Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 1
Menning með Heimsklúbbnum í London LONDON fær góða dóma í nýlegri úttekt tímaritsins Newsweek, þar sem mælt er með heimsókn þangað, bæði vegna verslun- armöguleika og fjölbreytilegs menningar- lífs. Heimsklúbbur Ingólfs býður upp á jólaferð til London 12.-15. desember nk. Flogið verður með Flugleiðum að morgni fimmtudags og dvalið til sunnudagskvölds á fímm stjörnu hóteli við Hyde Park, Roy- al Garden. Á fímmtudagskvöld verður farið á tón- leika Philharmonia hljómsveitarinnar í Roy- al Festival Hall, þar sem flutt verða vinsæl- ustu verk Tchaikovskys og Rachmaninoffs undir stjórn rússneska stjórnandans Gennedi Rozhdestvensky. Ingólfur Guðbrandsson verður farar- stjóri í jólaferðinni og mun sýna þátttak- endum hliðar á Londori sem ekki margir íslendingar þekkja. Á föstudagskvöldið stendur til boða ópera í Covent Garden eða söngleikur. Þriðji dagurinn er ætlaður til að skoða jóladýrðina, bæði varning og til- komumiklar skreytingar. Um kvöldið verð- ur klassísk jólaveisla að enskum sið með kalkún og tilheyrandi meðlæti. Síðasta degi jólaferðarinnar verður varið til listaskoðunar í National Gallery með sér- stakri áherslu á list tengda jólum og að því loknu verður haldið á jólatónleika í listamið- stöðinni Barbican þar sem þekktir lista- menn, kórar og hljómsveit flytja jólatónlist, eftir Bach, Handel, Vivaldi o.fl. ¦ SUNNUDAGUR1. DESEMBER1996 BLAÐC B ^L pmpr jfl ^2^ JkS^A V _ . TF' \" ' ' ...... HEfiss^ Mark Crawardine, sérfræðingur í hvalaskoðunarferðum, spáir því að fjörutíu þúsund áhugamenn komi ril landsins um aldamót Hvalaskoðun þarf að taka alvarlega HVALASKOÐUN er vaxtarbroddur í ferða- þjónustu víða um heim. Á íslandi fóru 2.200 ferðamenn í hvalaskoðunarferðir árið_ 1995 og 9.500 á þessu ári, þar af um 1.200 íslend- ingar. Mark Crawardine, blaðamaður og sér- fræðingur í hvalaskoðunarferðum, var hér í vikunni sem leið til að kynna þingnefnd um hugsanlegar hvalveiðar íslendinga, viðhorf sín og reynslu. Hann telur hvalaskoðun hafa mik- ið aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Mark Crawardine hefur komið oft til ís- lands sl. 12 ár sem leiðsögumaður fyrir Arctic Experíence, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í ferðum um óspillta náttúru. Hann hefur skrif- að margar greinar um ísland og átti hugmynd- ina að námskeiði um hvalaskoðun fyrir ferða- þjónustufólk í júní 1995 þar sem hann var aðalkennari. Glíman vlö ákvörðunlna aö hefja hvalvelðar „Umhverfis ísland eru hvalir af mörgum tegundum. Landið er þekkt vegna náttúrunn- ar, hvalaskoðun er því kjörin viðbót," segir Mark, „og ég spái að um aldamótin komi hing- að um fjörutíu þúsund útlendingar í hvalaskoð- Mark Crawardine. un. Það er mikilvægt fyrir efnahagslífið." Mark nefnir dæmi um vinsældir hvalaskoðunar. Árið 1987 heimsóttu um 3.000 ferðamenn bæinn Kaekoura á Nýja Sjálandi. Hvalaskoðun var svo skipu- lögð og markaðssett og núna sækja 100 þúsund ferðamenn bæinn heim. ís- lenskt dæmi er Húsavík, 5.600 hafa farið í hvalaskoðun þaðan á þessu ári. Mark segist hafa rætt við þingnefndina sem kannar möguleika á hvalveiðum, um rök með og á móti hvalveiðum, og einnig um hvalaskoð- un. Hann telur að hvalveiðar muni hafa slæm áhrif á ferðaþjónustuna hér í heild. „Ef íslend- ingar hefja hvalveiðar gæti landið orðið væn- legri skotspónn en Noregur og Japan," segir hann, og bætir við að hann mæli ekki með að íslendingar hefji hvalveiðar aftur vegna hættunnar á harkalegum viðbrögðum. Hvalaskoðun getur hinsvegar ekki haft nema góðar afleiðingar, að hans mati, og gróð- Morgunblaðið/Ásdís HVALASKOÐUN frá Dalvík. inn af þeim bæti fyrir tapið vegna banns við hvalveiðum. Mark segir að nefndin um hval- veiðar íslendinga hafi aflað sér mikilla gagna um málið, nefndarmenn rætt við marga sem eru með eða á móti, og erfitt hljóti að vera að komast að niðurstöðu. Mark segist ekki stilla hvalaskoðun og hval- veiðum hvorri á móti annarri, rökin hnígi bara að þvi að íslendingar tapi meira í heild en þeir græði á veiðunum. Spurður um hvort hvalirnir gangi ekki á átu fisktegunda sem íslendingar veiði, segir Mark að það dragi úr áhrifunum hvað fæða hvala sé fjölbreytt og breytileg eftir árstfðum, og að einnig séu dæmi þess að fiskistofnar stækki á sama tíma og hvölum fjölgi í hafinu. Rannsóknir hafi því ekki sýnt fram á að hér sé hætta á ferðum. Hvers vegna er hvalaskoðun vinsael? Hvalastofnar hafa stækkað og dýrin i kjöl- farið komið nær ströndinni. Þau hafa verið mynduð með nýrri kvikmyndatækni og vakið áhuga. Þá eru sífellt fleiri sem leggjast í ferða- lög. Vinsældir hvalaskoðunar eiga að hluta til rætur að rekja til þessa að mati Marks, en líka til spennunnar sem felst í þeim. „Að sjá hval í hafmu virðist hafa mikil áhrif á fólk," segir Mark, „og margir ferðast á alla helstu hvalaskoðunarstaði heims til að sjá þá. Hið óvænta í hvalaskoðun skapar spennuna. Enginn veit hvað muni bera fyrir sjónir, hvað hvalirnir gera, stökkva þeir eða ekki, hvaða tegund er um að ræða og fleira, en þetta eru atriði sem halda áhuganum vak- andi. Sumir reyna að sjá sem flestar tegundir." Mark segir að í lengri hvalaskoðunarferðum út á hafið megi sjá steypireyðar og ísland sé eina landið í Evrópu þar sem það sé mögu- leiki. Hann segir að lokum að hvalaskoðun sé ferðaþjónusta sem taka þurfi alvarlega og þeir sem stundi hana þurfi margt að læra, til dæmis hvernig best sé að nálgast dýrin. ¦ Útvegum bíla u m allan heim 562 4433 Oryggi - Þjónusta AVIS bílaleigan Sóltúni 5 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.