Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR6. DESEMBER1996 C 3 IÞROTTIR HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Árni Sæberg rö af 13 stigum sínum, meðan Jón Arnar is Gizurarson horfa úrræðalitlir á. KNATTSPYRNA Innanhúss- inótið í janúar Islandsmótið í knattspyrnu innanhúss verður haldið um miðjan janúar. 1. deild karla og kvenna leika í Laugardalshöll helgina 18.-19. janúar. Keppt er í fjórum fj'ögurra liða riðlum í 1. deild karla. Þeir eru: A-riðiII: Þróttur Rvk., FH, Dalvík og KS. B-riðiH: ÍA, ÍBV, Keflavík og Valur. C-riðill: Fram, Stjarnan, Höttur og KR D-riðill: KA, Breiðablik, Fylkir og Grindavík. Riðlakeppnin fer fram 18. janúar en úrslita- leikirnir daginn eftir. í 2. deild er einnig leikið í fjórum riðlum og verður leikið í íþróttahúsinu Austurbergi 19. janúar. Riðlaskiptingin er eftirfarandi: A-riðill: Þór Ak., ÍR, Haukar, Völsungur. B-riðill: Sindri, Selfoss, Víkingur Rvk., Einherji. C-riðill: HK, Bolungarvík, Skallagrímur, Leiftur D-riðill: Grótta, Leiknir Rvk., HSÞ-b, Ægir í 1. deild kvenna eru tveir fímm liða riðlar. A-riðill: Höttur, Stjarnan, ÍA, KS, Breiðablik. B-riðill: Afturelding, ÍBA, Valur, Fjölnir, KR. Keppnin í 1. deild kvenha fer fram í Laug- ardalshöll sömu helgi og keppnin í 1. deild karla. Af sem áður var Valur sigraði ÍR 24:22 í slak- asta leik sem undirritaður hefur séð í vetur. Valsmenn mega ^^^^^_ muna fífil sinn feg- ^^^^^ urri á handbolta- Jónatansson vellinum. Þeir eru skrifar ekki svipur hjá sjón og staða þeirra í deildinni segir allt sem segja þarf. ÍR-ingar eru reyndar enn verr staddir - skipa botnsætið. En þeir mega þó eiga það að margt sem þeir voru að gera í leiknum gladdi augað þar sem ungu leikmennirnir voru í aðalhlutverki og framtíðin ætti því að vera björt hjá þeim. Það var aðeins Alsíringurinn Aziz Mihoubi sem hélt Valsliðinu á floti í fyrri hálfleik. Hann gerði þá níu mörk og þar af fimm fyrstu mörk liðsins. Hinir leikmennirnir voru ráðalausir í sókninni og hann var sá eini sem tók af skarið. Það lak nánast allt inn því markverðir ÍR-inga vörðu aðeins tvö skot í öllum hálfleiknum. Staðan í hálf- leik var 13:11. í síðari hálfleik tóku ÍR-ingar vel við sér og gerðu fjögur fyrstu mörkin og Valsmenn komust ekki á blað fyrr en sex mínútur voru liðnar af hálfleiknum er þeir skor- uðu úr víti. Hrafn Margeirsson, markvörður, varði vel á þessum upphafsmínútum. Jafnræði var með liðunum upp í 18:18, en þá fóru Valsmenn að síga framúr og geta þeir þakkað Guðmundi Hrafnkelssyni það. Hann varði þá oft skot úr opnum færum og það gerði gæfumuninn. Valsmenn verða að gera betur en þeir sýndu í þessum leik ætli þeir sér að komast í úrslitakeppn- ina. Aziz Mihoubi, sem Stjörnu- menn gátu ekki notað, og Guð- mundur markvörður björguðu lið- inu frá tapi í þessum leik. ÍR er með blöndu af ungum og efnilegum strákum og svo gömlum refum. Ragnar Óskarsson, Ólafur Sigurjónsson og Ingimundur Ingi- mundarson, sem er aðeins 16 ára, eru leikmenn framtíðarinnar. Það sem þeir sýndu var það eina sem gladdi augað hjá ÍR. SKIÐI Guðmundur lokar markinu Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, markvörður Vals, lokaði markinu á þýðlngarmlklum augnablikum undlr loks leiksins á móti IR. Hér ver hann skot frá hornamanninum Frosta Guðlaugssyni. Ollan Cassel látinn róa ÞAB er nú Jjóst að Ollan Cass- el framkvæmdasijóri banda- riska frjálsíþróttasambands- ins þarf að að fara að Hta í kringum sig eftir nýju starf i. Samþykkt var með 52 atkvæð- um gegn 34 á fundi sambands- aðila bandaríska frjálsíþrótla- sambandsins í vikunni að framlengja ekki starfssamn- inginn við Cassel þegar hann rennur út á næsta ári. Cassel hefur verið allsráðandi í sam- bandinu sem framkvæmda- srj ór i þess síðast liðna þrjá ára- tugi auk þess að vera varafor- seti Alþjóða f rjáisíþróttasam- bandsins. „Tími sundrungar í yfir- srjórn sambandsins er liðinn, nú er kominn tími tii að menn slíðri sverðin," sagði Juila Emmons framkvæmdastjori f rjálsíhróttaliðs Atlanta að fundinum loknum. Að honum loknum vona menn að endir hafi verið bundinn á áralanga togstreitu um stef numörkun og srjórnun bandariska f rjáls- íþróttasambandsins. Cassel sem er 59 ára var að vonum ekki ánægður með málalok og sagði þau ekki hafa verið í þeim díir sem hann hafði von- ast eftir. Eigi að síður ætlaði hann að vinna af heilum hug með yfirstjorninni við leit að eftirmanni sínum. OLYMPIULEIKAR Hætt að leika knattspyrnu? Jón Ásgeir eftirlitsdómari FIS JÓN Ásgeir Jónsson er fyrstur íslendinga til að öðlast alþjóð- legt eftirlitsdómarapróf frá Alþjóða Skíðasambandinu, FIS. Hann hefur því réttlndl tll að vera eftlrlitsdómarl á mótum í alpagreinum á vegum FIS. Til að öðlast eftlrlitsdómarapróf þarf að ganga í gegnum skriflegt og verklegt próf og tekur það ferli um tvö ár. Jón Ásgeir mun fá nokkur verkefnl á Norðurlöndunum í vetur. Pál Th. Teigen, yfirmaður eftirllts- dómara FIS á Norðurlöndum og tækninefndarmaður FIS, af- hentl Jóni Ásgeirl prófskírteinlð á dögunum og var þessl mynd tekin við það tækifœri. Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, sagði eftir fund fram- kvæmdanefndar UEFA í gær að sá möguleiki væri fyrir hendi að ekki yrði framar keppt í knattspyrnu karla á Ólympíuleikum en það væri undir Alþjóða knattspyrnusam- bandinu, FIFA, komið. Fram- kvæmdanefnd FIFA kemur saman um helgina og ræðir m.a. tillögu sem gengur í fyrrnefnda átt en í stað keppni á Ólympíuleikum er lagt til að komið verði á sérstakri heimsmeistarakeppni fyrir leik- menn 23 ára og yngri. „Mjög kostnaðarsamt er að taka þátt í knattspyrnu á Ólympíuleik- um," sagði Johansson. „Ahorfendur eru margir á knattspyrnuleikjum á Ólympíuleikum en breyta má skipu- laginu og við vorum óánægðir með margt í Atlanta." Þó gert sé ráð fyrir víðtækum stuðningi við fyrrnefnda breytingu sagðist Johansson ekki vera viss um að heimsmeistarakeppni ætti að koma í staðinn. Hann sagði að stuðningur væri við alþjóða keppni en nú þegar væri mikið um að vera á þeim vettvangi og erfitt gæti reynst að bæta við leikjum í þétt skipaða dagskrá. Keppt hefur verið í knattspyrnu á Ólympíuleikum síðan 1908 að frá- töldum leikunum í Los Angeles 1932 og síðan 1984 hefur hún átt sérstaklega miklum vinsældum að fagna. 102.000 áhorfendur sáu úr- slitaleik Frakklands og Brasilíu 1984 og 1,4 milljónir voru samtals á öllum leikjum keppninnar. í ár voru 83.810 áhorfendur á fyrsta leiknum en óánægja ríkti á meðal knattspymuforystunnar með gang mála í sumar og fór m.a. fyrif> brjóstið á henni að enginn leikur var^ í Atlanta. Á leikunum í Atlanta var keppt í knattspyrnu kvenna í fyrsta sinn og þó breytingar viðvíkjandi karla- keppninni verði gerðar er ekki talið að þær hafi áhrif á keppni kvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.