Morgunblaðið - 23.11.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
3H9rgtuiÞlflMto
C
1996
LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER
BLAD
Rögnvald og Stefán
dæma í Kiel
ROGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson,
handknattleiksdómarar, hafa fengið tvö verk-
efni á vegum EHF á erlendri grundu í byrjun
næsta árs. Þeir eiga að dæma leik þýska liðsins
THW Kiel og Pfadi Winterthur frá Sviss í Meist-
arakeppni Evrópu sem fram fer í Þýskalandi
19. janúar. Þeir hafa einnig verið settir á leik
norska liðsins Drammen HK og US Creteil frá
Frakklandi í Borgakeppni Evrópu sem fram fer
í Noregi 15. febrúar.
Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson
hafa einnig fengið verkefni hjá dómaranefnd
EHF. Þeir dæma leik IFK Skövde, Svíþjóð, og
Kolding frá Danmörku sem fram fer í Svíþjóð
15. febrúar og er í Borgakeppni Evrópu.
Gunnar K. Gunnarsson hefur verið settur eft-
irlitsdómari á leik danska liðsins Ikast og Rapid
Búkarest í Borgakeppni kvenna sem fram fer
9. febrúar. Kjartan Steinbach verður eftirlits-
dómari á fyrri leik US Creteil og Drammen HK
í Borgakeppninni 9. febrúar.
Tékkar vilja halda
EM 2006 meðöðrum
Tékkneska ríkisstjórnin hefur
staðfest stuðning sinn við
hugsanlega umsókn Tékklands og
Austurríkis varðandi mótshald Evr-
ópukeppninnar í knattspyrnu 2004.
Vaclav Klaus forsætisráðherra er
mikill knattspyrnuunnandi og taldi
stuðninginn nauðsynlegan umsókn-
inni til framdráttar en ekki var
greint frá því hvort um opinberar
peningagreiðslur yrði að ræða. For-
sætisráðherrann hefur átt fund með
Frantisek Chvalovsky, formanni
Knattspyrnusambands Tékklands,
og Beppo Mauhart, formanni Knatt-
spyrnusambands Austurríkis, um
málið en Mauhart hefur einnig talað
við starfsfélaga sína í Sviss, Ung-
vetjalandi og Króatíu um að sam-
böndin bjóði sameiginlega í EM.
Talið er að Spánvetjar eigi mikla
möguleika á að halda keppnina en
gert er ráð fyrir að UEFA ákveði
keppnisland 1998. EM 200 verður í
Hollandi og Belgíu en það verður í
fyrsta sinn sem úrslitakeppnin fer
fram í tveimur löndum.
4Mh V"*
Italskur
sigur í
ParkCity
KEPPNISTÍMABIL
skíðamanna hófst með
stórsvigi kvenna í Park
City í Bandaríkjunum í
gær en þar verða Vetra-
rólympíuleikarnir haldnir
árið 2002. ítalska skíða-
konan Sabina Panzanini,
sem er á myndinni, sigr-
aði og var það jafnframt
annar sigur hennar í
heimsbikarnum. „Það
yrði gaman að keppa hér
á Ólympíuleikunum
2002,“ sagði Panzanini
eftir sigurinn. „Altént
virðist brekkan hér henta
mér vel.“
Einnig átti að keppa í
stórsvigi karla á sama
stað í gær, en því var
frestað vegna rigningar.
KNATTSPYRNA
Reuter
Helgi á
einu höggi
yfir pari
GOLFKLÚBBUR Suðrnesja,
sem tekur þátt í Evrópu-
keppni félagsliða í Algarve
í Portúgal, er 12. sæti eftir
tvo fyrstu keppnisdagana
með samtals 303 högg. GS
var einnig i 12. sæti af 22
þjóðum eftir fyrsta keppnis-
daginn, en mótinu lýkur á
morgun. Frakkar eru efstir
á 288 höggum, Norðmenn í
2. sæti á 291 höggi og Þjóð-
veijar í þriðja á 292 höggum.
Helgi Þórisson lék best GS-
sveitarinnar á 73 höggum,
sem er einu höggi yfir pari
vallarins. Örn Ævar Hjartar-
son kom næstur á 76 högg-
um og Guðmundur Rúnar
Hallgrímsson lék á 78 högg-
um.
Sampras í
undanúrslit
PETE Sampras lét tapið á
móti Boris Becker í fyrra-
kvöid í heimsmeistaramót-
inu í tennis ekki á sig fá og
tryggði sér sæti I undanúr-
slitum í gær þegar hann
vann Rússann Yevgeny Ka-
felnikov 6-4,6-4 í 75 minútna
leik.
„Ég hefði viþ'að frá frí í
einn dag eftir leikinn við
Becker,“ sagði hann. „Ég
ýtti þeim leik til hliðar þó
ekki væri auðvelt að snúa
blaðinu við,“ sagði Sampras
sem er efstur á heimslistan-
um en hann mætir Króatan-
um Goran Ivanisevic í dag.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Keppa þær bestu við Völu í Höllinni?
IR-ingar hafa boðið Erki Nool,
Evrópumeistara í sjöþraut inn-
anhúss, til keppni við Jón Arnar
Magnússon UMSS í Laugardalshöll
í janúar nk. og freista þess sömuleið-
is að fá nokkrar af bestu stang-
arstökkskonum heims til keppni við
Völu Flosadóttur, ÍR, á mótinu.
„Við höldum mótið í tilefni níutíu
ára afmælis ÍR á næsta ári. Fer það
fram laugardaginn 25. janúar. Eftir
breytingar á Laugardalshöll býður
hún upp á meiri möguleika til móta-
halds og við viljum nota þann mögu-
leika sem best fyrir fijálsíþróttirnar.
Auðvitað er þó draumur okkar að
fá fullkomna innanhússaðstöðu,"
sagði Þráinn Hafsteinsson þjálfari
ÍR-inga.
„Við bíðum svara frá Nool og
rætt hefur verið við nokkrar af þeim
stúlkum sem eru á lista yfir 10 bestu
stangarstökkvara kvenna í heimin-
um í ár. Það yrði stórkostlegt að sjá
þær glíma við Völu hér heima,“ sagði
Þráinn.
Vala er í sjötta sæti á heimslist-
anum í ár með 4,17 metra sem er
heimsmet unglinga og Norðurlanda-
met. Allar stúlkurnar á undan henni
settu persónuleg met, en efst er
Emma George, Ástralíu, með 4,45,
önnur Cai Wiyan, Kína, með 4,33,
þriðja Daniela Bartova, Tékklandi,
með 4,27, fjórða Sun Caiyun, Kína,
með 4,25 og fimmta Stacy Dragila
með 4,20. Milli þessara stúlkna og
Völu á afrekaskránni frá upphafi er
Andrea Múller Þýskalandi sem stökk
4,18 í fyrra. Alls hafa 24 stúlkur
stokkið yfir 4,00 metra í stöng, lang-
flestar á þessu ári.
Fengur yrði einnig að keppni Jóns
Arnars og Nool en þeir háðu harða
hildi á EM innanhúss í Stokkhólmi
sl. vetur. Ætlunin er að í þríþraut-
inni verði ein kastgrein, ein hlaupa-
grein og ein stökkgrein. Nool hefur
verið í fremstu röð tugþrautarmanna
í heiminum undanfarin ár, varð t.d.
fjórði í tugþraut á HM utanhúss í
Gautaborg í fyrra. Hans besti árang-
ur í tugþraut er 8.575 stig á móti
í Götzis í Austurríki vorið 1995. ís-
landsmet Jóns Arnars er 8.274 stig.
SUND: Á GÓEHISKRIÐI? / C2, C3