Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 3
2 C FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1996 C 3 IÞROTTIR IÞROTTIR EHt stig í Alaborg gefur HM-sæti Jafnteflið gegn Grikkjum í Aþenu gæti reynst íslendingum dýrkeypt Jafntefli íslenska _ iandsliðsins gegn Dönum í Álaborg gefur liðinu sæti í HM í Japan, tap þýðir að HM-draumurinn er úti. Það er næsta víst að Litháar, sem lögðu Úkraínu að velii, 21:22, í Kiev á miðvikudagskvöldið, verða sú þjóð sem nær bestum árangri í öðru sæti í riðlunum sex í undankeppni HM í Evrópu. Litháen tryggir sér þá rétt til að leika við Ástralíu um farseðil til Japans. Allt getur gerst - enn er möguleiki á að Litháen tapi fyrir Úkraínu heima á sunnu- daginn. Stórkostlegur endasprettur leik- manna Boston í viðureign við Los Angeles á fyrrinótt færði þeim dýrmætan sigur. Þeirgerðu 14 stig gegn einu á tæpum þremur mínút- um, lokatölur 110:94. Það voru Dana Barros og Antoine Walker sem fóru fyrir félögum sínum á þessum kafla og voru drjúgir við að skora þriggja stiga körfur. Walker skoraði 19 stig í leiknum og tók 12 fráköst og hefur hann ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á ferlinum í NBA. „Við höfum sem betur fer lært okkar lexíu eftir að hafa tapað nokkrum jöfnum leikjum," sagði Walker. „Þeir reyndu að klóra í bakkann en okkur tókst að bijóta þá á bak aftur,“ sagði hann um leikmenn Lakers. Loks kom að því að leikmenn Phoenix Suns fögnuðu sigri á þess- ari leiktíð. Það var New Jersey sem varð þess vafasama heiðurs aðnjót- andi að verða fyrst liða til að lúta í lægra haldi fyrir Suns. Lokatölur 99:77 og þar með hafa öll liðin í NBA a.m.k. unnið einn leik. Mich- ael Finley skoraði 18 stig og Kevin Johnson 17. í Detroit lögðu heimamenn Vancouver með níu stiga mun, 87:78, þar sem Lindsey Hunter fór mikinn og skoraði 24 stig. Þá gerði Otis Thorpe 17 stig og komst þar með í hóp þeirra sem hafa gert meira en 15.000 stig í NBA frá upphafi. Glenn Robinson og Vin Baker skoruðu 22 stig hvor er Milwaukee hrósaði sigri á Cleveland 92:75. Heimamenn náðu yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta og staðan Ef íslendingar hefðu lagt Grikki að velli í Aþenu, væri íslenska lands- liðið með 10 stig og þegar búið að tryggja sér rétt til að taka þátt í HM í Japan, þar sem markatala íslend- inga er miklu betri en Litháa, sem geta náð 10 stigum í 2. riðli. Ung- veijar, sem náðu betri árangri gegn Litháum, ná örugglega 10 stigum, þar sem þeir eru með átta stig eftir stórsigur, 34:23, á Makedóníu úti; eiga heimaleikinn eftir. Þjóðveijar, sem gerðu óvænt jafn- tefli gegn Slóvakíu, 21:21, eru svo gott sem úr leik, þó að þeir geti náð var 26:8 eftir rúmar átta mínútur. Vörnin var góð og gestirnir áttu sér aldrei viðreisnar von. Þriggja stiga karfa Herseys Hawkins í lok þriðja leikhluta var sem vítamínsprauta fyrir lið Seattle er það heimsótti Minnesota. Með þessari körfu komust leikmenn Seattle yfir og gáfu ekkert eftir í fjórða leikhluta og sigruðu með átta stiga mun, 106:98. Hawkins skoraði 24 stig og Gary Payton 22. Fyrir heimamenn gerði Kevin Garnett flest sitg, 21, og Tom Giugliotta 2. Nick Anderson fann fjölina sína í íþróttahöllinni í Orlando, skoraði þijár þriggja stiga körfur með skömmu millibili í fjórða leikhluta. Þessi stig riðu baggamuninn fyrir heimamenn þegar yfir lauk því þeir sigruðu Atlanta 79:75. Rony Seikaly skoraði 16 stig fyrir Or- lando sem lék án þriggja leik- manna, þeirra Pennys Hardaways, Dennis Scotts og Geralds Wilkins en þeir eru allir meiddir um þessar mupdir. Ótrúlegar sviptingar áttu sér stað í Utah er heimamenn fengu Denver í heimsókn. Denver liðið hafði ótrúlega yfirburði í fyrri hálf- leik og hafði forystu, 70:36, í hálf- leik. I síðari hálfleik urðu algjör hlutverkaskipti, heimamenn skor- uðu 71 stig gegn 33 frá gestunum og sigruðu 107:103. Þetta eru mestu umskipti í leik í NBA deild- inni síðan Philadelphia var 27 stig- um undir á móti Boston árið 1988 en tókst að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik. Karl Malone skor- aði 31 stig og Jeff Hornacek 29 fyrir Utah. níu stigum - þar sem markatala þeirra er slæm. Tékkland hefur þegar tryggt sér. rétt á að leika í Japan, sem sigurveg- ari í 3. riðli. Norðmenn verða örugg- lega sigurvegarar í 1. riðli, Ungveij- ar í 2. riðli, Portúgalir í 4. riðli. Danir og íslendingar beijast í 5. riðli og þrjújið eiga möguleika í 6. riðli, Sviss, Ítalía og Slóvenía. Slóvenar taka á móti Svisslendingum um helgina, eftir 23:29 tap í Sviss. Bæði Sviss og Slóvenía hafa náð betri árangri í viðureignum sínum gegn ítölum. Hér tii hliðar má sjá hvernig stað- an er í riðlinum, eftir leikina sem leiknir voru á miðvikudagskvöldið. Þorvaldur Makan til Leifturs ÞORVALDUR MAKAN Sig- björnsson markahrókur KA, síðustu ár 12. deildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að söðla um og leika með Leiftri í Ólafsfirði á næstu leiktíð. Verður þar skarð fyrir skildi í liði KA en Sig- urður Lárusson tók þar ný- lega við stjórnvölum af Pétri Ormslev. Á hinn bóginn þá hefur Kristján Sigurðsson, sonur Sigiu-ðar þjálfara, tilkynnt félagsskipti úr Völsungi þar hann hefur leikið og ætlar að fylgja föður sínum til KA. Þjálfarar funda AÐALFUNDUR Knatt- spymuþjáifarafélags ís- lands verður haldinn í tengslum við ársþing KSÍ. Á fundinum, sem er í raun ráðstefna um leið og hefst kl. 9 árdegis á morgun, mun Logi Ólafsson landsliðsþjálf- ari meðal annars hugleiða hvernig Evrópukeppnin í ár tókst og að loknum veiyuleg- um aðalfundarstörfum verð- ur rætt um tölvuvæðingu þjálfarastarfsins. Þá munu þjálfarar kjósa þjálfara árs- ins. Ráðstefna hjáÓÍ ÓLYMPÍUNEFND íslands og Ólympiuakademía Óí efna til lAðstefnu á morgun í stofu 101 í Lögbergi og hefst hún kl. 16. Ráðstefnu- efnið verður þríþætt, Þor- steinn Einarsson ræðir um aðdraganda stofnunar Óí, Tómas Ámason segir frá íþróttalífi á Austurlandi á uppvaxtarárum Villýálms Einarssonar og Ingólfur Hannesson ræðir við silfur- verðlaunahafann frá því á Ólympíuleikunum í Melbo- urae fyrir 40 áram. S-L með hópferð til Álaborgar Samvinnuferðir-Landsýn hefur ákveðið að efna til hópferðar á landsleik Danmerkur og Islands á sunnudaginn í Álaborg. „Þar sem mikill áhugi er fyrir leiknum og við höfum ekki haft við að svara spurningunni, hvort við verðum með hópferð, var ákveðið að slá til,“ sagði Eyjólfur Braga- son, umsjónarmaður íþróttadeild- ar S-L. Eyjólfur sagði að ferðin byggðist á því að næg þátttaka fengist. Farið verður til Álaborgar frá Keflavíkurflugvelli kl. 9 á sunnudagsmorgun og haldið heim á leið frá Álaborg kl. 21 um kvöld- ið. Leikurinn í Álaborg er kl. 16.30. Ferðin kostar 17.900 kr. fyrir manninn og er aðgöngumiði á leikinn innifalinn. Loks sigraði Phoenix Njarðvík heldur sínu striki Njarðvíkingar unnu ÍR-inga naumlega í Seljaskólanum í gærkvöldi, 93:95, í leik þar sem gmggggm fyrri hálfleikur var SkúliUnnar spennandi og Sveinsson skemmtilegur en sá skrifar síðari frekar leiðin- legur. Njarðvík gerði í raun út um leik- inn snemma í síðari hálfleik er lið- ið breytti um varnaraðferð, hóf að leika svæðisvöm sem Breiðhylt- ingar voru_ allt of lengi að finna svar við. Á stuttum kafla gerðu gestirnir 19 stig gegn tveimur stigum ÍR og höfðu 16 stiga for- ystu, 81:65, þegar tæpar tíu mín- útur vom eftir. Þessi munur virtist ætla að ganga Njarðvíkingum úr greipum. IR-ingar fóru að koma skotum á körfuna, Eggert Garðarsson kom inn á og gerði góða hluti en hann fékk þijár villur fyrstu fimm mínútur leiksins og sat á bekknum þar til tíu mínútur voru eftir. Vara- mannabekkur Njarðvíkinga fékk dæmda á sig tæknivillu og allt í einu var staðan orðin 85:89 og þijár mínútur eftir. Sá tími dugði IR hins vegar ekki. Leikurinn byijaði vel. Bæði lið léku stífa vörn, pressuðu þegar það átti við en gættu manna sinna mjög gaumgæfilega þess á milli. Hittnin var ekki sérlega góð fyrstu sóknirnar en lagaðist og sex þriggja stiga körfur sáust á fyrstu tíu mínútunum. Tito Baker var í stuði og það var ekki fyrr en Páll Kristinsson var settur honum til höfuðs að sljákkaði aðeins í kapp- anum. ÍR er með ágætt lið en í gær vantaði herslumuninn til að það næði í stig. Tito Baker er gríðar- lega skemmtilegur leikmaður. Ei- ríkur einnig og þeir Atli Björn og Eggert léku vel í gærkvöldi auk þess sem Gísli átti fínan leik, sér- staklega í fyrri hálfleik. Hjá Njarðvík var Torrey John ágætur en lék óvenju lítið, sat á bekknum helminginn af fyrri hálf- leik. Jóhannes var sterkur á þeim kafla sem gerði útslagið og Rúnar lék vel og þáttar Páls í vörninni er áður getið. Morgunblaðið/Kristinn IMJARÐVÍKINGURINN Torrey John sækir hér að ÍR-ingnum Tito Baker og af svip þess síðarnefnda að dæma virðist hann vera búinn að missa af mótherja sínum. Enn tapar UMFT naumlega Björn Björnsson skrifar frá Sauðárkróki Tindastóll tapaði í fjórða sinn með eins stigs mun á þessu keppnistímabili er liðið fékk KR-inga í heimsókn í gær- kvöldi. Leikurinn var skemmtilegur og spennandi og prýðilega leikinn oft á tíðum. Lokatölur, 77:78, og það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem Tindastólsmenn misstu sigur- inn úr höndum sér. KR byijaði bet- ur og hafði yfir fyrstu fimm mínút- urnar en þá hófu Tindastólsmenn að leika mjög þéttan varnarleik og bijóta hveija sókn gestanna á bak aftur. Um leið komust þeir yfir, en náðu aldrei meira en átta stiga for- ystu. Þar fóru í fararbroddi Amar Kárason, Ómar Sigmarsson og Lár- us Pálsson sem léku allir mjög vel. Hjá KR átti Ingvar Ormarsson mjög góðan leik og Jonathan Bow var einnig sterkur en Hermann Hauks- son náði sér ekki á strik fyrr en í líða tók á. í hléi var staðan 36:32. Sami hamagangur hélt áfram í upphafi síðari hálfleiks og héldu heimamenn forystunni, mest níu stigum, þar til David Edwards KR-ingur hrökk í gang og fann svo sannarlega fjölina sína. Nú lék KR upp á að opna fyrir Edwards og um miðjan hálfleikinn náðu gestirn- ir að komast yfír. Þegar 1,45 mín. voru eftir skor- aði Hermann þriggja stiga körfu og náði með því þriggja stiga mun, 75:71. Arnar Kárason minnkaði muninn með þriggja stiga körfu og Jonathan Bow skoraði af miklu harðfylgi og fiskaði auk þess víta- skrifar frá Grindavík kast sem hann skoraði úr. Voru þá örfáar sekúndur til leiksloka en síð- asta orðið átti Lárus með þriggja stiga körfu, en hún nægði ekki. Sigurganga ÍA stöðvuð Grindvíkingar áttu allskostar við Skagamenn þegar liðin mætt- ust í Grindavík í gærkvöldi og sigr- gmmg uðu örugglega Björn 100:88. Grindvík- Blöndal ingar léku oft mjög vel og hittni þeirra var frábær. Þeir gerðu út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks með því að setja 12 stig í röð og náðu við það 20 stiga mun sem Skagamönnum tókst aldrei að brúa. Þar með var sigurganga Skagamanna stöðvuð, en IA hafði sigrað í fimm leikjum í röð áður en þeir fóru til Grindavíkur. Leikurinn var jafn framan af og Skagamenn virtust ætla að standa í heimamönnum. En fljótlega kom þó í ljós að hveiju stefndi enda mun meiri breidd hjá heimamönnum. í hálfleik var munurinn 7 stig 48:41, en í upphafi þess síðari breyttu heimamenn stöðunni í 60:41 á fyrstu mínútunum og það var meira en Skagamenn réðu við að þessu sinni. Állir léku vel hjá Grindvíkingum og allir komust á blað. Páll Axel Vilbergsson var mjög góður í fyrri hálfleik og Helgi Jónas í þeim síð- ari. Hermann Mayers er sterkur og Jón Kr. Gíslason stjórnar spilun vel. Ronald Bayless og Alexander Ermolinskij voru bestir hjá 1A. Keflvíkingar í kröppum dansi Þessi leikur snerist fyrst og fremst um hraða,“ sagði Terry Upshaw, þjálfari Skallagríms, eftir ^að hans menn urðu Trieódó^ að íáta siK sigraða Þórðarson fyrir Keflavík á skrifarfrá heimavelli í gær- Borgarnesi kvöldi, lokatölur 86:98. Keflvíkingar náðu að stjórna hraða leiksins í fyrri hlutanum en við náðum síðan að hægja á ferð- inni í þeim síðari og vorum þá ná- lægt því að vinna.“ „Liðsmenn Skallagríms léku vel, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga. Keflavíkurhraðlestin brunaði af stað á mikilli ferð strax á fyrstu mínútum leiksins og máttu heima-5 menn hafa sig alla við að halda í við þá en gekk samt furðuvel. Það var ekki fyrr en upp úr miðjum fyrri hálfleik að draga fór í sundur með liðunum. Vantaði þá sárlega Tómas Holton og Sigmar Egilsson sem eru veikir. Sprækir Keflvíking- ar léku á als oddi og höfðu fjórtán stig yfir í leikhléi, 63:49. Heimamenn sóttu í sig veðrið eftir leikhlé og náðu að hægja ferð- ina og stjórna leikhraðanum lengst af. Þeir söxuðu á foskot Keflavíkur og náðu að minnka það tvívegis í þijú stig. Það var síðan á lokamínút- unum að ljóst var að þrek heima- manna var á þrotum og þá náði Guðjón Skúlason að gera út um leikinn með þremur þriggja stiga körfum í röð. MALIK Rose hjá Charlotte Hornets skorar gegn Totonto þrátt fyrir ágætis vörn hjá Acie Earl, sem haföi þó betur er upp var staóið. ÚRSLIT IR-UMFN 93:95 íþrótthús Seljaskóla, úi'valsdeildin í körfu- knattleik, fimmtudaginn 28. nóvember 1996. Gangur leiksins: 0:2, 5:2, 8:9, 15:17, 22:19, 22:26, 26:32, 33:34, 44:41, 46:46, 56:55, 63:63, 65:81, 72:83, 79:89, 85:89, 88:91, 90:95, 93:95. Stig lR: Tito Baker 33, Eiríkur Önundarson 19, Atli Björn Þorbjörnsson 12, Gísli Halls- son 10, Eggert Garðarsson 9, Guðni Einars- son_4, Atli Sigþórsson 2, Márus Arnarson 2, Ásgeir Hlöðversson 2. Fráköst: 18 í vöm - 17 í sókn. Stig UMFN: Torrey John 28, Rúnar Áma- son 15, Jóhannes Kristbjörnsson 15, Krist- inn Einarsson 11, Frirðrik Ragnarsson 10, Sverrir Þór Sverrisson 8, Páll Kristinsson 6, Guðjón Gylfason 2. Fráköst: 27 í vörn - 5 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Einarsson. Annar dæmdi lítið og illa, hinn mikið og skárr. Villur: IR 21 - UMFN 21. Áhorfendur: Um 200. Tindastóll - KR 77:78 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 3:6, 10:6, 16:13, 22:18, 31:23, 34:27, 36:32, 42:34, 47:41, 51:50, 56:58, 62:60, 67:69, 77:78. Stig UMFT: Arnar Kárason 23, Jeffrey Johnson 20, Lárus Dagur Pálsson 14, Ómar Sigmarsson 10, Cesare Piccini 6, Halldór Halldórsson 4. Fráköst: 23 i vörn - 5 í sókn. Stig KR: David Edwards 20, Ingvar Orm- arsson 14, Hermann Hauksson 13, Jonat- han Bow 12, Hinrik Gunnarsson 10, Óskar Kristjánsson 9. Fráköst: 17 í vöm - 5 sókn.. Dómarar: Leifur Garðarsson og Georg Þorsteinsson, hafa oft dæmd betur. yillur: UMFT 17 - KR 12. Áhorfendur: 300. UMFG-ÍA 100:88 íþróttahúsið í Grindavík. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:8, 15:15, 21:17, 32:31, 43:33, 48:41, 60:41, 66:58, 83:70, 90:71, 100:88. Stig UMFG: Páll Axel Vilbergsson 22, Helgi Jónas Guðfinnsson 20, Herman My- ers 19, Marel Guðlaugsson 12, Undór Sig- urðsson 12, Bergur Hinriksson 4, Pétur Guðmundsson 4, Helgi R. Bragason 3, Jón Kr. Gíslason 2, Árni S. Björnsson 2. Fráköst: 25 í vörn - 16 í sókn. Stig ÍA: Ronald Bayless 29, Alexander Ermolinskij 20, Haraldur Leifsson 14, Sig- urður Kjartansson 10, Brynjar Karl Sig- urðsson 10, Sigurður Elvar Þórólfsson 3, Bjarni Magnússon 2. Fráköst: 16 í vöm - 8 í sókn. Dómarar: Þorgeir Jón Júlíusson og Sig- mundur Herbertsson sem dæmdu vel. Villur: UMFG 16 - ÍA 15. Áhorfendur: Um 100. Skallag. - Keflavík 86:98 Borgarnes: Gangur leiksins: 0:3, 7:6, 13:13, 26:27, 28:35, 35:50, 49:63, 52:65, 62:73, 70:73, 82:85, 84:89, 86:98. Stig UMFS: Curtis Reymond 20, Grétar Guðlaugsson 18, Gordon Wood 18, Bragi Magnússon 16, Ari Gunnarsson 7, Þórður Helgason 4, Finnur Jónsson 3. Fráköst: 26 í vöm - 14 í sókn. Stig Kefla- víkur: Guðjón Skúlason 29, Damon Johnson 25, Albert Óskarsson 17, Falur Harðarson 12, Birgir Birgisson 6, Elentínus Margeirs- son 3, Þorsteinn Húnfiörð 2. Fráköst: 14 í vörn - 9 í sókn. Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason, voru of grófir við nýliðanna en dæmdu að öðru leyti vel. yillur: UMFS 14 - Keflavík 19. Áhorfendur: 322. Bikarkeppnin 32-iiða úrslit: Valur - Leiknir................108:78 Flest stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 24, Bjarki Gúsatafsson 19, Björn Sigtryggsson 16, Ólafur Jóhannsson 14. Flest stig Leiknis: Birgir Guðfinnsson 23, Monter Galspor 23, Sigurbjöm Bjömsson 13. ■ Valur mætir Skallagrími í næstu umferð, fimmtudaginn 5. desember. STAÐANí ÚRVALSDEILD Fj. leikja U T Stig Stig UMFN 9 7 2 804: 724 14 KEFLAVÍK 9 7 2 902: 758 14 UMFG 9 7 2 861: 797 14 HAUKAR 8 6 2 651: 625 12 KR 9 6 3 805: 727 12 ÍA 9 5 4 681: 697 10 /R 9 5 4 800: 752 10 SKALLAGR. 9 3 6 716: 811 6 UMFT 9 3 6 718: 724 6 KFl 8 2 6 595: 667 4 ÞÚR 8 1 7 627: 718 2 BREIÐABLIK 8 0 8 609: 769 0 NBA-deildin Toranto - Charlotte............ 92: 88 Detroit- Vancouver............. 87: 78 Orlando - Atlanta ............. 79: 75 Boston - La Lakers.............110: 94 Minnesota - Seattle........... 98:106 Milwaukee - Cleveland......... 92: 75 San Antonio - Portland........109:120 Phoenix - New Jersey ......... 99: 77 Utah - Denver.................107:103 LA Clippers - Miami........... 82: 98 Íshokkí NHL-deildin Hartford - Vancouver..............2:6 Detroit T oronto..................5:2 NY Islanders - Phiiadelphia.......4:1 Pittsburgh 2 Montreal.............2:2 Tampa Bay - Buffalo...............0:3 Washington - Ottawa...............1:2 Dallas - New Jersey...............2:3 Colorado - NY Rangers.............2:5 Edmonton - Los Angeles............1:5 Anaheim - St. Louis...............2:3 San Jose - Chicago................3:2 STAÐAN I HM Handknattleikur 1. RIÐILL Noregur - Belgía...............30:18 Noregur........5 4 1 1 121:104 +17 9 Tyrkland.......4 2 1 1 96: 92 + 4 5 Belgía........5 1 1 3 104:125 -21 3 Rúmenía.......4 1 1 2 85: 85 3 ■Leikir sem eftir eru í riðlinum eru: Belgía - Noregur, Tyrkland - Rúmenía, Rúmenía - Tyrkland. 2. RIÐILL Úkranina - Litháen..............21:22 Makedónia - Ungverjaland........23:34 Ungvetjaland..5 4 0 1 135:117 +18 8 Litháen ......5 4 0 1 131:121 +10 8 Úkraína........5 1 1 3 105:103 - 2 3 Makedónía......5 0 1 4 103:133 -30 1 ■Leikir sem eftir eru: Ungveijaland - Make- dónía, Litháen - Úkraína. 3. RIÐILL Hvíta-Rússland - Tékkland.......20:25 Tékkland......5 5 0 0 134:100 +34 10 Hv-Rússland ....5 3 0 2 138:112 +26 6 ísrael..........4 1 0 3 87:112 -25 2 Holland .....4 0 0 4 80:115 -35 0 ■Leikir sem eftir era: ísrael - Holland, Holland - ísrael, Tékkland - Hv-Rússland. 4. RIÐILL Portúgal - Pólland..............27:15 Slóvakía - Þýskaland............21:21 Portúgal.......5 4 0 1 128:103 +25 8 Þýskaland......5 3 1 1 115:109 + 6 6 Pólland........5 2 0 3 108:116 - 8 4 Slóvakía.......5 0 1 4 104:127 -23 1 ■Leikir sem eftir eru: Pólland - Portúgal, Þýskaland - Slóvakía. 5. RIÐILL ísland - Danmörk...............27:21 ísland..........5 4 1 0 137: 98 +39 9 Danmörk.........5 4 0 1 136.101 +31 8 Grikkland.......4 0 1 3 73:114 -41 1 Eistland........4 0 0 4 78:111 -33 0 ■Leikir sem eftir eru: Grikkland - Eistland, Eistland - Grikkland, Danmörk - ísland. 6. RIÐILL Ítalía - Austurríki..............24:20 Sviss - Slóveía......................29:23 Sviss..............5 3 0 2 122:114 +8 6 Ítalía ...........5 3 0 2 98:100 -2 6 Slóvenía...........5 2 0 3 104:101 +3 4 Austurríki .......5 2 0 3 109:118 -9 4 ■Leikir sem eftir eru: Austurriki - Ítalía, Slóvenía - Sviss. ■Þau lið sem verða efst í hveijum riðli tryggja sér þátttökurétt á HM í Kumamoto í Japan á næsta ári. Það lið sem nær besta árangri í öðru sæti leikur við lið frá Eyja- álfu, líklega Ástralíu, um sæti á HM. Knattspyrna Frakkiand Bordeaux - Metz..................1:0 Montpellier - Mónakó.............0:1 Golf S-L í Flórída Sprengjugolfmót á Okford-vellinum við Sa- rasota. Karlar, forgjöf 0-15: Jóhann R. Benediktsson, GS.............68 Halldór Bragason, NK...................69 Ragnar Jónsson, NK.....................70 Forgjöf 15-24: Sigþór Sigutjónsson, NK................60 Guðjón Eyjóifsson, GR..................70 Hörður Barðdal, NK.....................72 Konur: Karolína Guðmundsdóttir, GA............66 Sigrún Guðmundsdóttir, NK..............69 Anna Einarsdóttir, NK..................73 Keila íslandsmótið 1. deild karla, 9. umferð: ET-PLS..............................0:8 KR-a - Úlfamir......................8:0 Lærlningar - Keilusveitin...........6:2 Þröstur - Keilugarpar...............6:2 Keflavík-a - KR-b...................8:0 1. deild kvenna: Tryggðatröll - Bomburnar............0:8 Flakkarar - Keiluálfar..............8:0 Afturgöngumar - Keilusystur.........6:2 íkvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Vestm.eyjar: ÍBV - Stjarnan..20 2. deild karla: Fylkishús: Fylkir - Þór......20 Bikarkeppni karla, 32-Iiða úrslit: KA-hús: ValurB-KAb.......20.30 Körfuknattleikur 1. deild karla: Sandgerði: Reynir - ÍS.......20 KORFUKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.