Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2
8 ”1 vw otwt-Av »,<. «rir>i ... 2 C ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Ísland-Danmörk í handknattleik frá 1988 ísland með betri árangur Ár Leikir U J T 1988 5 4 1 0 1989 3 2 O 1 1990 2 0 1 1 1991 2 1 0 1 1992 2 0 2 0 1993 4 3 0 1 1994 1 1 0 0 1995 2 2 0 0 1996 1 0 0 1 Alls: 22 13 4 5 Viðureignir frá 1988 1988 Motala, Sviþj. Reykjavík Reykjavík Reykjavík Reykjavík Ísland-Oanmörk Ísland-Danmörk Ísland-Danmörk Ísland-Danmörk Ísland-Danmörk 24:22 21:20 18:18 24:18 26:22 1989 Slagelse, Danm. Danmörk-ísland 22:24 Nuuk, Grænl. Ísland-Danmörk 22:20 Nuuk, Grænl. Danmörk-ísland 21:19 1990 Hafnarfjörður Ísland-Danmörk 18:22 Árhus, Danm. Danmörk-ísland 24:24 1991 Lystrup, Danm. Danmörk-ísland 20:19 Rysskov, Danm. Danmörk-ísland 19:28 1992 Innsbruck Ísland-Danmörk 16:16 Kaupmannah. Danmörk-ísland 27:27 1993 Reykjavík Ísland-Danmörk 25:19 Akureyrl Ísland-Danmörk 14:20 Reykjavík Ístand-Danmörk 24:19 Stokkhólmur Ísland-Danmörk 27:22 1994 Kópavogur Ísland-Danmörk 23:22 1995 Eskilstuna, Svíþj. Ísland-Danmörk 26:24 Kaupmannah. Danmörk-lsland 20:22 1996 Voss, Noregi Ísland-Danmörk 28:29 ■ GOLFSETTUM þriggja íslend- inga sem voru í golfferð í Bandaríkj- unum var stolið á dögunum. Kylfing- amir settu golfsettin í bíl sinn eftir að hafa lokið leik og brutust þjófam- ir í farangursgeymslu bílsins og tóku settin. ■ DA VOR Suker frá Króatíu var með þrennu þegar Real Madrid vann Valencia 4:2 í spænsku deildinni um heigina og skaust á toppinn. Þetta var önnur þrenna Sukers á tímabilinu. ■ RÚMENSKI langhlauparinn Cristina Burca var úrskurðaður í fjögurra ára bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófí í kjölfar keppni í hálf- maraþoni á Mallorca í september. „Læknir minn ráðlagði mér að taka nandroline eftir að ég hafði rifið vöðva,“ sagði hlauparinn. ■ ANDRE Agassi, sem varð að hætta keppni í heimsmeistaramótinu í tennis í liðinni viku vegna veikinda, var gert að greiða 50.000 dollara (um 3,3 millj. kr.) fyrir að mæta ekki þegar dregið var í riðla og á blaða- mannafund. ■ BILL Fitch, þjálfari Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfu- knattleik, var fyrsti þjálfarinn í sögu deildarinnar til að tapa 1.000 leikj- um. „Þetta eru mörg töp og ég hef ekki kunnað að meta neitt þeirra," sagði Fitch. ■ FEYENOORD er að reyna að fá varnar- og miðjumanninn Sergei Semak frá CSKA Moskvu, en leik- maðurinn lék með liði sínu á móti Skagamönnum í UEFA-keppninni í sumar. ■ LEIKMENN liðanna í 1. deild á Spáni hafa samþykkt tillögu félag- anna um að færa leik frá 29. desem- ber til 19. febrúar. Því verður tveggja vikna hlé í deildinni, frá 23. desem- ber til 4. janúar. ■ ALEKSANDER Ristic, þjálfari Diisseldorf, var rekinn frá félaginu á sunnudag. Liðinu hefur gengið illa og aðeins fengið tvö stig úr síðustu sjö leikjum. Hann er Bosniumaður og hefur verið hjá félaginu síðan 1992 og var með samning til 1998. ■ STEFFI Graf sigraði á síðasta tennismóti ársins sem fram fór í New York um helgina. Hún sigraði sviss- nesku stúlkuna Martinu Hingis, sem er aðeins 16 ára, í úrslitum, 6-3 4-6 6-0 4-6 og 6-0, og stóð leikur þeirra yfir í næstum þijár klukkustundir í Madison Square Garden. Graf fékk 500 þúsund dollara í sigurlaun og hefur því þénað yfir 2,5 milljónir dollara á árinu. ■ SUÐUR-Afríka varð heims- meistari landsliða í golfí um helgina er keppnin fór fram í Somerset West í Suður-Afríku. Ernie Els og Wayne Westner kepptu fyrir Suður-Afríku og léku á fæstum höggum einstakra keppenda og enduðu með 18 högga forystu sem eru mestu yfirburðir í sögu keppninnar. EIs lék best allra, 16 höggum undir pari og Westner á 13 undir. Bandaríkin höfnuðu í örðu sæti og Skotland í þriðja. ■ GREG Norman sigraði á sama tíma á opna ástralska mótinu sem fram fór á Sydney. Hann lék á 280 höggum, sem er 8 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods varð annar og lék á pari. Stór stund er að renna upp í íslenskum handknattleik - framundan eru tvær afar þýðing- armiklar viðureignir við Dani, þar sem keppt er um farseðil til Japans en þar fer heimsmeistarakeppnin fram eftir sex mánuði. Á undan- förnum árum hafa ís- lenskir landsliðsmenn náð góðu taki á Dönum - ávalit lagt þá að velli þeg- ar mikið hefur legið við. Ég sé enga ástæðu fyrir því að þetta tak verði los- að nú, því að landsliðs- um og stöðvuðust fyrir framan þá og settu hnefa á loft. Hugsun leik- manna Liverpool var aðeins eip_: „Hér erum við, við erum komnir til að sýna hveijir eru bestir.“ Það gerðu þeir á eftirminnilegan hátt og unnu öruggan sigur. Ollu „hræðslutali“ fyr- ir leikina gegn Dönum á að varpa fyrir borð menn okkar eru vel sjóað- ir og maðurinn I brúnni er Þor- björn Jensson, sem er harður í horn að taka og hefur verið happa- sæll er hann hefur róið á dönsk mið. Það hefur komið fram hjá Þor- birni að hann mæti óhræddur til leiks nú sem hingað til. Þorbjöm ætlar sér að fara með strákana sína til Japans. Öllu „hræðslutali" fyrir leikina gegn Dönum á að varpa fyrir borð. Islenska landsliðið er sterkara en það danska og það vita Danir manna best. Þess vegna á að ganga ákveðið til verks gegn Dön- um og leggja þá að velli, ekki einu sinni - heldur tvisvar. islensku leikmennimir eiga að mæta fullir sjálfstrausts til verksins. Sjálfs- traust hefur mikið að segja í þeirri baráttu sem framundan er, því að baráttan getur tekið á taugamar. Þegar rætt er um sjálfstraust, rifj- ast alltaf upp fyrir mér leikur í ensku knattspymunni, sem fór fram á Stamford Bridge í London á árum áður, þegar lið Liverpool var upp á sitt besta. Áður en leikur- inn hófst kom einn og einn leik- maður Chelsea inn á völlinn við fögnuð heimamanna. Það varð aft- ur á móti þögn, þegar leikmenn Liverpool birtust. Þeir geystust inn á völlinn í einfaldri röð, fremstur Tommy Smith fyrirliði, hlupu taktfast að stuðningsmönnum sín- Þannig stemmdir eiga íslensku landsliðsmennirnir að mæta gegn Dönum - hér erum við, velkomnir til leiks! Það má ekki losa takið á Dön- um, heldur herða það. Danir hafa ekki fagnað sigri í Laugardalshöll- inni í ellefu ár og þeir hafa aðeins einu sinni fagnað sigri á íslending- um í Danmörku í tólf ár, í átta viðureignum. Ég veit með vissu að landsliðs- menn íslands eru ákveðnir að gera upp það sem miður fór í heims- meistarakeppninni á íslandi, þá voru vonbrigiðin mikil. Það er kom- inn tími til að gleðjast, fyrst í Laug- ardalshöllinni og síðan i Álaborg á sunnudaginn, 1. desember - það er við hæfi að fagna á fullveldis- daginn, þá verða 78 ár liðin síðan íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt, eftir að hafa verið undir stjóm Dana. Þennan dag, 1918, sveif ís- lenski fáninn í fyrsta sinn að húni á stjórnarráðshúsinu við Lækjar- götu. Fáninn táknaði að nýtt tíma- bil var hafið í sögu þjóðarinnar. Það er í höndum landsliðsmanna okkar, hvort nýtt tímabil í hand- knattleik hefst 1. desember 1996. Ég hef trú á að sagan endurtaki sig á fullveldisdaginn - dagurinn verði áfram gleðidagur fyrir Is- lendinga. gjg-muncjur q Steinarsson Var landsliðsmaðurinn RÓBERT DURANONA hissa á að vera ekki valinn í haust? Get orðið leyni- vopniðnúna JULIAN Róbert Duranona, stórskytta KA vará nývalinn ífs- lenska landsliðið fyrir leikina tvo gegn Dönum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í handknattleik - á morgun i Laugar- dalshöll og f Danmörku á sunnudag. Duranona sem fékk ís- lenskan ríkisborgararétt sl. vor, hefur leikið 5 leiki fyrir ís- lands hönd en á yfir 200 landsleiki að baki fyrir fyrrum heima- land sitt, Kúbu. Þrátt fyrir þennan fjölda landsleikja hefur Duranona aldrei mæt! Dönum f landsleik og eru margir á því að hann verði leynivopn fslenska liðsins í leikjunum tveimur sem framundan eru. Duranona er 30 ára gamall og giftur löndu sinnifrá Kúbu.Tamöru Mola. Hann gekktil liðs við KA í maí f fyrra og hefur verið einn af burðarásum liðsins frá þeim tíma. Duranona segir að það sé virki- lega gaman að vera kominn í landsliðshópinn á ný. „Það er ■■■■■■ mjög góður andi í Eftir hópnum og mér Kristján hefur verið vel tek- Kristjánsson ið af félögum mín- um. Munurinn á því að vera í landsliðshópi íslands og Kúbu er mikill. Ég var fyrirliði kúbanska liðsins og hafði töluvert að segja um _þá hluti sem þar voru gerðir. Ég hef hins vegar haft frekar lítinn tíma til að aðlag- ast íslenska liðinu.“ Kom þér á óvart að hafa dottið út úr íslenska landsliðshópnum eftir fyrstu fimm leikina? „Vissulega komu upp spuming- ar í huga mér og ég skildi ekki alveg samhengi málsins. Ég hafði verið markahæsti leikmaður KA í fyrstu sjö leikjum liðsins í haust en samt voru menn að tala um að ég léki illa. Ég er bara leikmað- ur en ekki þjálfari en það er eins og ég þurfi að skora 11-12 mörk í leik með KA til að mönnun finn- ist ég leika vel. Mitt hlutverk er líka að leika félaga mína uppi og opna vörn anstæðinganna fyrir þá. Ég er þó ekki með þessu að segja að það séu gerðar aðrar kröfur til mín en annarra lands- liðsmanna.“ Duranona segir það ekkert öðruvísi hjá sér en öðrum - stund- um leika menn vel og stundum illa. „Sjálfur hef ekki fundið fyrir því að ég sé að leika neitt betur núna en fyrr í haust. En ég tel mig þó vera í mjög góðri æfingu.“ Margir eru á því að þú verðir leynivopn íslenska liðsins gegn Dönum. Hvert er þitt álit á þeirri umræðu? Morgunblaðið/Kristján JULIAN Róbert Duranona í lopapeysu og með húfu í snjón- um heima á Akureyrl: Ég og kona mín kunnum mjög vel við okkur á Akureyri og þar höfum við eignast stóra fjöiskyldu. „Ég get ekki orðið leynivopn liðsins nema ég fái að spila en ég get vissulega orðið leynivopnið, því ég hef ekki áður leikið gegn Dönum. Ég veit að vísu ekkert um þetta danska lið en þessir leik- ir leggjast vel í mig og ég mun vissulega leggja mig fram, fái ég til þess tækifæri. Islenska liðið er skipað mjög góðum leikmönn- um og ef ég ekki spila mun ég hvetja liðið af bekknum." Duranona segir að hér á landi ríki mikil spenna fyrir leikina við Dani, enda mikið í húfi. „Við þurf- um að leggja allt í sölurnar í báð- um leikjunum og ekki síst í úti- leiknum, þar sem við höfum ekki eins mikinn stuðning og hér heima." Ertu ánægður með gengi KA- liðsins í haust? Já, ég er mjög ánægður með byijunina hjá okkur og við erum staðráðnir að vinna þá þrjá titla sem í boði eru. Þar á ég við deild- arkeppnina, Islandsmótið og bik- arkeppnina en ég geri mér þó fulla grein fyrir því að það verður erfitt og allir leikirnir verða jafn- erfiðir. Einnig tel ég okkur eiga góða möguleika gegn ungverska liðinu sem við mætum í Evrópu- keppninni." Hvernig fer íslenska vetrar- veðrið í þig? „Mjög vel, hér er gott og fal- legt íslenskt veður og ég þarf eins að aðrir að klæða mig í samræmi við það. Hins vegar er veðrið hér á landi mjög frábrugðið veðurfar- inu á Kúbu, þar sem hitinn fór ekki niður fyrir 17° yfir vetrar- tímann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.