Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 1
B L A Ð A L LRA LANDSMANNA Jto*t$wMáltíb. 1996 HANDKNATTLEIKUR MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER BLAÐ C Danski landsliðsmaðurinn Jeppe Sigfússon er af íslenskum ættum Mér þykir vænt um íslenska nafhið Juventus réð ferðinni iTokyo JUVENTUS varð meistari í heimsbikar- keppni meistaraliða þegar liðið vann River Plate frá Argentínu, 1:0, í Tókýó í Japan í gær. Alessandro Ðel Piero skoraði á 82. minútu eftir hornspyrnu frá Angelo Di Livio. ítalska liðið var hetra og átti skilið að sigra en sjö leikmenn þess voru i liðinu sem sigr- aði í meistarakeppni Evrópu í vor sem leið. Alen Boksic fékk tvö góð marktækifæri eftír markið í kjölfar gagnsókna en Ariel Ortego fékk besta færi Argentínumanna, skaut í slá úr þröngu færi á 72. míníitu. Þetta er í annað sinn sem Juve sigrar í keppninni, endurtók leikinn frá 1985, en síð- an 1960, þegar keppnin hófst, hafa Suður- Ameríkulið sigrað 20 sinnum og Evrópulið 14 sinnum. Marcello Lippi, þjálfari Juve, var ánægður með leikinn. „Við leikum eins og við viljuni leika og við réðum ferðinni. Undanfarin þrjú ár höf um við lagt mikið á okkur til að kom- ast á þennan stall og allir i liðinu eiga hrós skilið fyrir titilinu." Ramon Diaz, þjálfari River Plate, var einn- ig ánægður þrátt fyrir tapið. „Liðin léku sérstaklega vel og ég er ánægður með okkar leik. Ég vona að við mætum aftur til leiks í Tókýóaðári." JEPPE Sigfússon, vinstri hornamaður danska landsliðsins, er af íslensku bergi brotinn. Afi hans hét Óskar Sigfússon og þaðan er eftirnafn hans komið. „Langamma mín bjó á íslandi og flutti til Danmerkur upp úr aldamótum og lést þegar afi minn var dreng- ur. Ég veit lítið um ætt mína á íslandi og líklega á ég skyldfólk hér. Mér þykir mjög vænt um íslenska nafnið, Sigfússon, því það er fáheyrt á danskri grundu. Margir hafa spurt mig hvort ég sé íslendingur og ég er stoltur af því að eiga ættir að rekja til íslands," sagði Jeppe í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu í gærkvöldi. Jeppe sagði að hann væri á ís- landi í þriðja sinn. „Ég kom fyrst til íslands þegar ég var tíu ára gamall og síðan aftur með danska unglingalandsliðinu fyrir þremur árum. Það er alltaf gaman að heimsækja ísland, sérstaklega vegna þess að ég veit að rætur mínar liggja hér." Um leikinn í kvöld sagði hann: „Leikurinn verður mjög erfiður. ís- lenska liðið er mjög gott en er und- ir meira álagi en við því það verður að vinna ætli það sér að eiga mögu- leika á að komast til Japan. Ef við töpum eigum við alltaf heimaleikinn eftir og það nægir okkur að vinna hann," sagði Jeppe Sigfússon, sem er 24 ára og hefur leikið þrjá lands- leiki fyrir Danmörku. Einar verður að hætta EINAR Guðmunds- son, leikstjórnandi l.deildarliðsSel- foss, verður að hætta handknatt- leiksiðkun að lækn- isráði. „Ég hef átt í þrálátum meiðslum undanfarin sex ár og nú er svo komið að ég verð að hætta. Það hefur verið brjóskmyndun undir annarri hnéskelinni og þrátt fyrir að ég hafi farið þrisvar í uppskurð hefur það ekki lagast. Ég var hjá lækni í gær og hann sagði að nú yrði ég að hætta í handboltanum," ' sagði Einar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Einar hefur leikið með Sel- fyssingum undanfarin ár og verið einn af lykilmönnum liðs- ins. „Ég hef kannski ekki spilað svo stórt hlutverk með liðinu í vetur, hef næstum eingöngu tekið þátt í sóknarleiknum. Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að hætta svona. Ég treysti þessum ungu strákum til að halda liðinu í deildinni. Við erum með mjög efnilegt Hð og það á fram- tíðina fyrir sér," sagði hann. Selfyssingar hafa nánast misst heilt handboltalið frá því í fyrra, eða sjö leikmenn. Þeir eru Valdimar Grímsson, Einar Gunnar Sigurðsson, Sigurjón Bjarnason, Finnur Jóhannes- son, Erlingur Richardsson, Gísli Felix Bjarnason og Grím- ur Hergeirsson. Morgunblaðið/Golli JEPPE Slgfússon segist vera stoltur af því að eiga ættir að rekja til íslands. Tvö met hjá Ríkarði RÍKARÐUR Ríkarðsson sundmað- ur úr Ægi setti tvö Islandsmet á sundmóti SH í Sundhöll Hafnar- fjarðar á mánudagskvöldið og vann sér um leið sæti í landsliðinu sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í Rostock í Þýskalandi 13.-15. des- ember. Fyrra metið setti Ríkarður í 50 m flugsundi er hann synti á 25,29 sek., en gamla metið sem hann átti sjálfur var 25,36 sek. Síðara metið var í 100 m flug- sundi, það synti hann á 56,05 sek. en fyrra met var einnig í hans eigu 56,69 sek. og var sett fyrr á árinu. Ríkarður er sjöundi íslenski sund- maðurinn sem tryggir sér keppnis- rétt á EM en áður höfðu Hjalti Guðmundsson, SH, Örn Arnarson, SH, Elín Sigurðardóttir, SH, Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, Richard Kristinsson, Ægi og Sigurgeir Þór Hreggviðsson, Ægi náð tilsettum lágmörkum til þátttöku. FRJALSÍÞROTTIR: 40 ÁR SÍÐAIM VILHJÁLMUR FÉKK SILFUR Á ÓL í MELBOURNE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.