Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ AL.LR'A 'LAND-S'MANNA P^fnnMa^ 1996 HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER BLAÐ c Afturelding er með sex stiga forskot AFTURELDING vann FH 28:25 í Hafnarfirði í gærkvöldi og er með sex stiga forskot í 1. deild karla. Óvæntustu úrslitin urðu í Eyjum þar sem heimamenn unnu KA 34:23 og þar með skaust ÍBV í annað sætið. HK vann Sljörnuna 27:23, Selfoss hafði Gróttu 23:22 og Haukar unnu Fram 26:21. Á myndinni gerir Jón Freyr Egilsson í Haukuni eitt af fjórum mörkum síuum. Reynir Þór Reynisson kemur engum vörnum við og samherji hans, SigurpáU Árni Aðalsteinsson, fylgist örvænt- ingarfullur með. Morgunblaðið/Golli Stefán og Rögn- vald dæma á EM STEFÁN Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson eru meðal dómara sem dæma í Evrópukeppni kvenna- landsliða, sem hefst í Danmðrku á morgun og stendur til 15. desember. Leikið verður í Bröndby, Vejle, Fredericia og Herning. Þjóðirnar, sem tak'a þátt í keppninni, eru: Daumörk, Ungverjaland, Króatía, Svíþjóð, Austur riki og PóUand, sem leika í A-riðli, í B-riðli lcika Þýskaland, Rússland, Noregur, Rúmenía, Litháen og Úkraína. Koffín fellir ítalskan leikmann ÍTALSKI knattspyrnumaðurinn Cristiano Gagl- iarducci hjá 3. deildar liðinu Frosinone f éll á lyfjaprófi eftir að sýni sem tekið var hjá honum ef tir leik á dðgunum reyndist innihalda koffin. Annað sýni frá leikmanninum staðfesti þetta einnig og nú stefnir í að hann verði settur í leikbann fyrir vikið. Koffin er nátturulegt efni sem finnst m.a. i kaffi, te og kóladrykkjum og hefur ðrvandi áhrif. Af þeim sðkum er það á lista yfir ólðgleg lyf. Þetta mál Gagliarducci er lí kt máli Iftt þekktr- ar þýskrar frjálsíþróttakonu sem féll á lyfja- prófi i fyrra e f tir að hafa drukkið tvo kaffi- bolla. Eftir ítarlega athugun var hún hreinsuð af ásökunnm um lyfjamisno tkun. Þýska f rjáls- iþróttasambandið sendi hins vegar frá sér yfir- lýsingu í haust þar sem það fór fram á að þýskt frjálsíþróttaf ólk drekki hvorki kaffi né te frá þvi að keppni byrjar og fram yfir lyfjapróf. Það er því að mðrgu að hyggja er íþróttamenn velja sér drykki og vilja fara að reglum. Mikill hagnaður af þáttasölu í sjónvarpi M ANCH ESTER United og Newcastle gætu hagnast um allt að 50 miujónir punda (um 5,6 milljarða kr.) á ári vegna þáttasðlu í sjónvarpi (e. pay per view), samkvæmt breskri kðnnun. Tvær viðureignir í boxi hafa verið seldar með þessum hætti á Bretlandi og gaf salan góða raun en talið er að mun auð veldara sé að selja beinar útsendingar frá knattspyrnuleikjum á þennan hátt. Stuðningsmenn félaga eins og þess- ara fyrrnefndu eiga oft í erfiðleikum með að komast á heimaleiki þeirra vegna þess að ekki er hlaupið að því að fá miða auk þess sem bú- seta fjarri borgunum setur gjarnan strik í reikn- inginn. Til þessa hafa áhugaverðir leikir gjarnan verið sýndir í beinni útsendingu sjónvarps og hafa félðgin notið góðs af því en þáttasalan er talin gefa þeim enn meira i aðra hönd. Leikirnir/C2 SKIÐI Kristinn er kominn með 16 FlS-stig á heimslistanum Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði heldur áfram að bæta sig í skíðabrekkunum. Hann keppti á alþjóðlegu svigmóti í Dombaas í Noregi sl. sunnudag og sigraði. Hann fékk fyrir árangur sinn 19,45 styrkleikastig (FlS-stig) og með þessum árangri er hann kominn með 16 FlS-stig á heimslistanum í svigi, en meðaltal tveggja bestu mótanna telst með á þeim lista. Fyrir tveimur árum náði Kristinn 11 FlS-stigum í risasvigi og var þá númer 42 á heimslistanum. Svigið hefur verið talin mun erfið- ari grein, þ.e.a.s. að fá færri FIS- stig auk þess sem miklu fleiri keppa í svigi en risasvigi. Árangur Krist- ins í sviginu ætti því að gefa honum sæti á meðal 100 bestu í þeirri grein. Heimslistinn kemur út á tveggja mánaða fresti og verður forvitnilegt að sjá hvar hann stend- ur á næsta lista sem kemur út um áramótin. Fyrir tímabilið var Kristinn með 22 FlS-stig í svigi þannig að hann hefur bætt sig um 7 FlS-stig sem verður að teljast gott, sérstaklega með tilliti til þess að hann sleit hásin daginn fyrir keppni á heims- meistaramótinu í Sierra Nevada I febrúar á þessu ári. Arnór Gunnarsson keppti einnig KRISTINN Björnsson á sama móti og Kristinn, en féll úr keppni í fyrri umferð. Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri og Sigríður Þorláksdóttir frá ísafirði kepptu í svigi í Dombaas á mánu- dag. Brynja lenti í 15. sæti og Sigríður í 16. sæti. Þær bættu báðar fyrri árangur sinn á FlS-list- anum. Stærsta mót vetrarins er heims- meistaramótið í Sestriere á ítalíu í febrúar. Ekki er mikið um snjó hér á íslandi ennþá og því hafa skíðamenn ekki getað æft mikið hér heima, en þó hefur verið opið á skíðasvæðunum á Dalvík og á Ólafsfirði undanfarnar vikur. KNATTSPYRNA: MAIMCHESTER UNITED ÁFRAM EN AC MILAN ÚR LEIK / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.