Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 1
KRAFTMIKLUM VW PASSAT REYNSLUEKIÐ - ÖKUSKÓLIAUDI í AUSTURRÍKI-LEIÐSÖGUTÖLVA VOLKSWAGEN- OPEL VECTRA MEÐ 2,5LÍTRA VÉL - FORNBÍLAR íFULLRINOTKUNÁ KÚBU Renault Megane &to$mM$foíb PEUGEOT 406 JJFrV'flP* uppfyllir allar þínar óskir [¦¦¦¦¦¦iii ÁRMÚLA13 SUNNUDAGUR1. DESEMBER 1996 BLAÐ D TIM AMOTABILL Komdu og reynsluaktu. Verð frá.. t 1.480.000 kr. '. PEUCEOT - þekktur fyrir þagindi Nýbýlavegi 2 Sfmi 554 2600 EINRÝMISBÍLAR Renault. Lengst til vinstri er Twingo, þá Mégane Scénic og ioks fjölnotabíllinn Espace. Ökuherma í grunnskóla HEILDARTJÓN samfélags- ins vegna umferðarslysa var rúmir 12,7 milljarðar króna árið 1994 og rúmir 12,6 milljarðar króna að meðaltali árin 1980 til 1994. Lang- flestir ökumenn sem slasast eða látast í umferðarslysum eru í aldurshópnum 17-24 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um kostað vegna^ umferðarslysa á ís- landi. í ljósi þessa m.a. hefur Landlæknisembættið farið þess á leit við tryggingafé- lögin, Umferðarráð og ríkis- valdið að keyptir verði öku- hermar sem nýttir verði til ökukennslu í efstu bekkjum grunnskóla. Landlæknisembættið leggur til að 400-500 ungl- ingum á aldrinum 15-16 ára verði gefinn kostur á að taka kennslu í ökuhermi sem valgrein í tveimur efstu bekkjum grunnskóla í sam- vinnu við tryggingafélög og Umferðarráð. Síðan verði fylgst með slysatíðni þessa hóps næstu 5 árin. Embætt- ið hefur beðið um 10 millj- óna króna fjárveitingu í þessu skyni frá Alþingi. í greinargerð frá Land- læknisembættinu segir m.a. að unglingar á aldrinum 17-21 árs eru í 4-5 sinnum meiri hættu að slasast í umferðarslysum en fólk á aldrinum 25-50 ára. Sam- kvæmt bandarískum rann- sóknum er slysatíðni ungs fólks sem fær 50-60 klukku- stunda æfingatíma fyrir ökupróf næsta svipaður og fullorðinna. Magnús Baldursson hjá Landlæknisembættinu segir að um sé að ræða stóran tölvubúnað með stjórnklefa bfls sem líkir eftir akstri við mismunandi aðstæður. „í ökuhermum er unglingum kennt að aka bíl áður en þeir fara út í umferðina. Þeir kosta á bilinu 7-10 milljónir króna hver sem er lítið brot af þeim kostnaði sem tryggingafélögin bera vegna umferðaróhappa unglinga. Við viljum koma ökuhermunum fyrst upp í grunnskólunum," segir Magnús. ¦ Renault Mégane Scénic bíll ársins í Evrópu DÓMNEFND 55 bílablaðamanna frá 21 Evrópulandi hefur valið nýjan einrýmisbíl Renault, Mégane Scénic, bíl ársins í Evrópu 1997. Scénic hlaut yfirburðakosningu, 405 stig, en nýi smábíllinn Ford Ka hlaut 293 stig. Volkswagen samsteypan átti síðan bíla í þriðja til fimmta sæti, þ.e. VW Passat með 248 stig, Skoda Octavia með 230 stig og Audi A3 með 190 stig. Mælikvarðar sem dómnefndarmenn dæmdu út frá var almenn hönnun, þægindi, öryggis- búnaður, hagkvæmni, aksturseigin- leikar og vegstaða bílsins. Sérfræðingar innan evrópsks bíla- iðnaðar segja að einrýmisbíllinn sé svar Evrópumanna við fjölnota- bílnum, sem hefur verið einn söluhæsti fjölskyldubíll- inn í Bandaríkjunum um margra ára skeið. Einrýmisbíllinn er minni og spar- neytnari og hent- ar betur evr- ópsku hugarfari en fjölnotabíll- inn. Renault Még- ane Scenic er byggður á Még- ane fólksbílnum sem kom á markað í fyrra. Hann er fimm sæta en flestir fjöl notabílar eru sjö sæta. Scenic hefur hins vegar sama rýmið, háa setu- stöðu bílstjóra og þægindi og stærri fjölnotabílar. Menn virðast á einu máli um Scenic gæti verið nýr kost- ur fyrir þá sem annars keyptu fjöl- skyldustallbak. Renault vonast til að selja 100 þúsund Scenic á ári, tvisvar sinnum fleiri en seljast af Espace fjölnota- bílnum. Bifreiðar og landbúnaðarvélar, umboðsaðili Renault, fá bílinn í byrjun næsta árs og ráðgera að kynna hann um miðjan janúar. Hann verður í fyrstu eingöngu fáan- legur með 1600 rúmsentimetra vél. Ekki er ljóst á hvaða verði bíllinn verður. ¦ Morgunblaðið/GuGu RENAULT Mégane Scénic er bíll ársins 1997 í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.