuga Japana á íslandi? „Þeim fínnst spennandi að á ís- landi era virk eldfjöll og hvera- svæði og að hér era jöklar. Það þykir líka mikill kostur hve mengun er hér lítil en hún er vandamál í Japan, þó töluvert hafi dregið úr henni hin síðari ár. Það vekur líka athygli hve glæpatíðni er hér lág og þeim sem dvelja hér þykir nota- Iegt að vera lausir við öll neonskilt- in sem eru víða utan á húsum og meðfram vegum í Japan. Þeir Japanir sem þekkja til Íslend- inga kunna vel við þá, fínnst þeir vingjamlegir, heiðarlegir og frekar rólegir eins og Japanir eru sjálfír. Sumir ferðamannanna kvarta þó yfir því að þeim finnst lítið að sjá í Reykjavík £if merkum minnisvörð- um. Þeir eru þó mjög hrifnir af því að fá tækifæri til að skoða Höfða, þar sem Reagan og Gorbatsjov áttu í viðræðum á sínum tíma.“ Auklnn áhugl Japana á framandl löndum Ono segir að um tíu prósent jap- önsku þjóðarinnar ferðist árlega til útlanda, eða um tólf milljónir manna. Þeir fari einkum til ná- lægra landa eins og Hawaii, Guam, Tævan eða Kóreu. Þeir sem haldi eitthvað lengra fari gjaman til fy>ndon, Parísar og New York. Áhugi á framandi slóðum sé þó að aukast. Segir hann að í fyrra hafí tæplega tvö þúsund og fímm hundr- uð Japanir heimsótt ísland og gert sé ráð fyrir að þeir verði þijú þús- und í ár. Þannig stækki þessi mark- aður hægt en örugglega. Ono segir ennfremur að Japanir væra yfirleitt eftirsóttir ferðamenn. Þeir þyki kurteisir og yfírvegaðir auk þess sem þeir eyði miklu fé á ferðum sínum. Aðspurður hvað svona 4-5 daga ferð til íslands kosti segir Ono að verðið sé á bilinu 116-190 þúsund íslenskar krónur. Innifalið sé flug- ferðir, hótel og leiðsögn. Segir hann þetta mjög hagstætt verð, en hægt sé að halda verðinu niðri vegna þess að ferðimar séu ekki famar á háannatíma ferðamennskunnar og því hægt að fá flugferðir og hótel á betri kjörum. Hildur Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.