Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG HEIMILI Mikka og félaga standa öllum opin. Fullordnir á flakki í Disneylandi Frá því Disneyland var opnað í Los Angeles áríð 1971 hafa rúmlega 300 milljónir manna lagt leið sína þangað. Frá því síðasta haust hefur Hanna Katrín Friðriksen verið meðal þessara milijóna og er hin ánægðasta með það. ÉG HÉLT að Disneyland væri ein- göngu fyrir börn. Fullorðnir kæmu þangað meira af nauðsyn - með börnunum. Svo var ég á ferð á vesturströnd Bandaríkjanna í haust og lét tæla mig í Disneyland í Los Angeles. Og nú veit ég betur. Disn- ey er fyrir alla, unga sem aldna, stóra og smáa og alla þar á milli. Enda sagði Walt Disney: „Það sem ég vil helst af öllu, er að Disney- land verði hamingjustaður - staður þar sem fullorðnir og börn geta skoðað í sameiningu nokkur af furð- um veraldar, upplifað ævintýri og liðið betur á eftir.“ Frá opnun Disneylands í Los Angeles, árið 1971 hafa rúmlega 300 milljón manns heimsótt garð- inn. Um’nverfis hann er stórt svæði þar sem er að finna hótel og gisti- staði af öllum stærðum og gerðum, veitingastaði og ýmsa staði sem bjóða gestum uppá afþreyingu. Eitt einkenni er með öllum gististöðun- um - þeir eru hreinir. Þær upplýs- ingar fékk ég á ferðaskrifstofu þar sem ég viðraði áhyggjur af því að lenda á lítt þrifalegum stað í ljósi þess að ég pantaði mjög ódýra gist- ingu. „Þetta er Disney, þar er allt tandurhreint,“ var svarið. Mótelið sem ég gisti á var lítið, án íburðar, ódýrt - og hreint. Utan háannatíma Ef ég ætti að gefa einhver sér- stök ráð varðandi heimsókn í Di- sneyland væri það helst að reyna af mætti að vera þar utan háanna- tíma. Það er nú reyndar meira en að segja það fyrir flesta, þvi þar spilar skólafrí inní og þó garðurinn sé fullorðins, þá er það nú líklega staðreynd að meirihluti gesta er í fylgd með börnum. En ef háanna- tíminn er ekki umflúinn, er eina ráðið að hafa jákvæðni og þolin- mæði í fyrirrúmi því raðirnar verða langar. Yfirleitt eru einhver tilboð í gangi sem ráðlegt er að nýta sér. Þannig gat ég keypt svokallaðan 5 daga passa fyrir 59 dollara eða tæpar 4000 krónur. Það var mun hag- kvæmara en kaupa dagspassa fyrir hvern þeirra þriggja daga sem ég dvaldi í heimi Disneys. Passinn veit- ir aðgang að öllum uppákomum inni í garðinum. Aðeins mat og drykki þarf að greiða fyrir aukalega og svo auðvitað ef eitthvað á að kaupa í öllum þessum flottu Disney búðum. Það er erfitt að standast þá freistingu. Fyrir börn frá þriggja ára aldri til ellefu kostaði fimm daga passi 44 dollara en yngri börn fengu frían aðgang. Passana er ekki hægt að kaupa við inngang garðsins, aðeins á því hóteli sem gist er á. Það var því gott að mótelið mitt var aðeins í tíu mínútna göngufæri við garð- inn. Ráfað um garðinn Það er útilokað að lýsa öllu því sem fyrir augu ber í Disneylandi í grein sem þessari, en hér verður drepið á ýmsu til þess að reyna að gefa fólki einhverja mynd af þess- um ótrúlega skemmtigarði. Disneylandi er skipt upp í sjö hluta sem hver er með eigið þema. Það er töluvert flókið að ná yfirsýn yfir svæðið þrátt fyrir að góð kort séu í boði, þannig að þeim sem ætlar að eyða þar nokkrum dögum er ráðlegt að hefja skemmtunina á kynningarferð með leiðsögumanni. Svo verða menn bara að steypa sér í fjörið. Yngstu börnin fara algjörlega á hvolf af gleði í Mickey’s Toontown þar sem Mikki mús og félagar búa. Eldri aðdáendur fá líka eitthvað fyrir sinn snúð. Ævintýraland er annar vinsæli viðkomustaður þeirra litlu þar sem hringekjur af öllum stærðum og gerðum freista. Líka ævintýrakastalar, lestir og bátar. Svo er hægt að detta inn í vel þekkt ævintýri og taka þátt í því sem þar er að gerast. Jafnvel hafa áhrif á söguþráðinn. Snjómaðurinn ógurlegi Ofurhugum sem leggja í svaðilför á Matterhorn er eins gott að passa sig á snjómanninum ógurlega. Af toppi „fjallsins" mun vera einstakt útsýni yfir garðinn og sleðaferðin niður fjallið ólýsanleg. Flestir sleppa undan árás snjómannsins, en ég þorði ekki að taka áhættuna. í Tomorrowland eða landi fram- tíðarinnar, er m.a. hægt að bregða sér í ferðalag út í heim. Ég lét freistast, en komst að því á leiðinni að það er ekki hættulaust að fljúga MATTERHORN þar sem snjómaðurinn ógurlegi býr. Fljótabáturinn Mark Twain er tilkomumikill í miðju Frontierlandi. Á siglingu með bátnum er hægt að skoða fjöldann allan af indjánum, veiðimönnum og alls konar dýrum - allt gert af mannanna höndum. Það er líka hægt að sigla á fleka út í eyju þar sem veglegt virki stendur í felum í gróðrinum. Þá er hægt að sigla um á minni bátum og skoða nánar það sem felur sig í gróðrinum á fljótsbakkanum. Þar er ýmislegt sem kemur á óvart. Draugar og indiana iones Það er ekki fyrir fólk með slæm- ar taugar að heimsækja draugahús- ið á New Orleans Square. Gestir setjast uppí vagna og líða af stað í undirheima þar sem andar eru á sveimi í öllum skúmaskotum. Sjón- hverfingarnar eru svo vel unnar að á stundum sér fólk drauga sitja við hlið sér í vögnunum og magnað hljóðkerfi spillir ekki fyrir. Ég var svo hrifin af brellunum að ég gleymdi að hræðast draugana og fór aftur. Metið setti ég hins vegar með Morgunblaðið/Hanna Katrín SIGLING með fljótabátnum Mark Twain er upplögð eftir reynsiuna í draugahúsinu þar sem frábærar sjónhverfingar „skemmta“ gestum. út í geim, því á okkur réðust alls kyns bandíttar frá öðrum sólkerfum auk þess sem við lentum í loftsteina- regni sem hefði getað grandað okk- ur öllum. Splash Mountain er einn vinsæl- asti staðurinn í Disneylandi. Þar sest fólk í báta sem renna á teinum í krókaleiðir gegnum „fjall“ þar sem skrautlegar og söngglaðar fígúrur skemmta gestum. Inná milli þjóta bátarnir niður hrikalegar vatns- rennibrautir svo það er varla þurr þráður á neinum í lok ferðar. því að fara þrisvar í fótspor, eða öllu heldur í bílför, Indiana Jones inn í frumskóginn úr kvikmyndinni Musteri óttans. Jeppaferðin er hrikaleg, á veikburða kaðalbrú yfir djúpar gjár, flótti undan rúllandi risasteinum, logandi brýr og fleira og fleira. Indiana Jones fær bestu einkunn. Eins og gefur að skilja hef ég bara rétt drepið á nokkrum atriðum sem vert er að skoða og upplifa í Disneylandi. Eftir er að nefna rússí- bana, sjóræningjaland og bangsa- heim, svo dæmi séu tekin. Jafnvel þó fólk hafi ekki hug á öðru en rölta um og skoða mannlífið, er hægt að mæla með heimsókn þang- að. Veitingastaðir eru af öllum toga, en eiga það sammerkt að vera hreinir og snyrtilegir með fyrsta flokks hráefni. Eitt er samt ótalið sem nauðsyn- legt er að nefna. Verið í garðinum eftir að skyggja tekur og bíðið eft- ir skrúðgöngunni. Þvílík ljósadýrð og þvílíkur ævintýrabragur! Full- kominn endir á góðum degi. Disney um allan heim I Bandaríkjunum eru tveir Walt Disney skemmtigarðar, Disney World í Flórída, auk Disneylands í Los Angeles. Disneyland skemmti- garðurinn í Tókíó var síðan fyrsti skemmtistaðurinn sem var opnaður utan Evrópu, árið 1983. Níu árum síðar opnaði Disneyland við París og nú eru eigendur Walt Disney að íhuga að opna skemmtigarð í Valencia á Spáni. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.