Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Alex Ferguson er bjartsýnn Spenna í Meistaradeild Evrópu Manchester United og Ajax verða að sigra mótheija sína á útivelli í síðustu umferð til að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu en liðin töpuðu bæði á heimavelli í fyrrakvöld, United 1:0 fyrir Juventus og Ajax 2:1 fyrir Auxerre. Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri United, er bjartsýnn en Louis van Gaal, stjóri Ajax, hefur sínar efasemdir um fram- haldið. United sækir Rapid Vín heim 4. desember en austurríska félagið á ekki möguleika á að komast í átta liða úrslit. Enska liðinu nægir jafntefli ef Juventus, sem hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum, sigrar Fenerbache í Torino því markatala United úr leikjunum við tyrkneska liðið er hagstæð. Ef Fenerbache kemur aftur á óvart er draumurinn úti hjá Manehester. „Við leikum eins og við erum vanir og ég vona innilega að við sigrum,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve, og sló á bollalegging- ar um að ítalska liðið tæki því ró- lega. „Þó framhaldið sé tryggt slöppum við ekki af. Við leikum ekki þannig. Við spilum til að sigra.“ Ferguson tók í sama streng. „Juventus fer í hvern leik til að sigra og ég veit að liðið gefur ekk- ert eftir á móti Tyrkjum. Við verð- um að sigra í Vín og ég er ánægð- ur með það. Við eigum mikla möguleika á að komast áfram og það er undir okkur sjálfum komið.“ Lippi sagði að erfitt hefði verið að sigra á Old Trafford. „United lék mjög vel en ég er ánægður og hreykinn." Ferguson sagðist vera óánægður með 1:0 tapið en ánægð- ur með að hafa tekið þátt í frábær- um leik. „Juventus fór á kostum og liðið sýndi, einkum í fyrri hálf- leik, hvers vegna það er Evrópu- meistari. Allir leikmennirnir gera það sem þeir geta og vinna fyrir laununum sínum. Þeir hafa mikla Bikarbarátta í Höllinni Bikarkeppnin í sundi, 1. og 2. deild, hefst í kvöld í Sundhöll Reykjavíkur og verður haldið áfram á morgun og sunnudag frá kl. 10 - 17.15. í 1. deild mætast sex sveitir en það eru ÍA, SH, Kefla- vík, UMSK og A og B-syeit frá Ægi. Bikarkeppni SSÍ hefur ætíð verið mjög spennandi vegna þess að það er liðsheild sem skiptir máli, stigahæsta liðið stendur uppi sem bikarmeistari. í fyrra var jöfn og skemmtileg keppni á milli SH og Ægis og lauk með því að SH hampaði titlinum í fyrsta sinn. Reiknað er með að þessi lið muni einnig kljást um titilinn að þessu sinni. Allir bestu sundmenn landsins eru á meðal þátttakenda og má því búast við jafnri og spennandi keppni í flestum greinum en hvert lið má einungis senda tvo keppend- ur í hverja grein og eina boðsunds- sveit í hvert boðsund. Þá má hver keppandi einungis synda að há- marki í þremur greinum og því reynir mjög á breidd liðanna. Stigahæsta félag í 1. deild hlýtur sæmdarheitið Bikarmeistari íslands í sundi. Einnig er veitt viðurkenning til stigahæsta kvennaliðs og karla- liðs keppninnar í hvorri deild. reynslu og ógna alls staðar. Það var ekki skömm að tapa fyrir þeim.“ Utlitið virðist dekkra hjá Ajax en United en Ajax sækir Grasshop- per heim. Liðin eru með níu stig eins og Auxerre sem tekur á móti Rangers. „Okkur gengur ekki vel,“ sagði Van Gaal. Guy Roux, þjálfari Auxerre, sagði að liðið hefði verið á lágu nótunum fyrir leikinn í Amsterdam og það hefði komið því til góða. „Franskir fjölmiðlar geta lært af þessum sigri. Venjulega er allt á suðupunkti fyrir leik og svo grátum við. Nú snerist þetta við. Þess vegna segi ég að enn eru 90 mínút- ur eftir áður en við eigum mögu- leika á að komast í átta liða úr- slit.“ Jafntefli við Rangers nægir en Roux var varkár. „Eg er sann- færður um að Skotarnir taka því ekki rólega. Þeir eru ekki þannig gerðir og ég þakka fyrir að ekki er um vináttuleik að ræða.“ Hann sagðist hafa beðið guðina um hjálp í Amsterdam. „Guðirnir hlustuðu á mig en við erum líka með góða leikmenn." Varnarmaðurinn Taribo West tók undir það. „Við trúðum á okkur sjálfa." Reuter ERIC Cantona og samherjar eiga erflöan leik framundan. SUND kém FOLK ■ JORGE Valdano, fyrrum þjálf- ari Real Madrid, hefur verið ráðinn þjálfari Valencia. Ráðning hans gefur umræðu um að Ronaldo komi aftur til félagsins, byr undir báða vængi. ■ BARCELONA bar í gær til baka fréttir um að félagið ætlaði að láta varnarmanninn Miguel Angel Nadal fara til Middlesbro- ugh í skiptum fýrir brasilíska miðjumanninn Emerson. ■ PAUL Le Guen, miðvörður PSG, hefur gert nýjan samning við félagið og er hann til tveggja ára. PSG vildi að Le Guen, sem er 32 ára, tæki að sér stjórnarstörf en hann hafði áhuga á að leika áfram. Rætt hefur verið um að hann verði forseti félagsins 1999. ■ BRUNO Ngotty og Patrice Loko segjast hafa fengið tilboð frá erlendum félögum og vilja fara frá PSG í lok tímabilsins. ■ LIONEL Charbonnier, mark- vörður Auxerre, tognaði á lær- vöðva í leiknum við Ajax í fyrra- kvöld og verður frá í sex vikur. ■ ALAN Shearer var á fullu á æfingu hjá Newcastle í gær og verður með á móti Chelsea á morg- un en hann fór í nárauppskurð fyr- ir mánuði og hefur ekki leikið síðan. FELAGSLIF Kynningarfundur um Partille Cup HIÐ árlega handknattleiksmót, Partille Cup, verður í Partille við Gautaborg i Svi- þjóð 28. júní til 3. júlí næsta sumar en þetta er 28. árið í röð sem mótið er haldið. Skráning liða er þegar hafin og hafa fleiri tilkynnt þátttöku en áður. Á morgun, laug- ardaginn 23. nóvember, verður kynning á mótinu f húsakynnum Úrvals-Útsýnar að Lágmúla 4, Reykjavík, og hefst hún kl. 13. Stefan Albrechtson, Tage Kristoffersson og Lars Sunegaard, framkvæmdastjórar móts- ins, greina frá skipulaginu og svara spurn- ingum en auk þeirra verður Geir Hallsteins- son, aðalfararstjóri íslensku liðanna, á staðnum ásamt starfsmönnum íþróttadeild- ar Úrvals-Útsýnar. Aðalfundur GKG GOLFKLÚBBUR Kópavogs og Garðabæjar heldur aðalfund sinn laugardaginn 23. nóv- ember kl. 16 í Stjörnuheimilinu í Garðabæ. Félagar eru hvattir til að koma á fundinn. Upplýsingar um dagskrá eru í fréttabréfi, í síma 5657373 og í golfskála GKG. s 6 t AKSTURSIÞROTTIR Meistarar í lokahófi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson AKSTURSÍÞRÓTTAMENN tóku á móti meistaratitlum í lokahófi Landsambands íslenskra akstursíþróttafélaga um síðustu helgi. Voru 32 titlar afhentir og Guðbergur Guðbergsson var útnefndur akstursiþróttamaður ársins. Varð hann íslandsmeistari í bíl- krossl þriðja árið í röð. Þá var stjórn LÍA endurkjörin í heild sinni á þlngi daginn eftir afhendinguna. VERÐLAUNAHAFAR í +95 kg flokki i aramótinu: Frá vinstri: Gísli Jón Bl Sami Latlnen, Finnlandl, Nicias II Heimir Sigurður Hara Þrenn v< Islenskir júdómenn unnu til þrennra verðlauna á Opna sænska meistara- mótinu _um helgina. Gílsi Jón Magnús- son úr Ármanni fékk silfur í +95 kílóg- ramma flokki og félagi hans hjá Ár- manni, Heimir Sigurður Haraldsson, varð þriðji í sama flokki. Ármenningur- inn Þorvaldur Blöndal krækti sér einnig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.