Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 4
 KNATTSPYRNA / MEISTARADEILD EVROPU Rosenborg sendi AC Milan út í kuldann Norsku víkingarnir hjá Rosen- borg í Þrándheimi komu í veg fyrir draum ítalska liðsins AC Milan um að hampa Evrópumeistaratitlin- um í sjötta sinn, þegar þeir unnu 2:1 á San Siro-leikvanginum og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Heimamönnum nægði jafntefli en þeir urðu fyrir áfalli þegar Har- ald Brattbakk skoraði eftir hálftíma leik. Frakkinn Christophe Dugarry jafnaði rétt fyrir hlé en Vegard Heggem átti síðasta orðið á 69. mínútu. AC Milan vann 4:1 í Þrándheimi og var ávallt talið líklegt til að fara áfram þrátt fyrir mótlæti í riðlinum en ítalir voru famir að gæla við stórleik AC Milan og Juventus í átta liða úrslitum. Juve verður þar en mætir þá Rosenborg. „Botninum er náð,“ sagði Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan. „Eg er sár og svekktur en við verðum að læra af þessu og byggja upp á nýtt undir stjóm Sacchis." Ferguson haföi lög aö mæla Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði eftir 1:0 tap fyrir Juventus á Old Trafford fyrir hálfum mánuði að hann ætlaði sér áfram í Meistaradeild Evrópu og hann hafði lög að mæla. United vann Rapid Vín 2:0 í Austurríki í gær og þar sem Fenerbache tapaði í Torino varð enska liðið í öðru sæti c-riðils. Ryan Giggs gerði gott mark um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Eric Cantona og Frakkinn inn- siglaði sigurinn rúmlega stundar- ijórðungi fyrir leikslok en skömmu áður átti hann skalla í stöng í kjöl- far fyrirgjafar Norðmannsins Ole Solskjærs. Þetta var fyrst tap Rapid á heimavelli í 13 Evrópuleikjum en United náði sér á strik eftir tvo tapleiki heima í röð. „Ég átti ekki von á að Juventus brygðist okkur eða sjálfum sér,“ sagði Ferguson. „Við áttum skilið að sigra og ég er ánægður með leik liðsins. A stundum lékum við mjög vel en litlu munaði að okkur yrði refsað þegar Rapid fór á kostum á fimm mínútna kafla.“ Peter Schmeichel varði glæsilega frá Rene Wagner eftir stundaríjórð- ungs leik, henti sér til hliðar og náði á ótrúlegan hátt að koma bolt- anum yfír slána. „Þetta var frábær markvarsla," sagði Ferguson. Harka færðist í leikinn undir lok- in og Keane og Nicky Butt fóru meiddir af velli. Ferguson sagði að Keane yrði frá út árið. Evrópumeistarar Juventus voru öruggir áfram í átta liða úrslit en þeir gáfu ekkert eftir í viðureign- inni við tyrkneska liðið Fenerbache og unnu 2:0 á heimavelli. Michele Padovano skoraði með skalla skömmu fyrir hlé eftir sendingu frá Mark Iuliano og Nicola Amoruso, sem kom inná fyrir Alessandro del Piero eftir hlé, bætti öðru marki við sex mínútum fyrir leikslok. Tyrkimir þurftu að sigra til að komast áfram og þeir sóttu stíft í byijun en lánið lék ekki við þá. Sérstaklega vom Uche Okechekwu og Augustine Okocha óheppnir upp við mark mótheijanna. Sá fyrr- nefndi skallaði í slá á 17. mínútu og skoti frá Okocha í seinni hálf- leik var bjargað á síðustu stundu. Kluivert hetja Ajax Ajax varð að sigra Grasshopper í Ziirich og það tókst en Patrick Kluivert gerði eina mark leiksins eftir sendingu frá Tijani Babangida upp úr miðjum fyrri hálfleik. Klui- vert var á auðum sjó og þrumaði í homið niðri framhjá Pascal Zuberb- úhler í markinu. Uppselt var á leikinn en 22.000 áhorfendur, sem mættu í þeirri von að sjá Grasshopper komast í átta liða úrslit keppninnar í fyrsta sinn, fengu óskina ekki uppfyllta. „Þetta vom frábær úrslit,“ sagði Louis Van Gaal, þjálfari Ajax, en liðið er úr leik í hollensku bikar- keppninni og aðeins í sjötta sæti í deildinni. „Eftir vetrarfríið fáum við marga menn aftur sem hafa verið frá vegna meiðsla. Sem stendur er Meistaradeildin það eina sem heldur Fögnuður Reuter NORSKA liöið Rosenborg var ekki hátt skrifað í Meistaradeild Evrópu en það kom, sá og slgraði og lelkur í átta liða úrslltum keppninnar í fyrsta sinn. Á efrl myndlnni fagna leikmenn liðs- Ins 2:1-sigrinum á AC Milan en til hliðar er Steffan Iversen. Hann áætlaði að fara tll Tottenham á morgun en á því verður a.m.k. blð þar tll í mars. okkur við efnið og við ætlum að einbeita okkur að henni.“ Auxerre hefur ekki áður verið í Meistaradeildinni en franska liðið varð efst í a-riðli. Það tók á móti Rangers og vann 2:1. Miðherjinn Lilian Laslandes og kantmaðurinn Steve Marlet skoraðu en Richard Gough, fyrirliði Rangers, sem ætlar að leggja skóna á hilluna í lok tíma- bilsins, minnkaði muninn með skalla eftir aukaspymu. Porto var komið í átta liða úrslit en slakaði samt ekki á í Gautaborg og vann 2:0. Mario Jardel skoraði með þramuskalla, flórða mark hans í keppninni, eftir sendingu frá Art- ur, sem kom inná sem varamaður í seinni hálfleik, og Edmilson Pi- menta innsiglaði öruggan sigur mínútu fyrir leikslok. „Aðstæður voru ekki góðar, völl- urinn háll, og því tók það okkur allan fyrri hálfleikinn að komast í gang en að öðru leyti lékum við nokkuð vel,“ sagði Antonio Oliveira, þjálfari Porto. Tæpt hjá Atletico Milinko Pantic skoraði beint úr aukaspymu við vítateiginn sjö mín- útum fyrir leikslok og tryggði At- letico Madrid 1:0 sigur á Widzew Lodz. Spánveijamir vora öraggir áfram og Pólveijarnir áttu ekki möguleika á að komast upp úr riðl- inum. Það var ef til vill ástæðan fyrir frekar daufum leik þar sem leikmenn fóra illa með marktæki- færi og allt stefndi í markalaust jafntefli. „Atletico átti ekki skilið að sigra," sagði Miguel Gil Marin, framkvæmdastjóri félagsins. Pablo og Kiko hjá Atletico voru bókaðir og verða þeir í banni í fyrri leik liðsins við fyrram Evrópumeist- ara Ajax í átta liða úrslitunum. Dortmund og Steaua Búkarest buðu upp á mikla markaveislu í Dortmund en heimamenn, sem höfðu þegar tryggt sér áframhald- andi keppni, unnu 5:3. „Þetta var ekki auðvelt því Steaua gafst aldrei upp,“ sagði Ottmar Hitz- feld, þjálfari Dortmund. „Við hugs- uðum fyrst og fremst um að skemmta áhorfendum og lögðum því ekki áherslu á stífan vamarleik held- ur sóttum af kappi. Þetta var dæmi- gerður leikur þar sem annað liðið hafði þegar tryggt sér áframhald- andi keppni.“ Stefan Klos, mark- vörður Dortmund, tók í sama streng. „Þetta var góður leikur fyrir áhorf- endur en ekki fyrir markverðina." ■ Lofcastaöan/C2 Sacchi byrjaði með tapi ARRIGO Sacchi, sem sagði upp landsliðsþjáífarastöðu ít- alíu sl. mánudag til að taka við AC Milan, byrjaði ekki vel á fornum slóðum. Hann stjórn- aði liðinu í fyrsta sinn í fimm ár f gærkvöldi og horfði á það kveðja Meistaradeild Evrópu á San Siro leikvanginum í Mílanó. Heimamönnum nægði jafntefli við Rosenborg frá Noregi til að komast áfram f átta liða úrslit en Norðmenn- irnir, sem töpuðu fyrri leikn- um 4:1, voru ekki á þeim bux- unum að gefa neitt og unnu 2:1. Rosen- borg mæt- ir næst Juventus Fyrri leikirnir í átta liða úrslit- um Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu verða 5. mars á næsta ári og seinni leikirnir 19. mars. Dortmund frá Þýskalandi mætir Auxerre frá Frakklandi og Manchester United frá Englandi spilar við Porto frá Portúgal en sigur- vegararnir mætast í undanúr- siitum. Ajax frá Hollandi leik- ur við Atietico Madrid frá Spáni og Rosenborg frá Nor- egi við Juventus frá Ítalíu en sigurvegaramir leiða siðan saman hesta sína I undanúr- slitum 9. og 23. aprfl. Úrslita- ieikurinn verður 28. maí. Merson tryggði ? stöðu Arsenal á toppnum PAUL Merson átti mjög góðan leik fyrir Arsenal er iiðið vann Southampton 3:1 f ensku úr- valsdeildinni f gærkvöldi og tók þar með þriggja stiga for- skot á Liverpooí. Merson gerði fyrsta mark Arsenal rétt fyrir hálfleik og var það sjöunda mark hans í vetur. í upphafi sfðari hálfleiks braut norski varnarmaðurinn Claus Lun- dekvam á Merson innan víta- teigs og dæmt víti sem Ian Wright skoraði úr af ðryggi. ísraelsmaðurinn Eyal Berkovic minnkaði muninn fyrir Southampton átta mín- útum fyrir leikslok, en vara- maðurinn Paul Shaw innsigl- aði sigur Arsenal raeð fyrsta marki sinu fyrir félagið á loka- minútunni. Arsenal hefur nú 84 stíg, en Liverpool er f öðru sætiraeðSl stíg en á einn leik tfl góða á Arsenai. Dwight Yorke gerði níunda raark sitt í tíu leiJyam fyrir Astoa Villa sem vann West Ham 2:0. Með sigrinum fór Villa upp 15. aæti með 27 stíg. Fyrra mark Aston Villa gerði Ugo Ehiogu með skalla i fyrri hálfleik. VIKINGALOTTO: 6 8 9 25 33 34 + 12 13 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.