Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Einu stig Eggerts skiptu sköpum Eg fékk skotfæri og var viss um að hitta og því kom ekkert annað til greina en að reyna,“ sagði ^■■■■1 Eggert Garðarsson jvar ÍR-ingur eftir að Benediktsson hann hafði tryggt skrifar félaginu sigur á KR, 91:88, á Seltjarnar- nesi á sunnudag með körfu þegar sex sekúndur voru eftir í ótrúlega kaflaskiptum leik. „Ég var vissulega ískaldur að reyna þetta en annað komst ekki að,“ bætti Eggert við en þessi karfa ásamt einu vítaskoti, þegar tvær sekúndur voru eftir, voru einu stig hans í leiknum. KR-ingar byijuðu leikinn af mikl- um krafti og leikgleði og ánægja skein úr hveiju andljti. Leikurinn var hraður og voru ÍR-ingar ekki með á nótunum framan af og gekk þeim flest í óhag á sama tíma og KR-ingar léku við hvern sinn fing- ur. Einstaklingsframtak Titos Bak- ers hjá ÍR kom þeim þó inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik en það var ekki nema í stutta stund því KR tók strax öll völd á ný. Þeir hreinlega yfirspiluðu gesti sína með góðri vörn og vel útfærðum sóknarleik þar sem Jonathan Bow og David Edwards voru í aðalhlutverki. Staðan í hálf- leik var 58:36 og ÍR-ingar vissu alls ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Við vorum taugaspenntir í fyrri hálfleik og gerðum ekkert rétt af því sem okkur var ætlað. En við náðum að beija okkur saman í leik- hléi og koma af krafti í síðari hálf- leikinn," sagði Eggert. Það voru svo sannarlega orð að sönnu. Vörnin batnaði til muna og Eiríkur Önund- arson sem var heillum horfinn í fyrri hálfleik kom sem nýsleginn túskild- ingur til leiks í þeim síðari og dró félaga sína áfram auk þess að gera glæsikörfur upp á eigin spýtur. Fljótlega tók að saxast á forskot KR og þá um leið gerði taugaspenna vart við sig í herbúðum Vesturbæ- inga. í stað þess að leika agað og af skynsemi gerðu þeir hveija vit- leysuna á fætur annarri. Þetta nýttu ÍR-ingar sér og auk Eiríks fékk Baker að leika lausum hala og skora dijúgt. Rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok jafna leikmenn ÍR 85:85 með körfu frá Baker og aftur jafna þeir 88:88 er Eríkur skoraði úr einu vítaskoti, þá var mínúta eftir. Ingvari Ormarssyni, KR-ingi, mistókst þriggja stiga skot þegar hálf mínúta var eftir og ÍR stóð með pálmann í höndunum. En í stað þess að leika út reyndi Eggert skot, þegar 6 sekúndur voru eftir, sem lukkaðist. KR-ingar geystust upp en nýttu tímann illa og Eggert inn- siglaði sigur með körfu úr vítaskoti þegar 2 sekúndur voru eftir. Það var ótrúlegt að sjá KR-inga kasta þessum sigri frá sér og þeir geta engum nema sjálfum sér um kennt og það hlýtur að verða þeim lexía í næstu leikjum. ÍR-liðið sýndi sterkan persónuleika að láta ekki hugfallast þó útlitið væri dökkt í leikhléi. „Þetta er sætasti sigur ieiktíðarinnar," sagði Eggert með bros á vör er hann gekk til búnings- herbergis síns að leikslokum. Eftir slakan leik fann hann fjölina sína er mest reið á. SKIÐI Morgunblaðið/Golli KR-INGURINN David Edwards var drjúgur við að fiska knött- inn af ÍR-ingum framan af leik á laugardaginn. Hér reynir hann að ná knettinum af Eiríki Önundarsyni og Jonathan Bow fylgist með hvernig „veiði" er háttað hjá félaga sínum. ísfirðingar börðust vel í Keflavík Keflvíkingar sigruðu nýliða ís- firðinga eins og við var búist þegar liðin mættust í Keflavík á sunnudagskvöldið. En mun- urinn varð minni en reiknað var með og það einfaldlega vegna þess að gestirnir léku oft ágæt- lega og virtust hvergi bangnir við sterkt lið Keflvikinga. Loka- tölur leiksins urðu 108:91, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 52:37. Um leikinn þarf ekki að fara mörgum orðum. Keflvíking- ar náðu fljótlega undirtökunum sem þeir síðan_ héldu allt til loka. ísfirðingar máttu þó eiga það, að þeir gáfust aldrei upp og börðust vel allt til loka. í síðari hálfleik þegar mun- urinn var 90:69 settu þeir 11 stig í röð sem segir sína sögu um ágæta baráttu þeirra. Damon Johnson var besti maður í liði Keflvíkinga sem í heild lék einnig mjög vel. Hjá ísfirðingum var Derrick Bry- ant bestur. Gisli Blöndal skrifar frá Keflavík Öraggur sigur Þórs Enntapa Blikar Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Þórsarar fíkra sig nú af blá- botni deildarinnar og einn liður í þeirri aðgerð var að sigra Skallagrím ör- ugglega í Iþróttahöllinni á Akureyri sl. sunnudagskvöld, 78:64. Borgnesingum var spáð góðu gengi í vetur og Torfi Magnússon setti liðið í 3. sæti í kynningarblaði deildarinnar en spáði Þórsurum 12. og neðsta sætinu. Gengi Skallagríms hlýt- ur því að valda nokkrum von- brigðum því liðið er í botnbarátt- unni. Leikurinn fór afar hægt af stað, Borgnesingar heldur hressari í byijun en annars var þetta göngu- og kyrrstöðubolti sem boðið var upp á. Þórsarar komust fyrst yfir þegar 7 mínút- ur voru eftir af hálfleiknum og staðan þá 19:17. Heimamenn fylgdu þessu eftir með pressu- vöm og juku forskotið með því að skipta um gír í sóknarleiknum meðan Borgnesingar virkuðu stirðir og þunglamalegir. For- skot Þórs var 12 stig í leikhléi, 39:27. Þórsarar spiluðu sterka vörn og náðu 20 stiga forskoti í seinni hálfleik, 51:81. Þá kom loks fjör- kippur frá gestunum og 11 stig í röð fleyttu þeim inn í leikinn. Munurinn var aðeins fjögur stig þegar 6,30 mín. voru eftir, 56:52. Lengra komst Skalla- grímur ekki og Fred Williams og félagar hans klámðu dæmið og sigruðu með 14 stiga mun. Fred Williams var yfirburða- maður í vöm og sókn og skor- aði 29 stig. Hafsteinn og Böðvar léku einnig vel í liði Þórs og vamarleikurinn var góður. Samt fékk liðið ekki nema 10 villur dæmdar á sig í leiknum og seg- ir það nokkuð um hve linir gest- imir vom í sókninni. Bragi og Tómas áttu þokkalegan sprett í seinni hálfleik en liðið var langt frá því að vera sannfærandi. að var ekki áferðarfallegur körfubolti sem leikinn var í Smáranum á sunnudagskvöld þegar ÍA sigraði Blika H .... 75:65. Heimamenn í Bachmann Breiðabliki byijuðu skrifar betur og leiddu fyrstu mínúturnar. Þá var Brynjar Sigurðsson settur til höfuðs Andre Bowain og gaf það góða raun. Á kaflanum sem á eftir kom skoruðu Skagamenn 18 stig en Blikar aðeins tvö og breyttu stöð- unni úr 12:8 í 14:26. Þá tóku Blik- ar við sér og minnkuðu muninn í 5 stig, 30:35, en Skagamenn áttu síð- ustu törnina og þegar flautað var til leikhlés var staðan 32:45. í síðari hálfleik héldu Skagamenn uppteknum hætti og um miðjan hálfleikinn var munurinn orðinn 20 stig, 44:64. Þá tóku Blikar annan kipp, skoruðu 11 stig, án þess að Skagamenn næðu að svara. Lengra komust Blikar ekki þrátt fyrir að fá mörg tækifæri til að minnka muninn enn frekar og töpuðu 65:75. Andre Bowain var að vanda besti maður Blika sem spiluðu á köflum skynsamlega en virtist skorta sjálfstraust til að ljúka sóknunum vel. Hjá Skagamönnum voru bestir Ronald Bayless, Alexander Ermol- inskji og Brynjar Karl Sigurðsson. Sigurður Elvar Þórólfsson átti einn- ig góða spretti. Grindvíkingar vora sterkari í ná- grannaslagnum Grindvikingar léku vel og skytt- ur þeirra hittu ákaflega vel á meðan lítið gekk hjá okkur, sagði ■^HM Hrannar Hólm, Björn þjálfari Njarðvík- Blöndal inga, eftir að lið skrifarfrá hans hafði tapað Njarövik fyrir Grindvíking- um, 81:92, í Ljónagryfjunni í Njarð- vík á sunnudaginn. „Það var erfitt að stöðva skytturnar hjá þeim og í þessu lá munurinn. Við misstum þá of langt frá okkur í upphafi og eftir það var erfitt að snúa taflinu við þó litlu hafi mátt muna um tíma í síðari hálfleik." Þetta var annað tap Njarðvíkinga í röð á heimavelli í deildarkeppninni og ljóst að þeir þurfa eitthvað að endurskoða leik sinn. Njarðvíkingum voru mislagðar hendur í upphafi þessa leiks og það hvorki gekk né rak hjá þeim lengi vel. Eftir 6 mínútur höfðu þeir að- eins sett 3 stig sem segir sína sögu. Grindvíkingar náðu mest 19 stiga mun í fyrri hálfleik. Allt annar brag- ur var á heimamönnum í síðari hálfleik og þeim tókst þá að saxa verulega á forskot gestanna og um tíma munaði aðeins 3 stigum á lið- unum. En íslandsmeistaramir sýndu þá að þeir kunna ýmislegt fyrir sér og með góðum leik tryggðu þeir sér sætan og um leið verðskuld- aðan sigur á nágrönnum sínum. Liðsheild Grindvíkinga var mjög góð í þessum leik svo og leikskipu- lag og innáskiptingar. Herman Myers, Páll Axel Vilbergsson, Helgi Jónas Guðfinnsson og Jón Kr. Gísla- son voru þó bestu menn liðsins. Njarðvíkingar áttu slæman dag að þessu sinni svo ekki sé meira sagt og eini maðurinn í liðinu sem lék af eðlilegri getu var Torry John. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 C 5 ÍÞRÓTTIR Reuter Gladishiva kom áóvartogsló þeim bestu við Ovænt úrslit urðu í risasvigi kvenna í Vail í Colorado á laugardag er rússneska stúlkan Svetlana Gladishiva sigraði. Hún hafði rásnúmer 32 og áttu því fáir von á að hún næði besta tím- anum. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð, sem var önnur, var farin að fagna öðrum sigri sínum í risasvigi þegar PERNILLA Wiberg er hér á fullri ferð í risasviginu í Vail á laugardaginn. Hún náði öðru sæti og er nú næstefst að stigum í heimsbikarnum. Gladishiva kom niður brautina. Carole Montillet frá Frakklandi, sem einnig hafði hátt rásnúmer (nr. 29), varð þriðja og kom það einnig á óvart. Þetta var fyrsti heimsbikarsigur rússnesku stúlk- unnar sem er 25 ára gömul. „Ég trúi því ekki að ég hafí sigrað,“ sagði Gladishiva. Stúlkurnar kepptu í bruni fyrr um daginn og þar náði Renate Götschl frá Austurríki besta tím- anum og vann um leið fyrsta sigur sinn í greininni. Katja Seizinger, sem er efst að stigum, varð önnur en hún var aðeins í níunda sæti í risasviginu og er það lakasti árangur hennar í vetur. Islode Kostner frá Ítalíu varð þriðja. „Sigurinn kom mjög á óvart og ég er auðvitað í sjöunda himni,“ sagði Götschl, sem fyrir fjórum árum var yngsta stúlkan til að vinna heimsbikarmót - svig í Lille- hammer, en þá var hún aðeins 16 ára. „Það er gaman að vinna brun- mót því brunið er svo stór grein í Austurríki. Landsliðið okkar náði sér ekki á strik í síðustu viku svo við þurftum á þessum sigri að halda. Nú er markmiðið hjá mér að sigra í stórsvigi.“ ■ Úrslit / B7 HANDKNATTLEIKUR Sigur eralltaf , sigur IR vann sinn þriðja sigur í deildinni á sunnudaginn er liðið tók á móti Selfyssingum og sigraði 29:22. Hið unga og ■■■■H skemmtilega lið Skúli Unnar ÍR hefur oft Sveinsson leikið vel í vetur skrifar en gengið erfið- lega að sigra. Á sunnudaginn lék liðið fremur illa en sigraði samt. Eftir að heimamenn höfðu gert fyrsta mark leiksins komu fimm í röð frá gestunum og við það færðu ÍR-ingar vörnina aðeins framar, Selfyssingar flýttu sér allt of mikið í sókn- inni og þegar fimm mínútur voru til leikhlés jafnaði Selfoss, 9:9. Gestirnir gerðu raunar að- eins eitt mark á tíu mínútna kafla og síðustu fímm mínút- umar gerði liðið aðeins eitt mark. Umhugsunarefni fyrir Selfoss að gera aðeins tvö mörk síðari stundarfjórðunginn fyrir hlé. Selfoss náði að jafna, 19:19, og aftur, 20:20, þegar tíu mín- útur voru eftir af leiknum en þá sögðu ÍR-ingar hingað og ekki lengra, lokuðu vöminni og gerðu níu mörk gegn tveimur það sem eftir var leiksins. Ólafur Gylfason var f miklu stuði og það er orðið langt síðan hann hefur fundið sig jafnvel og á sunnudaginn. Jóhann og Ragnar voru einnig sprækir en besti maður liðsins var Hrafn Margeirsson. Talverðar breyt- ingar voru hjá ÍR að þessu sinni. Matthías var í bytjunarliðinu, Guðmundur Þórðarson kom ekki í vörnina fyrr en um miðj- an síðari hálfleik og Ólafur Sig- uijónsson var óvenju mikið á bekknum. Hjá Selfossi var Rússinn Demidov sterkur, en hann mætti að ósekju spila meira uppá Björgvin í hominu. Þeir tveir gerðu 14 af mörkunum 22 sem liðið gerði. Hallgrímur byijaði mjög vel í markinu en lét minna að sér kveða eftir hlé. Nú er hún Snorra- búð slekkur LEIKMENN Aftureldingar létu ekki slaka Valsmenn slá sig út af laginu í síðasta leik sínum fyrir jólaleyfi er liðin mættust á Varmá á sunnudags- kvöldið. Reyndar var munurinn ekki nema þrjú mörk þegar upp var stað- ið, 25:22, en sigurinn var mun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Mos- fellingar höfðu töglin og hagldirnar allan leiktímann og ef ekki hefði kom- ið til prýðisleikur Guðmundar Hrafnkelssonar í marki Vals og langar og leiðinlegar sóknir hefði munurinn hæglega orðið meiri, en hún Snorrabúð er svo sannarlega stekkur. Nokkurt fum og fát var á leikmönn- um beggja liða á upphafsmínút- unum og það var ekki fyrr en liðnar voru þijár mínútur að [var fyrsta markið var gert Benediktsson og það var heimamanna skrifar eins og tvö þau næstu. Valsmenn byijuðu á því að misnota fyrstu sex upphlaup sín, bitu frá sér og jöfnuðu en fljótlega komust þó Aftureldingarmenn yfir á ný og náðu að halda tveggja til fjög- urra marka forystu allt þar til yfír lauk án þess að þurfa að hafa verulegar áhyggjur. Staðan í hálfleik 14:10 fyrir UMFA. Bæði lið léku varnarleikinn ákveðið og framarlega og er á leið síðari hálf- leik komu Valsmenn enn framar á völl- inn í von um að geta slegið á frum- kvæði Mosfellinga, en án árangurs. í þetta sinn létu leikmenn Aftureldingar ekki slá sig út af laginu og heldu sínu striki. Sóknarleikurinn gekk lengst af allvel og mörk falleg tilþrif sáust þá vörnin var ágæt. Valsmenn aftur á móti léku eins og fyrr segir langar sókn- ir sem oft og tíðum voru mesta hnoð og lítt fyrir augað. Vinstra hornið var nær því óvirkt og það sama má segja um línuna. Nú þegar fyrri umferð deildarkeppn- innar er lokið hefur UMFA þægilega stöðu í efsta sæti deildarinnar. Á annan dag jóla hefst síðari umferðin og þá heldur áfram að reyna á kappana sem oft og tíðum hafa ekki verið nógu heil- steyptir í gegnum leikina þó vinningur hafí í flestum tilfellum komið í hús. Þegar horft er á liðið virðist það geta meira en það hefur sýnt, hingað til hefur það þó nægt. Þrátt fyrir brotsjó á Valsliðið að geta leikið mun betur en það hefur gert á leiktíðinni. Það er skipað mönnum með reynslu sem eiga að kunna fleira en að hnoðast og vera kann að úr öllu hnoðinu verði kannski til ágætt brauð er kemur fram á Þorra eða Góu. Háspenna á lokamínútunum að var svo sannarlega háspenna í KA-heimilinu á lokamínútunum í leik KA og Fram, en hann endaði með jafntefli, 21:21. Þegar ReynirB. um 7 mínútur voru til Eiriksson leiksloka og staðan var skrifarfrá 20:17, KA í vil, virtist liðið hafa leikinn í hendi sér og fátt geta komið í veg fyrir heima- sigur. Framarar voru þó ekki á sama máli og gerðu þeir fjögur næstu mörk- in og breyttu stöðunni í 21:20 sér í vil þegar rúm ein mínúta var til leiksloka. Þetta var í fyrsta skiptið í leiknum sem þeir komust yfir. KA fór í sókn og fékk Duranona víti sem Reynir varði þegar 48 sekúndur voru eftir, en KA fékk boltann aftur og litlu síðar skaut Ser- gei Siza framhjá. Sókn Framara var fálmkennd og misstu þeir boltann klaufalega í hendur KA þegar 22 sek- úndur lifðu af leiknum og slógu hjörtu flestra í KA-heimilinu nú sem aldrei fyrr. KA-menn flýttu sér sem þeir máttu í sóknina og þegar 5 sekúndur voru eftir fengu þeir aukakast, boltinn var sendur á Duranona sem brást ekki bogalistin að þessu sinni, stökk upp og skoraði. Jafntefli var staðreynd og heimamenn drógu andann léttar enda höfðu þeir sloppið með skrekkinn. Framarar voru að sama skapi svekktir að hafa misst stig til KA. Leikurinn var mjög harður og varnir beggja liða mjög sterkar mestan hluta leikins. Sóknirnar voru hins vegar ekki mikið augnayndi, fálmkenndar og mik- ið af mistökum á báða bóga. Hjá KA voru þeir Sergei Siza og Jóhann Jó- hannsson bestir en liðið þarf að taka Morgunblaðið/Golli VALDIMAR Grímsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, var maður leiksins á Seltjarnarnesi. Hann var allt í öllu, skoraði 12 mörk, mörg hver mjög glæsileg. sig saman í andlitinu ætli það að blanda sér í toppbaráttuna. Daði Hafþórsson var mjög góður í síð- ari hálfleik og hélt hann liðinu inni í leiknum í upphafi síðari hálf- leiks er hann gerði 4 glæsileg mörk í röð, það var svo hann sem skoraði síðasta mark þeirra. Oleg Titov var einnig sterkur. Grótta á botninum Grótta steinlá á heimavelli, 25:30, á móti Stjörnunni. Valdimar Grímsson, spilandi þjálf- ari Stjörnunnar, Höröur var maður leiksins. Magnússon Hreint frábær leik- skrifar ur hjá landsliðs- manninum var allt í öllu, skoraði 12 mörk, mörg hver mjög glæsileg og lék félaga sína uppi. Grótta var alls ekki sannfær- andi og átti aldrei möguleika í leiknum, þó að liðið fengi tæki- færi til að komast inn í leikinn. Sóknarleikur þess var á köflum mjög ráðleysislegur og vörn og markvarsla hafa oftast verið betri. Til að mynda voru Stjörnumenn tveimur færri í síðari hálfleik en Gróttu tókst ekki að nýta sér það. Þá fóru fjögur vítaköst í súginn. Ljósið í myrkrinu var kornungur hornamaður þeirra, Guðjón Valur Sigurðsson, sem fór mikinn og Stjörnumenn réðu illa við hann. Júri Sadovski hefur oft leikið betur en var reyndar í mjög strangri gæslu gestanna. Breidd Gróttu virðist vera lítil og „spútniklið“ deildarinnar í fyrra er í bullandi fallhættu og með svona spila- mennsku fer liðið beint niður. Góður varnarleikur og mark- varsla þeirra Axels Stefánssoar og Ingvars Ragnarssonar ásamt þætti Valdimars skópu sigurinn. Gömlu KR-ingarnir Einar B. Árna- son og Magnús A. Magnússon voru gríðarlegur sterkir í vörn- inni. Níu leikmenn Stjörnunnar skoruðu í leiknum og þrátt fyrir að missa Konráð Olavson út af með rautt spjald um miðjan síðari hálfleik misstu þeir aldrei tökin á leiknum og unnu verðskuldaðan sigur. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Íþróttir (10.12.1996)
https://timarit.is/issue/129085

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Íþróttir (10.12.1996)

Aðgerðir: