Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 C 3 FERÐALOG FERÐALOG Ljósmynd/Haraldur Hannes GUÐLAUG L. Arnardóttir er önnur frá hægri, ásamt hótelstjórum Forte Agip í Mílanó og nánustu samstarfskonum. GESTANNA biðu ljúffengar og spennandi veitingar af ýmsu tagi. - ÞAÐ þótti viðeigandi að höggva listaverk i ís á íslandskynningunni. ítölsk kynning á landi íss og elda UNDANFARNAR vikur hafa fréttir af eldgosi undir Vatnajökli, stærsta jökli í Evrópu, og magnþrungnu Skeiðarárhlaupi í kjölfarið vakið mikla athygli ítölsku þjóðarinnar. Allar helstu sjónvarpsstöðvar helg- uðu hluta _ aðalfréttatíma sinna Is- landi og íslendingum, þessari fá- mennu þjóð sem byggir land elda og íss. í kjölfarið hafa fylgt fræðslu- þættir um ísland, bæði með hefð- bundnu sniði og aðrir, þar sem einn- ig eru sýndar áhrifaríkar myndir af eldgosinu og kröftugu flóðinu sem á eftir fylgdi, í bland við vel unnar landkynningar þar sem andstæður hinnar íslensku náttúru koma vel í Ijós. í glæsilegu hófi sem haldið var á Forte Agip Hotel í Mílanó fyrir skömmu var svo bætt enn um betur, þar sem meðal annars var boðið upp á viðamikla Islandskynningu. Um kynninguna sá Olöf Þorsteinsdóttir, starfsmaður Vinafélags íslands á Ítalíu, og hafði hún vart undan við að svara fjölbreyttum fyrirspurnum á annað þúsund veislugesta sem flestir voru frammámenn í ráð- stefnuhöldum og ítalskri ferða- og hótelþjónustu. Kynning Ólafar var með mjög sérstöku sniði, því auk þess að hafa á boðstólum hefð- bundna kynningarbæklinga sýndi hún íslensk myndbönd og ljós- myndabækur sem hvort tveggja vakti mikla lukku. Tilefni hinna veglegu veisluhalda var formleg opnum hótelsins á „Aca- demy“, nýrri og glæsilegri hæð funda- og ráðstefnusala, en yfirum- sjón með ráðstefnusölunum hefur íslensk kona, Guðlaug L. Arnardótt- ir. Guðlaug hefur starfað við ráð- stefnusali hótelsins frá því hún lauk námi í skipulagningu funda- og ráð- stefnuhalda frá ENAIP, Centro di Formazione Professianale „S. Paolo“ í Mílanó vorið 1994. Að sögn Guð- laugar hefur aðsókn í hina nýju ráð- stefnusali verið mjög mikil, enda mikið lagt upp úr þægilegu um- hverfi og litasamsetningu auk þess sem boðið er upp á fjölbreytt fyrir- komulag og alla nýjustu tækni á sviði ráðstefnuhalda. Guðlaug segir það af sem áður var að viðskiptavinir sínir kannist ekki við ísland því þótt sumum finn- ist dálítið skrítið að hún skuli koma alla leið frá hinu fagra eylandi í norðri eru aðrir sem þegar hafa lagt inn fyrirspurnir um þá möguleika sem landið hefur upp á að bjóða í sambandi við fundi og ráðstefnuhöld. Sagði hún einnig að þrátt fyrir glæsi- legar veitingar og fjölbreyttar aðrar uppákomur og skemmtiatriði hafi Islandskynningin borið af og áhugi veislugesta verið góð staðfesting á því._ „ísland er land þitt, því aldrei skalt gleyma,“ voru tónarnir sem fylgdu ítölskum veislugestum út í náttmyrkrið þetta kvöld og er nokk- uð víst að nokkrir þeirra höfðu þeg- ar ákveðið hvert stefnan yrði tekin á næstu árum. Því hvort heldur sem haldið væri á vit spennandi sumar- leyfisdvala, ögrandi laxveiða eða mikilvægra ráðstefnuhalda, þá yrði landið ísland. ■ Á „rakarastofu" í Dalien. Ljósmynd/Björg Árnadóttir LEIKFIMI á Zhongshan torgi. SÖLUMAÐUR í Dalien-höll með 4500 ára gamlan vasa. Ferðalagið frá Kamtsjatka tók þijá daga, þó samanlagt flugið væri ekki nema rúmir fjórir klukkutímar. Engar beinar sam- göngur á milli þessara staða, fyrst var því flogið til borgarinnar Khaba- rosk í Rússlandi, síðan til Harbin í Kína og þaðan til Dalian. Þar átti Kristán, eiginmaður minn, að hafa yfirsjón með viðgerðum á tveimur rússneskum móðurskipum. Með í för var rússneskur túlkur, Ruslan af nafni. Það er ekki auðvelt að ferðast frá Rússlandi og inn í landið aftur. Slíkt kostaði mikla skriffinnsku og hlaup manna á milli. Greiðslur þurfti til að flýta fyrir afgreiðslu á tilskyldum leyfum og auk þess reyndist nauð- synlegt að kaupa atvinnuleyfi í Rússlandi til að komast inn í landið aftur. Venjulegur ferðamaður getur sem sagt ekki farið inn og út úr landinu að vild. Þá getur líka reynt verulega á þolinmæðina að nálgast jafn ein- falda hluti og flugfarseðla. Ekki var hægt að kaupa þá hjá umboðsskrif- stofunni í Petropavlosk heldur varð að aka út á flugvöll, um klukkutíma akstur hvora leið, og kaupa þá þar. Ekki var hægt að fá uppgefið í síma hvort nokkur sæti væru yfirhöfuð laus í vélinni fyrirhugaðan ferðadag og þurftum við að mæta á flugvöll- inn til að fá það upplýst. En miðana fengum við. Við mættum á flugvöllinn í Petropavlosk með góðum fyrirvara því mikið eftirlit er á vellinum og eins gott að hafa tímann fyrir sér. Útlendingar fara ekki sömu leið og innlendir farþegar inn í flugstöðina og virðast hafa forgang fram yfir Rússana hvað varðar aðstöðu á vell- inum þar sem þeir bíða í öðrum og þokkalegri sal. Flugvélin var fremur hrörleg miðað við það sem við eigum að venjast og farangursgeymslur fyrir ofan höfuð farþega voru opnar Eftirminnileg dvöl í framandi borg DALIAN í norður Kína er borg í örum vexti, en þar er skammt á milli vel- ___sældar og fátæktar. Björg Árnadóttir dvaldi þar í fjórar vikur_ ásamt manni sínum Kristáni Olafssyni sem vinnur fyrir IS á Kamtsjatka í austur Rússlandi. eins og í gömlu rútunum heima á íslandi. Þegar þær voru orðnar full- ar var þeim farangri sem ekki komst þar fyrir, staflað inn í farþegarými þar sem auðan blett var að finna. Samgöngur til Kína í Khabarosk dvöldum við eina nótt. Á hótelinu stóð yfir alþjóðleg ráðstefna tannlækna og var því margt um útlendinga. Eins og svo víða á þessu ferðalagi okkar, feng- um við þarna að kynnast því hvað fólk í þjónustustörfum í Rússlandi skortir þjónustulund eða vingjarn- legt viðmót. Khabarosk ber þess greinilega merki að vera miðstöð fyrir sam- göngur til Kína og þar úir og grúir af Austurlandabúum. Kínveijar höfðu yfirráð yfir landsvæði því sem borgin er byggð á, allt fram á síð- ustu öld. Byggingar eru þar tölu- vert reisulegri en í Petropavlosk og heldur líflegri blær yfir borginni. Á flugvellinum í Khabarosk var ekki minna eftirlit en í Petropavlosk og miklar biðraðir alls staðar. Eftir rúmlega klukkutíma flug frá Khabarosk komum við til Harbin sem er höfuðstaður norður Kína með rúmlega fimm milljónir íbúa. Þar er að töluverð uppbygging og nýtískulegar háreistar byggingar í vestrænum byggingarstíl. I Harbin tóku Kínveijar frá fyrirtækinu Matsjimpex á móti okkur. Það fyrir- tæki er samningsaðili fyrir flestar skipasmíðastöðvar í Kína og jafn- framt umboðsfyrirtæki fyrir íjöl- mörg fyrirtæki á sviði inn- og út- flutnings og hefur útibú í mörgum löndum. Þessir menn hjálpuðu okkur á síðasta áfangastaðinn sem var borgin Dalian. Á flugvellinum í Dalian tók fimm manna sendinefnd frá Matsjimpex á móti okkur auk þeirra tveggja sem áður er getið. Við vorum boðin hjartanlega vel- komin til Kína og mér var réttur heljarmikill blómvöndur. Þessar fyrstu móttökur Kínveijanna voru aðeins byrjunin á ótrúlegri gestrisni þeirra og velvild í okkar garð. Dalian er borg í örum vexti með um tvær milljónir íbúa. í miðborg- inni rísa hótel- og skrifstofubygg- ingar himinhátt þar sem áður voru lágreist íbúðarhús. Á leiðinni frá flugvellinum til Dalian Internati- onal Hotel sem staðsett er í mið- borginni sýndu Kínveijarnir okkur með stolti nýjar byggingar sem minna óneitanlega mikið á bygg- ingar í Singapore. Þegar við höfð- um orð á því brostu þeir breitt og sögðu okkur að Singapore sé ein- mitt systurborg þeirra og stefnan sé að Dalian verði „Singapore norð- ur Kína“. En það er auðséð að skammt er á milli velsældar og fátæktar og út um gluggann á hótelherberginu mínu á 21. hæð horfði ég niður á stóra lóð sem er afgirt með háum bárujárnsgirðingum. Á þessari lóð býr fjöldi manns í nokkrum tjöldum. Ég horfði á þetta fólk þvo sér upp úr vaskafati á morgnana hvert á fætur öðru, vatnið er líklega kalt. Ég horfði á það gera þarfir sínar í einu horninu á Ióðinni eða bara rétt fyrir utan tjöldin og þau sitja þar líka á hækjum sér með hrís- gijónaskálarnar sínar og borða morgunverðinn sinn. Þegar ég stóð undir sturtunni í marmaraklæddu baðherberginu og notalegt heitt vatnið hríslaðist niður eftir bakinu á mér fann ég fyrir ónotatilfinningu þegar mér varð hugsað til þeirra á baklóðinni sem eru að þvo sér upp úr fati í rigningunni. Kínvetjanir frá Matsjimpex vildu að dvölin í Daiian- yrði mér sem eftirminnilegust. Á hveijum morgni kom ung kona, Li Li að nafni, og bílstjóri frá fyrirtækinu og þau óku með mig um borgina og út fyrir hana og sýndu mér allt það áhuga- verðasta. Það var tilgangslaust að segja þeim að ég væri sjálfbjarga og gæti farið á eigin spýtur, það var ekki hlustað á það. Fornmunir til sölu Ég hafði orð á því við Li Li að byggingar sem ég sá á hæð einni í gömlum kínverskum stíl væru fallegar og þangað var farið einn morguninn. Þarna í Dalian-höll eru margar antikbúðir. Ég trúði varla eigin augum þegar ég gekk búð frá búð og sá hvað þar er til sölu. Forn- munir sem í Evrópu væru læstir inni í glerskápum á minjasöfnum voru þarna til sölu og verðið var hlægilegt á okkar mælikvarða. Að sjálfsögðu voru búðirnar misjafnar og kaupmennirnir líka. Sumir þeirra hafa ekkert á móti því að selja fávísum ferðamönnum gripi sem eru sviknir en þegar við sýnd- um engann áhuga, drógu þeir upp gersemar sem voru geymdar undir borðum eða á bak við og þá komu raunverulegir fornmunir í ljós. Okkur var boðið í bakherbergi þar sem kaupmaðurinn sýndi mér inn í peningaskáp sem hafði að geyma postulínsmuni sem voru ættargripir hennar og hún bauð mér til sölu. Annar kaupmaður sýndi okkur vasa frá Ming-konugdæminu (frá 1368- 1644). Kaupmaðurinn lokaði búð- inni svo ekki kæmu aðrir inn á meðan hann sýndi dýrgripina. Vas- inn var ekki til sölu og hann vildi ekki upplýsa hvar hann keypti hann, sagði það leyndarmál. Hann upplýsti okkur hvernig gripirnir væru aldursgreindir og sýndi okkur mismunandi vasa bæði úr postulíni og leir. Hann sagði okkur líka hvernig hægt væri að sjá hvort þeir eru eftirlíkingar eða ekki. Þessi kaupmaður sýndi okkur tvö þúsund ára gamalt sverð sem var þó ekki raunverulegt sverð, heldur borið af eiganda þess til þess eins að sýna vald hans.-Sverðið er ekki til sölu, sagði hann, þar sem sér- stök leyfi þarf til þess að selja slíka gripi úr landi en þó læddi hann þvi að okkur þegar við yfirgáfum verslunina að það væri falt fyrir rétt verð. Ymsa aðra merkilega gripi sýndi hann okkur, t.d. örsmáa kvenskó frá síðustu öld þegar kon- ur gengu með fætur reyrða til að þóknast karlmönnum. Skórnir voru ekki nema um 10 sm og það virð- ist ótrúlegt að nokkur geti hafa gengið í þeim þar sem þeir eru ekki bara mjög litlir heldur líka sveigðir upp í miðjunni í boga. Við sáum „hitapoka“ úr postulíni sem lagðir voru í rúm á köldum vetrardögum og körfur sem eru eins og fötur í laginu, einangraðar með troði og höfðu að geyma te- katla. Þessir hlutir voru frá 17. öld og minntu á hvað Kínveijar eiga sér ótrúlega gamla menningu; þeg- ar forfeður okkar í Evrópu voru enn að naga bein áttu þeir sér þegar margra alda hefð í matargerðarlist. Matarboð í Kína Matarboð í Kína eru sérstök upp- lifun. Kínveijar hafa ef til vill ekki glæsileg húsakynni til þess að státa af, en einstaka gestrisni sýna þeir með því að bjóða upp á hlaðið borð af mat. Réttirnir eru margbrotnir; fisk-, kjöt- og grænmetisréttir. Það borgar sig að hafa í huga að réttirn- ir sem inn á borðið eru bornir geta orðið æði margir og það er ætlast til að bragðað sé helst á þeim öll- um. Við vorum ekki alltaf viss hvað það var sem við vorum að borða, en flest bragðaðist vel, svo sem sæbjúgu sem þeir sögðu að væru mjög góð til þess að auka kynhvötina og ýttu óspart að Kristjáni manni mínum og rússneska túlkinum Ruslan. Súrsuð svínavömb skorin í ræmur sem rúllað var upp með fyllingu bragðaðist ágætlega. Við brögðuðum á þangi og öðrum sjávargróðri sem þeir kalla sjávargrænmeti, bragðið var fram- andi en ekki slæmt. Marglittur átti ég erfítt með að borða og risarækjur sem teknar eru lifandi og lamaðar í vínanda voru borðaðar með var- færni. Fiskurinn var borin fram í heilu lagi með haus og sporði, oft í stórri skál og flaut í fiskisúpunni. Borðhaldið stóð lengi og Kínver- jarnir héldu margar ræður. Ég var oft spurð hvernig mér litist á Dalian og Kína og þegar ég lýsti yfir ánægju minni með dvölina og borgina urðu andlitin eitt sólskinsbros. Mér varð hugsað til minnar litlu þjóðar sem svo gjarnan vill heyra að útlendingum líki vel sig og landið sitt og uppgötva nú að stærsta þjóð heims hefur líka ánægju af því að heyra að öðrum líki vel við hana og sitt land. Mannlífið að kvöldlagi Á stóru torgi, Zhongshan, rétt hjá hótelinu safnaðist saman mannmergð á hveiju kvöldi. Hundruð manna, karlar, konur og börn æfðu þar dans eftir tónlist sem hljómar úr hátalara- kerfi. Hópar af ungu fólki voru í ýmsum leikjum. Hljóðfæraieikarar léku þjóðlög á ýmis framandleg hljóð- færi. Á öðrum stað voru hópar af fólki að iðka Konfu-leikfimi þar sem allar hreyfingar eru mjög hægar og einbeiting er höfuðatriði, mjög sér- stakt á að horfa. Mér varð hugsað til þess hversu ólíkt þetta mannlíf væri því sem við þekkjum frá okkar miðbæ. Hér sást ekki vín á nokkrum manni en allir virtust geta skemmt sér og sýndust glaðir og ánægðir. Það er ekki mikið um vestræna ferðamenn í Dalian. Aðallega koma þangað rússneskir sjómenn og menn í viðskiptaerindum. Á þessum fjórum vikum sem ég dvaldi í Dalian sá ég ekki séð eina vestræna konu. Ég tók eftir því að börn horfðu stórum aug- um á mig og margir stoppuðu mig og spurðu hvaðan ég væri. Þegar ég nefndi ísland virtust allir þekkja landið og Vigdís forseti er greinilega mjög þekkt í Kína ásamt Björk Guð- mundsdóttur söngkonu sem unga fólkið jiekkir vel til. Ég var oft spurð hvort Islendingar væru ekki voðalega ríkir, en það virðist vera ímynd margra Kínveija af þjóðinni. Við kvöddum vini okkar í Dalian með söknuði eftir fjögurra vikna ógleymanlega dvöl en fullviss um að þangað ættum við eftir að koma aft- ur. SAN FRANSISCO Uppáhaldsveitingastaður Stefáns Bjarnasonar er ítalskur sjávarréttarstaður Eg ætla að segja þér frá sjávarréttarstað sem ég heimsótti í San Frans- isco, ásamt_ konu minni Steinvnni Ásmundsdótt- ur, þessi staður kemur fyrst í hugann því ég var í Frisco fyrir nokkrum vikum síðan,“ segir Stef- án Bjarnason hjá Still- ingu. „Aliotoá heitir veit- ingastaðurinn sem er ít- alskur og er á Fishermans Wharf. Hann hefur verið í eigu samnefndrar fjöl- skyldu í marga ættliði. Mér skilst að fjölskyldan hafi bvijað feril sinn á því að matreiða ofan í ítalska fiskmenn sem stunduðu þarna útveg þegar borgin var að byggjast upp.“ Stefán hælir staðnum á hvert reipi og segir að þó hann láti ekki mikið HJÓNIN Stefán Bjarnason og Steinunn Ásmunds- dóttir í San Fransisco. I baksýn er fangaeyjan illræmda, Alcatraz. Hrátt og Ijúffengt yfir sér við fyrstu sýn sé maturinn frábær. „Inn- réttingarnar gæti ég ímyndað mér að væru frá 68. Þeim hefur ekki verið breytt síðan; staðurinn er í svona Múlakaffistíl,“ segir hann. „Þarna ríkir gamaldags heimilisbrag- ur og vingjarnlegir þjón- arnir gætu verið mafíósar á eftirlaunum.“ Hvernig rákust þið á þennan veitingastað? Stefán segist hafa rek- ist á nafn veitingastaðar- ins í handbók um veit- ingastaði í San Fransisco, þar var mælt sérstaklega með staðnum. „Það er eins gott að hafa eitthvað til að styðjast við þegar farið er út að borða því veitingastaðir í San Fransisco eru fleiri á höfðatölu en í nokkurri annarri borg í heiminum.“ Að sögn Stefáns er út- sýnið frá staðnum sem er á annarri hæð í gömlu vöruhúsi afar fallegt en á fyrstu hæðinni er skyndi- bitastaður Aliotos fjöl- skyldunnar sem býður upp á djúpsteikt sjávar- fang. „Veitingastaðurinn er byggður á bryggju- sporði og sést út yfir höfnina og Golden Gate brúna. í sjónum fyrir neð- an er krökkt af selum sem svamla þar alfriðaðir og hafa gert sig mjög heima- komna. Á bryggju 39 er svo komið að bátarnir hafa orðið að víkja fyrir selunum.“ Rækjur steiktar í tequila Þau Steinunn borðuðu á Aliotos í hádeginu. „Þar var margt ferðmanna því það eru einkum þeir sem eru á ferðinni á Fisher- mans Wharf. Þurftum við að bíða í hálftíma eftir að fá sæti. Þegar kom að því að panta fékk ég mér hrá- ar ostrur með sítrónu yfír í forrétt. Yfirleitt er ég hræddur við að borða hrátt sjávarfang í útlönd- um, en lét mig hafa það til að upplifa staðinn. Steinunn fékk sér tequila rækjur. Þær voru steiktar heilar upp úr tequila og bornar fram með spínati. Hvorutveggja bragðaðist mjög vel. I aðalrétt fékk ég mér krabba í sikil- eyskri mömmusósu sem ég kalla svo því þjóninn útskýrði fyrir okkur að mamman á staðnum ætti heiðurinn af uppskriftinni. Sósan var gerð úr tómöt- um, basil, hvítlauk og sítr- ónu. Krabbinn var borinn fram í stórri súpuskál, hann var framreiddur í skelinni sem hafði verið brotin og ég fiskaði krabb- ann upp úr skálinni. Þetta var mikil máltíð. Konan mín fékk sér djúpsteiktan smokkfisk með hvítlauks - og sítrónusuósu sem ég borðaði að mestu því bæði var hann góður og hún ekki svo lystug. Við feng- um okkur ekki eftirrétt því það var ekki pláss fyr- ir meira,“ segir Stefán. „Með matnum drukkum við kalifornískt hvítvín en Kalifomíuvínin eru yfír- leitt mjög góð.“ Spennandi staðir Eftir þessa góðu reynslu sögðust þau oft hafa fengið sér sjávarrétti á veitingahúsunum og sjaldan orðið fyrir von- brigðum. „Annars hef ég ekki lagt það í vana minn að borða sávarrétti er- lendis því auðvitað er maður góður vanur héð- an. Ég sakna þess þó að geta ekki fengið meira úrval af skelfiskréttum hér á veitingastöðum. Ég þurfti að fara á veitinga- stað í Lille í Frakklandi til að læra að kunna að meta skelfisk," segir Stefán. „Einnig finnst mér vanta að það sé hægt að kaupa hér lifandi skel- fisk í fiskbúðum. Víða erlendis þekur skelfiskur helming fiskborðsins. í kringum okkur eru ein auðugustu skelfiskmið í heimi, samt er varla nokkurs staðar hægt að fá þennan fisk ferskan. Það er helst að það sé hægt að kaupa hann um helgar í tjaldi niður við Geirsgötu. Þar keypti ég lifandi krækling um dag- inn og fór með hann heim og matreiddi.“ „Það eru margir spenn- andi veitingastaðir í San Fransisco og maturinn er mjög góður. Borgin er líka heillandi. Það er þægilegt að ferðast um hana og það er eins og hún hafi fengið það besta frá Evrópu og Ameríku og látið hitt eiga sig,“ segir Stefán að lokum. ■ ÞÓRSHÖFN í Færeyjum. Fleiri ferðamenn til Færeyjn FERÐAÞJÓNUSTA er vaxandi at- vinnuvegur í Færeyjum og í frétt frá færeyska ferðamálaráðinu kem- ur fram að sífellt fleiri eyjaskeggjar geri sér grein fyrir mikilvægi ferða- þjónustunnar í atvinnumálum. Möguleikum á afþreyingu ýmis kon- ar fjölgar sífellt og fleiri og fleiri sjá sér hag í að laða ferðamenn til landsins - og halda þeim þar um tíma. Síðastliðið vor og sumar voru erlendir ferðamenn í Færeyjum um 30 þúsund, flestir frá Danmörku, Noregi; Svíþjóð og Þýskalandi. Tekjui/af ferðamönnunum námu um 7% af útflutningstekjum þjóðarinn- ar og gerir það ferðaþjónustu þriðju stærstu útflutningsgreinina. Takmark Færeyinga er að fá 50 þúsund ferðamenn til landsins árið 2002 og að tekjurnar verði 12-14% af útflutingstekjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.