Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ' JltaBtiiilNbifrife 1996 HANDKNATTLEIKUR FÖSTUDAGUR 29. NOVEMBER BLAÐ c Aðeins fyrir stóra stráka að gæta Geirs Danir sannfærðir um að sigra í Álaborg og komast áfram Sigurgeir Guðlaugsson skrifar frá Danmörku Danska dagblaðið BT fjallar um landsleik íslands og Dan- merkur í handknattleik á einni síðu gær undir fyrir- sögninni „Við förum á HM". í upphafi greinarinnar biðja þeir Morten Bjerre og Nikolaj Jacobsen dönsku þjóðina um að vera rólega því það sé degin- um ljósara að danska landsliðið verði meðal keppenda á HM í Japan. Þeir félagar eru mjög bjartsýnir fyrir síðari leikinn, einna helst vegna þess að þá verður Frank Jörgensen með, en hann var að leika með Teka á miðvikudaginn, og lík- lega Claus Jakob Jensen, en hann var meiddur. Bjerre segir þá félaga gefa liðinu annað yfírbragð og efla það í alla staði. Þeir telja að þó svo einhverrar taugaspennu muni gæta í Álaborg á sunudaginn þá séu þess- ir tveir leikmenn sem vantaði sú vítamínssprauta sem þurfi til að komast alla leið. Dönsku leikmennirnir eru mjög ósáttir við spænsku dómarana og segja þá hafa rústað dönsku vörn- inni með því að reka Kasper Niels- en útaf í þrígang. Hann sé lykilmað- ur í vörninni og liðið hafi ekki mátt við að missa hann. Dönsku blaðamennirnir hrósa Geir Sveinssyni mikið og segja að Bjerre hafi ekki verið öfundsverður af hlutverki sínu í vörninni, að þurfa að fást við „hinn illa anda danska landsliðsins" eins og þeir nefna Geir. „Slíkt hlutverk er aðeins fyrir stóra stráka!" Blaðamaður lýkur greininni á bón til landsliðsþjálfarans Ulfs Schef- verts: „Kæri Ulf! Gleymdu öllum vandamálum og því sem sagt hefur verið um þig og landsliðið undan- farna mánuði og biddu Rene Ham- ann-Boriths að koma til Álaborgar. Hann er sá leikmaður sem getur stýrt liðinu til sigurs þannig að það komist á HM í Japan." Sagt er að Schefvert hafi áður tekið áhættuna, einmitt í Álaborg. Þá kallaði hann á annan leikmann GOG fyrir leik við Rúmeníu. Kim G. Jacobson kom, sá og sigraði og hreinlega skaut Rúmena í kaf og Knstjan ur leik a HMísnóker KRISTJÁN Helgason úr Billiardfélagi Reykja- vflcur tapaði fyrir Paul Mefsud frá Möltu í 16 manna úrslitum heúnsmeistaramótsins i snóker á Nýja-Sjáiandi f gær. Sigur hins gamalreynda Mefsuds var þó nauinur þvi lyktir leiksins urðu 5:4. Kristján hefur leikið vel á mótinu en óttað- ist mest að mæta Mefsud og ótti hans reyndist á rðkum reistur. Mefsud hefur gríðarlega reynslu, hefur verið með í hátt í 20 HM-mótum af þeim 23 sem haldin hafa verið. Hann leikur mjög rólega og er sterkur varnarmaður sem leyfir mótherjanum aldrei að komast inn í leik- inn. Alls ekki sú gerð snókerspilara sem Krist- ján kýs helst að leika á móti. Möltumaðurinn hefur tvívegis orðið heimsmeistaii, árið 1986 og aftur ári síðar. Landsliðið æfirí Bröndby- höllinni ÍSLENSKA imids liðið í hand- knattlei k heldur í dag til Ála- borgar, þar sem I e ikinn verður gegn Ðömim seinni leikurinn f undankeppni HM á sunnudag- inn. Liðið verður komið til Kaupmannahafnar fyrir há- degi, en heldur þaðan til Ála- borgar í kvðld. Þorbjorn Jens- son, landsliðsþjálfari, hefur fengið inni fyrir lan dsliðið i Bröndby-höílinni í Kaup- mannahöfn, þar sem liðið mun æfa í dag. Mikill átaugi er hjá íslending- um í Danmttrku og er reiknað með að hátt í 700 Mendingar verði i höllinni, sem tekur rúm- lega 2.600 áhorfendur. Sveinamet hjá Sigurði í kúluvarpi SIGURÐUR Karlsson, 16 ára kúluvarpari úr UÍA, setti í fyrrakvttld íslandsmet i svcinaflokki er hann kastaði 15,19 m á innanfélagsmóti Tindastóls. Gamla metið átti Birg-ir ÓH Sigmundsson, Tindastoli, 14,50 m. Þess má geta að Birgir ÓIi keppti eiim- ig í mótinu og varð annar, náði sér ekki á strik og varp- aði 13,84 m. f sveinaflokki er varpað 5,5 kg kúlu. „Sigurður æfir tugþraut og er efnilegur. Hann er einnig mjiig sterkur i spjó tkasti, langstökki og árangur hans í kúluvarpi er injög athyglis- verður, ekki síst vegna þess að hann leggur áherslu á tug- þraut," sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari hjá Tindastóli. Borðtenn- ismenn á mót ytra I JÓRUl islenskir borðtennis- menn taka þátt i alþjoðlegu gtigamóti í DanmSrku um helgina. Þeir eru Guðmundur Stephensen, islandsmeistari, lngólf ur Ingólfsson, Kjartan Briem og Markús Árnason. Einnig tak a þátt i mótínu flest- ir bestu borðtennismenn Dana, Svia og Norðiuanna. Guð- mundur hefur titíl að verja frá því í fyrra áþessu móti, bæði ? emliða- og tví liðaleik. Morgunblaðið/Golli Gleði GEIR Svelnsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í hand- knattleik, fagnar hér elnu af fjórum mörkum sinum á móti Dönum í fyrrakvöld, en mikið mun mæða á honum sem endra nser í síðari lelknum í Álaborg á sunnudaginn. Dani um leið á EM í Portúgal. Blaðamaðurinn leggur til að þjálfar- inn kalli aftur nýjan leikmann óvænt inn í liðið. Schefvert neitaði þessari bón blaðamannsins í viðtali við hann strax eftir leik en „fram- tíð handboltans í Danmörku er í húfi. Okkur hefur tekist að komast yfír tvö stórslys, fyrst á HM og svo EM, og við þolum ekki það þriðja. Við verðum að komast til Japan," segir blaðamaður BT. Að lokum má geta þess að eng- inn dönsku leikmannanna lék á heimsmælikvarða og enginn þarf að snúa sér að einhverju öðru. Morten Bjerre var bestur og settur í alþjóðlegan flokk leikmanna. Ann- ars fá menn þokkalega einkunn nema markverðinum Sören Haagen er óskað betra gengis næst. HANDKNATTLEIKUR: MÖGULEIKAR ÍSLANDS Á SÆTI í JAPAN / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.