Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR KR-ingar burstuðu íslandsmeistarana JL m - Morgunblaðið/RAX Eg a þennan bolta! PÉTUR GuAmundsson úr Grindavík reynir hér að né boltanum af KR-lngnum Jónatani Bow. KR hafði betur og vann örugglega og tryggðl sér um lelð úrslitaleikinn ó sunnudag. Flugeldasýning Troðið af list og glæsilegar þriggja stiga körfur KR-IIMGAR tryggðu sér sæti í úrslitum Lengjubikarkeppninn- ar í körf uknattleik með því að bursta íslandsmeistara Grind- víkinga með 25 stiga mun, 93:68, í Laugardalshöll í gær- kvöldi. „Þessi úrslit sýna að við getum sigrað hvaða lið sem er í deildinni ef við höfum trú á þvf sjálfir," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR- inga, eftir leikinn. Leikurinn var mjög jafn og spennandi í fyrri hálfleik og liðin sýndu oft ágæt tilþrif. Bow, Hermann og Hinrik Valur B fóru fyrir KR-ingum Jónatansson og gerðu samtals 33 skrifar stig af 45 í hálf- leiknum. Jón Kr. stjórnaði leik Grindvíkinga eins og herforingi og opnaði vel fyrir Myers og Páli Axel, sem gerði þijár þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. KR hafði þriggja stiga forskot í leikhléi, 45:42. Grindvíkingar byij- uðu síðari hálfleikinn með því að gera 12 fyrstu stigin. Þá sagði Bene- dikt þjálfari, „hingað og ekki lengra“ og tók leikhlé. „Ég öskraði í þá baráttuna og sagði að þetta gengi ekki svona. Við yrðum að hafa metn- að til að gera betur,“ sagði Benedikt, Það var eins og við manninn mælt. KR-ingar bundu vörnina saman og léku af miklum krafti, stálu boltanum hvað eftir annað af íslandsmeisturunum og gerðu 25 stig á móti aðeins þremur og breyttu stöðunni úr 47:54 í 72:57 á aðeins sjö mínútna kafla. Þeir léku síðan af skynsemi þær 8 mínút- ur sem eftir lifðu af leiknum og sigruðu örugglega. Óskar Kristjánsson kom af vara- mannabekknum hjá KR og var frá- bær, skoraði 13 stig og stal boltan- um hvað eftir annað. Eftir að vörn- in small saman í síðari hálfleik lék liðið sem ein heild og var hvergi veikan hlekk að finna. Bandaríkja- maðurinn David Edwards gerði marga góða hluti, en var með of mikinn einleik í fyrri hálfleik. Það breyttist eftir hlé og þá fór hann að spila meira fyrir liðið og þá fór boltinn að rata réttu leiðina. Grindvíkingar geta verið sáttir við fyrri hálfleikinn, en brotnuðu gjörsamlega eftir að KR-ingar fóru að bíta frá sér í síðari hálfleik. Þá gekk ekkert upp og þeir játuðu sig sigraða allt of fljótt. „Við erum búnir að fara erfiða leið í gegnum þessa keppni. Fyrst unnum við ÍA í 16-liða úrslitum, síðan Hauka í 8-liða og nú íslands- meistarana. Það er ekkert sem fær stöðvað okkur úr þessu og við ætl- um okkur bikarinn. Við getum ver- ið með besta liðið á íslandi ef við erum upplagðir og tilbúnir að gefa okkur í þetta. Stöðugleika hefur vantað hjá okkur í vetur en von- andi gefur árangurinn í þessari keppni okkur byr undir báða vængi,“ sagði Benedikt þjálfari. Leikmenn nágrannanna í Reykja- nesbæ, Njarðvíkur og Kefla- víkur, buðu uppá sannkallaða flug- eldasýningu í síðarí Skúli Unnar hálfleik liðanna í Sveinsson undanúrslitum skrifar Lengjubikarsins. Njarðvíkingar voru sex stigum yfir í leikhléi en eftir hlé tóku Keflvík- ingar sig á í vörninni og um leið kom hraður sóknarleikur, eins og þeim hentar best að leika, og þeir sigruðu 114:103. Talsverðar sveiflur voru í leik lið- anna fyrir hlé og skiptust þau á um að hafa forystu. Keflvíkingar náðu aldrei að leika almennilega vörn en þrátt fyrir það var sóknar- leikur Njarðvíkinga löngum hálf- vandræðalegur og mátti liðið illa við því að hafa Jóhannes á bekknum því hann fer best með knöttinn af þeim grænklæddu. „Við náðum ekki að leika eins og við eigum að okkui í fyrri hálfleik. Við ákváðum því í leikhléinu að laga þetta og það gekk eftir. Vömin var góð og um leið og hún hrekkur í gang getum við leikið hraðan sóknar- leik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga eftir sigurinn. Bæði lið reyndu svæðisvöm um tima í fyrri hálfleik og tókst vel. Keflvíkingar löguðu stöðuna til dæmis vel með slíkri vörn og pressuvörn í bland, en skiptu aftur yfír í maður á mann. Njarðvíkingar skiptu yfir í svæðisvörn og komust aftur yfir. í síðari hálfleik small vörn Kefl- víkinga saman og smátt og smátt komust Keflvíkingar í „réttan" gír, það er að segja fluggírinn sinn. Sóknirnar urðu mjög stuttar enda góðar skyttur í hverri stöðu og allt- af einhver frí. Vörn Njarðvíkinga var alls ekki slæm en þegar Keflvík- ingar skora úr kyrrstöðu með mann á sér úti á miðjum velli er erfitt að eiga við þá. Það var sem sagt ekki nóg að leika góða vörn, til þess voru Keflvíkingar allt of sterk- ir, þeir hreinlega skutu Njarðvik- inga í kaf. Ef Njarðvíkingar nálguð- ust og menn voru að vonast eftir meira jafnvægi, bættu Keflvíkingar í og keyrðu upp hraðann. Keflvíkingar gerðu 12 þriggja stiga körfur, þar af Kristinn Frið- riksson sex og var hver annarri glæsilegri. Njarðvíkingar urðu hins vegar að láta sér nægja að gera tvær þriggja stiga körfur. Þeir hefðu mátt koma boltanum meira inn í teiginn þar sem Torrey John var. Hann er sterkur í sókninni og hefði örugglega unnið vel úr þeim sendingum sem hann hefði fengið. Hann gerði reyndar 42 stig og mörg hver með miklum glæsibrag. Damon Johnson var besti maður Keflvíkinga, gríðarlega skemmti- legur alhliða leikmaður sem erfitt er að fínna veikleika hjá. Hann er fínn varnarmaður, mikill baráttuj- axl og hittir ágætiega. Hann leikur líka vel fyrir liði og það hefur ekki svo lítið að segja. Kristinn átti frá- bæran síðari hálfleik en hafði sig lítt í frammi fyrir hlé. Guðjón, Fal- ur og Albert áttu allir fínan leik og ungu strákarnir stóðu fyrir sínu þegar þeir komu inn á. Hjá Njarðvíkingum átti Torrey John góðan leik, sérstaklega í sókn- inni. Jóhannes var ágætur en aðrir frekar þungir og fundu sig alls ekki. Ef marka má undanúrslitaleikina í gærkvöldi verður enginn svikinn af því að koma í Laugardalshöllina á laugardaginn og sjá leik KR og Keflavíkur. Þar verður örugglega mikið skorað og mikið fjör. Spenna hjá Becker og Sampras ÞJÓÐVERJINN Boris Becker fór á kostura þegar hann sigr- aði Pete Sampras á heims- meistaramótinu í tennis í Hannover í Þýskalandi í gær- kvöldi, en þetta var í annað sinn á innan við mánuði sem Bandaríkjamaðurinn varð að sætta sig við tap fyrir efsta manninum á afrekslistanum. Becker vann 7-6 (12-10), 7-6 (7-5), 6-1. Rússinn Yevgeny Kafelnikov vann Svíann Thomas Enqvist 6-3, 7-6 (7-5) en í hinum riðlinum hafði Bandaríkjamaðurinn Michael Chang loks betur í keppninni, vann Króatann Goran Ivan- isevic 6-7 (8-10), 7-6 (7-5), 6-1. ÚRSLIT KR - Grindavík 93:68 Laugardalshöll, undanúrslit í Lengjubikar- keppninni, fimmtudaginn 21. nóvember 1996. Gangur leiksins: 8:4, 11:11, 17:18, 23:25, 27:31, 33:33, 39:36, 43:40, 45:42, 45:54, 54:55, 57:57, 72:57, 78:60, 84:60, 87:62, 93:64, 93:68. Stig KR: Jonatan Bow 22, Hermann Hauks- son 17, Hinrik Gunnarsson 13, Óskar Krist- jánsson 13, David Edwards 12, Ingvar Orm- arsson 9, Amar Sigurðsson 3, Birgir Mika- elsson 2, Atli Einarsson 2. Fráköst: 27 í vöm - 18 í sókn. Stig Grindavíkinga: Herman Myers 21, Unndór Sigurðsson 12, Páll Axel Vilbergs- son 12, Bergur Hinriksson 6, Pétur Guð- mundsson 6, Jón Kr. Gislason 5, Helgi Jón- as Guðfmnsson 5, Marel Guðlaugsson 1. Fráköst: 21 í vöm - 14 í sókn. Villur: KR 16 - Grindavík 12. Dómarar: Kristján Möller og Kristinn Ósk- arsson. Dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 700. Keflavík-UMFN 114:103 Laugardalshöll: Gangur leiksins: 0:2, 3:4, 11:6, 18:10, 20:19, 24:25, 33:25, 35:38, 37:43, 39:45, 46:45, 53:49, 59:55, 68:55, 82:62, 86:70, 94:76, 99:81, 107:96, 114:103. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 36, Krist- inn Friðriksson 24, Guðjón Skúlason 20, Albert Óskarsson 16, Falur Harðarson 10, Gunnar Einarsson 3, Þorsteinn Húnfjörð 2, Elentinus Margeirsson 2, Kristján Guð- laugsson 1. Fráköst: 20 í vörn - 7 i sókn. Stig UMFN: Torrey John 42, Jóhannes Kristbjörnsson 21, Páil Kristinsson 11, Kristinn Einarsson 11, Friðrik Ragnarsson 8, Sverrir Þór Sverrisson 6, Guðjón Gylfa- son 2, Rúnar Ámason 2. Fráköst: 26 í vöm - 12 í sókn. Dómarar: Helgi Bragason og Leifur Garð- arsson. Dæmdu mikið. Villur: UMFN 27 - Kefiavík 25. Áhorfendur: Um 800. 1. deild karla ÍS-Þór..........................67:71 Bikarkeppnin Stafholtstungur - Snæfell.......80:91 NBA-deildin Boston - Detroit...............83:108 Philadelphia - Indiana.........92:103 Washington - Seattle..........110:115 ■ Eftir tvíframlengdan leik. Charlotte - New York............93:86 San Antonio - LAClippers........81:93 Vancouver- Miami................75:94 LA Lakers - Utah...............97:113 Phoenix - Chicago..............99:113 Íshokkí NHL-deildin Hartford - Montreal...............3:1 Florida - Los Angeles.............4:1 Colorado - Phoenix................6:0 Calgary - Dallas..................1:3 Anaheim - NY Islanders............2:2 Eftir framlengingu. í kvöld Blak 1. deild karla: KA-hús: KA - ÍS.........20 1. deild kvenna: KA-hús: KA - ÍS......21.15 Handknattleikur 2. deild karla: Strandgata: ÍH - Hörður.20 Akureyri: Þór - HM...20.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.